Morgunblaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 1
28 SÍÐUR 45. tbl. 62. árg. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Geir Hallgrímsson boðaði þessar ráðstafanir á Alþingi í gær: Hækkun launajöfnunarbóta og lækkun tekjuskatts láglaunafólks 2500-3700 milljóna niðurskurður ríkisútgjalda t ræðu þeirri er Geir Hall- grímsson, forsætisráð- herra, flutti á. Alþingi í gær, er frumvarp ríkis- stjórnarinnar um hækkun á söluskatti um eitt pró- sentustig vegna snjófióð- anna á Norðfirði kom til 1. umræðu í neðri deild, gerði forsætisráðherra grein fyrir þeim viðbótar- ráðstöfunum, sem ríkis- stjórnin hyggst beita sér fyrir á næstunni í kjölfar þeirra efnahagsráðstafana, sem þegar hefur verið gripið til. Geir Hallgríms- son boðaði f ræðu sinni eft- irfarandi ráðstafanir: □Rfkisstjórnin mun beita sér fyrir hækkun launa- jöfnunarbóta þar sem vonlítið virðist, að aðil- ar vinnumarkaðarins nái bráðabirgðasam- komulagi. Mun ríkis- stjórnin beita sér fyrir því, að hækkun launa- jöfnunarbóta taki mið af hækkun framfærslu- vísitölu úr 358 stigum í 372 stig svo og hækkun söluskatts. □ Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir lækkun tekju: skatts þeim til góða, sem lægst hafa launin í þjóð- félaginu. sjóða, sem m.a. er við það miðað að ná bættri viðskipta- og greiðslu- stöðu gagnvart útlönd- um. □ Eins og áður hefur kom- ið fram mun ríkisstjórn- in gera ákveðnar ráð- stafanir til tekjuskipt- ingar innan sjávarút- vegsins. Geir Hallgrímsson sagði í ræðu sinni, að markmiðið með efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar væri þrí- þætt: í fyrsta lagi að tryggja fulla atvinnu, í öðru lagi að bæta gjaldeyr- isstöðu þjóðarbúsins út á við og í þriðja lagi að tjón það, sem þjóðarbúið hefði orðið fyrir kæmi sem minnst við þá verst settu í þjóðfélaginu. Sjá nánar frásögn af ræðu Geirs Hallgrímsson- ar á bls. 12 í dag. AP. FELLUR KAMBÓDlA? — Eldflaugaárásirnar á Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu, harðna með degi hverjum og Ford Bandaríkjaforseti lýsti yfir því í gær að stjórnarherinn kynni að gefast upp ef bandarfska þingið samþykkti ekki beiðni sína um 222 miiljón dollara aðstoð við stjórn landsins. Myndin var tekin eftir eina eldflaugaárásina. Ford uggandi um að Kambódía falli senn □ Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir samdrætti í út- gjöldum ríkissjóðs, sem nemur á bilinu 2500— 3700 milljónir króna, sem er nauðsynlegur vegna fjárhagsstöðu ríkissjóðs sjálfs. □ Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir auknu aðhaldi í útlánum fjárfestingar- Ósló, 25. febr. NTB. SAMKOMULAG hefur náðst í grundvallaratriðum í óformleg- um viðræðum til undirbúnings hafréttarráðstefnunni sem hefst f Genf 17. marz um 200 mflna efna- hagslögsögu strandríkja sem nýja reglu í þjóðarrétti að sögn Jens Evensens, hafréttarráðherra Nor- egs. Washington, 28. febrúar. AP. Reuter. FORD FORSETI og Henry Kiss- inger utanrfkisráðherra sögðu f dag að á næstu vikum mundi stjórnarherinn í Kambódfu gefast upp og stjórnin í Phnom Penh falla ef þingið samþykkti ekki fljótt beiðni forsetans um 222 milljón dollara aðstoð við Kambódfustjórn. Ford sagði f bréfi til fulltrúa- deildarinnar að Kambódfumenn væru algerlega háðir aðstoð frá Evensen var í forsæti á mörgum fundum formanna nokkurra sendinefnda sem verða á hafrétt- arráðstefnunni i New York dag- ana 10. til 21. febrúar. Formenn þessara nefnda ganga undir nafn- inu Evensenhópurinn. Ráðherrann segir í viótali við Arbeiderbladet að hann sé ekki trúaður á að hafréttarráðstefn- Bandaríkjunum i viðleitni sinni til að hrinda stöðugum árásum kommúnista, sem fengju nægar birgðir úr norðri. Astandið væri hörmulegt, fólk flýði heimili sfn og kommúnistar beittu kúgun og skildu eftir sig sviðna jörð. „Ef þingið veitir ekki fé fljótt kemur það niður á milljónum saklausra manna sem eiga Iff sitt undir aðstoð Bandaríkjamanna. Þetta er líka spurning um sið- gæði. Getum við svikið lítið land unni i Genf takist að semja til fullnustu og samþykkja nýjan hafréttarsamning en telur að tals- vert hafi miðað áleiðis á vissum sviðum. Hann áleit hins vegar að góður árangur hefði náðst i viðræðun- um i New York og lagði áherzlu á að samkomulagsvilji væri fyrir hendi. sem berst upp á líf og dauða?“ segir Ford í bréfinu. Kissinger utanríkisráðherra tók í sama streng á blaðamannafundi og sagði að ef nauðsynleg fjárveit- ing yrói ekki samþykkt á næstu vikum væri stjórn Kambódiu dæmd til að falla þar sem skot- færabirgðir stjórnarhersins væru á þrotum. Hann sagði að svipað ástand ríkti i Suóur-Vietnam ef lengra væri horft fram i tímann. Án aðstoðar til langs tima gæti Evensen sagói að á hafréttar- ráðstefnunni yrði stefnt að því að finna rammalausn á öllum haf- réttarmálum sem yrðu tekin fyr- ir, allt frá reglunni um efnahags- lögsögu til ágreiningsins um frjálsar siglingar um sund. 1 kvöld sagði Evensen I fyrir- lestri hjá lögfræðingafélaginu I Framhald á bls. 27 Saigon-stjórnin ekki haldió velli og fall hennar yrói reióarslag fyr- ir heildarstefnu Bandarikja- stjórnar i utanrikismálum. Kissinger sagði að ef takast mætti aó afstýra falli Kambódíu mundi bandaríska stjórnin gera allt sem i hennar valdi stæði til að stuðla að friðarviðræðum. Hann kvað ekki gott að segja hvort slikar viðræóur væru mögulegar, en virtist eiga við að reyna mætti að tryggja samvinnu Kinverja og Norodom Sihanouks fursta. Hann sagði að Bandaríkjamenn stæðu frammi fyrir þeirri ákvörð- un hvort þeir ættu að neita landi sem vildi verja hendur sínar um skotfæri. Samkvæmt Nixon- kenningunni hafa Bandarikin heitið að aðstoða lönd sem vilja verja sig án þess að beita banda- risku herliði. Hann gætti þess að gera greinarmun á neyðarástand- inu i Kambódíu og sams konar ástandi sem gæti þróazt á lengri tíma í Víetnam. Kissinger sagði m.a. á blaða- mannafundinum: 0 Að sú yfirlýsing Hafez Assad, að hann mundi ef til vill hugleiða Framhald á bls. 27 Samkomulag um 200 mílur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.