Morgunblaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1975 5 Varnarliðið gaf tvo slökkviliðsbíla til Eyja ÞEGAR náttúruhamfarirnar stóðu sem hæst I Vestmanna- eyjum lánaði Varnarliðið á Kefla- vfkurflugvelli m.a. tvo öfluga Rannsóknir á næringargildi íslenzkra beitarplantna í RITI Rannsóknastofnunar land- búnaðarins, íslenzkar land- búnaðarrannsóknir, gerir Gunnar Ólafsson grein fyrir tilraunum með næringargildi íslenzkra beitarplantna, sem eru liður f rannsóknum vegna hins mikla beitarvandamáls, og tilraunum til að bæta beitarlandið. Árið 1955 hóf Búnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans (nú Rannsóknastofn- un landbúnaðarins) rannsóknir á íslénzkum beitarlöndum og megintilgángurinn að ákvarða beitarþol landsins eins nákvæm- lega og unnt væri. Á árunum milli 1950 og 1960 jókst fjárfjöldi mjög í landinu og samtímis lækkaði maðalfallþungi verulega og töldu sumir að beitarþoli landsins væri ofboðið en aðrir töldu að beitariöndin gætu borið fleiri skepnur. Rannsóknunum má skipta I þessa meginþætti: 1) flokkun og kortlagningu gróðurlenda 2) mælingar á gróðurfari og upp- skerumagni gróðurlenda 3) rann- sóknir á plöntuvali sauðfjár 4) ákvörðun á meltanleika og efna- innihaldi beitargróðurs 5) til- raunir með að bæta beitarlandið. Gerir Gunnar grein fyrir að- ferðum til að ákvarða fóðurgildi bitins gróðurs, plöntuval sauðfjár á íslandi og efnasamsetningu og meltanleika bitins gróðurs. Sauðfé á beit er vandlátt segir f úrdrætti á íslenzku aftast í ritinu, og velur sér ákveðnar plöntur eða plöntuhluta, ef það hefur tæki- færi til þess. Margir þættir hafa áhrif á plöntuvalið: 1) magn þess fóðurs, sem er til ráðstöfunar, 2) þroskastig plantna 3) lfkamsbygg- ing plantna (hár, þyrnar) 4) sauðfé velur blöð fram yfir stöngla 5) sauðfé velur fremur uppréttar en skriðular plöntur 6) efnasamsetning (sölt, sykur) 7) eðliseiginleikar dýranna. I lokin segir: Á grundvelli þessara og annarra rannsókna er lagt til að beitilendi verði skipt í flokka eftir hlutdeild grasa og jurta í gróðurlendum. Þau gróðurlendi, sem hafa mest af grasi og jurtum, gefa af sér fóður með hæst næringargildi. Bókaútsala Seljum í dag og næsta mánuð flestar útgáfu- bækur Bókaútgáfunnar Skuggsjár Hafnarfirði. Fjöldi ágætra bóka á góðu verði, vel innbundn- ar. Þar að auki fjölda eldri bóka, pésa og bæklinga. Danskar bækur — enskar bækur. Aðeins nokkur eintök af Manntalinu 1816 I—VI. (complett). eru enn fánaleg. Bókaverzlun Stefáns Stefánssonar, Laugavegi 8. Sími 19850. Húsbyggjendur EINANGRUNAR PLAST Getum afgreitt einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið með stuttum fyrirvara. Afhending á byggingarstað. HAGKVÆM VERÐ. GREIÐSLUSKILMÁLAR Borgarplast hf. Borgarnesi sími: 93-7370 Kvöldsími 93-7355. slökkviliðsbfla til Vestmanna- eyja, almennan slökkviliðsbfl og 16 tonna tankbfl. Að goslokum sá slökkviliðið f Eyjum um að yfir- fara bflana og mála þá eftir hnjaskið, sem þeir höfðu orðið fyrir og sfðan átti að skila þeim. En fyrir skömmu afhenti Varnar- liðið bflana að gjöf til Slökkviliðs- ins f Vestmannaeyjum og voru þeir afhentir af varnarliðs- mönnum og Irving sendiherra Bandarfkjanna á lslandi, sem jafnframt afhenti Bókasafni Vestmannaeyja veglega bókagjöf. Verðmæti þessara tveggja bíla er tæplega 20 millj. kr. „Strákar” fá góðar gjafir SIGLÚFIRÐI 24. FEB. — Kvennadeildin Vörn afhenti fyrir helgina Björgunarsveitinni Strákum að gjöf utanborðsmótor fyrir gúmíbát sem þeir eiga. Þá gaf Kiwanisklúbburinn Skjöldur björgunarsveitinni vélsleða. Nýkominn er 11 tonna bátur hingað í bæinn, sem Sverrir Ólafsson og Ölafur Bjarnason keyptu. Þessir menn hafa verið á rauðmagaveiðum að undanförnu og eru búnir að fá um 4000 stykki. Það er því nóg af rauðmaganum hér á Siglufirði. Dagný kemur inn í dag eftir stuttan tíma með mjög góðan afla, um 100 tonn af þvi talið er. m.j. ÞU Glæsilegt skip til Akraness Akranesi, 24. feb. V/S Árni Sigurður — Ak-370 kom til hafnar hingað i gær frá Noregi, en þar var skipið byggt. Það er 347 lestir að stærð, búið til hringnótar-, tog- og línuveiða. Aðalvél þess er af Wichmann- gerð, 1250 hö. Rafvélar eru tvær af Skania gerð, og auk þeirra er ljósavél, sem aðeins er notuð þeg- ar skipið liggur í höfn. Isfram- leiósluvél er framleiðir 6 lestir á sólarhring, olíudrifnar hliðar- skrúfur, sjóeymingarvél og velti- tankar eru einnig í skipinu. Gang- hraði er 12 mílur á klukkustund. Veltitankarnir reyndust mjög vel á heimsiglingunni, en skipið hreppti þá storm og stórsjó. Annars er það búið öllum nýjustu fisksjár-, öryggis- og siglingar- tækjum. Verð skipsins er 9,2 milljónir n. kr. Eigandi Árna Sigurðar er hluta- félagið Sigurður, — en hluthafar eru m.a. Þórður Sigurðsson, son- ur Sigurðar heit. Hallbjarnarson- ar frá Tungu, og Einar Árnason sonur Árna Sigurðssonar frá Sól- eyjartungu, en Einar var skip- stjóri á heimsiglingunni. — Þeir Árni og Sigurður voru vel þekktir skipstjórar og útvegsmenn hér á þeim tímum, þegar þorskurinn var aðallega veiddur á línu og „náði máli“ (málfiskur var 22 tommur), og þegar varaseiðin dormuðu í stórum torfum við kletta og bátabryggjur. Haraldur Ágústsson skipstjóri mun stjórna Árna Sigurði á loðnuveiðum, og heldur hið nýja glæsilega skip á þær veiðar næstu daga. Július. JtT GETUR EKKI GERT BETRI FATAKAUP Enn er úrval af jakkafötum, stökum jökkum, leðurjökkum, kuldaflíkum dömu og herra, Ðf ^ blússum, pilsum, skyrtum, NV S ^ bolum o.m.fl. 50—70% afsláttur. . » 'B KARNÁBÆR ^ Utsölumarkaður Laugaveg 66 MALL0RKA C0STA DEL S0L AUSTURRIKI — Nyjung — Páskaferð Sunnu til Austurrlkis. Njótið lifsins með glaðværum íbúum Zell am See. Fagurt útsýni, snjór i fjöllum, að ógleymdum hlýlegum bjórkjöllurum, sem öllum standa opnir eftir að skyggja tekur. íslenzkur fararstjóri tryggir góða þjónustu. Verð frá kr. 46.700.- Hvers vegna með Sunnu til Mallorka? Vegna þess að Sunna hefur 16 ára reynslu i Mallorka- ferðum. Frábærar baðstrendur. Fyrsta flokks hótel og íbúðir. Eigin skrifstofa Sunnu með íslenzku starfsfólki. Verðfrá kr. 33 800. Veljið páskaferð Sunnu til Costa del Sol. og fjölbreytt skemmtun i hálfan mánuð er tryggð. Allir gististaðir Sunnu eru i hinni glaðværu Torremolinos. Eigin skrifstofa Sunnu með islenzku starfsfólki. Verð frá kr. 33.800. FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA Lækiargötu 2 súnar 16400 12070

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.