Morgunblaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1975 i ag Alþýðubandalagið styður sölu- skattshækkun vegna Norðfjarðar samkomulag um aðra leið — náist ekki LAGT var fram í neðri deild Alþingis i gær frumvarp til laga um ráðstafanir vegna snjóflóða I Norðfirði og fjáröflun til Viðlaga- sjóðs. Efni frumvarpsins er í meginatriðum rakið á baksíðu blaðsins í dag. Talsmenn stjórnarflokkanna og Alþýðubandalagsins mætu með frumvarpinu en Alþýðuflokks og Samtaka frjálslyndra gegn því, þ.e. þeirri fjáröflunarleið, 1 stigs söluskattshækkun, sem f þvf felst. Hér á eftir verður framsaga for- sætisráðherra rakin efnislega sem og niðurstöður f máli tals- manna einstakra þingflokka. Geir Hallgrímsson (S), forsæt- isráðherra, sagði frumvarpi þessu ætlað að mæta tvenns konar vanda. Annars vegar að afla fjár til að standa straum af endur- reisninni í Neskaupstað í kjölfar snjóflóðanna þar og hins vegar að afla Viðlagasjóði nauðsynlegra viðbótartekna til að komast sóma- samlega frá verkefnum sinum vegna eldgossins í Vestmannaeyj- um. Rikisstjórnin fól Viðlagasjóði í endaðan desember sl. að koma fram fh. ríkisvaldsins gagnvart yfirvöldum i Neskaupstað, i beinu framhaldi af fyrirheiti Alþingis þess efnis, að það tjón, sem bæt- anlegt væri yrði að fullu bætt af þjóðarheildinni. Verkefni Við- lagasjóðs var að gera úttekt á tjóninu og bæta það að svo miklu leyti, sem það kæmi ekki i hlut annarra bótagreiðsluaðila. Tjón- ið er nú metið, skv. bráðabirgða- úttekt, á u.þ.b. 500 m. kr.: 135 m. kr. vegna fasteignatjóns, 225 m. kr. vegna tjóns á vélum, tækjum og lausafé, aðrar bætur, ófyrirséð útgjöld og kostnaður 90 m. kr., björgun og hreinsun 50 m. kr. Forsætisráðherra gat þess að í undirbúningi væri frumvarp að Aukið framlag til jarðhitarannsókna og hitaveituframkvæmda Frumvarp rfkisstjórnarinnar um ráðstafanir til að draga úr áhrifum oliuverðhækkana á hit- unarkostnað fbúða var lagt fyrir efri deild Alþingis f gær. Ólafur Jóhannesson viðskiptaráðherra mælti fyrir frumvarpinu, en að loknum umræðum var þvf vfsað til annarrar umræðu og fjárhags- og viðskiptanefndar. Ólafur Jóhannesson viðskipta- ráðherra mælti fyrir frumvarpinu og sagði, að hér væri fyrst og fremst um að ræða framlengingu á lögum, sem gilt hefðu um þetta efni frá því 28. febrúar 1974. Þá hafi verið ákveðið að leggja 1% gjald á söluskattsstofn til að draga úr áhrifum olíuverðhækk- ana. í athugasemdum með frum- varpinu kæmi fram, að 95 þús. einstaklingar hefðu notið olíu- styrks og heildarfjárhæð til þeirra á tímabilinu 1. mars 1974 til 28. febrúar 1975 væri áætluð 650 til 700 millj. kr. Þá sagði ráðherrann, að jafnframt því, sem hér væri um framlengingu á fyrri tilhögun að ræða, væri skotið inn i þetta frumvarp nýmæli, þar sem lagt væri til, að hluta af þeim fjármunum, sem fengjust með þessum hætti, yrði varið til orku- varanlegri löggjöf fyrir Viðlaga- sjóð, þar sem sjóðurinn yrði gerð- ur að fastri stofnun, er veitt gæti skjóta og öfluga aðstoð, þegar meiriháttar vanda bæri að hönd- um vegna náttúruhamfara eða annarra ófyrirsjáanlegra atvika. Væri sá undirbúningur I höndum sérstakrar nefndar á vegum tryggingaráðuneytisins. Hlutverk Norðfjarðardeildar Viðlagasjóðs verður þríþætt: að bæta tjón af völdum snjóflóð- anna, að greiða kostnað við björg- un verðmæta, hreinsun rústa og athafnasvæða og stuðla að endur- byggingu atvinnufyrirtækja, sem eyðilögðust eða skemmdust. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að í þessu efni hafi stjórn Viðlaga- sjóðs náið samband við bæjar-- stjórn Neskaupstaðar. Um tekjuöflun til endurreisnar atvinnutækja og bóta eignatjóns í Neskaupstað sagði forsætisráð- herra: Frumvarp þetta gerir ráð fyrir, að sjóðnum verði aflað tekna tilað standa straum af þessum útgjöld- um með álagningu viðlagagjalds á söluskattsstofn. Hinn 28. febrúar næstk. fellur úr gildi viðlagagjald á söluskattsstofn, sem innheimt hefur verið síðan 1 mars 1973. Gjald þetta var upphaflega 2% af söluskattsstofni, sem kunnugt er, en 1% frá 1. mars 1974. Var þá hinu prósentustiginu varið til nið- urgreiðslu á olíu. I frumvarpi þessu er nú ráðgert að framlengja viðlagagjald og leggja 2% á sölu- skattsstofn á tímabilinu 1. mars 1975 til 31. desember 1975. Sam- kvæmt áætlunum þeim, sem frumvarpinu fylgja, er talið að tekjur Viðlagasjóðs af þessum tveimur prósentustigum í 10 mán- uði verði 1600 millj. kr. Eftir að áætlanirnar voru gerðar hefur gengisbreyting verið framkvæmd sjóðs til jarðhita og hitaveitu- framkvæmda. Áætlað væri, að hvert söluskattsstig gæfi 960 millj. kr. á gildistíma laganna. Því mætti reikna með nokkrum af- gangi til þessa verkefnis, ekki sist vegna þess, að stór og fjölmenn svæði myndu tengjast hitaveitu á þessu ári. Frá 1974 til 1975 hefðu greiðslur til þeirra, sem búsettir væru í Kópavogi, Garðahreppi og Hafnarfirði numið samtals 156 millj. kr. Ef greiðslur yrðu óbreyttar miðað við gildandi lög mætti ætla, að 100 millj. kr. yrði varið til þessara byggðarlaga í þessu skyni. En ef miðað væri við reglu þá, sem þetta frumvarp gerði ráð fyrir, yrði styrkurinn til þessa svæðis aðeins 40 millj. kr. Með því að lögfesta þá reglu myndu þvi sparast 116 millj. kr. Ráðherra sagði, að víða væri mikill áhugi á rannsóknum og jarðborunum til að kanna mögu- leika á hitaveitum. Á öðrum stöð- um væri hitaveita þegar komin á rekspöl. En til þessara fram- kvæmda skorti nú fé. Þessari fjár- hæð yrði því vel varið og myndi stuðla að þvf að fleiri gætu notið hitaveitu. Þá sagði ráðherrann, að unnt væri að hafa styrkinn nokkru hærri með þvi að láta sömu reglu gilda og áður, þ.e.a.s. að nota alla þá fjármuni, sem þannig aflast, til að greiða niður olíukostnaðinn. Menn yrðu einfaldlega að meta og miðað við hana er nú áætlað, að þessi upphæð geti orðið nokkru hærri eða um 1700 millj. kr. Tekjurnar skiptast á deildir sjóðsins í hlutfalli við áætlaða fjárþörf og renna 32% til Norð- fjarðardeildar en 68% til Vest- mannaeyjadeildar. Um stöðu Viðlagasjóðs sagði forsætisráðherra: Aætlun sú um tekjur og gjöld Viðlagasjóðs, er hér er lögð fram sem fylgiskjal nr. 2 sýnir, að yfir- dráttarskuld sjóðsins við Seðla- bankann mun aukast enn á þessu ári og nema 1.600 millj. kr. I árs- lok, ef ekki koma til nýir tekju- stofnar. Samkvæmt þessu mun staðan við Seðlabankann því versna um 65 millj. kr. á árinu 1975. Gerði forsætisráðherra síðan ít- arlega grein fyrir erfiðri stöðu og tekjuþörf Viðlagasjóðs vegna Vestmannaeyjagossins og sagði um það efni: Hinn gífurlegi hallarekstur Viðlagasjóðs undanfarin tvö ár, sem fjármagnaður hefur verið með útstreymi úr Seðlabankan- um, er einn frumþáttur þeirrar peningaþenslu og verðbólgu, sem einkennt hefur tímabilið. Þessa þróun verður tafarlaust að stöðva AIÞMGI Ólafur Jóhannesson. hvort þeir vildu hverfa að því ráði eða leggja fé til hliðar eins og frumvarpið gerði ráð fyrir í þvi skyni að efla jarðhitarannsóknir og hitaveituframkvæmdir. Jón Ármann Héðinsson sagðist út af fyrir sig ekki vera andvígur því að afla fjár með þessum hætti til að greiða niður olfukostnaðinn við húshitún, en hann væri algjör- lega andvigur 2. grein frumvarps- ins, sem fjallaði um það á hvern hátt ætti að ráðstafa þessum fjár- munum. Þrátt fyrir verðhækkun Geir Hallgrímsson, forsæt- isráðherra. og snúa við. Hlutur Vestmanna- eyadeildar sjóðsins af 2% við- lagagjaldi í 10 mánuði er áætlað- ur 1.100 millj. kr. og er sú fjárhæð talin duga til að koma fjármálum Viðlagasjóðs á réttan kjöl. Skuld sjóðsins hjá Seðlabankanum i árs- lok 1975 verður þá um 55% lægri en að óbreyttum tekjustofnum, eða 740 millj. kr. í stað 1.600 millj. kr. Óinnheimtar eru þá um 220 millj. kr. af tekjum sjóðsins af álögðu viðlagagjaldi, sem berast honum á fyrstu tveimur mánuð- um ársins 1976. I lok máls sagði forsætisráð- herra, að búast mætti við, að um- ræður um fraumvarp þetta kæmu inn á svið núverandi efnahags- ástands þjóðarinnar og nauðsyn- legra efnahagsráðstafana. Af því tiiefni vildi hann taka fram, að ráðstafanir, sem nú væru í undir- búningi, myndu m.a. felast í eftir- farandi: á olíu væri gert ráð fyrir, að oliu- styrkurinn yrði sá sami að krónu- tölu og áður. Sin skoðun væri sú, að óhjákvæmilegt væri að hækka þennan styrk, og nýta til fulls í þvi skyni það fjármagn, sem feng- ist með þessu eina söluskattstigi. Þá sagðist þingmaðurinn vera al- gjörlega andvigur því ákvæði frumvarpsins, sem gerði ráð fyrir, að þeir fengju ekki styrk, sem fengju hús sín tengd við hitaveitu fyrir 29. febrúar 1976. Það ákvæði gæti dregið leiðinda dilk á eftir sér. Eðlilegt væri að fjalla um fjárskort orkusjóðs sérstaklega og í heild en ekki í þessu frumvarpi. Ragnar Arnalds sagði, að Al- þýðubandalagsmenn væru sam- þykkir því að fjár yrði aflað til olíustyrkjanna með þessum hætti. En þeim væri óskiljanlegt, hvers vegna ekki væri gert ráð fyrir þvi að olíustyrkurinn hækkaði. Það væri furðuleg afstaða ríkisstjórn- arinnar að ætla að greiða fólkinu sömu krónutölu og áður. Þetta kæmi sérstaklega illa við fólkið I strjálbýlinu. Ástæðan fyrir þessu væri sú, að ríkisstjórnin ætlaði að næla sér í nokkur hundruð millj- óna króna til orkuframkvæmda. Að sjálfsögðu væru Alþýðubanda- lagsmenn hlynntir framkvæmd- um á því sviði, en hitt væri ljóst, að ekki væri ástæða til að rýra olíustyrkinn til að standa undir þeim framkvæmdum. Þingmaður- Framhald á bls. 16 1. Akvörðun um hækkun lág- launabóta, sem myndu m.a. taka mið af þeirri vísitöluhækkun, sem orðin væri umfram þau vísi- tölumörk, er núv. láglaunabætur væru við miðaðar, sem og þá hækkun söluskatts, er þetta frum- varp gerði ráð fyrir. 2. Ákvörðun um tekjuskatts- lækkanir, sem einkum ættu að koma þeim til góða, sem lægst hefðu launin i þjóðfélaginu. 3. Ráðstöfunum til að leysa úr tekjuskiptingarvanda milli hinna ýmsu greina í sjávarútvegi. 4. Akvörðun um samdrátt i út- gjöldum rikissjóðs, sem væntan- lega næmi frá 2500 til 3700 m. kr. 5. Ákvarðanatöku um aðhald í útlánum fjárfestingarsjóða, sem m.a. væri við það miðað, að ná bættri viðskipta- og greiðslustöðu gagnvart útlöndum. Markmið heildarráðstafana ríkisstjórnarinnar við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu væri þrí- þætt: a) að tryggja fulla atvinnu, b) bæta gjaldeyrisstöðu þjóðar- búsins út á við og c) að tjón það, sem þjóðarbúið hefði orðið fyrir, kæmi sem minnst við þá verst settu I þjóðfélaginu. Lúðvík Jósepsson (K) sagði m.a., að hann hefði talið æski- legra, að fjár til að standa við fyrirheit Alþingis gagnvart Norð- firðingum og Vestmannaeyjum yrði nú leitað með öðrum hætti en í frumvarpinu væri gert ráð fyrir. Hann myndi þó styðja þær fjáröfl- unarleiðir, sem þar um ræddi, ef þingnefnd, sem fjallaði um málið, yrði ekki ásátt um annað. Alþingi þyrfti sem heild að standa við .gefin fyrirheit og höfuðatriði málsins væri, að fjármagn yrði tryggt nægjanlega fljótt, og i nægilegu magni til að bæta það tjón, sem orðið væri, bæði i Nes- kaupstað og Vestmannaeyjum. Gylfi Þ. Gislason (A) sagði Alþýðuflokkinn ekki vilja bregð- ast gefnu heiti um tjónabætur til Norðfirðinga. Það ætti hinsvegar áð gera með sparnaði I rikisút- gjöldum á ýmsum vettvangi. Ekki mætti hækka söluskatt við nú- verandi aðstæður í efnahagsmál- um og á vinnumarkaði. Hann deildi nokkuð á Lúðvik Jósepsson fyrir það sem hann kallaði „þröng kjördæmissjónarmið". Magnús Torfi Ólafsson (SFV) taldi og varasamt að hækka sölu- skatt, þó hann hinsvegar áréttaði skyldu Alþingis og alþjóðar, um nauðsynlegar tjónabætur til Norðfirðinga. Hann ræddi ma. um, að breyta skuld Viðlagasjóðs við Seðlabankann í föst lán hjá viðskiptabönkunum, lengri bóta- tíma og skyldusparnað sem leiðir i málinu. Þá ræddi hann og snjó- flóðavarnir almennt. Eyjólfur Konráð Jónsson (S) og Páll Pétursson (F) lýstu stuðn- ingi við frumvarpið í meginatrið- um. Þeir vildu þó taka inn í frum- varpið bótaskyldu á tjóni vegna snjóflóða, sem orðið hefðu annarsstaðar en í Neskaupstað, t.d. í Siglufirði. Ennfremur, að tilfærsla á verksmiðjuvélum eða verksmiðjuhlutum, frá öðrum byggðarlögum til Neskaupstaðar, yrði bundin samþykki yfirvalda á þeim stað, er viðkomandi verk- smiðjur væru nú í. (Forsætisráð- herra hafði áður lýst yfir, að tekið yrði tillit til snjóflóðatjóns annarsstaðar en í Neskaupstað og yrði það atriði nánar athugað í þingnefnd, áður en frumvarpið yrði afgreitt). Aðrir, sem til máls tóku, vóru Þórarinn Þórarinsson, Tómas Arnason, Sverrir Hermannsson, Heimir Hannesson og Lúðvik Jósepsson, Gylfi Þ. Gíslason og forsætisráðherra töluðu oftar en einu sinni. Frumvarpinu var síðan vísað til 2. umr. og fjárhags- og viðskipta- nefndar deildarinnar. Fjár aflað til áfram- haldandi olíustyrks

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.