Morgunblaðið - 26.02.1975, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1975
17
Á sósíalísmi
stjórnmálalega
framtíð á
íslandi?
Því veröur held ég að svara
neitandi og ber þar margt til. I
fyrsta lagi samrýmist hið
sósíalistiska kerfi ekki íslenskum
staðháttum. I öðru lagi hefur
hverskonar sósialismi í reynd
gefist illa hér á landi. Og skulu nú
nefnd nokkur dæmi. Hverju má
það t.d. sæta, að hver sú ríkis-
stjórn, er sósíalistar hafa átt aðild
að, hefur ekki getað setið heilt
kjörtímabil. Skal í þessu sam-
bandi minnt á ráðuneyti Ölafs
Thors 1944. Þá hlupu sósíalistarn-
ir úr leik. Næst eiga þeir sæti í
ráðuneyti Hermanns Jónassonar
frá 56—58, þá var þeirra þátttöku
lokið eftir 2ja ára setu. Og loks er
það þegar kraftaverkið gerist
1971—1974, en þá var ráðuneyti
Olafs Jóhannessonar við völd, og
þar af sat sú stjórn umboðslaus
um nokkurn tíma. Svona hefur
það ætíð verið, þar sem sósialistar
hafa komið nærri rikisstjórnum.
Og má af þessu talsverða lærdóma
draga.
Og eitt er víst, sem berlega sást
við síðustu alþingiskosningar, að
þótt sósialistar að vísu merðu eitt
viðbótarþingsæti, þá eiga þeir
ekki von á stórum hópi kjósenda
til frambúðarvaxtar.
Svo er það annað sem kemur til
greina. Þeir telja sig málsvara
hinna vinnandi stétta. En það
kemur annað í ljós þegar þeir
komast til vaida, því að það er
staðreynd, að þær kjarabætur,
sem þeir berjast fyrir er þeir sitja
í valdastólunum, sem betur fer er
sjaldan, eru já ég segi, þær kjara-
bætur eru byggðar á falskri for-
sendu, sem svo greinilega kom
fram hjá síðustu ríkisstjórn. Það
getur kannski gengið í nokkurn
tima að borga meira en atvinnu-
vegirnir þola í von um fylgis-
aukningu. En slíkt fyrirkomulag
er aðeins til að skapa vandræði
fyrir þá sem taka við á eftir. Þvi
að það hvarlar aldrei að sósíalist-
um að ráða sjálfir fram úr þeim
vanda er þeir stuðla að með
gálausum fjáraustri í von um
fylgisaukningu. Þetta hefur svo
berlega oft komið i ljós. Væri
kennski best heimfært með orð-
um Hermanns Jónassonar haustið
1958: Eins og nú horfir er stefnan
beint fram af hengifluginu:
Svona lýsti hann viðhorfinu eftir
að hafa unnið með sósialistum í 2
ár og segir það ekki talsverða
sögu. Og alltaf skín kommúnism-
inn útundan sósíalistisku gær-
unni.
Að gefnu tilefni skal það tekið
fram að ég hef fullan rétt til að
nota þetta heimilisfang og mun
gera það áfram þrátt fyrir síma-
upphringingar og hótanir frá ein-
hverjum óviðkomandi utan úr
bæ.
3. febr. 1975.
Ölafur Vigfússon,
Hávallagötu 17 Reykjavík.
JRorgunblabit*
nucivsincnR
^-«22480
Hugheilar þakkir og kveðjur
serrdi ég öllum, sem sýndu mér
hlýhug og vinsemd á sjötugsaf-
mæli míni 15. febrúar s.l. Guð
blessi ykkur öll.
INGIBJÖRG
KARLSDOTTIR,
Skíðaská/anum,
Hveradölum.
Eignarlóð til sölu
Tilboð óskast í 800 fermetra eignarlóð undir
einbýlishús á Melshúsatúni á Seltjarnarnesi.
Áhvílandi lán kr. 1 .300.000.—
Tilboð sendist í pósthólf 492, Reykjavík. Réttur
er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum.
Nánari upplýsingar í síma 13049 eftir kl. 6
síðdegis.
Seljum í dag 26.
Saab 96 1 974
Saab 96 1973
Volvo Grand Luxe 1 972, ekinn 33 þús. km.
Saab 99 EMS 1973
js-^bdÖRNSSON * co. “
Styrkir til
hjúkrunarkennaranáms
Menntamálaráðuneytið býður fram tvo náms-
styrki hvorn að fjárhæð 200.000 kr. til
hjúkrunarkennaranáms erlendis, enda komi
styrkþegar að námi loknu til kennslu við
hjúkrunarskóla hér á landi.
Umsóknarfrestur til 1. apríl næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið
24. febrúar 1975.
/---------------------------------\
Ótrúlega
ódýrt
Seljum nokkur mjög lítiö gölluö skatthol.
Tekk. Gullálmur.
Verö aöeins kr. 20.000 —
Sendum í póstkröfu.
Valhúsgögn h.f.,
Ármúla 4
Kjólaefni,
metravara
Handklæði
Allt selt fyrir
ótrúlega lágt verð
Egill 3acobsen
Austurstræti 9
Fræðsluhópar MFA
Á tímabilinu marz — maí munu fjórir fræðsluhópar
starfa í Reykjavík á vegum MFA.
HÓPURI
LAIKHÚSKYIMNING:
Fyrsti fundur 3. marz. Fjallað verður m.a. um
leikritun, leiklistarsögu, farið í leikhús, rætt um
leikritin við leikara, leikstjóra, höfunda o.fl.
Umsjón hefurTryggvi Þór Aðalsteinsson.
Þátttakendur í þessum hóp tilkynni sig í síðasta
lagi 3. marz.
HÓPUR II
LISTIN OG SAMFÉLAGIÐ:
Fyrsti fundur 1 1 marz. Fjallað verður m.a. um:
íslenzk sjávarpláss í nútímabókmenntum —
Bækur fyrir almenning eða útvalda? — Hvað er
róttækni i bókmenntum? — Er heimildarkvik-
myndin pólitísk? — Hverjum þjóna fjölmiðl-
arnir? — Sambýlishætti o.fl.
Aðalleiðbeinandi verður Ólafur Haukur
Símonarson.
Þátttakendur í þessum hóp tilkynni sig í síðasta
lagi 1 0. marz.
HÓPUR III
VÍSITALA:
Fyrsti fundur 19. marz. Fjallað verður um
vísitölubindingu launa og áhrif hennar á kaup-
gjald og verðlag.
Leiðbeinandi verður Ásmundur Stefánsson.
Þátttakendur í þessum hóp tilkynni sig í síðasta
lagi 1 8. marz.
HÓPUR IV
RÆÐUFLUTNINGUR OG FUNDARSTÖRF:
Fyrsti fundur 13. marz. Farið verður í almenn
atriði varðandi ræðuflutning, fundarstjórn o.fl.
Þ h.
Leiðbeinandi verður Tryggvi Þór Aðalsteinsson.
Þátttakendur í þessum hóp tilkynni sig í síðasta
lagi 1 2. marz.
Hóparnir munu yfirleitt koma saman á kvöldin,
einu sinni í viku. Starfið fer fram í fræðslusal
MFA að Laugavegi 18 VI. hæð. Fundirnir
hefjast kl. 20.30.
Þátttakendur innriti sig á skrifstofu MFA Laugavegi
18 VI. hæð, símar 26425 og 26562.
Innritunargjald er 300.00 krónur.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
MFA.
Menningar- og fræðslusamband alþýðu.