Morgunblaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1975 Söluskattur hœkkar í 20%: 500 millj. vegna Norðfjarðar — 1100 milljónir vegna eldgossins í Eyjum RÍKISSTJÓRNIN lagði fram á Alþingi í gær frumvarp um ráðstafanir vegna snjóflóða í Norðfirði og fjáröflun til Viðlagasjóðs. Ennfremur lagði rfkisstjórnin fram frumvarp um ráðstafanir til að draga úr áhrifum olíu- verðshækkunar á hitunarkostnað íbúða. Efni frumvarp- anna er f meginatriðum þetta: Loðna er nú tekin að berast til Reykjavík- ur og var mikil loðnulöndun þar í gær. Myndin er af Berki NK, er landað var úr honum í gær. Ljósm. Sv. Þorm. □ □ Sjá frásögn af umræðum á Alþingi á bls. 12 □ □ ) Söluskattur er hækkaður um 1% f 20% til þess að standa undir kostnaði vegna snjóflóð- anna á Norðfirði. I Áætlað er, að útgjöld Viðlaga- sjóðs vegna hamfaranna á Nes- kaupsstað muni verða um 500 milljónir króna en að auki skortir 1100 miiljónir til þess að Viðlagasjóður geti staðið við skuldbindingar sfnar vegna eldgossins í Eyjum. Framlenging söluskattsstigs frá fyrri árum vegna Vest- mannaeyja og nýtt söluskatt- stig vegna Norðfjarðar tryggir Viðlagasjóði þær 1600 milljón- ir króna, sem sjóðinn vantar á þessu ári vegna náttúruham- faranna á þessum tveimur stöðum. i Gert er ráð fyrir, að 32% af auknum tekjum Viðlagasjóðs renni f Norðfjarðardeild en 68% til Vestmannaeyja. Rfkisstjórninni er heimilt f samráði við Sfldarverksmiðjur rfkisins að selja Sfldarvinnsl- unni á Neskaupstað vélar og tæki úr þeim verksmiðjum Sfldarverksmiðjanna, sem ekki er fyrirsjáanleg þörf fyr- ir á næstunni, með mjög hag- stæðum greiðsluskilmálum. Gert er ráð fyrir, að áfram renni eitt söluskattsstig til að greiða niður olfukostnað vegna húsahitunar. Þó er sú breyting gerð, að þeir sem fá hitaveitu fyrir 29. febrúar 1976 fá ekki greiddan olfu- styrk og hluta þessa f jármagns verður varið f orkusjóð til jarðhita- og hitaveitufram- kvæmda. Frumvarpið um niðurgreiðslu olíuverðs gerir ráð fyrir, að styrk- ur vegna olíukyndingar verði áfram kr. 7.200 fyrir hvern íbúa. Lífeyrisþegar fá þó l'A styrk ein- staklings, eða 10.800 krónur. Jafn- framt er gert ráð fyrir, að nokkr- um hluta þess fjármagns, sem þannig verður aflað, verði varið til orkusjóðs til jarðhita- og hita- veituframkvæmda. Þá á að styrkja rafveitur að því marki, Framhald á bls. 27 Kjaradeilan til sáttasemjara: Samráð við Mltrúa laun þega um skattalækkanír — segir forsætisráðherra UPP ÚR samningaviðræðum slitnaði á fundi aðila vinnu- markaðarins í gærmorgun og hafa deiluaðilar ákveðið að senda málið til sáttasemjara rfkisins. „Það var fyrst og fremst ríkis- stjórnin, sem sleit þessum við- Utanríkisráðuneytið: Hlustunarduflin af sovézkum uppruna 1 FRÉTTATILKYNNINGU frá utanríkisráðuneytinu, sem Mbl. barst í gær, segir að erfitt sé að segja til um hvar duflin, sem rek- ið hafa við suðurströnd landsins, séu framleidd. Hins vegar segir í tilkynningunni, að hlutar þeirra virðist vera framleiddir í Sovét- ríkjunum. Líkur benda til að um djúpsjávardufl sé að ræða. Fréttatilkynning utanríkis- ráðuneytisins er svohljóðandi: „Eins og fram hefir komið í fjölmiðlum hafa nýlega fundizt tvö sérkennileg dufl við suður- strönd Islands. Árið 1972 fannst samskonar dufl við Vestmanna- eyjar. Dufl þessi virðast vera hlust- unartæki til að fylgjast með ferð- um skipa og kafbáta og eru hönn- uð til að liggja á mjög miklu dýpi. Þau virðast vera hluti af hlust- unarkerfum sem tengd eru með rafstreng við landstöðvar eða skip. Ekki er unnt að sjá hvar nefnd dufl eru framleidd en ýmsir hlut- ar þeirra virðast vera af sovézk- um uppruna. Ekki er vi'tað hvað- an dufl þessi hefir rekið til ís- lands, en samskonar dufl hafa fundizt sjórekin í nágrannalönd- um.“ Framhald á bls. 27 ræðum,“ sagði Björn Jónsson, for- seti Alþýðusambands Islands i viðtali við Mbl. í gær, en hann kvað verkalýðsforystuna hafa vonazt eftir því að ríkisstjórnin legði inn í samningaviðræðurnar niðurskurð á fjárlögum, sem var- ið væri til skattalækkunar, en undirtektir hefðu verið þannig, að þær hefðu ekki vegið neitt að ráði. I tilefni af þessum ummælum forseta ASl sneri Morgunblaðið sér í gærkvöldi til Geirs Hallgrímssonar, forsætisráð- herra, og innti hann eftir afstöðu ríkisstjórnarinnar til skatta- lækkana. Forsætisráðherra sagði: „£g geri mér vonir um, að við getum haft samráð við fulltrúa launþegasamtakanna um tillögur til lækkunar beinna skatta er leiði til þess að nálægt því marki verði komizt, að venjulegar launatekjur verði nær tekju- skattsfrjálsar. Ríkisstjórnin telur það meira máli skipta að stað- reyna í samráði við fulltrúa laun- þega, hvort tilteknar breytingar á skattalögum nái þeim tilgangi sínum að koma meðlimum fjöl- mennustu iaunþegafélaganna til góða heldur en að slá föstu ein- hverri ákveðinni upphæð, sem í heild verði varið til lækkunar beinna skatta. Ríkisstjórnin og fuiitrúar hennar munu vinna áfram að gerð slfkra tillagna og væntir áframhaldandi samvinnu við aðila vinnumarkaðarins um það efni, sem og aðra þá þætti, sem tryggt geta fulla atvinnu og vinnufrið í landinu." Björn Jónsson, forseti ASl, sagöi, að þau atriói, sem ríkis- stjórnin hefði tekið jákvætt undir, hefðu verió smávægileg að mati ASl-forystunnar á sama tíma sem fram kæmi á Alþingi frum- varp til hækkunar söluskatts auk þess sem áður hefði verið búið að hækka nokkra sérskatta. Út- koman úr dæminu hefði því ekki verið þannig að bilið milli aðila vinnumarkaðarins hefði minnkað og nefndi hann sem dæmi að vinnuveitendur hefðu verið til- Loðnuskip lagðist á hliðina GLÖFAXI VE 300 frá Vest- mannaeyjum lagðist á hliðina í fyrradag, er skipið var statt á loðnumiðunum 8 sjómíium vest- ur af Ingólfshöfða. 7 af áhöfninni fóru í gúmbáta og voru teknir um borð í Hafrúnu ÍS 400, en 4 urðu eftir í Glófaxa. Tókst þeim eftir nokkurn tfma að rétta skipið við, en það er 105 rúmlestir að stærð. Að sögn skipstjórans á Glófaxa, Bergsvins Oddssonar, var gott veður á þessum slóðum og hafði skipshöfnin rétt nýlega kastað og fengið feikna mikið kast. Gerðist það þá i einni svipan að skipið lagðist á stjórnborða og fór lunn- ingin í sjó. Varð skipshöfnin að skera nótina frá skipinu og tókst síðan að loka öllum dyrum á stjórnborðshlið. Tók skipið síðan að rétta sig smátt og smátt og þegar skipverjum tókst að hleypa afla í stíur á bakborða rétti skipið sig algjörlega af. Er lagt var af stað til Eyja var slagsíðan svo til farin af skipinu, en þá var komin bræla með 6 til 7 vindstigum af suðsuðaustan. Fjórir loðnuveiðibátar voru hjá Glófaxa, er þetta kom fyrir. Berg- vin Oddsson sagði í gærkveldi, að þá hefði enn ekki verið búið að landa úr Glófaxa og því hefði orsök þessa enn ekki komið í ljós. Hann sagðist búast við því að skil- rúm í lest hefði brostið og afli kastazt til í skipinu. Einnig kvað hann hið mikla kast hafa getað átt þátt í þessu óhappi, en nánari fréttir fást um orsökina, er landað hefur verið úr skipinu. Glófaxi hét áður Gullberg og var gerður út frá Seyðisfirði. búnir með ákveðið tilboð, sem þeir hefðu hætt við að leggja fram, er ljóst hefði verið að ríkis- stjórnin hjálpaði ekkert til. „Þannig sáum við engan tilgang í að halda þessu áfram,“ sagði Björn Jónsson. Kjaramálaráð- stefna ASl er boðuð á mánudag, þar sem málin verða rædd og sagði Björn að heldur horfði nú þunglega og líkurnar á friðsam- legum gangi samningamálanna hefðu stórminnkað í gær og fyrra- dag. Sagðist Björn því miður ekki geta séð fyrir neitt sem breytt gæti þessari stöðu, sem upp væri komin. A miðstjórnarfundi ASI voru Framhald á bls. 27 Banaslys á Flateyri BANASLYS varó á Flateyri við Önundarfjöró sfðastliðinn sunnu- dag, er 78 ára gamall maður féll í stiga á heimili sfnu og höfuð- kúpubrotnaði. Var maðurinn samstundis fluttur til Reykjavfk- ur og þar lézt hann á mánudag. Maðurinn hét Guðmundur Jóns- son frá Veðraá, en hann var bók- ari Kaupfélags Önfirðinga. Tildrög slyssins munu vera þau, að Guðmundur heitinn var að fara upp á háaloft f húsi sínu og mun stiginn, sem hann notaði, hafa brotnað undir honum. Lækn- irinn á Þingeyri, Jens Guðmunds- son, brást þegar við og lét hann flytja Guðmund til Reykjavíkur, en þar lézt hann f sjúkrahúsi á mánudag eins og fyrr er getið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.