Morgunblaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 10
10 MOHGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1975 Frá æskulýðsstarfi þjóðkirkjunnar: Fjölskyldan Eftir sr. Guðmund Þorsteinsson — síðari hluti Niðurrifs- og eyðingaröfl, er á f jölskyldusamfélagið herja. En þrátt fyrir óumdeildan- lega kosti hjúskapar- og fjöl- skyldulífs, er hinu ekki að leyna, að þessi aldna samfélags- stofnun mannanna á nú i vök að verjast og ber margt til. Það þýðir þó engan veginn, að þessu félagsformi skuli varpað fyrir borð, heldur skyldi vitundin um þetta fremur verða eggjun og hvöt að verja hið helga vé heimilislífsins, standa vörð um það gegn þeim niðurrifs- og eyðingaröflum, er að því sækja rnnan frá og utan. Hið fyrsta, er gjalda ber . fýllsta varhug við og ráða bót á, ii er sú einangrun og sambands- leysi, sem hrjáir fjölskylduna á okkar dögum. Samfélag fjöl- skyldufélaganna er í verulegri hættu, þar sem hver lifir sinu lífi. Þessu valda m.a. breyttir þjóðfélagshættir. Fjölskyldu- samfélög bændaþjóðféagsins þekktu þessa einangrunar- hættu. Þá var heimilið sam- eiginlegur vinnustaður fólks- ins, er gekk að sama atvinnu- rekstri og átti sömu hugðarefni. Fjölskylduhópur borgarsam- félagsins býr við allt önnur og verri skilyrði í þessum efnum og hefur raunar keyrt um þver- bak, eftir að báðir foreldrar hófu almenna þátttöku í at- vinnulífinu utan heimilis. Heimilið varð þá einungis mat- og svefnstaður fjölskyldufélag- anna. Samfélag um vinnu var ekki lengur fyrir hendi. Börnin stunduðu námið i skólanum, foreldrarnír sitt á hvorum vinnustaónum, eóa húsmóóirin ein heima og í einangrunar- hættu starfaði hún einvörð- ungu fyrir heimili sitt. Hver fjölskyldufélagi hafði sín sér- stöku hugðarefni svo að fjöl- skyldan dreifðist einnig í tóm- stundum. Allt hefur þetta óheillavænleg áhrif á einingu og samkomulag fjölskyldu- félaganna og leiðir til tilfinn- ingalegra árekstra, spennu milii kynslóða og misheppnaðs uppeldis. Hið annað, er leggst á sömu sveif við að veikja hjúskapar- og fjölskyldulíf er vinnuþrælkunin og lífsgæð- arstreitan. Það er í raun og veru ægileg staðreynd, hví- líkt vinnuálag manna er. Margír vinna tvöfaldan starfs- dag, jafnt húsbændur og hús- mæður. Slíkt vinnuálag veldur þöndum taugum og kallar á af- slöppun um helgar, þar sem börn veróa á stundum þreyt- andi og falla ekki inn i mynd- ina. og vafalaust drekkur engin þjóð í heimi meir og verr um helgar en við Islendingar miöað við mannfjölda. Sú afslöppun er þó dýr- keypt í margvislegum skilh- ingi og kallar aftur á aukin afköst og meiri fjáröflun, meijt'i streitu, svo að úr verður óbæri:> legur vítahringur. Öhófleg neysla örvunar- og fíknilyfja á heimilum og á skemmtistöðum er einnnig hraðvaxandi vanda- mál, er veldur gjaldþroti og upplausn heimila- og fjöl- skyldulífs. I kjölfar þessa sigli óhoilt og sjúkt skemmtanalíf, þar sem trúnaðarheitin reynast léttvæg, þar sem víxlsporin eru stigin og lausaskaupin stunduð í skálkaskjóli þess, að nýjasta tækni komi í veg fyrir óheppi- legar afleióingar. Vert er að benda á, að eigin- girni og tillitsleysi eru ekki heppilegir förunautar i heimilis- og fjölskyldulífi manna. Það er óheillavænleg þróun. Færist þetta tillitsleysi i vöxt, og menn hætta að taka tillit til tilfinninga og þarfa annarra. Þolleysi og uppgjafar gagnvart uppkomnum vanda- málum eða misklíóarefnum í hjúskapar- og f jölsky ldulífi verður oft vart. Vakin skal at- hygli á, aó viljaskortur til þess að sigrast á erfiðleikum felur í sér hættu fyrir fjölskyldusam- félagið. Það verður aldrei hlaupist frá neinum vanda, fremur en menn hlaupast frá lífinu sjálfu. Lífið færir öllum einhvern vanda að höndum. I augu við þá staðreynd veróur að horfast, annað er að stinga höfðinu í sandinn. Þá stafar fjölskyldusamfélaginu hætta af þeirri tilhneigingu í pólitískum hugsunarhætti og löggjöf að draga úr áhrifum og forréttind- um fjölskyldusamfélagsins og slá i því skyni gjarnan á strengi jafnréttis og sjálfákvörðunar- réttar manna. Sá hugsunarhátt- ur ryður sér æ meira til rúms að meta allt út frá lögmálum hagvaxtar og framleiðni, svo að önnur eftirsóknarverð mark- mið hverfa í skuggann. Vissu- lega eykst framleiðnin gangi hjón almennt bæði að störfum í atvinnulífinu. Það gvarar ekki þeirri spurningu, leýSír ekki þann vanda, hvernig hin mann- legu vermæti verði tryggð, hvernig efla megi andlegan þroska og heilbrigði manna í skoóunum og háttum, ala upp góða, löghlýðna og skyldu- rækna þjóðfélagsþegna. Engin hagvöxtur fær bætt úr því tjóni, er hlýst af vanræktu eða misheppnuðu uppeidi hinna ungu. Stjórnmálamenn mega gá vel að sér, áður en þeir gefa út lög eða reglugerðir, er draga kunna úr áhrifavaldi heimila og fjölskyldulífs og tefla því í tvísýnu, andlega eða efnalega. Og stefnur í félags- eða sálvis- indum, er hugsanlega láta sér fátt um hið forna fjölskyldulíf finnast, ætti fólk á.m.k. ekki að meta hráar eða ótuggnar. Engin haldbær ástæða er til þess að draga allt út af heimilunum, skoða öll verðmæti liggjandi utan dyra þeirra. Þær raddir heyrast, að hin stóra, ópersónu- lega rikis- eða samfélagsheild skuli njóta forgangs umfram hið hefðbundna fjölskyldu- form, en það er eins og að láta sér annt um skóginn, en sinna ekki hinum einstöku trjám hans. Sé að rótum þeirra höggv- ið, verður brátt enginn skógur eftir. Hér er um giftu heilla þjóðfélaga að tefla, að mynduð veroi sKjaidborg um heimilin og fjölskyldulífið og yfirvof- andi hættu á eyðileggingu þessa samfélagsforms bægt frá. III Leiðir til aðstoðar og úrbóta Af framansögðu má ijóst vera, að vegið er úr ýmsum áttum að hjúskapar- og fjöl- skylduforminu og veilur, sem þar koma fram óspart notaðar sem átylla til þess að veitast að þessari samfélagsgerð manna. En þar heggur sá, er hlífa skyldi, og stendur mönnum nær að finna leiðir og ráð til vernd- ar hinu helga véi fjöiskyldulífs- ins. Menn verða að gjöra sér ljóst, að heimilis- og fjölskyldu- líf þeirra er fjöregg, sem standa ber vöró um og vernda og til þess þarf skyldurækni og ábyrgðartilfinningu i ríkari mæli en verið hefur. Efla þarf einingu og sam- félagsvitund fjölskyldufélag- anna, hægja þarf á lifsþæginda- kapphlaupinu, draga úr lifs- gæðakröfunum, auðvelda verður fólki að vinna styttri vinnudag, svo að einhver tími sé aflögu fyrir heimili og fjöl- skyldu. Ráðstafanir þarf að gera af hálfu stjórnvalda, er styrkja stöðu og áhrifavald fjöl- skyldnanna innan samfélags- ins, veita barnmörgum fjöl- skyldum fjárhagslegar ivilnan- ir, styrkja með starfslaunum þær mæður, sem kjósa fremur að dveljast heima og sinna upp- eldi barna sinna, vera kjölfest- an staðfasta heima fyrir sem veitir öðrum fleiri eða færri ómælda blessun, öryggi og styrk. Komi upp misklíðarefni eða vandi í heimilislífi skal þetta rætt að yfirvegaðri ró- semi og umfram allt leitað að- stoðar utanaðkomandi aðila í tíma, áður en allt er komið i óleysanlegan hnút. Fjölskyldu- félagar leiti þess, er sameinar, en setji ekki hitt ævinlega á oddinn, er ágreiningi veldur. Þeir reyni jafnframt að finna sameiginleg hugðarefni í tóm- stundum og leitist þannig við aó brúa kynslóðabilið. Tími verður að vinnast til samræðna og skoðanaskipta, dægradvalar og upplyftingar, en varðandi skemmtanalífið skyldu menn hætta að leika sér af léttúð og gáleysi að syndinni. Sá leikur endar ævinlega á þann veg, að þeir verða leiksoppar hennar. Betra er í heimilislífi að búa við reglur og aga og skyldur en óbeislað frjálsræðið, er veldur i senn lausung og öryggisleysi. Börn þola vel boð og bönn, en ekki kulda og afskiptaleysi. Sé vel að gáð, kjósa þau forsjá og styrka leiðsögn og þarfnast hennar. Þá má ekki þegar hopa af hólmi, skjóti erfiðleikar upp kolli. Með því er tækifæri hafn- að til andlegs vaxtar og þroska. Allar tiitæka leiðir þarf að finna til aukinnar einingar fjöl- skyldufélaganna, þar sem regl- an ein fyrir alla og allir fyrir einn á að gilda. Niðurlagsorð Á auglýsingarspjaldi því, er gert var fyrir æskulýðsdaginn er sýnt, hvernig krossinn og Kristur geta tengt fjölskyldu- félagana saman, sameinað þá, sem aðskildir hafa verið, og undir standa orð Drottins: allir eiga þeir að vera eitt. Trúarlíf skapar samfélag, útrýmir ein- manakennd, tómleika og lifs- leiða, en veitir lífsfyllingu og unað. Kristur sýndi það marg- sinnis, að hann vill helga heimilishamingju manna, blessa fjölskyldulifið, að það megi færa sanna farsæld. Hann er bestur leiðsögumaður fjölskyldunnar, svo að hún megi ganga sameinuð inn á braut lifshamingjunnar. Mættu heimili og fjölskyldur Islands, foreldrar og börn njóta fýlgdar hans, blessunar og styrks. Þá mun þessi aldna samfélagsgerð aldrei bregðast, þetta vigi menningar og heilbrigðs mann- lifs aldrei bila og þá á Island og æska þess bjartan ókominn dag. Mikil stækkun hjá Nes- prenti í Neskaupstað Mikil stækkun varð á prent- smiðjunni í Neskaupstað á síðast- Hljómtækj- um stolið HLJÓMTÆKJUM var stolið úr fé- lagsheimili starfsmanna Flugfé- lagsins að Sfðumúla 11 um helg- ina. Stolið var Philips- kassettutæki og 40 kassettum, magnara af sömu gerð, haus af plötuspilara og hljóðnema. Er verðmæti þýfisins minnst 60—70 þúsund krónur. Þrátt fyrir ítarlega rannsókn er ekki hægt að sjá að þjófurinn hafi brotið sér leið inn í húsið, og kemur þá til greina að hann hafi leynst þar inni þegar húsinu var lokað um ki. hálftvö aðfararnótt sunnudagsins. Bridgekeppni fór fram í húsinu kvöldið áður. Þá hvarf kápa frá konu sem heimsótti Naustið siðdegis á sunnudag. Hengdi hún kápuna upp í anddyri hússins, en þegar hún ætlaði út aftur var kápan horfin. Þetta er brún Mokkakápa, hin glæsilegasta flík. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um þessa þjófnaði eru beðnir að hafa samband við rannsóknarlög- regluna sem fyrst. liðnu hausti. Byggt var nýtt prent- smiðjuhús norðan við það gamla. 1 nýbyggingunni er rúmgott andyri og afgreiðsla, skrifstofa prentsmiðjustjóra, hreinlætisher- bergi, rúmgott sturtuherbergi, blýbræðsluherbergi, setjarasalur og umbrot blaða bóka og timarita, 2 setjaravélar eru í setjarasal og er önnur vélin sú stærsta á land- inu með 8 stærðum af letri frá Linotype, þá er pressusalur, 2 stórar bókapressur og 2 nýjar eyðublaðaprentvélar (letter- press). Þá er nýr og fullkominn skurðarhnifur í pappírsskurðar- sal. Kaffistofa er mjög vistleg. með eldhúsinnréttingu. I bók- bandsstofu: brotvél og saumavél, góð aðstaða fyrir 2—4 starfsmenn vió heftingu og frágang eyðu- blaða og bóka. Ötaldar eru alls konar minni vélar og tæki, svo sem borgötunarvél, fyrir ornara- götun o.fl. handþrykkivél fyrir servíettuprentun og gyllingu á seðlaveskjum og kjöl á bókum. Við stækkunina eykst afkasta- getan til muna og um leið þjónust- an við hina dreifðu viðskiptavini frá Höfn í Hornafirði austur og norður um til Húsavíkur. Nes- prent er eina stóra prentspiðjan á Austurlandi, frá Selfossi til Akur- eyrar. Nesprent prentar allt fyrir hvers konar framleiðslu- og þjónustufyrirtæki, svo sem banka, verslanir, verksmiðjur, Úr prentsal Nesprents frystihús, útgerð og iðnfyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt. Tvö viku- blöð eru prentuð í Nesprenti, tímarit og bækur. Starfsfólk er 5—7 manns að staðaldri. Eigandi og prentsmiðjustjóri er Guð- mundur Haraldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.