Morgunblaðið - 26.02.1975, Page 24

Morgunblaðið - 26.02.1975, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1975 CL . c 'k&y/I Piltur og stúlka . var ekki ugglaust um, aö hún á stundum gjörði gys taldi rækilega hvern kjötbita, sem hann ætlaði til að, einkum ef Sigríður var við. Sigríður lét sér jafnan fátt um finnast. Lfður svo veturinn og vor hið næsta, að ekki batnar Indriða ógleðin, og ekki kom hann að Sigríðartungu á þessum missirum. — Nú verður að geta fleiri manna við söguna. Maður hét Bárður, hann bjó á Búrfelli, það er hálfa þing- mannaleið frá Sigríðartungu og ekki í sama hrepp. Bárður var maður auðugur að gripum og gangandi fé; jarðir átti hann og margar og góðar; en ekki var hann maður vinsæll af alþýðu. Einn son átti hann, sem Brandur hét; hann var kvongaður og átti bú á Brandsstöðum; lítið ástríki hafði hann af föður sínum; líktist Brandur meira móður sinni en föður- frændum. Bárður hafði átt þá konu, er Guðrún hét og ættuð úr Þingeyjarþingi; hún var þá önduð fyrir fám vetrum, er hér er komið sögunni; og var það almæli, að hún hefði næsta södd lífdaganna til grafar gengið; höfðu þau hjón ekki átt lund saman; hún var mild af fé, en hann nízkur, en þó hæglátur og stórillindalítill hversdagslega. Þar var margt fátækra manna í nágrenninu, og hvörfluðu þeir oft á vorum heim að Búrfelli, og vildi Guðrún jafnan víkja þeim einhverju, sem svangir voru, er matur var nógur fyrir. Ekki var Bárði mikið um þær ölmsu- gjörðir; tók þó sjaldan af þeim það, sem Guðrún hafði vikið þeim; en til þess að sjá við þeim leka, að ekki drægist of mikið út úr búinu á þenna hátt, lét hann ekki konu sína hafa of mikið undir höndum; sjálfur vó hann út hjúunum bæði smjör og átmeti og HÖGNI HREKKVÍSI soðningar hvert skipti, sem farið var með spað. Yfir döllunum og ólekjunni hafði Guðrún ótakmarkað einvaldsdæmi; en öðru máli var að gegna um skök- una, því henni varð hún að skila manni sínum afdráttarlaust í hvert sinn, sem hún strokkaði; og með því Bárður mundi gjörla, hve margar ær og kýr hann átti, og vissi út í æsar, hvað hver mylk skepna á heimilinu mjólkaði í mál og hve mikið smjör fæst úr hverjum fjórðungi mjólkur, tókst Guðrúnu sjaldan að klípa mikið af skökunni, svo að Bárður yrði þess ekki var. Lyklaráðin hafði hún; þó var sá einn lykill, sem hann aldrei skildi við sig vakandi eða sofandi, en það var lykillinn að skemmuloftinu; og þeir, sem vissu, hvað í því var, furðuðu sig ekki á því, þó Guðrúnu væri ekki hleypt þangað: margra ára gaml- ar mörtöflur og gráskjöldóttir smjörbelgir áttu þar aðsetur í geysimikilli kistu um þveran gafl. Fyrir annarri hliðinni stóð afarstór kornbyrða, en hinum megin var þrísett röð af tunnum með spað og saltaða magála; þaðan féllu straumar miklir af pækli, er kvísluðust um skemmuloftið og hurfu loks inn undir fjallháan fiskahlaða, sem girti skemmuloftið að framanverðu. Eftir endilöngu húsinu lágu rær, hlaðnar enda á milli með hörðu hangikjöti; það voru föll af sauðum og ám, og enginn mundi þar upprétt- ur ganga mega sakir hinna langlegfjuðu skamm- rifjabógna. Annars var, eins og lög gjöra ráð fyrir, það kjötið, sem reykja skyldi, haft í eldhúsi, og aldrei reis hin rísfingraða morgungyðja svo úr rúmi Títonar, að Bárður bóndi kannaði það ekki innvirðu- lega; og ekki „hné dagstjarna nokkur svo I djúpan mar“, að hann ekki áður skemmti sér við sjón hinna bráðfeitu sauðarfalla, teldi þau og klipi í þau, áður en hann færi að sofa. Ekki verður glögglega skýrt frá öllu því, sem í þessu lofti var fólgið, því fáum auðnaðist það eftirlæti að koma lengra en upp í stigann og þó svo aðeins, að þeir hefðu sýnt Bárði áður nýja spesíu eður gamla krónu, sem hann lang- aði til að komast I kunningsskap við. Niðri I skemmunni voru margir eigulegir hlutir, þó hér séu ekki taldir; en flest var það óætt. Þó var þar einn hlutur, er vér hljótum að geta að nokkru, en það var sár einn mikill og merkilegur, fullur lundabagga og súrsaðra hrútssviða, blóðmörs og annars ágætis, er svam þar í hálfþykku súrmjólkurmauki. Ekki var það fyrir því, að Bárður hefði minni mætur á sá þessum en mörgu öðru, er uppi var I loftinu, að honum var valið óvirðulegra sæti, heldur hins vegna, að hann var of stór vexti til að komast í heilu lfki upp um loftsgatið, enda var hann nú ekki fær um ferðir eða hreyfingar fyrir sakir gjarðleysis og elliburða; stóð hann því þar við loftsstigann og sparn jörðu allt upp að miðju og gamalli kúamykju mokað að utan. Á syllunni rétt fyrir ofan sáinn voru tvær uglur; á annarri þeirra hékk stórt kerfi af gömlum horn- högldum, en á hinni héngu reiðtygi Guðmundar % i WL á ÍTktðlmorounkoffinu Ef þú ekki getur lagað þetta hér á staðnum, verðurðu að fara með borðið niður á verk- stæðið. Vegna stöðugra vopnasendinga til Arabaríkja og Israels getum við þakkað þeim hina stöóugu baráttu þeirra fyrir friðinum. Nú ryðja sér til rúms í tízkuheiminum fyrir vestan haf skotheld vesti fyrir konur — vegna kvennaársins herma blaðafregnir. Vestin sem fást í alls- konar litum eru úr gerviefnum. Vestin vega frá 600 grömmum upp í nær tvö kíló. Ekki aðeins eru vestin skotheld heldur og veita þau vörn gegn hnífstungum, jafnvel rakhnífum og eldhús- sveöjum — herma blaðafregnirnar. Sérfræðingur er sá sem segir þannig frá, aö enginn skilur hann nema hann sjálfur. Kvennaárshugmyndin er alveg frábær hug- mynd skal ég segja þér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.