Morgunblaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1975 Minning: Geir Guðlaugur Jónsson vélstjóri Fæddur 5. janúar 1928. Dáinn 18. febrúar 1975. I dag er til moldar borinn mágur minn, Geir Guðlaugur Jónsson vélstjóri, Stórholti 47, Reykjavik, en hann lést 18. febrúar á Landspitalanum eftir langvarandi veikindi. Geir fæddist á Akureyri 5. janúar 1928, og var hann því lið- lega 47 ára gamall, er hann lést. Foreldrar hans voru hjónin Jón Guðlaugsson, f. 16. júni 1886 að Hvammi i Eyjafirði, dáinn 24. ágúst 1961 á Akureyri, og María Arnadóttir, fædd 8. desember 1891 að Bjargi í Glæsibæjar- hreppi. Jón var um skeið bæjar- gjaldkeri á Akureyri, verslunar- stjóri þar og síðast sparisjóðs- stjóri. Foreldrar hans voru Guð- laugur Jónsson, bóndi að Hvammi, og kona hans Kristbjörg Halldórsdóttir. Foreldrar Maríu voru Árni Árnason, sjómaður á Akureyri, og kona hans Rósa Einarsdóttir. María, sem nú býr í hárri elli á Akureyri, hefur orðið að sjá á eftir eiginmanni og þrem- ur sonum — fyrst elsta syni sinum, Guðlaugi, sem dó á barns- aldri, síðan Arna, sem um skeið var amtsbókavörður á Akureyri og lést fyrir fáeinum árum, og nú síðast yngsta syni sínum, Geir, en barnabörnin fimm eru henni nokkrar sonarbætur. Geir sleit barnsskónum á Akur- eyri, þar sem hann gekk í barna- og gagnfræðaskóla, en prófi lauk hann frá Gagnfræðaskóla Akur- eyrar vorið 1947. Snemma kynntist Geir skátahreyfingunni, sem átti hug hans allan upp frá þvi. Má með sanni segja, að Geir hafi haft hugsjónir og markmið skátahreyfingarinnar að leiðar- ljósi allt sitt líf, og skátaheitið var honum helgur dómur. Að loknu gagnfræðaprófi stundaði Geir nám einn vetur í smíðaskólanum að Hólmi í Landbroti, en hóf síðan vélvirkjanám á Akureyri og lauk prófi frá Iðnskóla Akureyrar vorið 1951 í þeirri grein. Síðan tók Vélskóli Islands við og vél- stjóraprófi lauk hann vorið 1956. Hinn 6. október 1956 kvæntist Geir eftirlifandi konu sinni, Signýju Þórkötlu Óskarsdóttur fóstru, sem er nú forstöðukona Barónsborgar í Reykjavik. Hún er fædd 19. maí 1930 í Reykjavík. Foreldrar hennar eru hjónin Óskar Astmundur Þorkelsson, gjaldkeri Slippfélagsins í Reykja- vík, og Sigríður Ingunn Ólafs- dóttir. Þeim Signýju og Geir varð þriggja barna auðið — elst er Sigriður Ósk fædd 17. desember 1956, þá Maria Jóna, fædd 15. mars 1960, og Þorkell Guðlaugur, fæddur 26. maí 1961. Strax að vélstjóraprófi loknu hóf Geir störf sem vélstjóri á skip- um — fyrst á b.v. Kaldbak frá Akureyri sumarið 1956, en sama haust réðst hann til Landhelgis- gæslunnar og var vélstjóri á varð- skipum, lengst á Ægi (I) til janúar 1968, er hann sökum heilsubrests varð að fara í land. Vorið 1968 hóf hann störf hjá Vélsmiðjunni Héðni sem véivirki. Var hann lánaður til vinnu í ál- verksmiðjunni i Straumsvík, sem þá var í smíðum. Þar varð Geir fyrir þvi örlagaríka slysi, 16. júni 1969, að falla ofan úr krana, sem hann var að vinna við. Við fallið slasaðist hann svo mikið að hann lamaðist frá brjósti og var lam- aður upp frá þvi. Nú fóru i hönd erfiðir timar, þar sem baráttan milli lifs og dauða sat í fyrirrúmi og von og ótti skiptust á. I tæplega fimm ár samfleytt lá Geir á ýmsum sjúkra- húsum — fyrst á Landspítal- anum, þar sem gert var að meiðsl- um hans eins vel og læknavís- indin voru megnug, en lömunin var varanleg, síðan lá hann á Reykjalundi, þar sem endurhæf- ing fór fram, og loks á heimili Sjálfsbjargar við Hátún í Reykja- vik; þar hresstist Geir vel og náði sér vel eftir þá miklu orrahríð, sem hann hafði orðið að þola. Síðasta árið, sem Geir lifði, náði hann sinum fulla andiega styrk á ný, þannig að hann komst betur í snertingu við lífið; börnin hans fengu nú tækifæri til að kynnast + Móðir mín, LILJA MAGNÚSDÓTTIR, Rauðalæk 55 lézt á Borgarspitalanum þann 24. þ.m. Gunnar Grettisson. + Útför mannsins míns, GUNNARS EINARSSONAR, prentsmiðjustjóra, fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 2 7 febrúar kl . 3. Blóm vinsamlega afþökkuð. Jónína Jónsdóttir. Þökkum innílega öllum þeim, sem í orði og verki sýndu samúð og vináttu við andlát og jarðarför, SIGUROAR GRÍMSSONAR hrl., Snorrabraut 77, Reykjavik. Guð veri með ykkur Lára Jónsdóttir, Ása Finnsdóttir, Jóhannes Long, Lára Bergþóra Long, Guðlaug Sif Long. Innilegar jarðarför, + þakkir fyrir auðsýnda vmáttu og samúð við andlát og GUÐMUNDAR JÓNSSONAR, Ljárskógum, Ástríður Hansdóttir, Anna Guðmundsd. Jón Guðmundsson. Vagn Guðmundsson. djúpa sorg eftirlifandi ástvinum og nú er skarð fyrir skildi í huga nánustu ættingja og vina. Minn- ingin um vammlausan og góðan dreng mun geymast samferða- mönnum. Ég kveð kæran vin og óska þess að góðar vættir geymi hann. Ólafur H. Óskarsson. Með þessum fáu kveðjuorðum viljum við, mágkonur Geirs, þakka honum fyrir allar þær stundir, sem okkur var gefið að eiga með honum. Nú þegar hann er horfinn okkur minnumst við þess, hve hann var léttur í lund og aldrei vantaði svör við ótæmandi spurningum okkar, sem við bár- um upp við hann sem börn. Nú þegar við, fullorðnar, þurfum að svara svipuðum spurningum, finnum við hvað hann gaf okkur mikinn tima og sýndi mikla þolin- mæði. Þvi miður áttum við of fáar stundir með honum siðustu sex árin, þó var aldrei erfitt að heim- sækja hann á sjúkrahúsin, því aldrei kvartaði hann. En i söknuð- inum skín gleðin í gegn, vegna þess að síðastliðið ár var bjartara og hann naut tilverunnar eins og hægt var. Þá er skemmst að minnast síðustu jólanna heima hjá honum og fjölskyldu hans. Að lokum viljum við bera honum kveðju og þakklæti fyrir allt frá litlu bræðrunum, sem hann hugsaði svo oft til. Hanna og Fanney. föður sinum á ný, en þau voru ung að árum, er hann slasaðist. Höfðu þau nú greiðan aðgang að honum, þar sem stutt var að fara og áttu þar traust og gott athvarf hjá honum. Geir tók nú til við ýmis störf eins og heilsa hans leyfði, tók þátt í námskeiðum, sem völ var þarna á heimilinu, hann hafði meira að segja hresstst svo vel, að hann var fær um að taka að sér störf i hússtjórn heimilisins við Hátún. Virtist allt leika í lyndi, er enn á ný dundu yfir veikindi, og nú varð ekki aftur snúið frá móðunni miklu, sem við öll verðum að fara yfir. Geir lést, eins og áður segir, þriðjudaginn 18. febrúar síðast- liðinn að undangengnum miklum holskurði. Geir var ekki allra. Það tók langan tíma að kynnast honum en tækist það var augljóst, að Geir hafði meir til brunns að bera en margur maðurinn, sem hampað er og í hávegum hafður. Heiðarleika hans og sannleiksást er viðbrugð- ið og kjörorð skátahreyfingarinn- ar „einu sinni skáti ávallt skáti“ átti einkar vel við hann. Skáta- starfið var honum hugstætt, enda þótt hann hefði ekki verið virkur félagi þar eftir 1956, er lífsstarfið hófst. Þótti honum því afar vænt um það, er honum var boðið á skátamót austur aó Ulfljótsvatni sl. sumar, þar sem hann hitti gamla félaga að norðan og komst aftur í beina snertingu við sinn svo hugstæða félagsskap. Geir var vel heima í sumum greinum nátt- úrufræða og að sjálfsögðu i vél- fræði. Islenskar frásagnir um mannleg örlög voru honum tamar og var hann vel að sér um þau efni, enda las hann meó vakandi athygli og íhygli sinnar góðu greindar. Var oft gaman að ræða við hann og hlýða á hann segja frá atburðum, sem hann hafði sjálfur verið vitni að eða þátttakandi í. Kom þá fram sú frásagnargleði, sem einkenndi þá bræður, Arna og Geir, sem fáir urðu aðnjótandi, aórir en þeir, sem þekktu Geir náið og höfðu öðlast trúnað hans og traust. 1 dag, er við kveðjum Geir hinsta sinni, hljótum við að minn- ast með þakklæti allra þeirra fjöl- mörgu — lækna, hjúkrunarfólks, félaga, vina, vandamanna og margra annarra, sem hjálpuðu Geir í veikindum hans. Lifssaga Geirs var skömm. Frá- fall hans á besta aldri skilur eftir Minning: Gunnlaugur J. Ó. Guðjóns- son — framkvœmdastjóri Fæddur 11. marz 1894. Dáinn 17. febr. 1975. I dag verður til moldar borinn frá Dómkirkjunni, Gunnlaugur Jón Ólafur Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri og útgerðarmaður. Hann var fæddur að Kolugili í Húnavatnssýslu, sonur hjónanna Kristinar Árnadóttur, Árnasonar á Hörgshóli og Guðjóns Helgason- ar, bónda að Neðra-Vatnshorni í V-Húnavatnssýslu, síðar fiski- matsmanns á Akureyri. Til afa síns, Árna á Hörgshóli, fór Gunnlaugur 6 ára að aldri og var hjá honum fram yfir ferm- ingu, en þá fór hann til Bolungar- víkur og hóf þaðan sjómennsku, fyrst á bátum en síðar á togurum. Varð hann fyrir slysi á fæti í lok fyrri heimsstyrjaldar, er varð þess valdandi að hann átti erfið- ara með gang alla tíð sióan. A þessum árum dvaldi hann einnig í Noregi í 2 vetur, en að sjó- mennsku lokinni fór hann til Dan- merkur fyrir áeggjan bróður síns og nam bókbandsiðn, sem hann Útfaraskreytingar blómouol G'röðurhúsið v/Sigtún siml 36770 t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför. JÓNS TEITSSONAR, Hraunteig 22. Vinir og vandamenn. + Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, MAGNÚSAR A. ÁRNASONAR Sérstaklega viljum við þakka læknum og hjúkrunarliðí hjúkrunar- og endurhæfingadeildar Borgarspítalans við Barónsstíg. Ester Magnúsdóttir, Magnús Á. Magnússon, RagnarÁ. Magnússon, Sigurður A. Magnússon. festi þó eigi rætur við. Bróðir hans, Ingvar Guðjónsson, sem hafði þá einnig verið við sjóinn kenndur, var þá byrjaður á um- fangsmikilli síldarsöltun og út- gerð á Siglufirði og víðar norðan- lands og austan og réðst Gunn- laugur til hans sem verkstjóri, sem og hans hægri hönd við þann Framhald á bls. 27 Óli kvaddur Þegar við í Arnarholti kveðjum í dag einlægan vin okkar, Ólaf Magnússon, eða Óla, eins og við nefndum hann, er okkur efst í huga öll sú mikla gleði og góðvild, sem frá honum stafaði og hann veitti hér á þessu stóra heimili, þar sem vissulega kennir margra grasa. Okkar persónulegu kynni stóðu aðeins 1 þrjú ár, en munu mér aldrei úr minni líða. Þó að Óli hafi átt við vanheilsu að strfða allt sitt lff, eins og allir hans mörgu kunningjar vita, þá var hann sérstakur persónuleiki, og í fari hans svo ótalmargt, sem margir við fulla heilsu mættu vera þakklátir fyrir. Milli mfn og Óla ríkti alla tfð alveg sérstakt samband, og ég er stolt af því. Ég var alla tíð — elsku „konanans". Það er vissu- lega ánægjulegt til þess að hugsa, að Óli var ætíð dáður og elskaður af heimilisfólkinu hér. Nú þegar hans rúm í iðjuþjálfunardeildinni stendur eftir autt, veit ég að ég tala fyrir munn samstarfsfólks míns, er ég segi, að hans rúm verður vandfyllt. Hér í Arnarholti mætti hann ætíð skilningi á því barnslega í fari sínu, sem hann aldrei óx upp úr, og ég held að alla tið hafi hann fengið að eiga jakkann sinn með gylltu hnöppunum, kaskeitið og gamla hattinn, að ógleymdri píp- unni. Fyrir hann var þetta nesti lífsnesti hans eins og lffið f brjósti hans. Góðkunningi Óla heitins sendi honum eitt sinn afmæliskveðju f Morgunblaðið og talaði þar af næmleika um afmælisbarnið, sem ætfð var stóra barnið. Þessu stóra barni okkar óskum við góðrar heimkomu hinum megin strand- ar. Við sjáum hann í anda niður við höfnina þar brosandi út að eyrum í gullhnepptum jakka og með kaskeiti gefandi fyrirskip- anir sfnar til farmanna komandi af hafi. Hulda Þorgrfmsdóttir iðjuþjðlfari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.