Morgunblaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1975 16___________________ Bændur og húsfreyjur leika Þorlák þreytta AÐ undanförnu hefur Leikflokk- urinn sunnan Skarðsheiðar æft gamanleikinn Þorlák þreytta. Leikstjóri er Brynja Kjerúlf, Leirárskóla. Alls eru hlutverkin 13 og eru það húsfreyjur og bændur, sem fara með hlutverk- in. Ætlunin er að frumsýna í lok febrúar. Þetta er annað leikár leik- flokksins, en að honum standa ungmenna- og kvenfélögin á svæðinu, alls 6 félög. Leikflokkur- inn varð fyrir miklu tjóni á síðasta ári, þegar félagsheimiiið að Hlöðum, Hvalfjarðarströnd, brann. Brann þar allur útbúnaður leikflokksins. Er því mjög mikil vinna og kostnaður við endurnýj- un leikmuna. Sýningar verða í Fannahlíð í Skilmannahrepp og er unnið að lagfæringum á húsinu. — Fjár aflað Framhald af bls. 12 inn sagði síðan, að rétt væri að verja öllum tekjum af þessu eiha prósentustigi, sem hann gerði ráð fyrir að myndu nema a.m.k. 1100 millj. kr., til að minnka vanda þeirra, sem verst væru staddir i húshitunarmálunum. Helgi Seljan sagði, að menn hefðu spurt á Austurlandi, eftir síðustu olíuverðshækkun, hvort olfustyrkurinn myndi ekki hækka að sama skapi. Fólk hefði reiknað með því. Þingmaðurinn sagðist síðan vilja lýsa yfir algerri and- stöðu við það ákvæði frumvarps- ins, sem gerði ráð fyrir óbreyttum styrk að krónutölu. Steingrfmur Hermannsson sagði, að þetta frumvarp væri frá- hvarf frá gildandi lögum, þar sem ekki ætti að verja öllu því fé, sem aflaðist með þessu móti til að greiða niður olíuna. Ljóst væri að mismunurinn milli hitaveitu og olíukyndingar hefði aukist enn. Þingmaðurinn sagðist ekki geta tekið afstöðu með þessu frum- varpi, nema hann hefði áður fengið skýrslu um þennan mis- mun. Olafur Jóhannesson viðskipta- ráðherra sagði, að engum hefði dottið í hug, að unnt væri að jafna allan mismun út, sem væri á milli húshitunar með hitaveitu og olíu. Hér væri aðeins um styrk að ræða og hann myndi aðeins hækka ör- lítið, þó að allt söluskattsstigið yrði notað. Með þessu frumvarpi væri alls ekki stefnt að því að jafna með öllu þennan mismun, heldur aðeins að draga nokkuð úr honum. Jón Arnason sagði, að þetta frumvarp væri efnislega sam- hljóðá gildandi lögum um þetta efni. Menn væru á eitt sáttir um að framlengja gildistíma þessa söluskattsstigs, en skiptar skoðan- ir væru um það, hvort auka ætti niðurgreiðslurnar eða verja aukn- um fjármunum til orkusjóðs. Að sinni hyggju ætti það fullan rétt á sér að verja nú hluta af þessu fjármagni til jarðhitarannsókna og hitaveituframkvæmda, fátt kæmi betur að gagni þeim, sem kyntu með olíu en það að flýta orkuframkvæmdum sem mest. Þetta væri eitt af því, sem leggja bæri megináherslu á. Þá vék þingmaðurinn að því, að deilt hefði verið á framkvæmd þessarar niðurgreiðslu. Því hefði verið haldið fram, að hún væri bæði of dýr og óréttlát. Hann vildi því beina því til þeirrar þingnefndar, sem fengi málið til athugunar, að hún kannaði, hvort ekki mætti koma annarri skipan á greiðslu styrksins. Rauðsokkar mót- mæla endurskoð- uðu fóstureyð- ingarfrumvarpi MORGUNBLAÐINU hefur borizt bréf sem Rauðsokkahreyfingin hefur ritað alþingismönnum vegna þeirrar endurskoðunar sem fram hefur farið á frumvarpi til laga um ráðgjöf og fræðslu varð- andi barneignir og kynlff og um fóstureyðingar og ófrjósemisað- gerðir, sem upphaflega var lagt fram á Alþingi 1973. Rauðsokkar hafa sitthvað við þessa endurskoðun að athuga og gera í fyrsta lagi að umtalsefni að eingöngu karlar skuli hafa setið í nefndinni er frumvarp þetta endurskoðaði, þeir hafi ekki þær líkamlegu forsendur sem séu nauðsynlegar til að geta fjallað um ofangreind mál af fullum skilningi og fráleitt sé að ætla körlum einum að leggja drög að lögum, sem konur einar verða að hlíta. Einnig þykir rauðsokkum aftur- för í hinu endurskoðaða frum- varpi að skólayfirlækni skuli ætl- að að annast framkvæmd og upp- byggingu fræðslustarfs um kyn- ferðismál á skyldunámsstigi og einn þáttur fræðslumála þar með tekinn undan stjórn skólayfir- valda. Alvarlegasta misbrestinn í frumvarpinu telja þó rauðsokkar að í því sé sjálfákvörðunarréttu kvenna um fóstureyðingar tekinn af þeim og færður undir óviðkom- andi aðila. „Sá hroki, sem fram kemur í þessari valdbeitingu, sýn- ir að enn er í fullu gildi hið alda- gamla vanmat á siðferðisvitund og ábyrgðartilfinningu kvenna", segir í bréfi rauðsokkahreyfingar- innar. Myndhöggvarar með FÍM A FUNDI Myndhöggvarafélags- ins I Reykjavík 22. febrúar 1975 var eftirfarandi tillaga samþykkt: Myndhöggvarafélagið í Reykja- vík lýsir fyllsta stuðningi við Félag íslenzkra myndlistarmanna í baráttu þess við borgaryfirvöld Reykjavíkur út af Kjarvalsstöð- um og mun hafa algjöra samstöðu með F.Í.M. i þessu máli. Stjórn Myndhöggvarafélagsins. Háseta vantar á 250 tonna loðnubát, sem síðar fer á net, frá Grindavík. Uppl. í síma 92-7149 og 7120. Stúlka óskast Stúlka óskast til starfa hjá aðalumboði happdrættis. Vélritunarkunnátta áskilin. Umsóknir sendist blaðinu fyrir 28. feb. merktar, Umboð — 6613" Skrifstofustarf — Samvizkusemi Óskum að ráða kvenmann til að annast gjaldkerastörf og viðskiptamannabók- hald. Hér er um að ræða fjölbreytt starf fyrir röskan og samvizkusaman kven- mann. Tilboð merkt „rösk — 6635" sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir n.k. föstudagskvöld. Óskum eftir að ráða Rennismiði, vélvirkja og aðstoðarmenn. Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar h. f., Arnarvogi, Garðahreppi, sími 52850. Ráðunautur Búnaðarsamband Vestur-Húnavatnssýslu óskar að ráða héraðsráðunaut frá 1. júní n.k Áskilið er, að auk venjulegra ráðu- nautsstarfa hafi hann á hendi eftirlit með mjaltavélum. Nánari uppl. gefur formaður Búnaðar- sambandsins, Sigurður Líndal, Lækjamóti og Aðalbjörn Benediktsson, ráðunautur, Grundarási. Umsóknir sendist formanni Búnaðarsam- bandsins fyrir 1 0. marz n.k. Stjórnin. Matsvein og háseta vanan netaveiðum vantar strax á v/b Gullborgu VE. 38. Uppl. í síma 98-1597 og 98-1823, Vestmannaeyjum. Skrifstofustúlka Stórt innflutningsfyrirtæki í miðbænum óskar að ráða stúlku til símavörzlu og vélritunarstarfa. Starfið krefst stundvísi, nokkurar tungumálakunnáttu (enska, danska) og góðrar framkomu. Umsóknir um starfið sendist í pósthólf 529 Reykja- vík. Aðalumboðsmaður öskast Fyrir velþekkt sænskt fyrirtæki sem framleiðir aðallega hús- plötueiningar af ólikum gerðum og stærðum tilbúnum til samsetningar. Húsin eru frábærlega vel hönnuð, auðveld í samsetningu og ódýr Einnig fyrir dótturfyrirtæki okkar, sem framleiðir vinddrifná rafmótora og vatnsdælur af ýmsum stærðum. Svar með nákvæmurh upplýsingum um sölumöguleika send- ist. BARA HUS AB., 230 40 Bara, Sweden. Oskum að ráða mann til almennra skrifstofustarfa á skrif- stofu vorri nú þegar eða sem fyrst. Eiginhandarumsóknir leggist inn á skrif- stofu vora. Síld og fiskur, Bergstaðastræti 3 7. Kerfisfræðingur — Programmer Óskum að ráða kerfisfræðing og / eða programmer, er hafi reynslu í einhverju eða öllum eftirfarandi forritunarmálum: Basic, — Fortran, — Assenbler, — P1 1 — Cobol. Til greina kemur að ráða tækni- eða verkfræðing er hafi reynslu í kerfissetn- ingu. Starfið hefzt á námskeiði og kynningu erlendis. Umsókir sendist Morgunblaðinu fyrir 3. marz 1975 merkt: K-8824. Húsvarðastaða óskast Helst að húsnæði fylgi. Sími 1 8259 kl. 6—8 á kvöldin. Sölumaður Heildverzlun í Reykjavík óskar að ráða sölumann eða konu strax til sölu á fatnaði og fleiru. Mjög góðir frarntíðarmöguleik- ar. Tilboð sendist Mbl. fyrir mánudaginn 3. marz merkt. „starf — 6611." Véltæknifræðingur Véltæknifræðingur óskast til starfa við tilraunaframleiðslu og framleiðsluprófan- ir. Þeir sem áhuga hafa á slíku starfi vinsam- legast sendi upplýsingar um fyrri störf og launakröfur merktar „Véltæknifræðingur 8968". Húsnæði — hjúkrun Róleg eldri kona óskast til að annast sjúkling (konu) sem hefur fótavist. Við- komandi gæti unnið úti eftir hádegi. Frítt húsnæði. Tilboð merkt „róleg — 6615 " óskast send afgreiðslu blaðsins fyrir 4. mars n.k. Fóstrustörf Eftirtalin störf við leikskólann að Álfa- skeiði 16, Hafnarfirði eru laus til umsókn- ar. Starf forstöðukonu. Starfið verður veitt frá 20. apríl n.k. Starf fóstru. Hálfs dags starf veitt frá 1. apríl n.k. Umsóknum skal skila á Bæjarskrifstofurn- ar eigi síðar en 1 0. marz n.k. Bæjarstjórinn íHafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.