Morgunblaðið - 26.02.1975, Side 14

Morgunblaðið - 26.02.1975, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1975 Utgefandi hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson Ritstjórar Matthías Johannessen Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn Aðalstræti 6. sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasolu 35,00 kr. eintakið. Ríkisstjórn Sjálfstæóis- flokksins og Fram- sóknarflokksins hefur nú setió vió völd í hart nær sex mánuði. Engum bland- ast hugur um, að hún hef- ur glímt viö meiri efna- hagsöróugleika en dæmi eru til um frá fyrri tió. Á þessum stutta tíma hefur reynzt óhjákvæmilegt aó fella gengi krónunnar tví- vegis til aó mæta þessum vanda. Vió aóstæður sem þessar er mönnum yfirleitt tamara aó ræöa um þaö, sem úrskeiðis hefur gengið en hitt, sem áunnizt hefur. Full þörf er þó á þvi, aó menn geri sér grein fyrir, hver árangur hefur oröið af efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. Síðastlióið sumar voru aóstæöur með þeim hætti, aó rekstur útgeróarinnar var aó stöövast, enda var þá talið, aó hallarekstur sjávarútvegsins i heild næmi 1740 millj. króna. Gjaldeyrisvarasjóðurinn var á þrotum, og staóa ríkissjóðs var mjög slæm. Arangurinn af fyrn gengislækkuninni var sá fyrst og fremst, aö þaö tókst að tryggja rekstraraf- komu sjávarútvegsins nokkurn veginn, þannig að ekki kom til þeirrar stöðv- unar, sem ella hefói verið óumflýjanleg. Með þessum aðgerðum var hættunni á atvinnuleysi bægt frá, en þaó hefur verið megin- markmið stjórnarinnar aó halda uppi fullri atvinnu. Þaó verður aö teljast mikil- vægasti árangurinn af aó- gerðum stjórnarinnar fram til þessa, aó tekizt hefur aö halda hljólum at- vinnulífsins gangandi og tryggja öllum vinnu. Hest- ar þjóðir, sem nú glíma við efnahagskreppuna, hafa á hinn bóginn oróið aó þola allverulegt atvinnuleysi. Þegar ríkisstjórnin tók vió völdum var í gildi lög- boðið bann vinstri stjórn- arinnar við greiöslu vísi- töluuppbóta á laun og al- gjört bann við hækkun fiskverós. Launþegar höfðu þvi þá þegar orðið fyrir kjaraskerðingu mióaö við þá kjarasamninga, sem gerðir voru í febrúar 1974. Enginn grundvöllur var til að taka á ný upp visitölu- uppbætur á laun. Ríkis- stjórnin ákvað hins vegar, að í þeirra stað skyldu greiddar sérstakar launa- jöfnunarbætur, er einvörð- ungu komu þeim til hags- bóta, er lægst höföu launin. Þetta var í fyrsta sinn, sem sérstakar launajöfnunar- ráóstafanir voru gerðar í kjölfar efnahagsaógerða. Þó aó kjarasamningum hafi verió sagt upp, hefur vinnufrióur haldizt allan þennan tíma. Engum vafa er undirorp- iö, að launþegar hafa orðió fyrir kjaraskerðingu. Und- an því varö ekki vikizt að gagnast vió staðreyndum um afkomu þjóöarbúsins. Á síðasta ári hækkuöu launataxtar frá 50% til 70%, en á sama tíma hafa viðskiptakjör þjóðarinnar versnað svo mjög, aó kaup- máttur útflutningstekna er nú 30% rýrari en fyrir ári. Öllum má vera ljóst, aó við slíkar aðstæður er ekki unnt aó halda óbreyttum kaupmætti. Það hefur á hinn bóginn verið megin- stefna ríkisstjórnarinnr aó styrkja svo sem frekast er kostur stöðu láglaunafólks- ins. Að því verður unnið áfram, en almennar launa- hækkanir hafa vitaskuld enga þýðingu. Á hinn bóginn er ljóst, að gengislækunin sl. haust nægði ekki til þess að bæta gjaldeyrisstöðuna. Ástæö- an fyrir því var fyrst og fremst sú, að á siðasta árs- fjóröungi 1974 snöggversn- uðu viðskiptakjörin miklu meir en reiknaö hafði verið með. Þessi umskipti til hins verra í viðskiptakjörum grófu einnig smám saman undan rekstrargrundvelli sjávarútvegsins, þannig að rekstur hans var á ný kom- inn i tvisýnu í byrjun þessa árs. Af þeim sökum var óhjákvæmilegt að grípa á ný til gengislækkunnar. Markmið hennar er að bæta gjaldeyrisstöðuna og treysta enn rekstur út- flutningsatvinnuveganna. Vonir standa til þess, að þessum markmiðum verói náð meó þeim aðgeröum, sem nú þegar hafa verið ákveðnar og þeim hliðar- ráðstöfunum, sem fylgja munu í kjölfarið. Viðskiptakjörin versn- uóu svo mjög á síðustu mánuðum ársins 1974, að með öllu var útilokaó að Arangur, sem ber að meta komast hjá slíkum aðgerð- um til þess að tryggja fulla atvinnu áfram. Allir virð- ast vera á einu máli um, að óhjákvæmilegt hafi verið að grípa til umfangsmikilla aögerða nú til þess að mæta síðustu áföllum. Sú gagnrýni hefur helzt verið borin fram, að þessar ráð- stafanir hafi komið of seint. En hér er á það aö lita, að nær útilokað er fyr- ir stjórnvöld að koma slik- um ráðstöfunum fram fyrr en þjóðin hefur öðlast nægilegan skilning á þeim vanda, sem við er að etja, og þeim breyttu aðstæðum, sem gera ráðstafanir af þessu tagi nauðsynlegar. Þá verður að hafa í huga, að óhjákvæmilegt er að hafa samráö viö aðila vinnumarkaðarins, þegar ráðstafanir af þessu tagi eru ákveðnar. Kjaramálin eru nú á mjög viðkvæmu stigi, en ríkisstjórnin hefur markað þá stefnu, að við núverandi aðstæóur sé ekki möguleiki á að bæta kjör annarra en þeirra, sem við lægst laun búa. Árangur efnahagsaðgerð- anna ræóst af þvi, hvort unnt reynist aö fylgja þess- ari stefnu fram. Þegar á heildina er litið og aðstæó- ur metnar verður ljóst, að ríkisstjórnin hefur náð betri árangri i baráttunni við gífurlega erfiöleika en fyrirfram mátti búast við. Framleióslan hefur gengió óhindruð, vinnufriður haldizt og full vinna. Þenn- an árangur ber að meta. Dr. Arnór Hannibalsson: Bréf til Hilmars Jónssonar Þær tvær greinar, sem þú hefur birt i Morgunblaði, þjóna góðum tilgangi. En ég held að þú sért að berjast við vindmyllur. Þú hefur rétt fyrir þér að því leyti, að rithöfundar eiga að hafa rétt til þess að lifa. Það er meira að segja hægt að krefjast þess af þeím, sem ráðstafa almannafé, aó þeir reyni að skilja þetta. En hafa ber í huga að valdhafar (ekki síður hér á landi en annars staðar) hræðast og hata Eiga ríthöfundar að vera á ríkislaunum? þá sem skrifa. Þvi að rithöf- undar segja satt. Ef þeir ljúga bregðast þeir köllun sinni og skyldu. Rithöfundar halda uppi málstað frelsis og virðu- leika manna. Geri þeir það ekki verða skrif þeirra að sorpi. En pótintátar valdsins gefa skít í frelsi manna, i sann- leikann. Þá skiptir það eitt máli, að borgararnir séu hlýðn- ir og beygi sig undir vilja valdsins möglunar- og gagn- rýnislaust. Allt tal valdhafa um lýðræði og virðingu fyrir kjósendum er tóm hræsni. Hver sá, sem tekur þá örlaga- riku ákvörðun að gerast rithöf- undur, ákveður þar með að skora valdakerfið á hólm. Helzt vildu valdhafar geta þurrkað rithöfunda út af yfir- borði jarðar. En þeir hafa ekki hug til þess. Það hefur þaó oft verið hamrað á þvi, að bók- menntir séu úndirstaða þjóð- menningar og valdamenn viiji ekki vera berir að því að hirða ekkert um menningu En þeir kæra sig ekki um að styrkja óvini sina, og þvi hrökkva eins fáir molar af borðum ríkisins til rithöfunda og hægt er. Það er þá helzt, að þvílíkir molar lendi hjá þeim, sem þjóna valdinu. En eðli málsins sam- kvæmt framleiða þvílikir menn ekki bókmenntir. Ég held því, að það sé þversögn hjá þér þegar þú gerir ráð fyrir því sem sjálfsögðum hlut, að ríkið láti fjármuni renna til rithöfunda. Það er að vísu fagnaðarefni þegar það tekst að knýja handhafa ríkis- kassans til undanhalds og fá þá til að leggja rithöfundum lið. En slíkt gerist einungis fyrir samtakamátt rithöfunda (um þrýstingi frá lesendum er varla að ræða). En um leið og slaknar á þeim þrýstingi fer allt í sama horf. Það er ágætt, ef ríkið fæst til að endurgreiða söluskatt. Enn betra væri að það felldi niður söluskatt á bókum. En það bezta er, að hver rithöfundur geti búið að sínu; að hann fái þann stuðn- ing frá lesendum sínum, sem þarf til að hann geti staðið í þeim bardaga, sem sköpun bókmenntaverka er. Þar með útiloka ég ekki að rithöfundar hafi uppi kjarakröfupólitík og reyni að láta rikið borga sem mest. Auðvitað á ríkið að borga. En ég álit það fyrir neð- an virðingu rithöfunda þegar þeir þjarka á opinberum vett- vangi: Þessi fékk svona mikið, hinn fékk svona lítið. Það er fyrir neðan virðingu rithöf- undar aó rása á bás og baula eftir töðumeis. Umfram allt má bókmenntastarfsemi ekki veröa háð ríkinu. Og bók- menntamenn mega alls ekki taka undir þann fordóm, að virðing rithöfundar og veró- mæti verka hans fari eftir þvi hve háar fúlgur ríkinu þóknast að veita honum Oftast er það þveröfugt. Rithöfundar ættu að láta þrætur út af þessu falla niður og snúa sér að öðru. A lslandi er fjöldi fólks sem myndi bætast í hóp bók- menntaunnenda, einungis ef einhver alda hrifi það með. Þetta verða rithöfundar sjálfir að gera, rækta markaðinn. Um allt land eru félagsheimili, auð og tóm mest allt árið. Af hverju taka ekki rithöfundar hús þessi og söfnuð með áhlaupi til að sýna fólkinu, að bókmenntir eru hreyfing, hreyfing alls fólksins í landinu í átt að betra lifi. Af hverju standa ekki rithöfundar vörð um bókmenntakennslu i skól- um svo að bókmenntahreyfing- in fái þar fjölda nýliða á ári hverju? Slík barátta verður erfið og torsótt og krefst sam- taka og samheldni af hálfu rit- höfunda. Er þeim það ofætlan? Með vinsemd og viróingu Arnór Ilannibalsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.