Morgunblaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1975 3 Hvar er myndin? S.l. mánudag birtist þessi mynd I Berlingske Tidende og er þar spurzt fyrir um hvar hún sé nú niður komin að ósk Þjóðminja- safnsins hér. Myndina málaði danski málarinn H.A.G. Schiptt árið 1861. Hann dvaldist hér á landi um það leyti og gerði þá m.a. baðstofumynd, sem nú er I Vídalínssafni, sem er sérstök deild í Þjóðminjasafninu hér. Að öllum líkindum hefur Schiott gert uppdrætti að ls- landsmyndum sfnum hér, en fullunnið þær eftir heimkom- una til Danmerkur, að því er Þór Magnússon þjóðminjavörð- ur tjáði Mbl. Þór sagði, að safninu væri mikið í mun að vita hvar mynd- in væri nú, en sagði jafnframt sennilegt, að hún hefði aldrei til lslands komió. Hún var á sýningu i Charlottenborg árið 1866, auk þess sem vitað er um hana á sýningu í Stokkhólmi nokkrum árum eftir að hún var máluð. Myndin er m.a. merkileg vegna þess, að mjög fáar mynd- ir úr islenzku þjóðlífi eru til frá þessum tíma, auk þess sem safnið hefur áhuga á að fá iit- mynd af málverkinu. Niðurstaða könnunar: Bændur vinna 60 stundir á viku FUNDUR var á Búnaðarþingi fyr- ir hádegi í gær. Fjögur mál voru lögð fram og vísað til nefnda. Búnaðarmálastjóri skýrði reikn- inga Búnaðarfélags Islands fyrir árið 1974. Þá fluttu þeir ráðu- nautarnir Ketill A. Hannesson og Sveinn Hallgrímsson erindi, þar sem þeir gerðu grein fyrir störf- um nefndar, sem skipuð var af stjórn Búnaðarfélags tslands á s.l. ári. Nefndarskipunin var sam- kvæmt ályktun frá Sigurði Líndal á Búnaðarþingi 1974 um að kanna hver væri heppilegust bústærð hér á landi. Auk þeirra tveggja, sem nefndir hafa verið, voru í nefndinni Ölafur E. Stefánsson og Magnús Sigsteinsson. Einn þáttur í þessari könnun var, að spurningarlistar voru sendir fjár- bændum og mjólkurframleiðend- um. Alls bárust svör frá 60 kúa- bændum og 116 fjárbændum. Þeir Sveinn og Ketill gerðu nokkra grein fyrir því helsta, sem kom fram í svörum bændanna. Mjölkurframleiðendur álíta, að 26—30 kúa bú sé hæfileg bú- stærð. Blandaður búskapur gefur minni tekjur á klst. en sérhæfð bú. Það þarf um 80 þús. ltr. mjólk- urframleiðslu á ári til að ná tekj- um verðlagsgrundvallarbúsins. Sérhæft sauðfjárbú þarf að fram- leiða 8 tonn af dilkakjöti til að ná hliðstæðum tekjum. Fján'esting í byggingum og vél-' um niiðað við verólag ársins 1974 á 50 kúgilda búi voru 165 þús. kr. á kúgildi, en 8 þús. kr. hærra á kúgildi í 30 kúgilda búi. Að með- altali reyndist vinnustundafjöldi bændanna vera 60 klst. á viku. Fjárbændur voru flokkaðir eft- ir héruðum. Reyndust fjárbúin vera frá 320 kindum upp í 417 kindur að meðaltali innan svæða. Um 60% af þeim bændum, sem könnunin náði til, töldu hámarks- bústærð vera 400—500 kinda bú. Einn bóndi gat þó hugsað sér sem hámarksstærð á fjárbúi 2000 kindur. Ekki var verulegur mun- ur á hvaða bústærð bændur töldu hámarksstærð miðað við aldur þeirra. Þessi skýrsla nefndarinn- ar um hentuga bústærð er upphaf að áframhaldandi starfi á þessu sviði á vegum Búnaðarfélags ís- lands. A siðari fundi Búnaðarþings i gær flutti prófessor Þórhallur Vilmundarson erindi um örnefni og búskap. Að þvi loknu var bún- aðarþingsfulltrúum boðið að heimsækja Örnefnastofnunina. Ebbe Rode i Reykjavík DANSKI leikarinn Ebbe Rode kom til Reykjavíkur í gær, ásamt konu sinni Ninu Pens, sem einnig er leikari. Ebbe Rode kemur hér fram á árs- hátíð Dansk-íslenzka félagsins á föstudagskvöld, en auk þess les hann upp í Norræna húsinu í kvöld og í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Ebbe Rode hóf leikferil sinn árið 1931, en hefur verið starf- andi við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn frá 1965. Arið 1958 kom hann hingað ásamt leikflokki frá Folketeatret í Kaupmannahöfn, en flokkur- inn sýndi leikrit eftir Soja i Þjóðleikhúsinu og fór Ebbe Rode með aðalhlutverkið. Ebbe Rode hefur leikió í um 40 kvikmyndum, auk þess sem hann hefur leikið mikið i út- varp og sjónvarp og lesið upp. Sögulegur aðalfund- ur Ferðafélagsins Engin tilraun til sátta og framkvœmdastjórmn hætttr Liósm. 01. K. M. NÚ ER SETINN SVARFAÐARDALUR, átti við um Ferðafélagsfund- inn í fyrrakvöld. — Hvar sem hægt var að tylla sér niður var setið. Samt sem áður urðu tugir fundarmanna að standa allt kvöldið. — En margir hurfu frá, er þeir komu á fundinn, vegna þrengsla. Það er forseti Ferðafélagsins, Sigurður Jóhannsson, sem er í ræðustólnum. A hinum sögulega aðalfundi Ferðafélags tslands f fyrrakvöld tókst ekki að bera vopn á klæðin í þeirri deilu, sem upp var risin innan stjórnar félagsins. Að vísu var ekki gerð nein ákveðin til- raun til þess. Eins og sagði í frétt af fundinum í blaðinu í gær skipuðu fundarmenn sér undir merki hinna tveggja stríðandi fylkinga innan stjórnar þess. Aðal ágreiningsefnið, deilan um samskipti Ferðafél. tslands við erlenda ferðahópa í framtíð- inni, varð til þess að fram- kvæmdastjóri félagsins um mörg undanfarin ár, vildi eigi una úrslitum málsins á aðalfundinum og mun hann segja af sér sem framkvæmdastjóri Ferðafélags- ins. Er líða tók að fundarlokum á öðrum timanum aðfaranótt mánudagsins og einn fundar- manna sté í pontuna, komst hann þannig að orði, að eftir að hafa hlýtt á mál manna, minnti fund- urinn sig miklu fremur á „frönsku stjórnarbyltinguna“ en aðalfund i svo friðsamlegu félagi sem Ferðafélagi tslands. Fjöldi fundarmanna tók til máls, þar af ein kona. Fáeinir ræðumanna véku að þessari deilu innan stjórnarinnar eftir að einn hinna elztu félaga Ferðafélagsins, sem kvaðst hafa verið i tölu þeirra er stofnuðu félagið, Öskar Bjartmars, sagðist harma ágrein- inginn innan stjórnarinnar og lýsti furðu sinni á þvi að svo fjöl- menn stjórn sem félagsstjórnin væri, hefði ekki getað komist að friðsamlegri lausn deilunnar, áð- ur en aðalfundur væri haldinn. I ræðum stjórnarmanna sem til máls tóku, kom ekki fram ákveð- inn vilji til að gera neina tilraun til að ná samkomulagi. Rætt var um hina frönsku feróahópa, sem væntanlegir eru (eða voru). I því sambandi upp- lýsti Asbjörn Magnússon, fulltrúi hjá Flugleiðum, að það væri hann sem bæri að verulegu leyti ábyrgð á þessu máli. 1 París væri mikill Islandsvinur sem væri þar fyrir skrifstofu Flugleiða. Hann hefði mikinn og persónulegan áhuga á að koma í kring hópferðum félaga i ferðaklúbb einum þar í borginni til Islands, og að Ferðafélag ls- lands væri eini aðilinn sem þessi klúbbur ætti samleið með í skipu- lagi slíkra Islandsferða. Kvaðst Asbjörn hafa talað við skrifstofu- stjórann þá um daginn og væri hinn franski ferðaklúbbur reiðu- búinn að setja fram bankatrygg- ingar fyrir öllum sínum til- kostnaði hér vegna ferðahópanna. 1 sambandi við umræðurnar um Frakkana var talað um að hug- sjónirnar sem félagið hefði byggt á, væru látnar víkja, það væri komin peningalykt af þessu öllu. Þvi var svarað á þá leið, m.a., að augljóst væri að stækka og f jölga þyrfti sæluhúsunum og þeim yrði ekki komið upp eða þau stækkuð nema félagið hefði til þess peninga. Ýmsir ræðumenn gagn- rýndu rekstuf sæluhúsanna. Töluðu þeir um skipulagsleysi i rekstri þeirra og að hinn einstaki félagi gæti aldrei að því gengið sem vísu að fá inni i sæluhúsun- um, leitaði hann náttstaðar þar komandi á eigin farskjóta. Lagðar voru fram þrjár laga- breytingar. Ein þeirra gekk í þá átt að framkvæmdastjóri félags- ins skuli ekki eiga sæti í stjórn þess — eins og verið hefur. Var sú breytingartillaga samþykkt. Önnur var þess efnis að breyta heiti húsa félagsins sem verið hafa nefnd sæluhús, en skv. til- lögunni skyldu heita skálar. Var þá á það bent að mikill munur væri á þýðingu orðanna sæluhús og skáli. Sæluhús væri opið hús, en skáli gæti verió lokaður. Var tillagan felld. Þriðja breytingar- tillagan var varðandi breytingar á reglum um stjórnarkjör, styttingu á framboðsfresti, en var hafnað. Með því að lagt var fram á fundinum umboð frá Ferðafélags- mönnum austur á Fljótsdals- héraði, til eins og sama fundar- manns um fullan ráðstöfunarrétt yfir atkvæðum 19 félaga, voru til- kallaðir þrír lögfræðingar sem á fundinum voru til þess að fjalla um lagalega hlið málsins, og úr- skurðuðu þeir umboðið fullgilt. Umræðurnar héldu viðstöðu- laust áfram um starfsemi og stefnumörkun Ferðafélagsins fram til um klukkan aó ganga tvö aófararnótt mánudagsins. Meðan á þessum langvarandi umræðum stóð, hafði farið fram skriflegt kjör fjögurra manna i áðalstjórn. Fram komu tvær uppástungur um þessa menn. Studdir af meiri- hluta stjórnarinnar voru þeir: Haraldur Sigurðsson, Haukur Bjarnason, Jón Isdal og Páll Jónsson allt menn sem sæti áttu i fyrrverandi stjórn. A hinum listanum með nöfnunum fjórum, bornum fram af minni hluta stjórnarinnar voru Ólafur Sigurðsson, Óttar Kjartansson, Tryggvi Halldórsson og Þór Jóhannsson, ennfremur var stungið upp á Böðvari Péturssyni. Tillagan sem aðalfundurinn samþykkti og til hans hafði verið vísað af félagsfundi höldnum 10. febr. kveður m.a. svo á að sníða verði tiltölulega þröngan stakk þátttöku útlendinga i hópferðum féiagsins og að allir samningar um hópferðir útlendinga verði tryggilega gerðir og svo frá öllum hnútum gengið að félagið verði ætíð skaðlaust af þeim. Klukkan var um 1.30 þegar fundarstjórinn Hákon Bjarnason, sem mjög reyndi á á þessum sögu- lega aðalfundi, sem sprengdi utan af sér fundarsalinn i Oddfeilow- húsinu — sem aldrei hefur áður gerst — tilkynnti um úrslit at- kvæðagreiðslunnar um kjör fjög- urra fulltrúa i félagsstjórnina, en í henni eiga 12 manns sæti. Úrslit- in urðu þau að þeir fjórir menn sem sæti höfðu átt í fyrri stjórn voru allir endurkosnir. — A fund- inum voru 360 manns. Féllu at- kvæðin þannig á einstaka menn sem í stjórnarkjöri voru: Páll Jónsson 205 atkv. Jón lsdal 197 Haraldur Sigurðsson 196 Haukur Bjarnason 193 Óttar Kjartansson 162 Tryggvi Halldórsson 150 Ólafur Sigurðsson 121 Þór Jóhannsson 108 Böðvar Pétursson 87 Auðir seðlar voru 6. Þegar úrslitin voru kunn, sté Einar Guðjohnsen, framkvæmda- stjóri félagsins í pontuna og til- kynnti þá ákvörðun sina að hann myndi segja af sér störfum fram- kvæmdastjóra Ferðafélagsins en þeim hefur hann gegnt siðan árið 1963. ★ 1 Ferðafélagi íslands voru um árslok 1974 alls 7074 félagsmenn. I ferðum félagsins á síðasta ári höföu yfir 6000 manns tekið þátt i og var tala útlendinga 922. A aðal- fundinum var minnst tveggja lát- inna félaga: Björns Ölafssonar, fyrrum ráðherra heiðursfélaga þess, er var einn helzti hvatamað- ur að stofnun félagsins og Jóns Víðis mælingamanns, sem hafði unnið mikið starf i þágu félags- ins, ma.a. teiknað öll sæluhúsin. Fundurinn kaus nýjan heiðursfé- laga Agúst Böðvarsson, forstöðu- mann Landmælinganna fyrir störf hans að Islandskortagerð og margvísleg störf hans i þágu Ferðafélagsins. Fundinum lauk liðalega hálf tvö um nóttina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.