Morgunblaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1975 eftir INGVA HRAFN JÓNSSON Mikilvægt að hraða stofnun veiðifélaga VEIÐIMÁLASTOFNUN hefur gert áætlun um stofnun veiðifélaga í næstu árum og þarf skv. áætl- uninni að stofna um 80 félög á landinu til viðbótar þeim 122, sem nú starfa, til að uppfylla sómasamlega fyrirmæli ! laxveiðilögunum um stofn- unin veitir leiðbeiningar og aðra aðstoð ! sambandi við undirbúning og stofnun veiðifélags og hefur þátturinn fengið Einar Hannesson hjá Veiðimálastofnun til að skýra frá helztu atriðum í sambandi við þessi mál. — Hvernig er skipting veiði- félaga um landið og hvernig starfa þau? Hér á landi eru 122 veiðifélög, sem taka til vatnasvæða um allt land. Skipting félaga á kjördæmin er sem hér segir: I Reykjaneskjör- dæmi eru 5 félög, Vesturlandi 29, Vestfjörðum 22, Norðurlandi vestra 23, Norðurlandi eystra 15, Austurlandi 8 og á Suðurlandi 22 veiðifélög. Langflest þessara félaga eru við árnar, en sum þeirra ná einnig til stöðuvatna. Tólf þeirra eru eingöngu við stöðu- vötn, einstök vötn eða stöðu- vatnaklasa á afréttum. Veiðifélag er ábyrgur aðili veiði- eigenda á ákveðnu svæði, eins- konar heimastjórn þessara mála. Veiðimál eru oft tilfinningamál og viðkvæm og togstreita stundum á ferðinni. Með tilkomu félags- skapar eru málin rædd sameigin- lega og þótt ýmsir byrjunarörðug- leikar segi til sín, leysast mál yfir- leitt farsællega, þegar veiðifélagið hefur starfað um hríð. Ákvæði um veiðifélög komu fyrst inn ! laxveiðilög árið 1934. Félögin fengu rétt til að ráðstafa veiði á félagssvæðum sinum. Til þess að stofna veiðifélag þurftu % ábúenda jarða á svæðinu að sam- þykkja félagsstofnunina. Árið 1970 ákvað löggjafinn að lög- binda stofnun veiðifélaga, og er nú skylda að koma á fót veiði- félagi um allar ár og vötn ! landinu. Við gildistöku laganna vorið 1970 voru veiðifélögin 70 talsins og hafa þvi verið stofnuð rúmlega 50 félög frá þeim tíma til þessa, er hlotið hafa staðfestingu. En auk þess hefur Veiðimála- stjórnin gefið út leyfi til stofnunar um 20 nýrra félaga, sem væntan- lega munu verða stofnuð á næst- unni. — Hverjir eiga aðild að veiði- félagi og hvernig er félagssvæði ákveðið? Að veiðifélagi eiga aðild allar jarðir, jarðarhlutar eða landareign- ir (lóðir), sem liggja að félags- svæðinu, þv! að höfuðreglan er sú, að veiðiréttur fylgir landi. — Ár og vötn mynda eina líffræðilega heild og sá fiskur, sem lifir á svæðinu eða gengur um það, fram og tilbaka, er þv! sameign allra, sem land eiga að þv! svæði. Ljóst er þvi að til þess að koma ! veg fyrir að ofnýting eigi sér stað, og ekki slður til að opna möguleika á að tryggja eðlilegt viðhald og aukningu fiskstofnsins, þarf að vera fyrir hendi samstaða allra hlutaðeigenda. Þar koma veiði- félögin einmitt til sögunnar; þau eiga að tryggja þetta. Þá er einnig nauðsynlegt að veiðihlut eða arði Einar Hannesson af veiði sé réttlátlega skipt milli aðila, en nánar er vikið að þessu atriði siðar í grein þessari. Félagssvæði. Félagssvæði veiðifélags tekur yfir heilt fiskihverfi nema sérstak- lega standi á. Þá er unnt að stofna félag um veiðivötn á afrétti, sem eru hluti af einu eða fleiði fiski- hverfum og eru á sama lands- svæði. — Félag skal ætíð taka til allrar veiði á félagssvæði sinu. Venja er að félag nái alltaf svo langt upp með vatni, sem fiskur Rætt við Einar Hannesson hjá Veiði- málastofnun gengur, en i sumum tilvikum tekur félag yfir stærra svæði, enda sé ætlunin að gera fiskgengt. og/eða nýta uppeldissvæði ofan ófiskgengra fossa. Atkvæðisréttur ! veiðifélagi er bundinn við ábúendur lögbýla og eigendur eyðijarða. Þó eru tak- markanir á þessu. Ef maður býr á fleiri en einni jörð, ber honum aðeins eitt atkvæði. Hið sama gildir, ef maður á fleiri en eina jörð, þá ber honum aðeins eitt atkvæði. — Hvaða reglur gilda um arðskrá? Sé vikið frá atkvæðisréttinum, sem er jafn hjá öllum, er hafa hann ! félagi, að hlutdeild jarða ! veiði, verður annað upp á teningn- um. Aðstaða jarða gagnvart veiði er misjöfn, eins og Ijóst er. Er hlutdeild einstakra jarða i veiðinni ákveðin ! arðskrá félags, en við gerð hennar skal taka tillit til land- lengdar jarðar að veiðivatni, upp- eldisskilyrða og hrygningarskil- yrða fisks og veiðiaðstöðu jarðar, bæði með tilliti til netjaveiði og stangarveiði, en öll eru þessi atriði breytileg um einstaka hluti og í heild. í lögunum er ekki fyrirmæli um það, hve háa hundraðstölu hvert nefndra atriða skuli fá í arð- skrá. Er ákvörðun þessi þv! lögð ! hendur þeirra, sem um arðskrá fjalla. Gert er ráð fyrir að arðskrárgerð fari fram innan félags. Ef ekki tekst að leysa það mál þar, er hægt að óska mats, sem getur náð til siðara stigs þess. ef undirmat er kært, þ.e. til yfirmats. Félags- maður hefur rétt til að krefjast endurskoðunar á arðskrá að fimm árum liðnum eftir setningu hennar ! fyrsta skipti, en siðan á átta ára fresti. — Arðskrá I félagi gildir sem gjaldskrá, þ.e. kostnað af starfsemi veiðifélags skulu félags- menn greiða ! sama hlutfalli sem þeir taka arð. — Er ekki rétt að veiðifélagi er skylt að stunda fiskrækt? Hlutverk veiðifélags er, eins og áður segir, að annast stjóm veiði- mála á félagssvæði sinu; ráðstafa veiði og stunda fiskrækt, en félagi er skylt að stunda fiskrækt. Al- gengast er, að félögin ráðstafi veiði til stangaveiði og leigi svæðið út i einu lagi. Á sumum svæðum stunda veiðieigendur stangaveiði eða netjaveiði, hver fyrir sinu landi, og þess eru dæmi að aðilar skipti með sér stanga- veiðidögum. Við fiskrækt hafa verið hag- nýttar allar þekktar aðferðir, svo sem slepping seiða af ýmsum stærðum, fiskvegagerð, lagfæring árfarvega, vatnsmiðlun og veiði- eftirlit. Að sjálfsögðu hafa seiða sleppingar verið algengasta ráðið, eins og víðast hvar annars staðar. — Þá hafa verið reist veiðihús og vegir ruddir til að auðvelda veiði- mönnum leið að veiðistöðum ! án- um og við stöðuvötnin. — Að lokum Einar, er ekki nauðsynlegt að hraða stofnun veiðifélaga á svæðum, sem ekki hafa slik félög enn? Jú, eins og kunnugt er, hefur þróun í veiðimálum orðið mjög hagstæð hér á landi siðustu ára- tugi og víst er, að möguleikar okkar til að gera góða hluti ! framtiðinni eru miklir, varðandi ræktun, viðhald og aukningu á veiði. Reynslan sýnir að gott skipulag er nauðsynlegt og félags- leg starfsemi veigamikill þáttur í framkvæmdinni, enda ákvað Al- þingi eins og fyrr segir árið 1970 að lögbinda veiðifélög og koma á þeirri skyldu að stofna veiðifélag um allar ár og vötn ! landinu. Að þessu verki hefur verið unnið og lögð verður áhersla á að hraða þvi, að stofnuð verði ný félög. 122 starfa, 80 að auki þarf til að lagafyrirmœlum verði fullnœgt Sófasett Vel með farið sófasett til sölu. Uppl. i síma 32072. Til sölu Farmalcub dráttarvél með vökva- lyftu. Sláttuvél og plógur fylgir. Upplýsingar i sima 99-321 9. Ung hjón meö tvö börn óska eftir 2ja—3ja herb. íbúð til leigu, helzt í Vestur- bænum. Tilboð merkt: „Maí — 6612” leggist inn á afgr. Mbl. fyrir þriðju- dagskvöld 4.3. Einbýlishús við Þverbrekku, Kópavogi, til sölu. Gunnlaugur Þórðarson hrl„ Bergstaðarstræti 74 A, Simi 16410. íbúð til leigu 4ra herb. ibúð i Heimunum til leigu. Laus fljótlega. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: ..Leiga — 661 4". Sumarhús Til sölu i einingum. Uppl. i sima 92-1233 milli kl. 9 — 10 næstu kvöld. Keflavik Til sölu vel með farið einbýlishús, 6 herb. og eldhús, stór og ræktuð lóð. Fasteignasalan. Hafnargötu 27, sími 1 420. Bændur. Ung og áhugasöm hjón óska eftir jörð, sem yrði laus til ábúðar í vor. Æskilegt að jörðin sé i fullum rekstri. Uppl. í sima: 85735 i Reykjavik eða tilboð merkt: 7644. Keflavík Til sölu nýleg 4ra herb. ibúð við Mávabraut. Laus Ijótlega. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, simar 1 263 og 2890. Til sölu Opel Station '65 til niðurrifs eða viðgerðar. Góð vél. Verð kr. 35.000.—. Uppl. að Melabraut 42 eftir kl. 6. Simi 2041 2. Til sölu Benz 280 SE 3,5 árg. '71. Glæsi- legur bill. Skipti á nýlegum minni bil koma til greina. Upplýsingar i síma 40885 eftir kl. 1 7. Til sölu VW. passat T.S árg. '74 sem nýr. Útvarps (stereo) og 4 sumardekk fylgja. Staðgreiðsla. Upp. i sima 27028 eftir kl. 7 í kvöld og annað kvöld. Óska eftir að kaupa litla trésmíðavél, helzt sambyggða. Vinsamlega hringið i sima 99- 5873. MAN vörubifreið til sölu, árg. '68. Bifreiðin er með framdrifi, palli og sturtum. Uppl. i sima 33551 kl. 12 —13 og eftir kl. 20 á kvöldin. Til leigu 3ja herbergja ibúð i Hraunbæ frá 1. marz. Upplýsingar i sima 1 3576. Ameriskur Mercury til sölu sem nýr, mjög glæsilegur bill. Uppl. i sima 32507 eftir kl. 18.00. NÝ GLERAUGNAVERZLUN LÆKJARGÖTU 2 GLÆSILEGT ÚRVAL AF TÍSKUGLERAUGUM FRÁ OOBRA OG CK ristian Dior OOBRA TÍSKUGLERAUGU LÆKJARGÖTU 2 V ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.