Morgunblaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1975
27
Everton
á toppinn
tlrslit leikja I ensku deildar-
keppninni í gærkvöldi:
1. deild:
Everton — Luton 3:1
Ipswich — Derby 3:0
Leeds — Carlisle 3:1
QPR — Middlesbro 0:0
2. deild:
Fulham — Sheff Wed 2:1
Everton er nú komið í efsta sæti
í 1. deild, Stoke og Burnley eru í
2. og 3. sæti en Ipswich er komið í
4. sæti. Þá er Leeds komið í 6. sæti
eftir sigurinn I kvöld.
Kapalreki við
Hornafjörð
EINS OG skýrt var frá i Mbl.
síðastliðinn sunnudag fannst rek-
inn á fjörur við Eyrarbakka all-
mikill og skermaður kapall um 60
faðma Iangur og 10 til 12 mm
þykkur. Var kapail þessi tor-
kennilegur mjög og ekki ljóst til
hvers hann hefur verið notaður. í
þessu sambandi hefur verið upp-
lýst að kapall, sem mjög virðist
svipaður eftir lýsingu að dæma,
rak á Hornfjöru við Hornafjörð
nýlega. Var sá kapall um 100
metrar að lengd og virtist hafa
slitnað upp í hafróti likt og Eyrar-
bakkakapallinn.
KÁLFUR MEÐ FJÖGUR
AUGU 0G TVÖ NEF
t GÆR fæddist kálfur á bænum
Háamúla f Fljótshlfð, sem f sjálfu
sér er ekki f frásögur færandi, ef
kálfurinn hefði ekki verið all-
óvenjulegur, þar sem hann var
með fjögur augu og tvö nef, en þó
eitt höfuð. Eigandi kálfsins er
Sigurþór bóndi Ulfarsson.
Ottó Eyfjörð, fréttaritari Mbl.,
sagði í gær að um afturfótafæð-
ingu hefði verið að ræða og hefði
hann komið andvana í heiminn,
þar eð naflastrengurinn hefði
slitnað áður en snoppurnar komu
undir bert loft. Fyrirhugað mun
að stoppa kálfinn upp f Reykjavík
og koma honum á safn.
S0FNAÐIIMHR
STÝRI 0G ÓK
YFIR Á RAUÐU
HARÐUR árekstur varð f gær-
morgun á mótum Hofsvalla-
götu og Hringbrautar. Þar
lentu tveir fólksbílar saman.
Ók annar bflanna yfir á rauðu
ljósi, og kvaðst bflstjórinn
hafa sofnað við aksturinn og
þvf hefði svona iila tekizt til.
Sá hlaut smávegis meiðsli, en
bflarnir eru nokkuð mikið
skemmdir.
Kvöldið áður hafði orðið
mjög harður árekstur á svipuð-
um slóðum, þ.e. á mótum Hofs-
vallagötu og Grenimels. Cor-
tina ók norður Hofsvallagötu
og þegar hún kom að Grenimel
ók Fiatbfll í veg fyrir hana inn
á aðalbraut. Skullu bílarnir
harkalega saman. Þrennt var
flutt á slysadeildina og kvart-
aði farþegi, stúlka, sem var í
Cortinunni, undan eymslum í
baki. Grunur leikur á, að bíl-
stjóri Cortinunnar, sem í þessu
tilfelli var í rétti, hafi verið
undir áhrifum áfengis.
Friðrik
sigraði
Lendyel
Einkaskeyti frá AP.
Moskvu, 25. febrúar.
FRIÐRIK Ólafsson sigraði
ungverska stórmeistarann
Lendyel á skákmótinu í Tall-
inn f kvöld.
Þar með hefur Friðrik unnið
tvær skákir og fimm sinnum
gert jafntefli en auk þess á
hann eina bíðskák.
Hann er nú f 4. til 6. sæti
ásamt Hort frá Tékkóslóvakíu
og Gipslis frá Sovétríkjunum.
Keres er í efsta sæti með 6
vinninga, Spassky er með 5!4
Bronstein 5, Lombardi 4,
Marovic og Nei 3V4, Taimanov,
Kerner, Espig, Rantanen og
Lendyel 2!4 og Hernandez og
Rytov 2 vinninga.
Eftirtöldum skákum í átt-
undu umferð lauk með
jafntefli: Keres—Nei,
Rytov—Hort, Marovic—Bron-
stein, Lombardi—Gislis og
Spassky—Taimanov. Kerner
vann Espig.
Friðrik hafði svart á móti
Lendyel. Hann tefldi Niemco-
vicz-byrjun, jafnaði fljótlega
stöðuna og náði frumkvæðinu
eftir slaka frammistöðu keppi-
nauts síns segir fréttastofan
Tass um viðureign þeirra.
Prentarar
vilja fjár-
öryggi
Á félagsfundi f Hinu fslenzka
prentarafélagi var eftirfarandi
ályktun samþykkt samhljóða:
„Fundur í Hinu íslenzka
prentarafélagi, haldinn í Lindar-
bæ 19. febrúar 1975, mótmælir
eindregið þeirri stórfelldu árás á
kjör launastéttanna, sem átt
hefur sér stað undanfarna
mánuði og nú síðast með 20%
gengisfellingu.
Fundurinn fordæmir siendur-
tekin lagaboð stjórnvalda sem
nema úr gildi frjálsa kjara-
samninga og vill eindregið hvetja
stjórnvöld til að taka upp önnur
vinnubrögð, sem stuðlað geta að
meira fjárhagslegu öryggi fyrir
launastéttirnar í landinu.
Fundurinr, vill minna á, að
minnkandi atvinna prentara
hefur leitt til þess að launatekjur
þeirra hafa engan veginn nægt
fyrir brýnustu nauðsynjum. Og
þegar við bætist dýrtíðin, sem af
nýafstaðinni gengislækkun leiðir
og ekki fæst bætt með fullri vísi-
tölu á laun, er afkomu prentara
og annarra launþega stefnt f
beinan voða.
Fundurinn skorar á íslenzka
alþýðu að neyta ítrustu ráða til að
hrinda þeirri árás, sem nú hefur
verið gerð á lífsafkomu launa-
stéttanna og endurhefja kaup-
mátt launanna svo að dagvinnu-
tekjur nægi til lífsframfæris."
SLYS UM B0RÐ
í ÞORSTEINI RE
SLVS varð f gær um borð I Þor-
steini RE á loðnumiðunum og var
skipverji lagður f sjúkrahús f
Vestmannaeyjum og var hann
enn til rannsóknar, er Mbl. hafði
samband við lækni í gærkveldi.
Var ekki ljóst hvers eðlis meiðsli
mannsins voru. Honum leið þó
eftir atvikum.
Slysið varð með þeim hætti, að
blökk á bátadekki losnaði og rifn-
aði þá vír, sem lá fram á skipið
upp og slóst í manninn, sem féll
af bátadekkinu og niður á skips-
þiljur.
Hlustunar-
duflin
Framhald af bls. 28
I þessu sambandi er vert að
minna á grein úr bandaríska
tfmaritinu Fortune, sem birtist í
íslenzkri þýðingu í Mbl. hinn 26.
janúar siðastliðinn. Þar kemur
fram, að ákjósanlegasti staðurinn
fyrir hlustunardufl sé við land-
grunnsbrúnina og þar setji stór-
veldin jafnan svokallaða „svarta
kassa“ eða hlustunardufl til þess
að geta fylgzt með ferðum kaf-
báta- og skipaferðum og gæti hér
þvi verið um slík dufl að ræða.
— Söluskatts-
hækkun
Framhald af bls. 28
sem þær nota olfu sem orkugjafa
til framleiðslu rafmagns til hitun-
ar fbúða á sölusvæði sínu. Ekki á
samkvæmt frumvarpinu að greiða
þennan styrk til þeirra, sem fá
íbúðarhúsnæði sitt tengt við hita-
veitu fyrir 29. febrúar 1976.
Frumvarpið um ráðstafanir
vegna snjóflóðanna í Norðfirði og
fjáröflun til Viðlagasjóðs gerir
ráð fyrir að stofnuð verði sérstök
Norðfjarðardeild við Viðlagasjóð,
sem á að bæta tjón af völdum
snjóflóðanna f Norðfirði, greiða
kostnað við björgun verðmæta og
hreinsun rústa og athafnasvæða
og stuðla að endurbyggingu at-
vinnufyrirtækja, sem eyðilögðust
eða skemmdust í snjóflóðunum. I
athugasemdum með frumvarpinu
kemur fram, að áætlað er, að út-
gjöld sjóðsins vegna þessara verk-
efna muni nema 500 millj. kr. Þá
segir, að enn skorti 1100 millj. til
að sjóðurinn geti staðið undir
skuldbindingum vegna gossins í
Vestmannaeyjum. Frumvarpið
gerir ráð fyrir að gildistími lag-
anna verði 10 mánuðir og tekjur
sjóðsins af þessum gjaldstofni
verði 1600 millj. kr.
— Kjaradeilan til
sáttasemjara
Framhald af bls. 28
ráðstafanir ríkisstjórnarinnar til
hækkunar söluskatts til umræðu.
Björn sagði að söluskattshækkun-
in væri einhver viðkvæmasti
bletturinn i stöðu samningamál-
anna, en fundurinn samþykkti
svohljóðandi ályktun um málið,
sem send var bréflega til fjár-
hags- og viðskiptanefndar neðri
deildar Alþingis:
„Miðstjórn og samninganefnd
Alþýðusambands Islands mót-
mæla harðlega þeirri hækkun
söluskatts, sem felst f frumvarpi
til laga um ráðstafanir vegna
snjóflóða í Norðfirði og fjáröflun
til Viðlagasjóðs, sem lagt var fram
á Alþingi i dag. Miðstjórn og
samninganefnd telja, að fram-
lagning og hugsanleg samþykkt
þessa skatthækkunarfrv. hafi
rrijög spillt samningamöguleikum
aðila vinnumarkaðarins, ásamt al-
mennt neikvæðum undirtektum
ríkisstjórnarinnar um sparnað i
ríkisrekstri, sem varið yrði til
lækkunar á sköttum laglauna-
fólks, og það gæti metið sem þátt í
lausn kjaramála.
Miðstjórn og samninganefnd
ASl hafa kynnt sér stöðu Viðlaga-
sjóðs og hafa sannfærzt um, að
tekjur hans af framlengdri sölu-
skattsprósentu, sem til hans renn-
ur, sé fyllilega nægilegur tekju-
stofn til þess að hann geti, með
eðlilegri tímabundinni lánsfjár-
öflun, staóið við allar skuldbind-
ingar sínar gagnvart Vestmanna-
eyingum og jafnframt bætt fjár-
hagstjón það, sem varó af nátt-
úruhamförunum í Neskaupstað,
svo sem sjálfsagt er. Tilgangur
þessarar skatthækkunar er þvf sá
einn að skerða tekjur launafólks,
þótt Norðfjaróarslysin séu notuð
sem skálkaskjól fyrir henni.
Miðstjórn og samninganefnd
Alþýðusambands Islands skora
þvf á hæstvirt Alþingi að fella
skatthækkunarákvæði frumvarps
þessa.“
Qlafur Jónsson, framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambands ís-
lands, sagði f viðtali við Mbl. i
gær, að niðurstaða samningafund-
arins hefði verió að vísa deilunni
til sáttasemjara og hefði þegar
verið haft samband við hann og
hefði sáttasemjari boðað til fund-
ar, a.m.k. 'með formönnum sam-
bandanna, í dag. Ölafur kvað full-
trúa ASI hafa verið mjög von-
svikna með undirtektir ríkis-
stjórnarinnar í skattamálum og
kvað hann heldur illa horfa um
sættir í deilunni. Ættu samninga-
menn erfitt með að skilja hvers
vegna ekki væri unnt að draga úr
opinberum útgjöldum.
— Samkomulag
Framhald af bls. 1
Óslð að hann efaðist um að haf-
réttarráðstefnan lyki störfum sfn-
um fyrir 10. maf eins og áætlað
væri. Raunhæfara væri að ætla að
þessu starfi mætti ljúka á loka-
ráðstefnu sem hæfist f byrjun árs
1976. Hann sagði að sennilega
yrðu aðalatriði nýs hafréttar-
samnings 12 mflna landhelgi og
200 mflna efnahagslögsaga þar
sem strandrfki hefðu einkarétt á
hagnýtingu allra náttúru-
auðlinda.
— Ford uggandi
Framhald af bls. 1
friðsamlegt samkomulag við
Israel, væri „stórt skref fram á
við“.
0 Að hann hefði enga ákvörð-
un tekið um það að hætta í
embætti, að slik ákvörðun væri
aðallega tekin af forsetanum.
0 Að það væri enn stefna
Bandaríkjastjórnar að tryggja
lágmarksverð á olíu þrátt fyrir
fréttir um ágreining milli hans og
Williams E. Simon fjármálaráð-
herra í þessu efni.
0 Að Bandarikin mundu því
aðeins ábyrgjast frið í Miðaustur-
löndum að endanleg lausn fyndist
og þá aðeins til að treysta slfkt
samkomulag.
— Minning
Gunnlaugur
Framhald af bls. 18
atvinnurekstur. A þeim árum,
þegar hvað mest var annasamt að
breyta „silfri hafsins" i vandaða
og verðmæta útflutningsvöru,
hefir kunnátta, verksvit og stjórn-
semi Gunnlaugs komið sér vel,
enda skipaði hann síóar sess á
meðal færustu og vandvirkustu
sfldarsaltenda, svo lengi sem
hann stundaói þau störf..
Þegar bróðir hans féll frá um
aldur fram, 55 ára að aldri árið
1943, gerðist hann framkvæmda-
stjóri og einn af aðaleigendum
h.f. Hafliða á Siglufirði, sem rak
sildarsöltun þar um margra ára
skeið, en 1962 fluttist Gunnlaugur
til Reykjavíkur og hætti þeim
störfum, sem áttu þó hug hans
hvað mestan, enda þá kominn
nærri sjötugu.
Auk þess að hafa með höndum
stjórn söltunarstöðvarinnar var
hann framkvæmdastjóri h.f. Her-
varar, sem gerði út m.s. „Gunn-
vöru“ og siðar m.s. „Ingvar
Guðjónsson“ og sýndi hann, svo
sem og félagi hans Barði Barða-
son, skipstjóri,_ bæði hagsýni og
dugnað, ekki sizt þegar siðarnefnt
skip var byggt í Svíþjóð i lok
siðari heimsstyrjaldar. Þá var það
og að hann sparaði eigi til við-
halds þeirra eigna, sem hann
hafði yfir að ráða, bæði á sjó og á
landi.
Á þeim tímum er síldarútgerð
var hvað mest á Siglufirði, var
ekki spurt um hvort væri nótt eða
dagur, þegar tekið var á móti
síldarskipunum. A móti þreyttum
sjósóknurum og öðrum, sem að
garði bar, var tekið með þeim
myndarbrag, sem ávailt ein-
kenndi Gunnlaug. Hann var höfð-
ingi heim að sækja, hvort heldur
var á meðan hann bjó á Siglufirði,
eða eftir að hann fluttist til
Reykjavfkur. Hér réð ef til vill
hvað mestu hans eiginkona og
máttarstólpi i lífi hans, frú Hólm-
friður Sigurjónsdóttir, járnsmiðs
á Siglufirði, Benediktssonar, en
þau gengu í hjónaband 21. mai
1927.
Attum við vinir þeirra hjóna
• Að hernaðaraðstoð við
Eþíópíu væri „erfið ákvörðun"
sem stjórnin hefði enn ekki tekið.
Kissinger benti á að í Parísar-
viðræðunum 1973 hefði aldrei
verið gefið í skyn að Suður-
Vietnamar gætu staðið á eigin
fótum án aðstoðar Bandaríkja-
manna heldur sagt að henni yrði
haldið áfram ef með þyrfti. Hann
sagði að ef hæfileg aðstoð yrði
veitt mætti ljúka henni eftir þrjú
ár, en taldi þó að slíkt yrói mála-
miðlunarlausn.
Hann kvað likur á því að Suður-
Víetnamar gætu varið sig ef þeir
fengju næga aðstoð og sagði að ef
Suður-Vietnam félli mundu alvar-
legar efasemdir vakna í mörgum
öðrum löndum um skuldbind-
ingar Bandarikjanna.
— Fiskurinn
kominn.................
Framhald af bls. 2
sæmilegur þegar gefið hefur, 5
tonn að meðaltali. Uppistaðan í
aflanum er þorskur og ýsa, og
sagði Haraldur að ýsumagnið
hefði aukizt síðan F’axaflóinn var
friðaður. Þrir togarar eru gerðir
út frá Akranesi og hefur afli
þeirra verið góður frá áramótum.
Afli hefur borizt frá þeim nokkuð
stöóugt og hafa þvi ekki fallið úr
margir vinnsludagar hjá fyrsti-
húsunum á Skaganum.
— Danmörk
Framhald af bls. 13
til átaka á vinnumarkaðnum.
Mörg stór verkalýósfélög hafa
jafnframt ráðizt i byggingarfram-
kvæmdir. Auk þess er dýrt að fá
lán.
Meðan þessu fer fram eru um
150.000 verkamenn atvinnulausir.
Enginn vill að vinnudeilur leiði
til þess að fleiri fyrirtæki hætti
starfsemi sinni.
margar, góðar eftirminnilegar
samverustundir i Aðalgötu 6 á
Siglufirði og siðar í Reykjavik,
hvort sem var í gleðskap eða á
alvörustundum. Hólmfríður bjó
manni sfnum myndarlegt heimili
og reyndist honum ómetanlegur
lffsförunautur og höfðingleg hús-
móðir og gestgjafi, sem ég veit að
Gunnlaugur mat öðru fremur.
Þau hjónin eignuðust eina dótt-
ur, Hólmfríði, áður yfirflugfreyja
hjá Flugfélagi Islands h.f„ sem
gift er Magnúsi Jóhannssyni,
kaupmanni og iðnrekanda frá
Patreksfirði. Gunnlaugur átti 2
syni, áður en hann kvæntist, en
þeir eru Edwald, kaupmaður á
Sauðárkróki, kvæntur Málfriði
Eyjólfsdóttur, og Haraldur,
verzlunarmaður í Reykjavík,
kvæntur Sesselju Valdimarsdótt-
ur. Naut Gunnlaugur og vel sam-
vista barna og barnabarna á sín-
um eldri árum, þegar um hægðist
og hann hafói minna fyrir stafni.
Hann var um tima meðlimur í
Rotaryklúbb Siglufjarðar og
félagi var hann í Oddfellowregl-
unni á Islandi og kunni vel að
meta hvers virði þaó er á lífsleið-
inni að vera í félagsskap góóra
vina.
Af systkinum Gunnlaugs
Guójónssonar eru nú tvö látin,
þeir Ingvar útgerðarmaður f
Kaupangi og Arni, verzlunar-
stjóri, fyrrum bóndi í Kaupangi,
en eftir lifa Guðný, ekkja
Jóhanns Hjaltasonar, vélstjóra,
Friðrik, útgerðarmaður, Asta,
sem gift var Kristjáni Zoega, stór-
kaupmanni, Frímann, bryti, og
Hólmfríóur, gift Árna Pálssyni,
húsasmfðameistara.
Siðustu árin átti Gunnlaugur
við nokkra vanheilsu að str.íóa,
sem ágerðist unz yfir lauk. Iiann
er nú horfinn til æðri máttar-
valda, en minningin lifir um góð-
an, genginn dreng. Fjölskylda
mfn kveður í dag Gunnlaug
Guðjónsson, með þökk fyrir ein-
læga vináttu og drengskap allt til
hins siðasta og biður eiginkonu
hans, börnum og öðrum ættingj-
um blessunar og styrks.
Bið ég svo þann alvalda, sem
Gunnlaugur trúði á, að vera með
sálu hans og að blessuð megi vera
minning hans.
Sveinn Björnsson