Morgunblaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1975 15 Bragi Asgeirsson: Dagblöðin og Kjarvalsstaðamálið ÓSPART hefur verið fjallað um deilur þær, sem risið hafa upp á milli borgarráðs annars vegar og myndlistarmanna hins vegar á síðum dagblað- anna og einnig nokkuð í útvarpi og sjónvarpi. Myndlistargagnrýnendur blaðanna eru allir ein- dregið á máli listamanna, en ekkert dagblað hefur tekið eindregna afstöðu með myndlistarmönnum að Morgunblaðinu undan- skildu. Því brá mér er kollegi minn í Vísi,. Aðal- steinn Ingólfsson, gerir Morgunblaðið ábyrgt fyrir ábyrgðarlausum árásum á sýningarráð og listamenn. Orðrétt skrifar hann: ..Meirihluti borgarráðs ásamt stærsta dagblaði landsins sáu strax póli- tiska hlið á þessu máli, og mikil skothríð var hafin að sýningarráði og lista- mönnum yfirleitt. Allir þeir draugar, sem taldir eru fylgja listamönnum, eru vaktir upp, þ.á m. „letingj- ar og kommúnistar", en slíkar tuggur hafa gefizt vel, þegar mikið hefur legið við." Ennfremur segir Aðalsteinn í lok ann- ars málefnalegrar greinar um sýningu Jakobs V. Hafstein: . . ,,En á sýningu Jakobs hefur almenningur streymt og mun streyma, allsendis óhræddur við harðstjórn allra menn- ingarvita. Engin skal ætla sér að segja ÞEIM, hvað sé list og ekki list. í þeirri afstöðu sinni er fjöldi manna studdur af borgar- ráði og ofangreindu dag- blaði, sem lagt hefur áherzlu á furðulega „filistinska" menningar- pólitík að undanförnu.'' — Ég skal viðurkenna, að ég stanzaði þarna við lesturinn, og ég varð að tvilesa setningarnar, áður en ég trúði að ég hefði lesið rétt, svo villandi sem þessar dylgjur eru varð- andi ofangreint mál. Morgunblaðið hefur ein- mitt eitt allra dagblaða tekið skelegga afstöðu með listamönnum í þessu máli, svo sem hefur mátt lesa bæði i Reykjavíkur- bréfi og í leiðara blaðsins. Þá hefur blaðiðeinnig haft viðtal við einn þeirra, sem hafnaði gefnum sýningar- tíma á Kjarvalsstöðum, til þess að hann fengi túlkað afstöðu sina opinberlega, Bragi Ásgeirsson. einnig eitt dagblaða, enn- fremur hefur blaðið birt grein eftir Davíð Oddsson, þar sem hann túlkar afstöðu borgarráðs, en að sjálfsögðu á hans ábyrgð. Þannig hafa báðir deilu- aðilar fengið inni í blaðinu með málstað sinn og blaðið sjálft tekið hreina afstöðu frá upphafi og ekki hvikað frá henni, og þykir mér þó ekki ósenni- legt, að nokkurs þrýstings muni gæta á ritstjórnina, þar sem um er að ræða flokksmann þeirra. Slíkt hefði einmg gerzt í því tilviki, að sama staða hefði komið upp hjá hinum flokksblöðunum og skal látið ógert að gizka á hvernig þau hefðu brugð- izt við. En mér er vel kunnugt um það, að rit- stjórar Morgunblaðsins hafa frá upphafi skilið um- fang málsins og kjarna þess, auk þess að það væri alls ekki einangrað við viðkomandi persónu, heldur varðaði virðingu og þroska íslenzkrar mynd- listar og menningar í heild. En víkjum að dag- blaðinu Vísi, sem Aðal- steinn Ingólfsson skrifar i. Á sama tíma og Aðal- steinn skrifar rökvísa og markvissa grein um Kjar- valsstaðamálið, opnar blaðið allar gáttir sínar í lesendadálki, hvers konar aðkasti og rógi í garð myndlistarmanna auk þess að viðhafa þá ó- svinnu, er kona nokkur tekur málstað myndlistar- manna, að læða upphróp- unarmerkjum í feitletraða fyrirsögn til að ómerkja innihald þess sem hún ritar. Auk þess hefur blaðið hampað verkum Jakobs frekar öðrum blöð- um og er það raunar í samræmi við fyrri stefnu blaðsins í fréttaflutningi um listsýningar almennt. Undirritaður neyddist t.d. fyrir nokkrum árum að kæra fréttamennsku blaðsins fyrir siðanefnd Blaðamannafélags íslands vegna ómaklegra og ósannra ummæla málara nokkurs, sem blaðið hafði þá í hámælum. Af framan- skráðu má vera Ijóst, að Aðalsteini Ingólfssyni ættu að vera hæg heima- tökin, vilji hann veitast einarðlega að fréttaflutn- ingi eins blaðs gagnvart málefnum myndlistar- manna, en treglega mun honum takast að rökstyðja fullyrðingar sínar gagnvart Morgunblaðinu i þessu máli, og ná því ekki marki. Varðandi menningar- pólitík fýsir mig að taka fram, að i þau full átta ár, sem ég hef skrifað listrýni í þetta blað, hef ég ekki orðið fyrir neinni tegund af þrýstingi frá ritstjórum þess varðandi skrif mín og aldrei hefur efni verið hafnað né þvi breytt. Veit ég þó, að menn hafa ekki jafnan verið sammála skoðunum minum, t.d. andmælti ég á sínum tíma Kjarvalsstaðanafninu m.a. hér i blaðinu fyrstur manna, sem blaðið hélt stift fram, þar eð ég taldi sýningarskálann vettvang allrar gildrar íslenzkrar myndlistar og ætti nafnið því ekki að einangrast við einn listamann. Var þó annar ritstjóra Mbl. hvað harðastur andstæðingur minn og margra annarra í þessu máli. Að lokum vil ég segja það, að ég álit Morgun- blaðið einna frjálslyndasta blað okkar í dag að þvi leyti, að það Ijær hinurh ólíkustu skoðunum rúm, og ritstjórar blaðsins eru allrar virðingar verðir í þessu leiðindamáli fyrir að hafa ekki hvikað frá upp- runalegri skoðun, á sama tíma og allir flokkar hafa kiknað af ótta við almenn- ingsálitið og vegna þrýst- ings frá pólitískum óþurftarmönnum í menn- ingarmálum. Oapurlegt að vita til þess, að menningarþroski borgarfulltrúa okkar er ekki meiri en svo, að eng- inn skuli hafa haft mann- dóm í sér, hvar [ flokki sem er, að standa upp og skipa sér drengilega við hlið myndlistarmanna í þessu mikilvæga hags- munamáli þeirra, svo sem ritstjórar Morjgunblaðsins hafa gert. — Hefðu við- brögðin orðið þau sömu ef um árás á fótmenntir hefði verið að ræða t.d. í þá veru að gera hraðbraut þvert í gegnum Laugardagsvöllinn?? Skyldi það virkilega vera orðin þjóðariþrótt bók- menntaþjóðarinnar að hafa orðið „menningu" í flimtingum og gera gys að orðinu viti, mættu menn þá minnast orðskviðarins að: „Andi mannsins er lampi að ofan, sem rann- sakar hvern afkima hjart- ans". . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.