Morgunblaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1975 13 „Kom eins og reiðarslag...” Andenæs minnzt í norska Stórþinginu Ösló, 25. febr. NTB. FORSETI Stórþingsins, Guttorm Hansen, minntist Tönnes Ande- næs þingmanns sem fórst í járn- brautarslysinu á laugardaginn í minningarræðu í Stórþinginu I dag. „Fréttin kom eins og reiðarslag og hefur vekið djúpa sorg allra sem þekktu hann,“ sagði Guttorm Hansen. Hann minntist starfa Andenæs í stríðinu og margháttaðra starfa hans eftir stríð heima og erlendis. Afskipti hans af stjórnmálum hans hefóu hafizt 1963 í Bærum þar sem hann átti sæti í bæjar- stjórn og skólaráði. Um árabil 37 ákærðir í Grikklandi Aþenu, 25. febrúar. Reuter. 37 FORINGJAR úr gríska hern- um, þar á meðal sex hershöfðingj- ar, voru í dag ákærðir fyrir að hafa gert uppreisn með þvf að taka þátt f byltingartilraun í gær. Alls voru 100 handteknir, en flestir látnir lausir. Konstantin Karamanlis for- sætisráóherra hét því í dag að birta allar upplýsingar sem kæmu fram í rannsókn málsins. Hann kallaði byltingarmennina „krabbamein í heraflanum" sem yrði að útrýma. Hann kallaði byltingarmennina „heimska og skammsýna menn“ og úr hópi fárra manna sem „væru enn aðdáendur einræðis- stjórnar". Hann sagði að það sýndi að góður andi væri i hern- um að þeir hefðu fengið lítinn stuðning. hefði hann verið formaóur norsk- færeyska og norsk-íslenzka félagsins. Hann hefði verið skipaður ráðuneytisstjóri i kirkju- og menntamálaráðuneyt- inu 1965 og verið fulltrúi i Norðurlandaráði frá 1971. Guttorm Hansen gat þess síðan að Tönnes Andenæs hefði verið kjörinn þingmaður Akerhus- fylkis fyrir Verkamannaflokkinn 1971 og endurkjörinn 1973.1 Stór- þinginu hefði hann fyrst átt sæti í samgöngunefnd og i stjórnsýslu- nefnd frá 1973. Hann sagði síðan: — Tönnes Andenæs var sér- stæður persónuleiki sem tók föst- um og alvarlegum tökum þau mál sem hann vann að. Hann lét menningarmál einkum tii sín taka auk norrænnar samvinnu sem áttu sér góðan málsvara á Stór- þinginu þar sem hann var. Þátt- taka Andenæs í störfum Noróur- landaráðs gerði honum kleift að vinna ötullega að þessum málum og hann lagði sig i líma við að hrinda þeim i framkvæmd. i síðustu viku sat hann fund Norðurlandaráðs i Reykjavík. Það var hinzta þingmannsstarf hans. Andenæs lét sig innra lif Stór- þingsins miklu varða og beitti sér fyrir því að vinnuskilyrði þar yrðu bætt. — Tönnes Andenæs átti aðeins vini í Stórþinginu. Hann lét ekki ágreiningsmál standa í vegi fyrir vináttu og þótt hann tæki málin föstum og alvarlegum tökum gerði skopskyn hans hann að kær- um vini okkar allra. Hann féll fyrir aldur fram og lát hans er mikill missir, sagði Stórþingsfor- seti. Þinghúsið var næstum því full- setið þegar minningarræðan var flutt. Bratteli forsætisráðherra, Frydelund utanríkisráðherra og Bjartmar Gjerde kirkju- og menntamálaráðherra mættu fyrir hönd stjórnarinnar. Samúðarkveðjur vegna járn- Símamynd AP. MINNINGARRÆÐA: — Forseti norska Stórþingsins, Guttorm Hansen flytur minningarræðu sína um Tönnes Andenæs sem fórst í járnbrautarslysinu á laug- ardaginn. brautarslyssins hafa meðal annars borizt frá samgöngumála- ráðherrum Belgíu, Hollands, Bretlands og Austur-Þýzkalands. Óbreytt olíuverð Vín, 25. febrúar. Reuter. IRANSKI innanrikisráðherrann, Jamshid Amouzegar, sagði í dag að engin breyting yrði samþykkt á olíuverði á fundi OPEC- landanna f Algeirsborg í næstu viku. Hann tók þó fram að rætt yrði hvað gera skyldi til að koma i veg fyrir tekjumissi vegna lækkandi gengis dollarans. Kannað yrði hvort hætt skyldi að verðleggja oliu i dollurum. Nikolai Bulganin marskálkur tátinn Moskvu, 25. febrúar. NTB. Reuter NIKOLAI Alexandrovich Bufg- anin marskálkur, fyrrverandi forsætisráðherra Sovétrfkj- anna, fézt f gær eftir langvar- andi veikindi, 79 ára að aldri, að þvf er fréttastofan Tass til- kynnti i dag. Bulganin varð forsætisráð- herra í stað Georgi Malenkovs í febrúar 1955 og hafði áður ver- ið landvarnaráðherra og bankastjóri landsbankans. Nik- ita Krúsjeff tók við embætti hans aðeins þremur árum sfðar og Bulganin varð aftur banka- stjóri. Hann ferðaðist til fjölda landa ásamt Krúsjeff á mektar- árum sínum og sat meðal ann- ars fyrsta fund æðstu manna austurs og vesturs eftir Pots- dam-ráðstefnuna í Genf 1955. Þeir fóru meðal annars til Júgó- slavíu, Sviss, Indlands, Burma, Afghanistan, Bretlands, Finn- lands og Tékkóslóvakíu. Þeir virtust óaðskiljanlegir og blöðin kölluðu þá tvístirnið eða „Krússa og Búlla“. En Krúsjeff fór um hann háðuleg- um orðum þegar hann kom til Noregs 1964, aðeins fjórum mánuðum áður en honum var sjálfum steypt af stóli: „Hann var bókhaldari. Hann hefur aldrei verið annað en bókhald- ari og varð aldrei stjórnmála- maður.“ Bulganin komst áfram með Bulganin marskálkur. skrifstofuvinnu. Faðir hans var bókhaldari í verksmiðju og sjálfur var Bulganin upphaf- lega starfsmaður i verksmióju. Hann gekk í flokk bolsévíka 1917 og hóf feril sinn i leynilög- reglunni Cheka. Hann var starfsmaður ríkisfyrirtækja 1922—31 og síðar yfirborgar- stjóri Moskvu. I heimsstyrjöldinni gegndi Bulganin pólitískum störfum í hernum og 1947 var hann skip- aður landvarnaráðherra og varaforsætisráðherra. Hann var gerður að marskálki þótt hann hefði aldrei verið hermað- ur og aldrei stjórnað her. Hann var leystur frá störfum land- varnaráðherra 1949 en var falið að samræma vígbúnað og hafði titilinn varaforsætisráðherra. Eftir dauða Stalíns 1953 varð Búlganin landvarnaráðherra á ný og samstarfsmaður Malen- kovs, Beria, Molotovs og Kagan- ovichs en siðan náinn sam- starfsmaður Krúsjeffs þegar hann sigraði í valdabaráttunni og forsætisráðherra hans og ferðafélagi. Aldrei fór á milli mála hvor þeirra réð ferðinni. Hann féll i ónáð 1957 þegar hann tók afstöðu með Malen- kov, Molotov og meirihluta stjórnmálaráðsins er gerðu uppreisn gegn Krúsjeff en töp- uðu. Hann fékk að halda for- sætisráðherraembættinu í eitt ár þar til Krúsjeff tók sjálfur við þvi. Buiganin varð að gagnrýna sjálfan sig fyrir að hafa stjórnað „flokksfjandsamlegri klíku". Hann sætti nýjum árás- um 1959 og var skipaður í stöðu úti á landsbyggðinni en var sið- an skipaður bankastjóri lands- bankans. Sennilega tók hann aldrei við því starfi en hann fékk eftir- laun og bjó í Moskvu til dauða- dags. Arið 1971 fréttist á Vest- urlöndum að hann hefói verió sviptur öllurn flokksstörfum og marskálksnafnbótinni, lækkað- ur i tign og geróur að hers- höfðingja. Hann sást oft á göt- um Moskvu á síðustu æviárum sínum, en þegar hann lézt hafði almenningur í Sovétríkjunum gleymt honum. Stöðvast allt í Danmörku? Frá Gunnari Rytgaard Kaupmannahöfn, 25. marz VERKFÖLL og verkbönn munu ná til 250.000 til 300.000 verka- manna upp úr mánaðamótunum ef sáttasemjara rfkisins tekst ekki að finna samkomulags- grundvöfl f vinnudeilunni I Dan- mörku á síðustu stundu. Verkalýðsfélög hafa boðað verkföll sem munu ná til fyrir- tækja með um 200.000 starfs- mönnum og vinnuveitendur hafa svarað með því að boða verkbann á fyrirtæki sem hafa verið undan- skilin. Þar er aðallega um að ræða tæknistarfsmenn litilla dagblaða þar sem ekki hefur komið til verkfalla og verkföll hafa ekki verið boðuð. Þetta eru dagblöð sem hafa minna upplag en 50.000. Verkföll hafa verið boðuö hjá 14 stærstu dagblöðum landsins. Með verkbanni sínu vilja vinnu- veitendur koma í veg fyrir að prentarar hjá dagblöðum sem koma út geti hjálpað verkfalls- mönnum hjá öðrum blöðum. Sáttasemjari getur krafizt þess að vinnustöðvun verði frestað í tvær vikur og hann getur enn beóið um tveggja vikna frest ef vinnustöðvun kemur niður á starfsemi sem er þjóðfélagslega nauðsynleg. Fulltrúar verkalýðssambands- ins og vinnuveitenda voru enn á fundum hjá sáttasemjara í dag en óvfst er hvort sáttasemjara tekst að koma málum það mikið áleiðis fyrir 3. marz, þegar verkföllin eiga að hefjast, að grundvöllur verði fyrir samkomulagi. Hins vegar bendir flest til þess að deilan á vinnumarkaðnum verði skammvinnþóttmörg verk föll hafi verið boðuð. Þau tvö verkalýðsfélög sem flutninga- starfsmenn eru i hafa boðað verk- föll sem meðal annars beinast gegn bensínstöðvum, rafmagns- stöðvum og orkuverum. Formaður sambands vinnuveit- enda, Leif Hartwell, segir að það sem vaki fyrir verkalýóssamband- inu með verkfallsboðununum sé að lama þjóðfélagið og neyða stjórnmálamenn til að skerast í leikinn. „Ef tekið verður fyrir oliu, bensín og rafmagn verður stjórnin að gripa inn í, annars stöðvast allt þjóðfélagið," sagði hann. Thomas Nielsen hefur verið að þvi spurður hvort stjórnin eigi að skerast í leikinn gagnvart mál- gagni verkalýðssambandsins, Aktuelt, og hann sagði „Það hlýt- ur að fara eftir þvi hvers eðlis slik ihlutun væri. Erfitt er að hugsa sér lausn sem felur ekki i sér láglaunabætur og dýrtiðarupp- bót.“ Vinnuveitendur vilja afnema uppbótina en verkalýðssambandið leggst eindregið gegn þeirri kröfu. Verkalýðssambandið vill forðast langt verkfall þar sem það á lítið fé i verkfallssjóði. Aðeins eru tvö ár liðin síðan síðast kom Framhald á bls. 27 Concorde- ferðir að hefjast? FYRSTU áætlunarflugferðir hljóðfrárra þotna hefjast f haust á vegum franska flugfélagsins Air France og verða milli Parfsar og Rio De Janeiro með viðkomu f Dakar að sögn The Times. Bretar hafa ráðgert slfkar ferð- ir til New York en þeim áformum mun seinka vegna ágreinings um lendingarréttindi og þau komast ekki til framkvæmda fyrr en f fyrsta lagi í aprfl á næsta ári að sögn blaðsins. Bretar kanna hins vegar aðra ákvörðunarstaði fyrir Concorde og Air France vonast til að geta tekið upp ferðir milli Parisar og Tokyo um Síberiu en vandkvæði eru á þvi segir Times' Fargjöld i Concorde-ferðum Air France verða 10—20% hærri en í venjulegum flugvélum. Ef banda- risk flugfélög i IATA, Alþjóða- sambandi flugfélaga, neita að samþykkja þau fargjöld ætlar Air France að knýja þau i gegn með stuðningi frönsku stjórnarinnar að þvi er Times segir. ceRamix - kranínn sem aldreí lekur @STANDARD Og þarað Nú eru pakkningar og þéttihringir úr sögunni. IDEAL STANDARD hefur fundlð upp krana sem aldrei lekur. Tvær plötur úr "keramik” koma Í staö kerfis hins venjulega krana. Mun léttari gangur - alger vatnsheldni: Piöturnar eru slípoöar með "micro” ná- kvæmni og haldast þar af leiöandi mjög þétt saman - engir aóskota hlutir komast a milli, hversu litlir sem þeir eru. Já-þessar plötur, sem ekki eyöast, tryugja fullkomna endingu og öryggi. auki er kraninn frá IDEAL STANDARD mjög fallegur-kraninn sem ekki eldist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.