Morgunblaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.02.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR 1975 Enn skorti herzlumuninn Júgóslavar báru sigur- orð af íslendingum f hand- knattleikslandsleiknum sem fram fór í Laugardals- höllinni í gærkvöldi. 19—17 urðu úrslit leiksins, eftir að Júgóslavarnir höfðu haft yfir í hálfleik 10—8. Leikurinn varð mjög spennandi undir lokin, er íslendingum tókst smátt og smátt að vinna upp fimm marka mun sem Júgóslavarnir höfðu náð um tíma, og minnka hann niður í eitt mark, er um tvær mínútur voru til leiksloka. Á þessum loka- mínútum sýndu Júgóslav- arnir hversu leikreynslan hefur mikið að segja. Þeir héldu knettinum og fóru sér að engu óðslega. Is- lendingarnir reyndu hins vegar ákaft að ná knettin- um, og það varð til þess að Birgir Björnsson þjálfari: Þetta er enn ein sönnun þess að það vantar aðeins herzlumuninn til að við blöndum okkur í hóp beztu liða í heimi. Við verðum bara að vona að við getum haldið í þessa stráka, skapað þeim aðstöðu og útvegað þeim góðan þjálfara. Ég tel það t.d. algera nauðsyn að geta sent liðið í æfingabúðir nokkrum sinnum á ári. Varðandi Axel víl ég taka fram, að ég von- aði í.lengstu lög að þetta kæmi hjá honum, en hann fann sig bara ekki. Josib, landsliðsþjálfari Júgó- slava: Ég er nokkuð ánægður með leik minna manna og við áttum að vinna stærra. Þessi ferð hingað er undirbúningur fyrir OL og ég er að þreifa mig áfram. Liðið er ekki í sem beztu formi, en ég hef trú á smuga opnaðist í vörninni og Serdarusic gat smeygt sér inn og innsiglað þar með sigur Olympíumeist- aranna. Leikur þessi var töluvert ólíkur hinum fyrri, og þá sérstaklega að því leyti að Júgóslavarnir léku nú miklu harðari og grófari leik en þá. Gengu eins langt og dómar- arnir framast leyfðu, og verður að segjast eins og er að þeir voru hreint ekki smámunasamír þegar um brot var að ræða. Urðu oft allhörð átök í leiknum og full ástæða hefði verið að kæla fleiri en þá tvo Júgóslava sem vísað var útaf. Þannig gerðist t.d. leikmað- urinn Krivokapic hvað eftir ann- að gróflega brotlegur, en slapp með aðeins eina áminningu. Það munaði heldur ekki litlu fyrir Júgóslavana í þessum leik að aðalmarkvörður þeirra, Zorko, sem var ekki með í fyrri leiknum, var i ham og varði oft stórkostlega vel, m.a. tvö vítaköst. Greinilegt var að Júgóslavarnir höfðu búið sig undir að ís- lendingar myndu haga vörn sinni á sama hátt og í fyrri leiknum. að þetta fari að koma. Það stend- ur allt fullkomlega sem ég sagði um islenzka liðið eftir fyrri leik- inn. I þessum leik fundust mér markverðirnir bezlir. Knut Nilsson, norskur dómari: íslenzka liðiðhefurkomiðmjögá óvart í þessum leikjum og mér fánnst það leika betri handknatt- leik i þeim báðum, þótt það ynni ekki. Þið eruð að ná upp mjög góðu liði og ég vona bara að Norð- menn lendi ekki með vkkur í riðli í undankeppni OL. Báðir leik- irnir voru jafnir og nokkuð harðir en ekki mjög erfiðir að dæma. Ölafur Jónsson: Júgóslavarnir voru nú mun harðari og grófari í vörninni en í fyrri leiknum, og beir léku öðruvísi. Það sem skipti sköpum í þessum leik var hvað við misnotuðum mörg dauðafæri. Þeir fóru meira fram á völlinn og freistuðu þess að draga Islending- ana þangáð með sér, og stækka eyðuna að baki þeirra. Heppnaðist þetta allvel hjá þeim í byrjun. I vörninni breyttu Júgóslavarnir einnig til, og léku 4—2 vörn til að byrja með. Hún gafst þeim hins vegar afleitlega, þar sem Islendingarnir skoruðu úr öllum upphlaupum sínum til að byrja með og breyttu þeir þá aftur til, jafnframt því sem þeir hertu mjög tökin. Eins og í fyrri leiknum var hraóinn aðalvopn júgóslavneska liðsins og að þessu sinni nýttist hann miklu betur en í fyrri leikn- um. Aðalástæðan fyrir þvi voru innáskiptingarnar hjá íslenzka landsliðsþjálfaranum, Birgi Björnssyni, sem tók þann kostinn að skipta lengi vel tveimur sókn- arleikmönnum út'af eftir hverja sókn. Voru íslendingarnir stund- um tveimur færri á vellinum með- an Júgóslavarnir brunuðu upp og skoruðu. Þessi ráðstöfun Birgis var í meira lagi hæpin, og í heild má segja að stjórn hans á liðinu í leiknum hafi ekki verið til þess hrópa húrra fyrir. Þannig var það Markvörður þeirra var góður, en hann var lika heppinn. Annars erum við bara ekki undir það búnir að leika 2—3 leiki í röð, það hefur sýnt sig í leikjunum aó und- anförnu. Axel Axelsson: Ég er nú heldur óhress yfir minni frammistöðu, ég fann mig bara ekki. Ég fór alveg í óstuó strax þegar við lékum 4—2 með þá Öla og Björgvin á línunni og Júgóslavarnir hirtu alla blot- 1 KVÖLD fara fram tveir leikir f 1. deildar keppni fslandsmótsins í handknattleik. Leikið verður í Laugardalshöllinni. 1 fyrri leikn- um mætast Vfkingur og Grótta og hefst sá leikur kl. 20.15, en sfðan leika Fram og FH og hefst sá ekki fyrr en komið var fram í seinni hálfleik sem hann sá ástæðu til þess að kippa Axel Ax- elssyni útaf, en Axel átti þarna einn sinn slakasta leik í mjög langan tíma, svo sem ef til vill má bezt sjá af því að hann átti sex skot á mark Júgóslavanna og skoraði aðeins eitt mark, og eigi sjaldnar en sex sinnum tapaði Ax- el knettinum fyrir klaufaskap eða fljótfærni. í jafn erfiðum leik sem þessum geta slík mistök sem þessi haft úrslitaáhrif, og senni- lega hafa allir nema landsliðs- þjálfarinn séð fljótlega að þetta myndi ekki vera dagurinn hans Axels. Og það var raunar ekki fyrr en Axel hafði verið tekinn útaf og látið af því að skipta mönnum til og frá í sókn og vörn að íslenzka landsliðið fór að ná sér bærilega á strik. En það var þá i síðasta lagi, þar sem seinni hálfleikurinn var hálfnaður og munurinn orðinn 5 mörk. Síðasta stundarfjórðunginn lék íslenzka landsliðið hins vegar með afbrigðum vel og tókst að saxa á forskot Júgóslavanna, eins og áður segir. Eins og í fyrri leiknum varð það Bjarni Jónsson sem kom einna ana sem þeim voru ætlaðir. Þeir voru greinilega viðbúnir þessu. Ég veit ekki hver er orsökin, kannski eru það of margir leikir á stuttum tíma og þessi þeytingur á milli landa hjá mér? Það eru baeði gleði og sorg í íþróttinni og það þýðir ekkert að gefast upp þó móti blási. Því miður get ég lík- lega ekki verið með á móti Tékk- um, við eigum að leika í þýzku deildinni þá helgi. leikur kl. 21.30. í Garðahreppi fer fram einn leikur í 1. deild kvenna og eigast þar við UBK og Fram. Leikurinn hefst kl. 21.00 og að honum lokn- um kl. 22.00 leika Stjarnan og UBK f 2. deild karla. bezt frá leiknum. Kraftur hans og dugnaður voru með eindæmum bæði í sókn og vörn. Ólafur Jóns- son stóð sig einnig frábærlega vel, og var auðséð að Júgóslavarnir höfðu ákveðið fyrir leikinn að taka hann föstum tökum. Var oft óþyrmileg meðferðin sem Ölafur fékk, þegar hann lék inni á lín- unni. Einar Magnússon átti þarna góðan leik, svo og Hörður Sig- marsson, sem var þó alltof ragur við að reyna að skjóta sjálfur. Það var líka næsta furðulegt hversu dómararnir voru mildir við Júgóslavana sem brutu mjög harkalega á Herði í þau skipti sem hann reyndi að fara inn úr hægra horninu. En þótt manni hafi ef til vill fundizt, að íslenzka liðið hefði haft burði til þess að vinna júgóslavnesku Olympíumeistar- ana í þessum leik, ekki síður en í hinum fyrri, er rétt að benda á og undirstrika, að auðvitað er þessi árangur islenzka landsliðsins í leikjunum tveimur stórglæsileg- ur. Hversu margar þjóðir geta státað af svo góðum árangri gegn Júgóslövunum, jafnvel á heima- velli. Þær eru mjög fáar. Okkur er óhætt að slá því föstu aó við eigum nú betra landslið en oftast áóur og fái það tækifæri til þess að æfa vel og búa sig undir þau stórátök sem fram undan eru, þarf enginn að kviða. 1 stuttu máli: Landsleikur í Laugardalshöll 25/2 Island — Júgóslavía 17—19 (8-10) Gangur leiksins: Mín. Isiand Júgóslavía 1. Bjarni 1:0 3. 1:1 Pokrajac 4. ÓlafurE. 2:1 5. 2:2 Serdarusic 6. Einar 3:2 7. 3:3 Pavicevic 7. 3:4 Serdarusic 8. ÓlafurJ. 4:4 9. 4:5 Milak 13. 4:6 Krivokapic (v) 15. Viðar 5:6 17. 5:7 Pokrajac 20. 5:8 Krivokapic (v) 21. 5:9 Pokrajac 24. ÓlafurE. (v) 6:9 25. Axel 7:9 26. 7:10 Fejzula 28. ÓlafurE. 8:10 Hálfleikur 32. 8:11 Pavicevic 33. 8:12 Pribanic 34. ÓlafurJ. 9:12 36. 9:13 Prodanic 36. ÓlafurJ. 10:13 37. 10:14 Krivokapic (v) 39. 10:15 Pribanic 41. Einar 11:15 42. 11:16 Milak 42. Bjarni 12:16 46. 12:17 Krivokapic (V) 48. Hörður 13:17 52. Hörður 14:17 55. Bjarni 15:17 56. 15:18 Pakrajac 57. ÓlafurJ. 16:18 58. Bjarni 17:18 59. 17:19 Serdarusic Mörk Islands: Bjarni Jónsson 4, Ólafur H. Jónsson 4, Ölafur Ein- arsson 3, Hörður Sigmarsson 2, Einar Magnússon 2, Viðar Simon- arson 1, Axel Axelsson 1. Mörk Júgóslavíu: Krivokapic 4, Pokrajac4, Serdarusic3, Pribanic 2, Pavicevic 2, Milak 2, Fejzula 1, Prodanic 1. Brottvisanir af velli: Serdarus- ic og Pribanic i 2 mín. Misheppnuð vitaköst: Zorko varði vítakast frá Einari Magnús- syni á 12. mín. og frá Axel Axels- syni á 23. mín. Óiafur Benedikts- son varði vitakast frá Milak á 50. min. Dómarar: Huseby og Nielsen frá Noregi, og dæmdu þeir þenn- an leik hvergi nærri því eins vel og hinn fyrri. Virtust ekki hafa nógu góða stjórn og ákveðni, þeg- ar harka tók aó færast í leikinn. — stjl. Ólafur Jónsson — fyrirliði íslenzka landsliðsins átti stórleik í gærkvöldi, og skoraði falleg mörk. Sagt eftir leikinn Stórleikir í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.