Morgunblaðið - 26.02.1975, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1975
LOFTLEIÐIR
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
72 21190 21188
LOFTLEIÐI
HEpölÍTE
Stimplar-Slrfar
og stimpilhringir
Austin, flestar gerðir
Chevrolet, 4,6,8 strokka
Dodge frá '55 — '70
Ford, 6—8 strokka
Cortina '60—'70
Taunus, allargerðir
Zephyr, 4—6 str.,
'56—'70
Transit V-4 '65 — '70
Fiat, allar gerðir
Thames Trader, 4—6
str.
Ford D800 '65
Ford K300 '65
Benz, fiestar gerðir, ben-
sín og dísilhreyflar
Rover
Singer
Hillman
Skoda
Moskvitch
Perkins, 3—4 strokka
Vauxhall Viva og Victor
Bedford 300, 330, 456
cc
Volvo, flestar gerðir
bensín og dísilhreyflar
Þ.Jónsson & Co
Skeifan 1 7.
Símar: 84515 —16.
AVERY
fyrir
alla vigtun
fiskvinnslustöðvar,
kjötvinnslustöðvar,
sláturhús,
efnaverksmiðjur,
vöruafgreiðslur,
verzlanir,
sjúkrahús,
heilsugæzlustöðvar,
iðnfyrirtæki,
flugstöðvar.
Ennfremur hafnarvogir,
kranavogir og fl.
Ólafur Gíslason
&■ Co. h.f.
Sundaborg, Reykjavik.
Simi 84800.
Of lítið of seint
Sú gagnrýni hefur fengió
nokkurn byr undir vængi, að
núverandi rfkisstjórn hafi gert
of lítió og of seint, varðandi
ráðstafanir til lausnar vanda
efnahagslífsins og atvinnuveg-
anna. Þessi gagnrýni sýnir, að
allur þorri landsmanna hefur
gert sér ljósa grein fyrir eðli og
stærð þess vanda, sem við er að
etja, og hvað í húfi er fyrir
þjóðarheildina, ef versnandi
viðskiptakjör * þjóðarinnar
leiddu til víðtæks atvinnuleysis
og stóriega rýrnandi verðmæta-
sköpunar i þjóðarbúinu. Hún
undirstrikar þrátt fyrir allt
skilning almennings á því, að
stórhækkað innflutningsverð
aðkcyptra nauðsynja þjóðar-
innar á sama tíma og útfluttar
framleiðsluvörur hennar lækka
verulega í verði, þýðir í raun
stórskertan kaupmátt gjald-
eyristekna okkar, þ.e. skert lífs-
kjör heildarinnar í bili. Og hún
speglar þá kröfu, að þessum,
vonandi tímabundnu, aðstæð-
um verði mætt með alhliða
sparnaði f þjóðarbúinu með
það höfuðmarkmið þó í huga,
að atvinnuöryggi almennings
og verðmætasköpun í þjóðarbú-
inu verði tryggð með þeim ráð-
um sem duga. Þessi gagnrýni
sýnir, þó að hún taki ekki mið
af öllum staðreyndum málsins,
að almenningur hefur rfkari
skilning á eðli vandans en
stjórnmálamenn kannski gera
sér grein fyrir.
Atvinnu öryggi
almennings
Þær efnahagsráðstafanir,
sem þegar hefur verið gripið
til, hafa haft þann tilgang ein-
an að tryggja rekstrargrund-
völl atvinnuveganna og at-
vinnuöryggi almennings. Þær
eru f sjálfu sér hvorki léttbær-
ar né líklegar til lýðhylli, en
hafa þó náð þeim tilgangi að
bægja vá atvinnuleysis frá dyr-
um fólksins f landinu, a.m.k.
enn sem komið er. Sú gagn-
rýni, sem að framan greinir,
felst m.a. í þeírri
staðhæfingu, að núverandi
ríkisstjórn hafi í raun ekk-
ert gert, sem vinstri stjórn
væri ekki þegar búin að fram-
kvæma, hefði hún áfram setið
að völdum, svo sem sjá megi af
síðustu viðbrögðum hennar á
efnahagssviði á sl. ári og þeim
áformum, sem uppi voru í
vinstri viðræðum eftir sfðustu
alþingiskosningar. Þessi stað-
hæfing er að vísu ýkt og ekki
raunsönn, en hún undirstrikar
þó betur en margt annað, að
þegar öllum áróðri er sleppt,
voru allir íslenzkir stjórnmála-
flokkar f meginatriðum sam-
mála um aðsteðjandi vanda og
hvern veg skyldi við honum
brugðizt. Afstaða fulltrúa Al-
þýðubandalagsins f stjórn
Seðlabankans, sem þar greiddi
atkvæði með sfðustu gengis-
lækkun, er ekkert annað en
rökrétt framhald af afstöðu
þess flokks í vinstri stjórn og
vinstri viðræðum á sl. ári, en
berar hins vegar fádæma tvö-
feldni og ábyrgðarleysi þing-
manna flokksins nú.
Samráð við aðila
vinnumarkaðarins
Allir eru sammála um, að
gengislækkunin ein út af fyrir
sig leysi ekki alian vanda.
Henni þurfi að fylgja nauósyn-
legar hliðarráðstafanir, bæði
til aó tryggja þann árangur,
sem með henni er að stefnt og
hlffa sem verða má lífskjörum
hinna lægst launuðu í þjóð-
félaginu. Sú bið, sem orðið hef-
ur á þessum hliðarráðstöfun-
um, hefur því m.a. orðið tilefni
til umræddrar gagnrýni.
Þegar grannt er skoðað má þó
öllum ljóst vera, að hvorki
gengislækkunin né væntanleg-
ar hliðarráðstafanir ná tilætl-
uðum árangri, nema vinnufrið-
ur rfki f þjóðfélaginu þ.e. að
þcssar ráðstafanir eigi skiln-
ingi að mæta hjá aðilum vinnu-
markaðarins í landinu. Ríkis-
stjórnin hafði og heitið sam-
ræðum og samráðum við þessa
valdamiklu aðila um fram-
kvæmd efnahagsaðgerðanna.
Sú bið, sem orðið hefur á
hliðarráðstöfunum, stafar m.a.
af þvf, að rfkisstjórnin er að
efna þetta heit sitt; að um-
fangsmiklar, margþættar og
tímafrekar viðræður hafa stað-
ið yfir við þessa aðila. Biðin
stafar einfaidlega af þeirri við-
leitni að tryggja þá samstöðu,
eða a.m.k. það hlutleysi aðila
vinnumarkaðarins, að vinnu-
friður megi ríkja svo efnahags-
ráðstafanir geti leitt til tilætl-
aðs árangurs. Hvort þetta tekst
skal ósagt látið. En tilraun rfk-
isstjórnarinnar er góðra gjalda
verð og í samræmi við þau
vinnubrögð og fyrirheit, sem
hafa verið aðall hennar þá fáu
mánuði, er hún hefur setið að
völdum.
Séra Bernharður Guðmundsson skrifar frá Addis Abeba:
Grjót í vegg
Þegar ég kom fyrst í Skötu-
fjörðinn vestur við Djúp og
heimsótti Kristján á Litlabæ,
varð mér starsýnt á túngarðinn
hlaðinn grjóti. Hann var svo
einstaklega fallega unninn. Ég
lét f ljós hrifningu mína en
spurði jafnframt í nokkurri
undrun, hvort ekki væri auð-
veldara að girða með gaddavír.
Það var ljómandi glettni i aug-
um Kristjáns er hann svaraði
að bragði: — Hvað á þá að gera
við grjótið?
— Mér varð litið yfir tún-
garðinn, yfir grýtt landið um-
hverfis, og varð ljóst að tún-
bleðillinn hafði orðið til með
þeim hætti, að þúsundir steina
höfðu verið fjarlægðir og settir
i vegg.
Það er löng leið frá Litlabæ
til Konsó f Eþfópfu, en samt er
sumt þar sem líkist aðstæðum
við Djúp. Landið er grýtt en
vinnusamt fólk hefur hlaðið úr
þvf stalla í brekkurnar, bæði til
að forða þvf að jarðvegi skoli
burt í regntfma — og til að
koma fyrir grjótinu.
Hann hefði ekki þurft að
spyrja hvers vegna, hann
Kristján á Litlabæ.
Við höfðum lengi hlakkað til
að komast til Konsó. Ekki höfð-
um vió aðeins heyrt sagt frá
starfinu þar, meðan við vorum
heima, heldur höfðu frásagnir
kristniboðanna þar, þegar þeir
voru f heimsókn hér I Addis og
ekki síður ummæli ýmissa
gesta, aukið mjög á eftirvænt-
ingu okkar.
Norskur maður starfaði lengi
hér í Addis, og heimsótti flestar
kristniboðsstöðvarnar, amerísk-
ar, skandinavískar, enskar eða
þýzkar. Hann sagði mér að sér
fyndist íslenzka stöðin í Konsó
fortakslaust ein bezta rekna
kristniboðsstöðin f landinu
öllu. Þetta þótti mér gott að
heyra. Og vfst er um það að á
þessum leysingatímum, þegar
erfið agavandamál eru á flest
um stofnunum, spítölum, skól-
um og skrifstofum, hafa menn
veitt því athygli, að stöðvarnar
4, þar sem íslendingar starfa,
hafa blessunarlega sloppið við
þá erfiðleika. Þessi norski vin-
ur minn hafði skýringu á reið-
um höndum:
— Þið hafið verið nýlenda og
komið ekki hingað sem nein
yfirstétt. Og tslendingunum er
svo tamt að vinna með sam-
starfsmönnunum, en vinna
ekki fyrir þá eða láta þá vinna
fyrir sig. —
EKKERT KftF &ÖÐÍ •'
BÖBB ER HEÍMA
LÁTTU jpÉR EKKI PETTA 'l HUG AÐ E&
VEROI AFBfiýDl5SAMUR OT'I SVONA
MjÖLKUR-GUTlARA H
Við erum lfklegast ekki dóm-
bær á þetta sjálf. En við höfum
velt því fyrir okkur, hvort
sumarvinna skólaæskunnar
heima móti ekki einmitt þessa
afstöðu, sem Norðmaðurinn
lýsti. í sumarvinnunni læra
menn til verka, líkamlegt starf
verður eðlilegur þáttur í lífi og
bakgrunni landans. En því er
nefnilega ekki að heilsa hjá
ýmsum menntamönnum, sem
hér eru og hafa aðeins vanist
stuttum sumarleyfum frá námi
sínu.
Þetta var nú reyndar útúr-
dúr, en þegar hér er komið
sögu, erum við komin í heim-
sókn til landanna f Konsó.
Það sem fyrst grípur athygli
okkar er við komum á kristni-
boðsstöðina, er landslagið, sem
næstum gæti verið íslenzkt.
Víður og blár fjallahringur í
fjarska, nær eru berangurs-
legar hæðir og hálsar og trjá-
gróður er sjaldséður. Lögun
fjallanna er kunnugleg, þvf að
hér er eldfjallasvæði. Þetta er
óiíkt öllu öðru landslagi sem
við höfum séð hér á landi og
notaleg heimakennd fer um
okkur. Kannski valdi Felix
Ölafsson af þessum orsökum
Konsó fyrir kristniboðsakur ís-
lendinga, þrátt fyrir það að
þetta væri eitt erfiðasta svæðið,
sem finnanlegt var.
Við dáumst að náttúrufegurð-
inni, en undrumst jafnframt,
hvernig ýmsum kunningjum
gat fundizt ljótt og kjuldalegt í
Konsó. En þar greinir kannski
íslendinga frá öðrum þjóðum,
er að mati á fegurð náttúrunn-
ar kemur, eins og Jón Helgason
hefur bezt lýst.
Við komum til Konsó sfðla
dags, eftir að hafa dvalizt hjá
Áslaugu og Jóhannesi Ölafs-
syni í Arba Minch (það þýðir:
hinar 40 uppsprettur) þar sem
þau starfa við nýtt sjúkrahús.
Með okkur voru í jeppanum 4
kennarar frá Konsó, en sífellt
bætast nýir farþegar við sem
troða sér aftur f Landroverinn.
Það eru engar áætlunarferðir á
milli þessara staða en trúlega
tveggja daga gangur. Á miðri
leið beið okkar karl einn karl-
lægur og sonur hans, og
hvernig hægt var að koma þeim
inn, er mér ráðgáta enn í dag.
Stöðin í Konsó er miklu um-
fangsmeiri en við höfðum áætl-
að. Sjúkraskýli, 3 íbúðarhús, 2
skólabyggingar, heimavistir
fyrir 150 nemendur, starfs-
mannabústaðir, geymsluhús og
hin nýja stóra kirkja.
Starfsliðið er um 100 manns,
predikarar bæði konur og karl-
ar, kennarar, starfsmenn við
heilsugæzlu og landbúnaðar-
fræðslu. Flestir þeirra starfa
úti f héraðinu en koma með
jöfnu millibili til stöðvarinnar
til ráðagerða, uppörvunar og
uppbyggingar. Islendingar
hafa starfað í Konsó nú í um
það bil 25 ár. Fyrst voru þar
Kristfn og Felix Ölafsson, þá
Margrét og Benedikt Jasonar-
son, eftirþeimkomu Katrín og
Gfsli Arnkelsson og nú eru
tvenn hjón á staðnum; Kjellrun
og Skúli Svavarsson og Ingi-
björg og Jónas Þórisson. Þess
má geta, að þeir eru báðir Ak-
ureyringar. Ótalin er þá sú sem
lengstan starfsaldur hefur í
Konsó, Ingunn Gísladóttir, sem
lengst af annaðist sjúkraskýlið
með fágætum dugnaði. Nú er
Elsa Jakobsenfæreysk hjúkrun
arkona þar og það munar um þá
konu. Líklega er hún sú eina,
sem gat farið í spor Ingunnar.
Hennar þáttur í starfinu í
Konsó er verðugt efni í sérstak-
an pistil.
Stærsta húsið á staðnum er
kirkjan nýja, sem komin er í
notkun, þótt ekki sé hún alveg
fullgerð. Hún þjónar líka sem
Framhald á bls. 19.