Morgunblaðið - 02.03.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.03.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1975 Rannsóknir við Kröflu: Fyrstu vinnsluholur í sumar - Affallsvatn í uppistöðulóni KRÖFLUSVÆÐIÐ er fast að tí- falt stærra að flatarmáli en Námafjallssvæðið og því líkur á, að það sé öruggara í vinnslu og standi undir verulegri stækkun síðar, að þvl gefnu, að vinnslueig- inleikar beggja svæðanna séu lík- ir, segir í nýrri skýrslu Orku- stofnunar um niðurstöður rann- Kynningarprédik- un í Keflavík í dag kl. 5 síðdegis flytur cand. theol. Ólafur Oddur Jónsson, kynningarpredikun sína í Kefla- víkurkirkju, en hann er eini um- sækjandinn um Keflavíkurpresta- kall. Fyrirlestur um Léger FYRIRLESTUR um franska list- málarann Fernand Léger verður fluttur í Franska bókasafninu, Laufásvegi 12 n.k. miðvikudag kl. 20.30. Fyrirlesari er Jacqueline Lignot Roux listfræðingur, en hún starfaði á stríðsárunum við skóla Légers í New York. Fernand Léger var fæddur 1881 og lézt árið 1955. Hann var einn af merkustu myndlistarmönnum tuttugustu aldarinnar og átti í fyrstu samleið með impressíónist- unum. Hann varð fyrir miklum áhrifum af Cézanne en varð síðar einn af brautryðjendum kúbism- ans. I seinni heimsstyrjöldinni var Léger landflótta og dvaldist þá vestan hafs. Nína Tryggvadóttir stundaði þá nám í skóla hans, en Svavar Guðnason var um tíma nemandi Légers í París árið 1938. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum, sem fer fram á vegum Alliance Francaise. sóknaborana í Kröflu, sem gerðar voru seinni hluta árs 1974. Eru niðurstöður borananna og ann- arra rannsókna á Kröflusvæðinu þær, að það standi undir 50—60 mw gufuvirkjun og hugsanlegrj stækkun slðar. Og mæit er með þvl, að hafizt verði handa um að bora vinnsluholur I Kröflu sum- arið 1975. Tilgangur þessara borana og frumrannsókna, sem unnar voru á árunum 1970—73, var að af- marka vinnslusvæði og afla upp- lýsinga um vinnslueiginleika Kröflusvæðisins með tilliti til þess, að þar yrði reist 50—60 mw gufuaflstöð. Slík stöð þarfn- ast um 470 tn/klst. af gufu, sem samsvarar 650 kg/sek. innrennsli i holu, miðað við 260 stiga hita á djúpvatni og 8 ata skiljuþrýsting en þá er miðað við einþrýstitúr- bínu. í skýrslunni er lagt til að um 10 ferkm svæði, sem nær yfir Kröflu og Leirhnjúk verði fyrst í stað afmarkað sem vinnslusvæði. A grundvelli jarðgrunnsrannsókna er lagt tii, að stöðin verði reist á hrauni innst í Hlíðardal. Þaðan eru um 500—1500 m að væntan- legum vinnsluholum. Þá er lagt til að affallsvatni verði veitt í uppistöðulón í Þríhyrningsdal í hálsinum vestan við Leirbotna, þar sem útfellingar yrðu við hæga kólnun og brennisteinsvetni ryki burt. Utfallið úr lóninu rynní síð- an suður Hlíðardal að vesturjaðri Búrfellshrauns og hyrfi í hraun- in. Rannsóknarholurnar, sem bor- aóar voru, eru tvær, hola 1 er 1138 m djúp og hola 2 1204 m djúp. Hæðarmunur á holunum er 70 m og stendur hola 2 hærra, í 552 m hæð yfir sjó. í holu 1 reyndist vera lftið af æðum. Hiti í henni var nálægt suðumarksferli allt til botns og mældist hæstur 298 stig. I holu 2 var hins vegar mikið af æðum neðan 325 m. Tiltölulega kalt vatn (190 stig) rennur niður eftir holunni úr æðum í 325—350 m dýpi og fæst því ekki rétt mynd af hitaástandi i bergi neðan þess dýpis, en þar fyrir ofan er hitinn við suðumarksferilinn. Búast mætti við, að vinnsluholur, sem boraðaryrðu nærri holu 1, myndu ekki lenda i verulegum vatnsæð- um ofan 1000 m dýpis, en ef borað yrði nærri holu 2 fengist líklega verulegt vatnsmagn úr vatnsæð- um milli 700—1200. Ekki er ólik- legt að hitinn í jarðhitakerfinu fylgi suðumarksferlinum dýpra niður en rannsóknarholurnar ná, þannig að á 2000 m dýpi gæti orðið allt að 330—340 stiga hiti. Bein reynsla liggur ekki fyrir um eiginleika 300 stiga heits vatns með tilliti til útfellinga í holu- toppi og skiljum. Því er lagt til, að fyrstu vinnsluholur verði boraðar á svæðinu í kring um holu 2, þar sem vænta má vatns með meðal- hita undir 300 stigum. EINS og fram hefur komið I Mbl. lauk skákkeppni verkalýðsfé- laga með sigri A-sveitar Dagsbrúnar. Hér sjást sveitir Dagsbrún- ar og Trésmiðafélags Reykjavíkur eigast við, en sú sveit veitti Dagsbrún lengi vel harða keppni. Ekki búið að stöðva lek- ann í Lagarfljótsvirkjun Áfram er unnið að rannsókn á bilun þeirri sem kom fram I þrýstivatnsstokk Lagarfljóts- virkjunar fyrr I vikunni, en virkjunina átti að taka I notkun s.l. fimmtudag. 1 gærkvöldi átti að þrýstiprófa stokkinn á ný með fullu álagi, en það er ekki búið að komast fyrir lekann ennþá og því erfitt að segja fyrir um framvindu mála. Verkfræðingar Verkfræðiskrif- stofu Sigurðar Thoroddsen telja að unnt sé að nota virkjunina þrátt fyrir lekann úr þrýstivatns- stokknum, en þessi mál skýrast væntanlega um helgina. Aðalfundur Kaupmannasamtakanna: Dökkt útlit fyrir verzlunarreksturinn AÐALFUNDUR Kaupmannasam- taka Islands var haldinn að Hótel Sögu sl. fimmtudag. Sveinn Björnsson var kjörinn fundar- stjóri en Guðni Þorgeirsson og Jón I. Bjarlason fundarritarar. Guðni Snorrason var einróma endurkjörinn formaður samtak- anna til næsta árs. Sveinn Björns- son var kjörinn varaformaður. A fundinum flutti viðskiptaráð- herra, Olafur Jóhannesson, ávarp. Kvaó hann kaupsýslu- 6-manna nefndin býð- ur eí’tir láglaunabótum „Við höfum verið á stöðugum fundum með fulltrúum framleið- enda og neytenda að undan- förnu," sagði Torfi Asgeirsson hagfræðingur þegar Morgunblað- ið innti frétta I gær af störfum 6-manna nefndarinnar, sem Torfi á sæti í. „Þegar tillögu ríkis- stjórnarinnar um láglaunabætur var frestað," hélt Torfi áfram, „var ekki unnt að ganga frá þess- um málum, því það er ekki hægt að ganga frá verðlagsgrundvellin- um fyrr en vitað er hvernig þessi mál þróast. Ljóst er þó að nýtt verð kemur ekki nú um helgina, en væntanlega getur 6-manna nefndin lokið störfum í lok vik- unnar. Hækkun á fóðurbæti og ýmsu öðru liggur fyrir, en þegar 6-manna nefndin hefur lokið störfum fer niðurstaðan til ríkis- stjórnarinnar að vanda.“ Geir Hallgrlmsson Matthfas A. Mathie- sen Matthfas Bjarnason Gunnar Thoroddsen Sj álf stæðisf élögin: Fundur um efnahagsráð- stafanir ríkisstjórnarinnar Fundur lögfræð- ingafélagsins Lögfræðingafélag Islands og lagadeild Háskóla Islands boða til almenns félagsfundar þriðjudag- inn 4. marz n.k. þar sem dr. Henry J. Abraham prófessor ræðir efn- ið: „Court reform". Fyrirlestur- inn verður fluttur á ensku. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 á fyrstu hæð í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskólans, og hefst kl. 20.30 á þriðjudagskvöld. mannastéttina nú þurfa að þrengja að sér eins og aðrar stétt- ir þjóðfélagsins, en hún hlyti að vera vel undir það búin eftir und- angengin góðæri og ekki væri beinlínis verið að herða sultaról- ina þó að aðeins drægi úr í bili. Ráðherra sagði, að kaupsýslu- mannastéttin væri nauðsynleg í nútíma þjóðfélagi, og dugandi kaupsýslumenn ættu ekki síður að fá umbun fyrir sinn starfa en aðrar stéttir þjóðfélagsins. í ræðu formanns, Gunnars Snorrasonar, kom fram að útlitið í í verzlunarrekstri er allt annað en bjart, og kvaðst hann ekki annað sjá en að óbreyttu ástandi þyrftu að koma til róttækar breytingar á rekstri verzlana, stytting opnun- artíma, lokun fyrr á daginn þann- ig að komizt yrói hjá eftirvinnu starfsfólks, lokun á laugardögum alit árið um kring svo að eitthvað væri nefnt. Gunnar sagði enn- fremur, að trúlegayrði einnig erf- itt að komast hjá uppsögnum starfsfólks í auknum mæli, enda þótt erfitt væri að sjá hvernig slíkt væri unnt þegar verzlanir væru yfirleitt nú þegar reknar með lágmarks mannafla. Gunnar minnti einnig á að í málefnasamn- ingi ríkisstjórnarinnar væri að finna grein um breytta skipan verðlagsmála, og kvaðst hann von- ast til að núverandi rikisstjórn bæri gæfu til að „aflétta þessu stríðstímafyrirkomulagi og taki upp breytt kerfi líkt og hjá ná- grannaþjóðum okkar.“ 1 ræðu framkvæmdastjórans, Magnúsar Finnssonar, kom fram að á þessu ári eiga Kaupmanna- samtökin 25 ára afmæli og hyggj- ast þau minnast þess hátiðlega með haustinu. Hefur fram- kvæmdastjórn samtakanna gert tillögur um það hvernig eigi að standa að þessum hátíðahöldum og einnig með þvi að vekja athygli og skilning almennings á verzlun- inni í landinu. Magnús gat þess að árið hefði verið sveiflukennt fyrir verzlunina í landinu, tvær gengis- fellingar hefðu riðið yfir og skert álagningu verziunarinnar allveru- lega. Hafi ekki fengizt leiðrétting á álagningunni þrátt fyrir ítrek- aðar beiðnir samtakanna. Þá gat hann þess að Þjóðhagsstofnunin hefði sent frá sér bráóabirgða- uppgjör fyrir verzlunina í land- inu 1973 og framreikning á því fyrir 1974. Hér er um að ræða alla smásölu í landinu og kemur í ljós, að þrátt fyrir mikla veltuaukn- ingu á milli áranna 1973—74 hef- ur afkoma smásölunnar verið lak- ari en áður. Hreinn syngur í Dómkirkjunni Hreinn Líndal óperusöngvari, sem sungið hefur víða erlendis á undanförnum árum, mun syngja einsöng við messu í Dómkirkj- unni í dag kl. 2. SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Reykjavík efna til fundar um efnahagsráðstafanir rfkisstjórn arinnar mánudaginn 3. marz n.k. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins verða frummælendur á fundin um, sem haldinn verður I Glæsi bæ og hefst kl. 20.30. I upphafi fundarins munu Geir Hallgrimsson forsætisráðherra, Matthías A. Mathiesen fjármála- ráðherra, Matthías Bjarna- sons sjávarútvegs- og heilbrigðis og tryggingaráðherra og Gunnar Thoroddsen iðnaðar- og félags- málaráðherra flytja stuttar fram- söguræður um efnahagsráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar. Að lokn- um ræðum ráðherranna verða frjálsar umræður og ráðherrarnir munu svara fyrirspurnum fund- armanna. Guðmundur Magnússon látinn Guðmundur Magriússon endur- skoðandi I Reykjavfk lézt s.l. fimmtudagskvöld eftir stutta sjúkdómslegu. Hann var m.a. aðalendurskoðandi Rlkisútvarps- Lögfrœðingar SÍÐASTLIÐIÐ sumar skrifaði ég öllum lögfræðingum og bað þá um að senda mér upplýsing- ar vegna nýrrar útgáfu lögfræð- ingatalsins. Æviágrip þau, sem birtust i lögfræðingatalinu, er út kom árið 1963, voru send öllum sem hlut áttu að máli, til endurskoðunar. Flestir hafa brúgðið vel við og sent mér hinar umbeðnu upplýsingar, en þó vantar enn svör frá ýmsum. Ég vil því fara þess á leit við alla þá, sem enn hafa ekki sent mér upplýsingar, að draga ekki lengur að skrifa mér. Þeir, sem útskrifuðust í lögfræði eftir að lögfræðingatalið 1963 kom út eru beðnir um að láta fylgja mynd af sér. Nánari upplýsingar getur Hjalti Zóphóníasson, fulltrúi í dómsmálaráðuneytinu, gefið ef á þarf að halda. Það er afar áríðandi, að ég fái þessar upplýsingar sem allra fyrst, og ég vil því vinsamlega mælast til þess við þá, sem enn hafa ekki gert skil, að senda mér svör sín I síðasta lagi hinn 15. marz næstkomandi. ^ Agnar KI. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.