Morgunblaðið - 02.03.1975, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.03.1975, Blaðsíða 39
39 Sigurveigu Ingibjörgu Jónsdótt- ur, BA. Þau eiga þrjá drengi. Asta Bryndís Þorsteinsdóttir, hjúkrunarkona, sem gift er Ast- ráði Heiðarssyni, lækni. Þau eru búsett í Arósum í Danmörku og eiga tvö börn. Yngst er svo Hafdis Björg, tví- tug stúlka sem verður stúdent í vor. Þau 18 ár, sem liðin eru siðan Þorsteinn fór í land, voru um margt erfið. Þótt vanur væri hann erfiðinu á togurum fyrir og eftir vökulög, varð dagurinn ekki styttri eftir að í land var komið. Fiskverzlun í Reykjavik er með hálfgerðum miðaldabrag. Fisksal- inn verður að sækja aflann oni bát síðla nætur og rétta hann hús- móðurinni yfir borðið. Þetta þýddi langan vinnudag og skamman svefntíma. Fiskmiðstöð var engin og verðlagsyfirvöld hugsuðu gjarnan meira um vísi- tölustig og áhrif þeirra á kaup- gjald, en það hvort menn fengju svefn og fisk. Þorsteinn beitti sér fyrir því ásamt nokkrum öðrum mönnum að stofna til dreifimið- stöðvar, er átti að gegna því hlut- verki að afla fisks fyrir fiskbúð- irnar í bænum. Sat hann í stjórn þessa félags og var um tíma formaður þess. En allt kom fyrir ekki, verðlagsyfir- völd vildu ekki leyfa heildsölu- álagningu á fiskmeti og fiskmið- stöðin var þar með úr sögunni með litlum svefni og vondum fiski. Þessi afdrif féllu Steina frænda minum þungt. Ég held að þá hafi hann gefið upp alla von um stjórnmálamennina, sem ekki voru í stóru áliti fyrir. Mér hefur hér orðið tíðrætt um lífshlaup þessa ágæta frænda míns og bróður, en hefi þó fram til þessa varla minnst á þaó sem skipti hann mestu máli, en það var fjölskyldan, barnabörnin, börnin og konan. Þau voru honum allt. Eftir að hann var kominn niður á annað hnéð, eða bæói, af þeim sjúkdómi er leiddi hann til dauða, fékk hann að halda siðustu jólin heima. Þá gat hann ekki gengið óstuddur lengur og síðustu jólin liðu með undarlegum friði, — og nú er öllu lokið. Saga hans stendur ein eftir. Þess saga er orðin löng. Hún fer á skútum og togurum, hún er saga úr stríði, saga úr friði. Líka er hún ástarsaga og kannski ekki minnst. Og þegar við göngum heim frá jarðarförinni á mánu- daginn verður farangur okkar svo smár. Guð blessi Steina frænda. Jónas Guðmundsson. Við erum alltaf að heilsa og kveója á þessari jörð. Einhver sem var í hringiðu lífsins í gær er horfinn i dag. Svo snögg geta skiptin stundum oróið. Aðrir hverfa smám saman af sjónarsvið- inu. Veikjast — þjást — deyja — Þorsteinn Þorsteinsson kvaddi lifið eftir nokkra sjúkdómslegu •— þjáningarmikla — á Borgar- spítalanum 21. febrúar siðast lið- inn aðeins 56 ára að aldri. Hann barðist karlmannlega við sjúkdóm sinn og lífsvon hans var sterk til síðustu stunda. Ef til vill hafa engir nema þeir sem kynntust honum og fjöl- skyldu hans vel, vitað hve ein- dæma vel hann vann fjölskyldu sinni — hve óeigingjarn og fórn- fús hann var í öllu gagnvart henni. Þar hugsaði hann ávallt um að gera sitt besta. Hann lifði það líka að sjá börn sin menntast og vaxa mannvæn leg úr grasi. Barnabörnunum sínum fimm var hann ástríkur afi og þar gætti hinnar sömu fórnfýsi og hann hafði ávallt sýnt börnum sinum. öllum frístundum sinum sióast liðið sumar varði hann til að byggja sumarbústað sinn i Grims- nesi, til þess að börn hans og barnabörn gætu átt þar rólegar stundir með fjölskyldunni í fram- tiðinni. Hirti hann eigi um þótt sjúk- dómur sá er leiddi hann til dauða væri þá farinn að veikja krafta hans. Þorsteinn var giftur ágætri konu, Asdísi Eyjólfsdóttur, og eiga þau þrjú börn sem öll eru uppkomin. Viglundur lögfræðingur, kvæntur Sigurveigu Jónsdóttur þjóðfélagsfræðingi, Asta Bryndis hjúkrunarkona gift Astráði B. Hreiðarssyni lækni og Hafdís sem enn er í foreldrahúsum og lýkur stúdentsprófi i vor. Vinir og ættingjar drúpa þögul- ir höfði og senda samúðarkveðjur að Hofsvallagötu 16. Þar er nú skarð fyrir skildi. Megi minningin um sérlega ást- ríkan heimilisföður vera ástvin- um hans ljós fram á veg. Þorsteinn verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni á morgun. Blessuð veri minning hans. Jcnna og Hreiðar. Þegar góður vinur kveður þennan heim vill hugurinn hvarfla að stöðu mannsins í jarð- lífinu. Við gerum okkur þá betur en ella grein fyrir því, að við erum hér sem gestir og fáum sjálf litlu um það ráðið, hvað gistingin verður löng. Okkur er heldur ekki veitt nein vitneskja um það, hvað á undan hefur farið né hvað á eftir kemur; þar kemur trúin til bjargar. En þótt ailir verði að sætta sig við þetta lögmál lífsins, þá er það sárt fyrir aðstandendur og vini að sjá af sínum nánustu, stundum á bezta aldri, yfir móðuna miklu. Þorsteinn Þorsteinsson fæddist 8. júli 1918 í Reykjavík og ólst upp á Ránargötu 29 hjá foreldr- um sinum, Þorsteini Guólaugs- syni og Ástríði Oddsdóttur, en alla sína daga átti hann heima í vesturbænum, siðustu 15 árin að Hofsvallagötu 16. Ungur að árum réðst hann á togara og var alllengi samskipa föður sinum, sem hafði stundað togarasjómennsku um langt árabil. Kom fljótt í Ijós hversu afburða verkmaður hann var og ósérhlífinn í hverju starfi, enda var hann vinsæll af yfir- mönnum jafnt sem félögum. Eftir 20 ára starf á togurum kom hann í land árið 1956 og setti þá á stofn fiskbúð i verkamannabústöðun- um við Asvallagötu, sem hann rak til dauðadags. Þeir sem áttu við- skipti við Þorstein í fiskbúðinni kunnu vel að meta hreinlega um- gengni hans og vöruvöndun, og einnig urðu þeir þess áskynja, að hann sparaði enga fyrirhöfn til að geta haft beztu fáanlega vöru á boðstólum. Voru þær ófáar ferðirnar, sem hann þurfti að fara i verstöðvar á Suðurnesjum til að sækja fisk handa viðskiptavinum sinum, þegar hann taldi sig ekki fá nægan eða nógu góðan fisk í Reykjavik. Þorsteinn giftist árið 1943 Asdísi Eyjólfsdóttur, sem nú sér á bak traustum lífsförunaut. Þau eignuðust þrjú börn, Víglund, lög- fræðing, sem er kvæntur Sigur- veigu Ingibjörgu Jónsdóttur þjóð- félagsfræðingi, Ástu Bryndisi sem gift er Astráði Benedikt Hreiðarssyni lækni, og Hafdisi nema í Verzlunarskóla íslands, Þau Asdis og Þorsteinn létu sér mjög annt um uppeldi og mennt- un barna sinna, og það hefur alla tið verið kappsmál þeirra að stuðla að vellíðan og velgengni barna sinna, tengdabarna og barnabarna, og siður hugsað um eigin hag. Ég kynntist Þorsteini fyrst árið 1952, er ég varð svili hans, og hef ég alla tíð síðan talið mig lán- saman að eiga með honum sam- leið. Hann var hressilegur í tali, vel fróður um flesta hluti og skemmtilegur í viðræðum. Hann var einstaklega hjálpsamur og greiðvikinn og óspar á að taka á sig ómak fyrir vini sína og vanda- menn, ef þeir þurftu á að halda, og engu síður var hann vanur að bjóða fram aðstoð sina óumbeðið. A unglingsárunum hafði Þor- steinn verið nokkur sumur i sveit að Snæfoksstöðum í Grímsnesi. Eflaust hefur honum liðið vel þar, því að hann minntist oft á við- burði frá þeim tíma. Fyrir nokkrum árum festi hann kaup á landspildu undÍT sumarbústað í landi Vaðness, sem er næsti bær við Snæfoksstaði. Hafði hann lokið við að koma upp sérlega reisulegum sumarbústað á landinu siðastliðið sumar. Hann gætti þess að hafa bústaðinn nægilega stóran til þess að börn og barnabörn gætu gist þar með þeim hjónunum, auk þess aðvinir mættu með þeim njóta. Mátti gjörla finna, að staðurinn var þeim hjartfólginn. Við hjónin þökkum góðum dreng fyrir alla þá vinsemd, sem hann sýndi okkur og ánægjulegar samverustundir. Valtýr Hákonarson Kirkjuvika í Lágafellskirkju MÖRG undanfarin ár hefur pao verið fastur liður i kirkjustarfi í Mosfellssveit að þar sé haldin kirkjuvika í Lágafellskirkju, með fjölbreyttu efni til skemmtunar og fróðleiks með kristilegu ivafi. Hafa kvöldvök- ur kirkjuvikunnar verið fjöl- sóttar og tekizt mjög vel. I dag klukkan 2 siðdegis hefst kirkju- vikan að þessu sinni með æsku- lýðsguðsþjónustu. Verður við messuna fluttur vixllestur úr 40. sálmi Davíðs, vixllestur safnaðarprestsins séra Bjarna Sigurðssonar og kirkjugesta. Spurningabörn taka og þátt í guðsþjónustunni með bæna- lestri lir kórdyrum. Annað kvöld, mánudagskvöld kl. 9. verður kvöldvaka í kirkj- unni. Klara Klængsdóttir kenn- ari stjórnar samkomunni. Til kvöldvökunnar koma gestir úr bænum, eins og það heitir þar í sveit. Tvö erindi verða flutt: Asgerður Jónsdóttir flytur það fyrra og það siðara flytur Krist- mann Guðmundsson rithöfund- ur. Barnakór Hvassaleitisskóla kemur í heimsókn undir stjórn Herdisar Oddsdóttur. Þriðjudagskvöldið hefst kvöldvaka kirkjuvikunnar á sama tíma kl. 9. Meðal atriða er erindi sem menntamálaráð- herra, Vilhjálmur Hjálmarsson, flytur. Þetta kvöld verður almennur söngur kirkjugesta. Þá tekur lagið í kirkjunni Þjóð- hátiðarkórinn, sem Oddur And- résson á Hálsi stjórnar og einnig leikur Skólalúðrasveitin i Mosfellssveit nokkur lög. Bæði kvöldin taka spurninga- börn og sóknarprestur þátt i kvöldvökunni með vixllestri. Á miðvikudagskvöldið lýkur kirkjuvikunni með föstumessu. Séra Karl Sigurbjörnsson prestur i Hallgrimskirkju pré- dikar og kór kirkjunnar syngur undir stjórn Páls Halldórsson- ar. Þess skal að lokum getið, að að sjálfsögðu kemur mjög til kasta kirkjukórs Lágafells- kirkju á kvöldsamkomunum, en stjórnandi hans er Sighvat ur Jónasson. Richard Tómasson — Minningarorð F. 22. maf 1923. D. 23. febrúar 1975. ÞAÐ KOM mér ekki alveg á óvart, þegar hringt var til min s.l. sunnudagsmorgun og tilkynnt að Gæi, en svo kölluðum við hann, væri dáinn. Daginn áður hafði ég heimsótt hann og vissum við báðir að hverju stefndi, nema krafta- verk gerðist. Ég kann ekki að segja frá æsku- árum hans, nema að hann var fæddur i Vestmannaeyjum og dvaldist þar til 3ja ára aldurs, en fluttist til Reykjavikur með föður sinum eftir að móðir hans dó. Gæi hefir því ekki notið móðurhlýj- unnar, sem við vitum hvers virði er. Gæi dvaldi með föður sínum á uppvaxtarárunum í Reykjavik og tók jafnvel þátt í störfum hans. Til dæmis höfðu þeir feðgar þann starfa um tíma, að aka yfirbyggð- um handvagni milli húsa og bjóða fólki brýningu á skærum og hnif- um. Sá litli hljóp þá i húsin og bauð þjónustuna, en pabbinn vann verkin á meðan. Fyrstu kynni okkar Gæja voru á fyrstu styrjaldarárunum um 1939 eða 1940. Ég var þá bilstjóri i Kassagerð Reykjavikur, en Gæi átti heima í húsi rétt á móti Kassagerðinni. Einhvern veginn orsakaðist það, að kynni okkar leiddu til þess, að hann bjó hjá foreldrum mínum af og til upp frá þvi. Gæi hlaut ekki mikla menntun, en las alls konar bókmenntir og var ekki síður vel að sér en margur maður- inn, sem hefir skólapróf upp á vasann. Hann var vel gefinn og alltaf var gaman að spjalla við hann. I ársbyrjun 1942 skildu leiðir okkar um tveggja ára bil. Ég fór til Kanada, en hann fór til sjós. Hann var einn af þeirri gæfusömu áhöfn Brúarfoss, sem bjargaði 44 mönnum af enska skipinu DALEBY þann 4. nóvem- ber 1942, eftir að skipinu var sökkt af þýzkum kafbáti úti á miðju Atlantshafi. Það var fræki- leg björgun. Sagan um þessa ein- stöku björgun mun skráð í annál- um um siðari heimsstyrjöldina. Um tíma stundaði Gæi bifvéla- virkjun jöfnum höndum og sjó- mennsku. Hann var t.d. á togaran- um Þorkeli Mána i mannskaða- veðrinu vió New Foundland, nálægt Ritubanka þegar togarinn Júlí fórst. Talið var að skipshöfn- in undir stjórn síns duglega skip- stjóra, Marteins Jónassonar, núverandi framkvæmdastjóra Bæjarútgerðar Reykjavikur, hafi næstum unnið kraftaverk er þeir brutu ísinn af skipinu og að lokum logsuðu mastrið og bómur af því, til þess að losa það við ís og yfirvigt. Ég held, að eftir þá martröð hafi margir farið í land. Nokkru eftir að ég kom heim frá Kanada og við nokkrir félagar stofnuðum Loftleiðir h.f., réðst Richard til félagsins, sem þá hafði aðsetur í Vatnagörðum. Gæi var ekki mjög stöðugur á lífsins leið hvað vinnu snerti, en glaðir vorum við báðir þegar ég afhenti honum fyrir nokkrum árum 20 ára starfsaldursmerki Loftleiða h.f. Þótt að sumum hafi þótt hann nokkuð hrjúfur á ytra borði á köflum, þá hafði hann allt annan innri mann að geyma. Hann var mikil barnagæla og dýravinur. Það var ekki ósjaldan að við fórum saman á sunnudagsmorgn- um i ökuferó um höfnina í Reykjavík og þarf ég ekki að lýsa þvi hve yngstu börnin mín kunnu að meta það. Þau kunnu að meta alúð og elskulegt viðmót Gæja, sem alltaf gat sagt þeim sannar sögur eða hínsegin. Fyrir nokkrum árum tók sjúk- dómur hans, sem dró hann til dauða, að gera vart við sig. I ljós kom, að nýrun voru að bila og var hann fyrst skorinn upp hér, en siðar eftir langa bið fór hann til Danmerkur og fékk þar igrætt nýtt nýra. Eftir heimkomuna gekk allt vel og hann horfði bjart- sýnn til heilbrigðs lífs i framtíð- inni. Eftir hina miklu aðgerð gat hann aldrei tekið til starfa aftur. Hann var þó hress og gat ekið bil. Hann var mjög hjálplegur móður minni, sem hann leigði hjá til dauðadags. Móðir min, systir og f jölskyldur okkar sjá nú af góðum dreng, sem var orðinn einn af okkur og við dáðum og elskuðum. Við (og ég er viss um dýrin lika) kveðjum nú öll Gæja vin okkar með söknuði. Enginn mun fylla hans skarð. Við óskum honum góðrar ferðar þangað sem góður Guð mun lina þjáningar hans, sem hann hefur borið með karlmennsku fram á siðasta dag. Utför Richards Tómassonar fer fram frá Fossvogskapellu mánu- daginn 3. marz n.k. kl. 3.00 e.h. Alfreð Eliasson. Sunnudaginn, 23. febrúar, lést á Landspítalanum, af langvarandi sjúkdómi, vinur okkar og frændi Richard Tómasson, eða Gæi, en undir þvi nafni og ekki öðru gekk hann alla tíð, meðal ættingja og vina. Gæi var fæddur í Vestmanna- eyjum 22. maí 1923, en fluttist til Reykjavíkur á fjórða ári eftir lát móður sinnar. Gæi naut því aldrei hins venjulega uppeldis, sem við flest fáum hjá fjölskyldu okkar, heldur þurfti að þreifasig áfram í hinum stóra heimi einn síns liðs. Við frænkurnar höfum þekkt hann og umgengist allt frá því er við fæddumst. Þá var hann sjó- maður og leigði hjá Áslaugu ömmu, sem hann gerði allt til hins siðasta. Gæi var ókvæntur og barnlaus. Við vorum því börnin hans og var hann okkur ávallt góður og umburðarlyndur, sem væri hann pabbi okkar. Þegar hann kom af sjónum færði hann okkur gjafir og sagði okkur sögur. Alltaf hafði Gæi tima til að ræða við okkur um lífsins mál eða eitthvað i léttum tón. Eftir að hann veiktist var hann jafn hress og kátur sem fyrr og ekki hafði frásagnargáfunni hrakað. Hans mikla viljaþrek hjálpaði honum í veikindunum og héldum við öll að eftir það sem hann var búinn að ganga i gegnum mundi hann ekki fara frá okkur fyrr en ellin færi að segja til sín. Minningin um Gæa er okkur ljúf og munum við aldrei gleyma hans miklu lifslöngun, sem hann hafði, þrátt fyrir allt það er á móti blés. Við kveðjum Gæa með miklum söknuði og þökkum þátt hans í lífi okkar, sem alls ekki er svo lítill. Anna, Ragnheiður, Katrin og Geirþrúður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.