Morgunblaðið - 02.03.1975, Síða 4

Morgunblaðið - 02.03.1975, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1975 llí II Illf. I \ MJA ÍAJH" 22022 RAUDARÁRSTIG 31 i%tel 14444 * 25555 mufim IBlLALEIGA CAR_RENTAL <g BÍLALEIGAN 51EYSIR CAR RENTAL 24460 28810 PIONEER Útvarp og stereo kasettutæki LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL TF 21190 21188 LOFTLEIÐI 5 BILALEIGA Car Rental fJM SENDUM 41660-42902 32 NIÖSKVA NET FRÁ KÚREU 210/9 7" kr. 2.897 - 210/12 7V4" kr. 3.713 - 210/12 7V2" kr. 3.713 - 210/15 7V4" kr. 4.283 - Hverfisgötu 6. Simi 20000 Sr. BOLLI GÚSTAFSSON í Laufási: DAG er æskulýðsdagur Islenzku þjóðkirkjunnar. Sú skipan hefur haldizt um árabil, að helga einn sunnudag á föstunni ungu fólki, og sigldi hún í kjölfar aukins æskulýðs- starfs innan kirkjunnar á ofan- verðri 20. öld. Er augljóst, að allur þorri manna kann vel að meta þá stefnu kirkjunnar, er þjónar hennar vfðs vegar um landið efna til sunnudagaskóla fyrir börn, stofna æskulýðs- félög og síðast en ekki sfzt byggja og reka sumarbúðir, þar sem börn geta dvalið um lengri eða skemmri tfma í hópi jafn- aldra undir eftirliti og leiðsögn kennara og presta. Er réttilega á það bent, að þar sýni þessi ævaforna stofnun lífsmark, svo ekki verði um villzt og óneitan- lega sé viturlegt af henni að leggja alúð við yngstu kyn- slóðina, er gjaldi víða þeirrar upplausnar heimilanna, sem færist í vöxt hér á landi eins og víða annars staðar á Vestur- löndum. Og engum blandast hugur um, að ekkert er vænlegra til sigursældar fyrir prest, sem hyggst leggja út í þá lýðræðislegu skemmtan og það mannorðshættuspil, er nefnist prestskosning, að hafa þá áður getið sér gott orð sem æskulýðs- leiðtogi og barnavinur. „Eigum trúfræði?" Þetta eru ýktar athugasemdir, er leiða hugann að vandamáli, sem verið hefur ofarlega á baugi um langt skeið, nefnt kynslóðabil. Þjónar kirkjunnar vilja sporna við þvf, að það bil breikki, heldur verði þvf eytt. Það verður alls ekki gert með þvf að draga úr kristilegu barna- og unelineastarfi. En þess ber að gæta, að þetta mikilvæga starf kirkjunnar einangrist ekki, að á það verði ekki liíið eins og lokaða reglu. Það getur verið þægilegt fyrir foreldrana að vita börnin á „viðkunnan- legum“ stað á meðan þeir fara f sumarleyfi til sólarlanda. Þau eru áhyggjulaus að vita barnið sitt í sumarbúðum þjóð- kirkjunnar. Barnið unir hag sfnum í fögru umhverfi f öruggu skjóli vökulla manna, er bera umhyggju fyrir þvf. Það lærir margt gott. M.a. rækir það bænastundir kvölds og morgna. Þær þekku samfélagsstundir bregða mildri birtu á daginn og gjöra nætursvefninn værari en ella. Að nokkrum dögum liðnum þykir barninu sjálfsögð sú regla að biðja Guð að blessa matinn. Það flytur honum þakkir í ákveðnu bænarformi við máltíðir. — Að dvölinni lokinni heldur barnið heim glatt og ánægt, þvf foreldrarnir eru komnir heim úr sumar- leyfinu. Barnið vill nú halda uppteknum venjum, t.d. biðja borðbæn, en þá eru foreldrarnir ekki tilbúnir. Þeir eru ekki stilltir inn á sömu bylgjulengd. Fyrsta sunnudaginn, sem barnið er heima, vill það fá pabba og mömmu með sér í kirkju, m.a. til þess að leyfa þeim að heyra, að nú kunni það að syngja messusvörin. En þá er fullorðna fólkið ekki með á nótunum og telur barnið á að koma með f ökuferð upp í sveit. Þess hefur ekki verið gætt sem skyldi, að foreldrar og aðrir vandamenn barnsins eða unglingsins fái tækifæri til við að meta færni presta eftir þvf, hversu góðar barnfóstrur þeir reynast?" Þessa spurningu heyrði ég kjósanda í nýju og barnmörgu hverfi í Reykjavík varpa fram. „Já, skiptir hitt engu máli, hvernig hann boðar fagnaðarerindið og hvort hann nær tökum á þvf fólki, sem hefur eða á a.m.k. að hafa nánastan samgang við börnin? Erum við kannski komin allt og langt út f eyðimörkina til þess að okkur verði snúið aftur? Nægir sálusorgaranum menntun í barnasálfræði, barnasiðfræði og barna- þess að kynnast og taka þátt f starfi sunnudagaskóla, æskulýðsfélaga og sumarbúða kirkjunnar. Kirkjan stendur jafn nærri öllum f fjölskyidunni. Hún hefur ekki ætlað sér að ala á þeirri skoðun með æskulýðsstarfi sínu, að fullorðið fólk sé þar með vaxið frá öllu lifandi starfi f kirkjunni. Fjölskyldan er öll í þörf fyrir áhrif andans heilaga, er bezt fær sameinað hana í öllu, sem horfir til góðs. Dr. Þórir Kr. Þórðarson bendir á það í bréfi, sem f jallar um málefni þessa dags, að „þakkar- Barnfóstrur eða .... efnin eru hvergi stærri en innan f jölskyldunnar, ef þar tekst að yfirvinna „hið illa“, syndina, þ.e. sjálfgæðin, tillitsleysið, skortinn á fórnarlund. drottnunargirnina. Innan fjölskyldunnar er náð Guðs „áþreifanleg“ f kærleiksríku lífi, þegar vel tekst til.“ — Það þarf að eyða þeim misskilningi, að starfsfólk kirkjunnar sé einungis þægilegar barnfóstrur, heldur ber forráða- mönnum barna og unglinga að iíta á það sem ábyrga leiðbeinendur við mikilvægasta þátt uppeldisins og að gæta þess að hafa samráð við þá aðila um eðlilegt samræmi f trúarlegu uppeldi barnanna. Nauðsyn ber til að kirkjan stofni til foreldrafunda líka þeim, sem forstöðumenn skóla efna til. Athyglin beinist að fjölskyldunni á æsku- lýðsdaginn 1975 og megináherzla er lögð á þau sannindi, er birtast í sálmi biskupsins, herra Sigurbjörns Einarssonar, er hann orti fyrir þennan dag: „Jesú er hjá oss hér, hann er Iffið mérog þér‘‘. Þar skiptir aldursskeiðið engu máli, heldur sameinast fjölskyldan f þakkargjörðinni: „Hann mun vinahópinn blessa, honum enginn gleyma skal. Hann skal stýra hug og vilja, helga kenndir, verk og tal. Jesús er hjá oss hér hann er lífið mérog þér.“ Og þegar klukkurnar kaila til helgra tíða á æskulýðsdaginn, þá er ekki ætlazt til að hlustir fullorðinna séu lokaðar. Það sem flutt er f kirkjunum á einmitt að ná til ailra, Ijóst mál og vekjandi tónlist. „A.llir eiga þeir að vera eitt.“ Nú er farið að síga á seinni hlutann f Reykjavíkurmótinu, sveitakeppninni — 12 umferðum lokiðaf 15. Staða efstu sveita: Sveit stig Þóris Sigurðssonar 190 Hjalta Eliassonar 180 Þórarins Sigþórssonar 177 Helga Sigurðssonar 1 72 Jóns Hjaltasonar 146 Viðars Jónssonar 127 Ólafs Lárussonar 1 1 7 Gylfa Baldurssonar 1 13 Næstu tvær umferðir verða spil- aðar á þriðjudaginn kemur. XXX Frá Bridgedeild Breiðfirðingafélagsins Sveitakeppninni er nú lokið hjá okkur og sigraði sveit Hans Nielsens með nokkrum yfir- burðum — hlaut 256 stig. Sveitin tapaði aðeins einum leik og i heild aðeins 44 stigum. I sveitinni eru ásamt Hans: Ólafur Ingimundar- son, Böðvar Guðmundsson, Kristján Andrésson, Hannes Jóns- son og Oliver Kristófersson. Röð sveitanna varð þessi: Sveit st'9 Hans Nielsens 256 Jóns Magnússonar 222 Ingibjargar Halldórsdóttur 222 Jóns Stefánssonar 21 9 Guðbjörns Helgasonar 1 92 Þórarins Alexanderssonar 184 Elíasar Helgasonar 1 60 Bergsveins Breiðfjörð 157 Sigurleifs Guðjónssonar 155 Magnúsar Björnssonar 146 Kristinar Karlsdóttur 100 Guðlaugs Karlssonar 94 Laufeyjar Ingólfsdóttur 87 Guðrúnar Jónsdóttur 81 Kristinar Kristjánsdóttur 71 Fjólu Ágústsdóttur 54 Áætlað er að barometerkeppnin hefjist nk. fimmtudag — en breyt- ing gæti orðið þar á. 36 pör eru skráð til leiks og er fullskipað. XXX Bridgekvöld verður i félags- heimili Vikings við Hæðargarð á mánudaginn kemur. Spilaður verður tvímenningur og eru spilar- ar beðnir að mæta snemma — en keppnin hefst klukkan 19.30. XXX Frá Bridgefélaginu Ásarnir í Kópavogi Sl. mánudag hófst tvímennings- keppni með barometerfyrirkomu- lagi og hófst keppnin með 28 pörum. Áætlað er að spila fimm umferðir og er spilað i Félags- heimili Kópavogs. Röð efstu para: stig Lúðvík Ólafsson — Þorvaldur Þórðarson 104 Guðmundur Oddsson — Páll Þórðarson 71 Guðlaugur Karlsson — Óskar Þráinsson 59 Guðmundur Gíslason — Þórður Þórðarson 51 Lárus Hermannsson — Rúnar Lárusson 50 Hallvarður Guðlaugsson — Jón Hermannsson 44 Jón P Sigurjónsson — Ólafur H. Ólafsson 37 Meðalskor 0 XXX Kaffisala Tafl- og bridgeklúbbs- ins er i dag í Domus Medica og hefst klukkan 14. Sýndar verða myndir frá ferð TBK til Hudders- field á sl. sumri og hefst mynda- sýningin klukkan 14.30. Nýlega lauk aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur og sigr- aði sveit Hjalta Eliassonar með miklum yfirburðum. Auk hans eru i sveitinni Ásmundur Pálsson, Ein- ar Þorfinnsson, Guðlaugur R. Jó- hannsson og Örn Arnþórsson. Röð og stig næstu sveita var þannig: Sveit Hjalta Elíassonar 265 Helga Sigurðssonar 221 Þóris Sigurðssonar 212 Jóns Hjaltasonar 181 Björns Eysteinssonar 1 78 Þórarins Sigþórssonar 173 Hermanns Lárussonar 161 Gylfa Baldurssonar 1 56 Næsta keppni félagsins er Butler- tvímenningskeppni og er ætlunin að skera þátttöku niður við 32 pör Er mönnum þvi ráðlagt að láta skrá sig hið fyrsta hjá stjórninni, áður en það er um seinan. A.G.R.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.