Morgunblaðið - 02.03.1975, Qupperneq 48
r1T |Hí>ir0nní>lat>it>
nucLVsmcHR <&4-»22480 WW WIP RucivsmcnR ^^-»22480
SUNNUDAGUR 2. MARZ 1975
."*»■ >. íí>. ■ -*u • • i,- •„, ■■ -j-':.« ■áy' ',>?■ '?«/*'* Wf* Jrri'liijb
LOÐNA — Þessa sjón má sjá í hverri höfn, allar loónuþrær fullar.
ÍB. '
Ljósmynd Ól.K.M.
^4 framhaldandi hitaveituframkvœmdir:
„Gerum okkar bezta
— seflr/r borgarstjóri
yy
„HITAVEITA Reykjavfkur mun
reyna að halda áfram fram-
kvæmdum sfnum eins og frekast
er unnt,“ sagði Birgir Isleifur
(iunnarsson borgarstjóri f viðtali
við Morgunblaðið f gær, „og það
sem hefur beðið verður sett f
gang fljótlega. Nokkrar tafir hafa
orðið, en við munum gera okkar
bezta til þess að halda þessu
áfram eins og hægt er án þess að
stofna fjárhag Hitaveitunnar f
hættu. Nú eftir að hækkun fékkst
á veitugjöldum til þess að stuðla
að eðlilegum rekstri Hitaveitunn-
ar, er hægt að fara að kanna frek-
ari lánamöguleika, en það var
ekki hægt á meðan óvissa var með
gjaldskrá Hitaveitunnar. Við
þurfum meiri lán f viðbót við þá
4,1 millj. dollara, sem samið var
um s.l. ár og kemur í vor, en nú
verður málið tekið föstum tökum
áfram, því nú vitum við hvar við
stöndum."
Aðspurður svaraði borgarstjóri
þvf að Rafmagnsveita Reykjavík-
ur stæði mjög illa vegna þess að
eðlileg hækkun miðað við rekstr-
arkostnað hefði ekki fengizt enn-
þá og því væri jafnframt óvissa
um allar framkvæmdir Rafmagns-
veitunnar. Rafmagnsveiturnar
hafa farið fram á 19% hækkun á
gjaldskrá.
Coldwater
Seafood Corp.:
Heildarveltan á árinu
nærri 12 milliarðar króna
Óttar Hansson ræðst sem sölustjóri til Coldwater -
STJÓRNARFUNDUR Coldwater
Seafood Corp., sem rekin er f
Bandarfkjunum í tengslum við
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,
var haldinn hér á landi fyrir helg-
ina og kom forstjóri fyrirtækis-
ins, Þorsteinn Gfslason, til lands-
ins til að sitja fundinn. Morgun-
blaðið náði tali af Þorsteini til að
forvitnast um ástand og horfur á
hinum mikilvæga freðfisk-
markaði Islands f Bandarfkjun-
um. En fyrst var Þorsteinn spurð-
Um 150 manns á
ASI-ráðstefnunni
RAÐSTEFNA Alþýðusambands
tslands um horfurnar í kjaramál-
um verður haldin að Hótel Loft-
leiðum á morgun og hefst kl. 2.
Að sögn Björns Jónssonar, for-
seta Alþýðusambandsins, er ekki
fullljóst hversu þátttakendur á
ráðstefnunni verða margir, en um
150 manns hafa rétt til setu á
henni. Eru það fulltrúar allra
þeirra aðildarfélaga ASl, sem
gefið hafa sambandinu umboð til
uppsögn samninga, miðstjórn
ASt og stjórnir allra landssam-
bandanna innan ASt, en þau eru
átta.
Björn Jónsson kvaðst lítíð sem
ekkert geta sagt um gang mála á
ráðstefnunni á þessu stigi nema
hvað þar yrði gefin skýrsla um
gang samningamálanna fram til
þessa og um stöðuna, eins og hún
er. Kvað Björn ráðstefnuna siðan
hugsanlega senda frá sér ályktun
í sambandi við samningamálin.
Þess má geta að fyrsti formlegi
fundur ASÍ annars vegar og
Vinnuveitendasambands Islands
hins vegar með sáttasemjara
ríkisins hófst kl. 2 í gær en engar
fréttir höfðu borizt af honum,
þegar Morgunblaðið fór í prent-
un.
Lesbók Morgunblaðsins
kemur ekki út um þessa helgi.
ur um rekstur Coldwater Seafood
á sl. ári.
„Eftir atvikum hefur rekstur-
inn gengið mjög vel,“ svaraði Þor-
steinn. „Síðastliðið ár var þó eitt
hið erfiðasta rekstrarár um langa
hríð fyrir fiskiðjufyrirtækin í
Bandaríkjunum, þar sem skyndi-
legt verðfall varð á mörgum
afurðum samtímis því sem alluf
tilkostnaður hækkaði óvenju
mikið. Miðað við þessar aðstæður
má afkoman teljast góð.“
— Hversu mikil var heildar-
velta Coldwater á sl. ári?
„Miðað við núverandi gengi var
heildarvelta fyrirtækisins jafn-
gildi tæpra 12 milljarða króna og
var það um 8% verðmætisaukn-
ing frá árinu á undan."
— Hvað getur þú sagt okkur af
verðlagi á sjávarafurðum á
Bandaríkjamarkaði?
„Verðlækkunin á siðastliðnu
ári varð misjafnlega mikil eftir
tegundum og þótt þorskblokkin
lækkaði verulega, hefur enn tek-
izt að halda verði á íslenzkum
þorskflökum í því sem það var
hæst. Það er ekki útlit fyrir að
verulegar breytingar verði á
þorskblokkarverðinu á næstunni
en það er útilokað að segja fyrir
um það með vissu hvort það tekst
að halda verði þorskflakanna
áfram uppi.“
— En hefur orðið vart sölu-
tregðu hjá Coldwater núna upp á
siðkastið?
„Nei, það sem af er árinu hefur
salan verið allmiklu meiri en á
sama tíma í fyrra.“
— Morgunblaðið hefur fregnað,
að Óttar Hansson, fyrrum for-
stjóri Iceland Import Inc., hafi nú
ráðizt til Coldwater?
„Já, það er rétt. Hann mun
hefja störf hjá Coldwater núna
eftir helgina sem sölustjóri og
væntum við mjög góðs af starfi
hans,“ svaraði Þorsteinn.
Friðrik kominn
1 annað sætið
FRIÐRIK Ólafsson sigraði
Rytov frá Sovétríkjunum í
níundu umferð alþjóðlega
skákmðtsins í Tallin á föstu-
dag, og er þar með kominn í
2.—4. sæti á mótinu ásamt
þeim Spassky og Bronstein,
allir með 6 vinninga. Keres
hefur enn forustuna með sjö
vininga.
Urslit annarra skáka í ni-
undu umferð urðu þau, að
Bronstein sigraði landa sinn
Kyarner og Hort frá Tékkó-
slóvakiu sigraði Rantanen
frá Finnlandi. Öðrum skák-
um lauk með jafntefli milli
Herandez-Keres, Nei-
Lengyel, Glipslis-Marcobic,
Taimanov-Lombardi og Esp-
ig-Spassky.
Hort kemur næstur á eftir
þeim Friðrik, Bronstein og
Spassky með 5,5 vinninga,
Glipslis og Marcovic hafa 5
vinninga, Taimanov og
Lombardi 4,5, Nei 4, Espig
og Rantanen 3,5, Lengyel,
Kyarner og Rytov 3 og Hern-
andez 2,5.
Óskað eftir lögskipun mjólkur
eftirlitsmanns í Borgarfirði
Uppvíst aö tveir inn-
leggjendur hjá Mjólk-
ursamlaginu í Borgar-
nesi hafa vatnsbland-
að mjólkina.
UPPVlST hefur orðið að vatni
hefur verið blandað í mjólk, sem
lögð hefur verið inn hjá Mjólkur-
samlagi Borgfirðinga I Borgar-
nesi. Liggur fyrir, að tveir inn-
leggjendur eiga hér hlut að máli
og þeir eru nú undir eftirliti.
Morgunblaðið fékk staðfest I gær,
að þessi verknaður hafi ekki ver-
ið kærður enn sem komið er.
Mjólkurbúið í Borgarnesi er í
umdæmi Mjólkursamsölu
Gunnar Thoroddsen:
Virkjun á Norðurlandi vestra
— ákveðin fyrir lok þessa árs
GUNNAR Thoroddsen, iðnað-
arráðherra, lýsti því yfir á al-
mennum fundi sjálfstæðisfé-
laganna á Sauðárkróki I fyrra-
kvöld, að fyrir lok þessa árs
yrði tekin endanleg ákvörðun
um það í hvaða virkjun yrði
ráðizt I Norðurlandskjördæmi
vestra. Kvað ráðherrann þar
lfklega um tvo kosti að ræða,
annars vegar virkjun Blöndu
og hins vegar virkjun jökuls-
ánna I Skagafirði. Blönduvirkj-
un yrði 150—160 mw og virkj-
uð f einum áfanga en jökuls-
árnar væri hægt að virkja í
áföngum og yrði fyrsti áfangi
þá 20—30 mw. Þessum yfirlýs-
ingum ráðherrans var mjög
fagnað á fundinum.
Reykjavfkur og þess vegna sneri
Morgunblaðið sér til Stefáns
Björnssonar, forstjóra Mjólkur-
samsölunnar, og spurði hann nán-
ar um þetta mál eftir að hafa gert
ítrekaðar tilraunir til að ná sam-
bandi við mjólkurbússtjórann f
Borgarnesi. Stefán kvaðst Iftið
vita um þetta mál og raunar vissi
mjólkurbúið f Borgarnesi sjálft
harla Iftið um málið, en tekið
hefði verið fyrir þennan verknað
þegar f stað.
Stefán gat þó upplýst, að tveir
bændur á mjólkursvæði Mjólkur-
samlags Borgfirðinga, sem auk
Borgarfjarðarins nær til Snæ-
fellsness hefðu gerzt sekir um að
blanda mjólkina vatni. Komst upp
um þessi svik við athugun á
mjólkinni frá þessum bæjum.
Stefán var að því spurður hvort
mál þetta yrði kært og taldi hann
það líklegt án þess að þora að
fullyrða um það. Stefán var því
spurður að því, í hvers hlut það
kæmi að kæra þetta mál en hann
kvaðst ekki viss um hvort það
væri I verkahring mjólkurbúsins
sjálfs eða Heilbrigðiseftirlits rík-
isins. Annars sagði Stefán, að
mjög erfitt væri að fást við öll
kærumál i sambandi við þetta mál
vegná þess að enginn vissi né gæti
sannað umfang þess. Hins vegar
lægi I hlutarins eðli, að Mjólkur-
samsalan hefði mikinn áhuga á að
hlutir sem þessir endurtækju sig
ekki.
Morgunblaðið sneri sér einnig
til Asgeirs Einarssonar, dýra-
læknis hjá Heilbrigðiseftirlitinu,
og spurði hvort þeir sem hér
ættu hlut að máli yrðu látn-
ir sæta ábyrgð fyrir svikin. Ás-
geir svaraði því til, að
jstrax og Heilbrigðisráðinu bær-
4st kæra yrði málið rannsakað
gaumgæfilega. Ásgeir upp-
lýsti einnig, að ákafiega erfitt
væri að verjast svikum af þessu
tagi, þar sem mjólkurtankar
hefðu verið teknir upp, þar eð
Framhald á bls. 47.
Týr í reynslu-
siglingu í gær
Þrátt fyrir verkfall í skipa-
smiðastöðinni í Arósum var í
gær unnt að reynslusigla Tý —
hinu nýja varðskipi Land-
helgisgæzlunnar. Voru fengnir
til þess verkfræðingar og lær-
lingar við stöðina, sem einnig
nutu aðstoðar fimm íslenzkra
varðskipsmanna, er munu taka
við skipinu.
Reynslusiglingin hófst kl. 7 í
gærmorgun, eftir því sem Axel
Pedersen, fréttaritari Mbl. i
Arósum, sagði í gær, en henni
átti að ljúka um 9 leytið í gær-
kvöldi. Ef ekkert óvænt kemur
upp á telur skipasmíðastöðin,
að hún geti afhent varðskipið
eftir um það bil tíu daga.