Morgunblaðið - 02.03.1975, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.03.1975, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1975 Hinn blóðugi dómari Dómarinn (Paul Newman) unir sér vid lestur lagabókarinnar eftir velheppnaóa hengingu. if if if THE Life and Times of Judge Roy Bean er byggð á sannsögulegu heimildarbroti um þessa persónu, þó frjálslega sé farið með heimildir, eins og segir í upphafi myndarinnar: „Þetta er k'annski ekki eins og það var, heldur eins og það heföi átt að vera“. Afsökun sem gefur leikstjóranum, John „gamla" Huston, eins frjálsar hendur og hugmyndaflugið leyfir. Myndin, sem siglir í kjölfar þessarar yfirlýsingar er meinfyndin á köflum og jafnvel bráðfyndin á stundum. Hún er að mestu byggð upp af stuttum atriðum, hápunktum í lífi Beans, og fara þá ýmsir þekktir leikarar með eins konar gesta- hlutverk í þessum atriðum. Minnisstæðastur er Stacy Keach, í hlutverki hvítingjans, Bad Bob, en hann er alræmdur stigamaður, svartklæddur frá toppi til táar til að leyna hvít- ingjanum, sem brýst þó út í ógurlegum hvitum hárlubba. Leikstjórinn Huston kemur þarna einnig fram í smáhlut- verki og skilur eftir sig minnis- stæðan björn, sem étur vindla og þambar bjór af mikilli inn- lifun. — 1 heildina er myndin um Bean dómara eins konar ágrip af sögu villta vestursins, mynd, sem sannar ágæti hans sem atvinnumanns og sýnir, að hann hefur hvergi staðnað á löngum ferli. Hann hefur að visu farið um langan veg og hlykkjóttan, siðan hann gerði sina fyrstu mynd, The Maltese Falcon árið 1941, þá frægu mynd með Humprey Bogart. En hánn hefur aldrei staðnað í einni tegund mynda og áhorf- endum. Má nefna jafn ólikar myndir og The Kremlin Letter, A Walk with Love and Death, Reflections in a Golden Eye og Fat City, sem sýnd var hér í haust. Og enn hefur fréttst af einni, sem sögð er vera i stíl við fyrstu myndir hans, The Mackintosh Man, með Paul Newman í aðalhlutverki. SSP. Vottur af glæsibrag?? John Huston við upptöku á myndinni „The Machintosh Man“. og jafnframt óður til hinna hreinræktuðu frumherja auðn- anna. Roy Bean er upphaflega sakamaður sem flýr undan lög- unum til Texas, en eftir að hafa sjálfur verið rændur af óálitleg- um hóp útlaga, konum og körl- um (sem minna einna helst á persónur í Fellini-mynd) tekur hann lögin í sínar hendur og strádrepur þessi bölvuð fúl- menni. Þar með tekur hann sér dómara nafnbót og aðspurður um það, hvort hann kynni nokkuð í lögum, svaraði hann: „Ég þekki lögin, ég hef brotið þau nógu oft til þess“. Sjálf- skipaður dómari á sjálfskipuðu umráðasvæði, aðalsmerki hins viljasterka frumbyggja. En sem tímar líða og menningin fláráð, flókin og full af svikum, heldur innreið sína í þessa frumstæðu byggð, sér Bean sig tilneyddan til að yfirgefa staðinn og leita á náðir fábrotnara lífs. Sagan um hetju villta vestursins, sem dagar uppi í siðmenningunni, er ekki nýtt viðfangsefni meðal kvikmyndahöfunda, t.d. tók Peckinpah þetta fyrir í The Ballad of Cable Houge. Hvort Huston tekst betur að lýsa þessu ástandi en öðrum tel ég ekki skipta máli, heldur hitt, að Huston, sem nú er að nálgast sjötugt, hefur gert enn eina THE LIFE AND TIMES OF JUDGE ROY BEAN if if Handrit: John Milius. Leik- stjóri: John Huston. Aðalhlut- verk: Paul Newman, Ava Gardner, Tab Hunter, Stacy Keach, Anthony Perkins. Ar- gerð 1973. Einkennileg kvikmynd frá John gamla Huston með til- burði í átt til eins hvers konar absúrdvestra. Tilfinningalaus leikstjórn Hustons, ofbeldisríkt en andlaust handrit Milius, og yfirleitt máttlaus, vélrænn leik- ur (t.d. hjá Newman. Undan- skilinn er Stacy Keach sem for- kostulegur albínóbófi) valda miklum vonbirgðum. — A.Þ. if if George Segal og Glenda Jackson eru bæði mjög góðir leikarar. Þau hafa bæði marg- sýnt það og Segal enn í þessari mynd. En frú Jackson passar illa inn i hlutverk hjákonunnar og hún veit það. Glenda Jack- son hefur ógnþrungið skap, sem hún hefur fengið að beita óspart i fyrri leikverkum, en hér brýst það hjáróma út undan fargi stirðrar gamanemi, sem mér virðist ekki vera þessari ágætu leikkonu eiginleg. Oscars-verðlaun á leikkonan fyllilega skilið — en tæplega fyrir þetta verk. Hins vegar býð ég spenntur eftir að sjá Sunday, Bloddy. Sunday, eftir John Schlesinger, þar sem bessi leikkona fer með aðalhlutverk. — A Touch of Class er ætlað að vera rómantísk gamanmynd, og gegnir þvi hlutverki sjálf- sagt fyrir ýmsa, en mér fannst myndin lítt fyndin og hand- verkið ekki bera neinn sérstak- an vott af glæsibrag. SSP A TOUCH OF CLASS ★ if Handrit: Melvin Frank og Jack Rose. Leikstjóri: Melvin Frank. Aðalhlutverk: George Segai, Glenda Jackson, Paul Sorvino, Hildegard Neil. Ar- gerð 1973. Höfundum þessarar myndar hættir til að ofkeyra brandara sína með endurtekningum, sbr. t.d. atriðið um ferðaundir- búning Segals; fyrst bætist eiginkonan við, þá börnin og loks tengdaforeldrarnir. Þetta var nokkuð fyndið í fyrsta skiptið, þ.e. þegar eiginkonan ætlaði að fara með, en þegar sama brandaraforsendan er notuð þrisvar finnur maður ýldulykt (sbr. einnig t.d. hótelherbergjavesenið og veð- jnálin á golfvellinum). Hins vegar heppnast margt með ágætum, og Frank, sem er þaul- reyndur höfundur grínhandrita úr gömlu Hollywood, lumar á notalegum húmor. En mest á þessi mynd að þakka samleik Jackson og Segal. Einvígi þeirra og ástarleikir eru túlkuð af slíkri leikni og fjöri (Segal), næmleika og yfirvegun (Jack- son), að maður hrifst með. Leiðinlega bjálfaleg atriði skemma þó heildarsvipinn eins og t.d. gráturinn yfir gamla Hollywoodrómansinum í sjón- varpinu, sem er þvinguð til- vísun til þeirrar kvikmynda- hefðar sem þessi mynd reynir i senn að stæla og gera góðlátlegt grín að. — A.Þ. Morðin í strætisvagninum Bróðurhefnd O Enn ein niggara-mynd fynr niggara. En þar eð þessar myndir leggja aðaláherslu á of- beldi og holdlegar fýsnir, verð- ur þessi jafnvel að teljast fátækleg. Auk þess er myndin öll frekar klúðursleg, en þegar það er haft í huga, að við fáum aðeins að sjá skárri endann á þessari framleiðslu, held ég, aó við megum prísa okkur sæla. SSP. HITMAN ir Framleiðandi: Gene Corman. Handrit: George Armitage. Leikstjórn: George Armitage. Aðalhlutverk: Bernie Casey, Pam Grier, Lisa Moore. Argerð 1973. Svartir súperfolar, bosma- miklar blökkustelpur, blóð í tugum lítra, krambúleringar, kúlnahríð, og soul-músik úr plasti. Hrært í og úr ofninum kemur dæmigerð svarta- markaðsmynd. Þessum mynd- um sem einkum er ætlað að kitla hégómagirnd bandarískra blökkumanna er dælt út úr Hollywood með leifturhraða, — Shaft, Slaughter, Black Gunn, Superfly, Coffy o.s. frv. o.s. frv. Þessi mynd er heldur undir meðallagi, þótt gaman megi hafa af þessu sulli á stöku stað. Leikur er almennt úr hófi neyðarlegur, húmorinn fyrir beljur. Ummæli einnar af ást- meyjum súperfolans þegar hann er kallaður úr uppáferð til að fara i slagsmál lýsir myndinni vel: „Hvað á ég eigin- lega að gera? Liggja hér nieð puttanum mínum?“ — A.Þ. if Líkt og Hættustörf Lögregl- unnar (The New Centurions) fjallar þessi mynd um tvo lög- regluþjóna og starf þeirra í stórborg þó minna um einka- málin og öllu meira um eitt ákveðið verkefni. Geggjaður fjöldamorðingi myrðir alla far- þega og bílstjórann í strætis- vagni nokkrum og labbar burt. Engin vitni, engin sjáanlegur tilgangur. Lögreglan stendur uppi höggdofa, ráðalaus. Upp- haf myndarinnar, morðin og rannsóknin á vagninum, er nokkuð langt og óhuggulegt, en þegar lögreglumennirnir hefja eftirgrennslan sína út um bæ- inn, opnast myn.din eins og póstkort af undirheimum stór- borgar. Leikstjórinn Rosenberg gerir sér mikinn mat úr ýmsum smáatriðum, eins og götusöngv- urum, næturklúbbum, homma- búlum og öllu sem fyrir augun ber og gerir þetta myndina mjög líflega, án þess þó að framfleyta efni hennar á nokk- urn hátt. Fyrri hluti myndar- innar er þess vegna eins og auglýsingamynd fyrir ferða- skrifstofu og seinni hlutinn, þar sem netið fer að þrengjast um morðingjann er heldur ósennilegur og undarlega spennulítill. Walter Matthau virðist líða hálfilla í þessu alvarlegu hlutverki (The Laughing Policeman er hvergi sjáanlegur, enda var nafni myndarinnar breytt í Bret- landi, þar sem hún hét An Investigation of Murder) og Bruce Dern, sem lék aðalhlut- verkið í Silént Running, hefur hvorki líkamlega né andlega til- burði til að leika lögregluþjón. Báðir eru ágætir leikarar, en hér er þvi miður vitlaust valið í hlutverk. Leikstjórinn Stuart Rosenberg byrjaði feril sinn í sjónvarpi, en fyrsta kvikmynd hans, sem vakti athygli, var Cool Hand Luke, með Paul Newman. Hann hefur einnig gert tvær myndir aðrar með Newman, WUSA og Pocket Money, en sú síðast nefnda er talin allgóð. Er hún gerð ’72, og verður vonandi sýnd hér fljót- lega, en Morðið í strætisvagnin- um er gerð ’73 og hefði sýning hennar að skaólausu mátt bíða aðeins lengur. SSP. THE LAUGHING POLICEMAN if if if Handrit: Thomas Rickman, byggt á skáldsögu Per Wahloo og Maj Sjövall. Framleiðandi og leikstjóri: Stuart Rosenberg. Aðalhlutverk: Walter Matthau, Bruce Dern, Lou Gossett, Al- bert Paulsen, Anthony Zerbe. Árgerð 1973. „Þetta er rotinn bissniss,” segir Walter Matthau, leyni- lögreglumaður, og er ekki hlát- ur í hug. Þessum rotna bissniss lýsir þessi mynd, — ein af mörgum um hættustörf lögregl- unnar um þessar mundir, en jafnframt ein af þeim betri. Starf lögreglumannsins er notað sem leiðarvísir um gróteskan dýragarð stórborgar- lífsins, þar sem friðsamlegt líf- erni hversdagsborgarans á sífellt á hættu að breytast í blóðuga martröð með heilaslett- ur úti um allar trissur. Þessu návígi lýsir myndin nokkuð vel, einkum er upphafsatriðið, fjöldamorðin í strætisvagnin- um, magnað með nákvæmu samspili myndar og tónlistar. Og viða laðar kuldaleg, oft nán- ast klínísk myndataka, fram öngþveiti og örvæntingu þessa mannlífs. Einstaka atriði er að vísu ofaukið, en í myndinni er hraði og spenna, atvik rekur atvik, myndauðug smáatriði hlaðast upp. Leikur er yfirleitt prýðilegur. Matthau, semsífellt verður líkari uppþornaðri kartöflu með hárkollu, er þó einum of stjarfur, en Bruce Dern fer á kostum í dæmigerðu tuddamennishlutverki. Mistæk- ur leikstjóri, Stuart Rosenberg, en hefur án efa ekki gert betri mynd síðan Cool Hand Luke. — A.Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.