Morgunblaðið - 02.03.1975, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.03.1975, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1975 37 Borgarnes þriðjudaginn 4. marz kl. 21 verður haldinn fundur á skrifstofu sjálfstæðisflokksins að Brákarbraut 1. Fundarefni. 1. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins i hreppsnefnd, munu skýra frá gangi hreppsmála, og svar fyrirspurnum. 2 Orkumál. Frummælandi Ásgeir Pétursson. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Sjálfstæðisfélag Mýrarsýslu. Starfshópur SUS Kjördæmamálið Stjórn SUS hefur ákveðið að gera úttekt á kjördæmaskipun á (slandi og leiðir til breytinga á henni. Umræðustjóri verður Árni Ólafur Lárusson. Hópnum er ætlað að gera úttekt á hinum ýmsu kjördæmaskipunum og gera tillögur um hvað henti okkur íslendingum bezt. Fyrsti fundur hópsins verður að Galtafelli við Laufásveg kl. 1 7.30 mánudaginn 1 0. marz. Akureyri — Eyjafjörður Hvað er framundan i efnahags- málum? Ólafur Björnsson, prófessor flytur erindi og svarar fyrirspurnum um ástand efnahagsmála. Fundurinn verður í Sjálfstæðishús- inu, litla sal, n.k. sunnudag kl. 4 síðdegis. Sjálfstæðisfélögin Akureyri, Kjördæmisráð sjálfstæðisfélaganna Norðurlandi-eystra. Reykjaneskjördæmi SjálfstæðisfélagVatnsleysustrandahreppsheldur bingó i Glað- heimum, Vogum sunnudaginn 2. marz kl. 20:30. Spilaðar 1 2 umferðir. Mjög góðir vinningar i boði. Skemmtinefndin. Sjálfstæðisfélag Garða- og Bessastaðahrepps heldur framhaldsaðalfund SÍnn miðvikudaginn 4. marz kl. 8.30 að Garðaholti. Fundarefni: Fulltrúaráð kýs skipulagsnefnd. Afgreiðsla reikninga félagsins. Jónas Haralz ræðir um efnahagsmál og svarar fyrirspurnum. Stjórnin. Starfshópar S.U.S. Er menntakerfið á villigötum? Stjórn S.U.S. hefur ákveðið að fela starfshópi, sem starfar á vegum samtakanna að gera úttekt á menntakerfinu. Hópnum er ætlað að gera tillögur, sem ungir sjálfstæðismenn geta byggt menntamálastefnu sina á. Ætlunin er að taka fyrir sem flesta þætti menntunar. Menntaskólanemar, iðnnemar og há- skólanemar eru sérstaklega hvattir til þess að nota sér hópinn sem vettvang fyrir baráttumál sin á þessu sviði. Stjórn- andi hópsins verður Jón Magnússon kennari. Fyrsti fundur hópsins verður mánudaginn 3. marz i Galtafelli v/Lauf- ásveg 46 og hefst kl. 1 7.30. t/erkalýðsskóli Sjálfstæðisflokksins 20.—23. marz n.k. Áriðandi er, að þeir sem hug hafa á þátttöku i Verkalýðsskóla Sjálfstæðisflokksins, sem hefst fimmtudaginn 20. marz og stendur til sunnudagsins 23. marz tilkynni þátttöku strax i sima 17100 eða 18192. Er það nauðsynlegt vegna alls undirbúnings. Eins og þegar hefur verið auglýst er það megintilgangur skólans að veita þátttakendum fræðslu um verkalýðshreyfing- una, uppbyggingu hennar, störf og stefnu, og ennfremur að þjálfa nemendur i að koma fyrir sig orði, taka þátt í almennum umræðum og ná valdi á góðum vinnubrögðum í félagsstarfi. Skólinn verður heilsdagsskóli meðan hann stendur yfir. Skól- inn er opinn öllu Sjálfstæðisfólki á öllum aldri hvort sem það er flokksbundið eða ekki. Tilkynnið þátttöku strax. Starfshópur S.U.S. Samdráttur ríkisbáknsins og lækkun ríkisútgjalda Starfshópurinn mun leitast við að svara eftirfarandi: 1. Er æskilegt að leggja niður einhver ríkisfyrirtæki eða fela þau einstakling eða samtökum þeirra. 2. Er unnt að lækka upphæð fjárlega án þess að það leiði til samdráttar eða að það bitni á þeim sem sist skyldi. Þorvaldur Mawby mun stýra umræðu i hópum. Álit hópsins verður lagt fyrir stjórn SUS sem liður i stefnumörkun ungra sjálfstæðismanna fyrir landsfund flokksins i maí byrjun. Fyrsti fundur hópsins verður i Galtafelli v/Laufásveg mánudaginn 3. marz n.k. Áhugamenn um þetta mál eru vinsam- legast beðnir að skrá sig i sima 17100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.