Morgunblaðið - 02.03.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.03.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1975 23 Smrkovsky segir, að á fundinum f Cierna f lok júlfmánaðar hafi Pjotr Shelest gengið harðast fram f árásum sfnum á tékknesku leiðtogana. Myndir þessar eru af forystumönnum samninganefnda Tékka og Sovétmanna, annarsvegar borðsins eru þeir Leonid Brezhnev, leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins, Alexei Kosygin, forsætisráðherra Sov- étrfkjanna, Mihail Suslov, helzti hugmyndafræðingur sovézka komm- únistaflokksins og Pjotr Shelest, leiðtogi kommúnistaflokksins f Ukra- inu. Hinsvegar borðsins eru, talið frá vinstri, Josef Smrkovsky, forseti tékkneska þjóðþingsins, Ludvig Svoboda, forseti Tékkóslóvakíu, Alex- ander Dubcek, leiðtogi tékkneska kommúnistaflokksins, og Oldrich Cernik, forsætisráðherra. herra, berið mesta ábyrgð á þessu blóðbaði." Áður en sendiherrann gat svarað stökk rússneskur her- maður á Smrkovsky, þreif af hon- um símtólið og braut það í mola. Rétt á eftir ætlaði Dubcek að hringja til Cerniks, sem var þá staddur annars staðar í bygging- unni, en þá brá skjótt við annar rússneskur hermaður og sleit simalínuna. „Ég sé Dubcek ennþá fyrir mér þar sem hann stóð orð- laus með símtólið i hendinni og slitna línuna lafandi niður úr því,“ er haft eftir Smrkovsky. Um áttaleytið um morguninn var innrásarliðið búið að ná í sín- ar hendur öllum mikilvægustu stöðum og þá kom til skrifstofu Dubceks rússneskur ofursti og til- kynnti viðstöddum, að innan tveggja klukkustunda yrðu þeir leiddir fyrir byltingardómstól undir forsæti félaga Indra (Alois Indra var einn af fáum tékknesk- um leiðtogum, sem var frá upp- hafi reiðubúinn til samvinnu við innrásarliðið). Smrkovsky segist hafa rokið upp og hrópað: „Hvaða byltingardóm- stól? Og hvaða félagi Indra á að vera þar i forsæti?“ En þá hafi Dubcek togað í jakkaermi Smrkovskys og sagt honum að láta ekki svona: „Þetta þýðir ekk- Þeir Brezhnev, Kosygin og Pod- gorny tóku á móti þeim og Brezhnev hafði orðið, sagði að hræðilegir atburðir hefðu gerzt í Tékkóslóvakiu „en við komum ykkur til hjálpar". Siðan sagði hann frá því, að verkföll væru í Tékkóslóvakíu og þjóðin hefði veitt innrásaraðilunum viðnám, engin ný stjórn hefði verið sett á laggirnar og Svoboda væri i kommúniskri stefnu i samræmi við samvizku sina og sannfæringu — og vilja þjóðarinnar. Þetta svar segir hann hafa hitað sovézku leiðtogunum i hamsi, sérstaklega Kosygin. Kom þarna til harðrar orðasennu en loks urðu menn ásáttir um, að þeir yrðu ekki ásáttir um neitt þann daginn — og Smrkovsky iýsti þvi yfir, að sagan ætti eftir að fella um það úrskurð hvor hefði rétt fyrir sér og hverjum hefði orðið á meiri háttar mistök. Að svo búnu voru Tékkarnir fluttir í einn af bústöðum stjórn- arinnar og fengu nú loks að fara í bað og skipta um föt, en til þess hafði þeim ekki gefizt tækifæri í fimm daga, farangur höfðu þeir auðvitað engan og fyrst voru þeim færð hrein nærför að fara í. „Við vorum ógeðslega óhreinir og það var heldur ónotaleg til- finning,“ segir Smrkovsky. Kriegel neitaði að skrifa undir Við komuna hafði þeim verið Kriegel, en hann var hvað opin- skáastur tékknesku leiðtoganna og Rússum sár þyrnir í augum. Þremur vikum fyrir innrásina hafði Brezhnev talað um hann sem ógeðslegan galisiujúða. Hann hafði verið fluttur i lögreglustöð í Kreml en ekki í stjórnarbygging- una eins og hinir. Kriegel harð- neitaði að skrifa undir samnings- drögin, sem Smrkovsky var send- ur með til hans á stöðina. Þegar hann bar fundinum afstöðu Krie- gels var lagt til, að hann yrði kallaður á fundinn og það var samþykkt. En allt kom fyrir ekki. Kriegel neitaði að skrifa undir. Siðasta fundinn með Sovétleið- togunum voru bæði Kriegel og Ðubcek viðstaddir. Dubcek hafði verið fluttur sérstaklega til Moskvu og hermdu fregnir, að hann hefði fengið miklu verri út- reið en félagar hans. Eftir kom- una til Moskvu lá hann fyrir, undir eftirliti lækna, í næsta herbergi við fundarsalinn i Kreml, hann hafði fengið fyrir hjartað og leið mjög illa. Talið var, að ör, sem hann bar á enni eftir komuna frá Moskvu, væri afleiðing illrar meðferðar í för- inni, en Smrkovsky upplýsir, að hann hafi meiðzt á enni, þegar leið yfir hann á baðherbergi i Moskvu, hann datt niður og rak þá ennið í vaskbrún. 1 lokaviðræðunum gekk hvorki né rak fyrr en Svoboda forseti l'agði til, að hvert atriði samnings- draganna yrði tekið fyrir i senn. Loks urðu allir að taka endanlega ákvöróun um það hvort þeir ætl- uðu að skrifa undir eða ekki. Smrkovsky segist illa geta sagt til um það hver streyttist lengst gegn því að skrifa undir. Allir voru þeirþví andvígirí raunogveru en Frantisek Kriegel, eini tékkneski forystumaðurinn, sem ekki skrif- aði undir nauðungarsamninginn I Moskvu. óttuðust blóðbað ef þeir neituðu. Hann segist hafa gert sér fulla grein fyrir því hversu afdrifarik þessi undirskrift gæti orðið. „Eg var alls ekki viss um hvort ég væri að gera rétt eða rangt.“ Þessar undirskriftir voru fyrstu tilslakanirnar af mörgum, — og kom fyrir ekki — Lyktir urðu þær að innan árs voru allir umbótamennirnir horfnir úr valdastöðum og vorið i Prag hafói snúizt í vetur. Þegar fundahöldunum lauk voru enn 2—3 klst. til brottfarar. Þeim félögunum tékknesku var þá tjáð, að i næsta sal biðu þeirra flokksleiðtogar nágrannaland- anna, félagarnir Ulbricht frá Austur-Þýzkalandi, Gomulka frá Póllandi, Kadar frá Ungverja- landi og Zhivkov frá Búlgariu. Þeir væntu þess að fá að lyfta glasi með sínum tékknesku vinum í tilefni þess, sem gerzt hafði. Smrkovsky kveðs hafa óskað eftir því að þeim yrði sagt, að þeir vildu hvorki heyra þá né sjá. Rétt áður en þeir áttu að fara aftur heim kom upp, að Kriegel ætti ekki að fara með þeim. Smrkovsky harðneitaði að fara án hans og var loks látið undan. Þeg- ar þeir komu á flugvöllinn, var þeim sagt, að Kriegel væri kom- inn upp í flugvélina. Smrkovsky sendi einn af starfsmönnum tékk- neska sendiráðsins sem var meö þeim til aó sannprófa það og reyndist það satt vera, Kriegel var kominn um borð. „Og þannig lauk þessu öllu — og við héldum heim,“ segir Josef Smrkovsky. Kosygin og Smrkovsky ræðast við I Kremi. ert Josef, vertu rólegur,“ hafði hann sagt. Um tvöleytið siðdegis kom svo einn af tékknesku sjálfboðaliðun- um og sagði þeim Smrkovsky og Dubcek að fylgja sér. Smrkovsky segir, að tilfinningar þeirra hafi verið býsna blandnar þá stund- ina, þeir veltu því fyrir sér, hvort þeir yrðu leiddir fyrir byltingar- dómstól eða sendir ofan í kjall- ara: „Við höfum nú nokkra reynslu af kjöllurum eða hvað?“ segir hann. En þess í stað var farið með þá út á flugvöll og þeir fyrst reknir inn í flutningaflug- vél, sem hafði flutt skriðdreka til Prag. Þar sátu þeir í hálftíma en voru svo fluttir út í aðra flugvél. Eftir stutta stund var Dubcek skipað út úr henni aftur og hann leiddur burt. Sáust þeir Smrkovsky ekki aftur fyrr en nokkrum dögum sfðar í Moskvu. Smrkovsky segir að þeir, sem eftir voru í flugvélinni hafi fyrst verið fluttir til Póllands. Þeir lentu þar í myrkri en hann gat áttað sig af skiltum á þvi, hvar þeir voru staddir. Þeir voru leidd- ir inn á lögreglustöð, hver í umsjá a.m.k. eins hermanns og sá sem fylgdi Smrkovsky lagði honum lífsreglurnar á leiðinni, sagði hon- um að taka þessu með ró. „Þú verður að taka hlutina eins og þeir eru, þetta er vilji örlaganna. Við þessu er alltaf að búast i stjórnmálum.“ Þegar Sovétstjórnin sá, að ekki yrði hlaupið að því að koma í skyndi á leppstjórn i Tékkósló- vakiu, v.ar öllum helztu leiðtogum tékknesku stjórnarinnar og Svo- boda, forseta landsins, safnað saman í Moskvu. Moskvu. Hann sagði að þeir yróu allir fluttir til viðræðna i Kreml en síðan heim aftur. Smrkovsky segist þá hafa spurt, hvort þeir væru þá enn fulltrúar tékkósló- vakiska lýðveldisins og fengið það svar, að þeir yrðu að fara aftur heim og fylgja stefnu kommún- ismans. Hann kveðst hafa svarað, að vitaskuld mundi hann fylgja gefið til kynna, að þeir yrðu að skrifa undir einhvers konar samningsuppkast. Sovézku leið- togarnir lögðu það fram á fyrsta fundinum í Kreml, en Tékkarnir sögðu það samstundir gersamlega óaðgengilegt. Þeir gerðu síðan sjálfir drög að samkomulagi, sem aðalritari Æðsta ráðsins, Boris Ponomaryev, hafnaði fyrir hönd Rússa og sagði síðan: „Þið skrifið undir... Ef ekki núna, þá eftir viku... Ef ekki eftir viku, þá eftir hálfan mánuð. Ef ekki hálfan mánuð þá mánuð...“ Sá, sem harðast stóð gegn samn- ingsdrögum Rússa var Frantisek Mynd þessa tók blaðamaður Morgunblaðsins morguninn 21. ágúst f Prag þegar hersveitir Varsjárbanda- lagsins höfðu gert innrás f Tékkóslóvakfu. Myndin var tekin skammt frá útvarpsbyggingunni, þar sem Tékkóslóvakar höfðu reynt aö hamla gegn ferðum sovézkra skriðdreka með þvf að leggja brennandi hifreiðum þversum ástrætin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.