Morgunblaðið - 02.03.1975, Page 24

Morgunblaðið - 02.03.1975, Page 24
24 Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 35,00 kr eintakið Iþví karpi, sem fram fer um efnahagsmál hér á landi, vill það æði oft gleymast, hvaða atriði það eru, sem í raun réttri skipta sköpum um afkomu þjóðarinnar. Við borð ligg- ur, að því sé stundum hald- ið fram í fullri alvöru, aö stjórnvöld ákveði lífskjör fólksins með einu penna- striki við útgáfu reglu- gerða og setningu laga. Þó að árangur efnahagsstarf- seminnar sé vitaskuld að verulegu leyti kominn und- ir ríkjandi stefnu í efna- hagsmálum hverju sinni, er hitt þó alveg ljóst, að hinn raunverulegi grund- völlur að bættum lífskjör- um er aukin verðmæta- sköpun. Á síðasta ári minnkaði þjóöarframleióslan um 3 til 3V2% að raunverulegu verðgildi miðað við árið 1973. í byrjun þessa árs hafði kaupmáttur útflutn- ingstekna lækkað um nær- fellt 30% frá því, sem hann var fyrir ári. Enginn þarf því að fara í grafgötur um, að þjóðin hefur orðió fyrir miklum efnahagslegum áföllum, sem óhjákvæmi- lega hafa haft áhrif á af- komu fólksins i landinu. Samfara versnandi við- skiptakjörum hefur allur kostnaður innanlands vax- ið stórlega og valdið at- vinnufyrirtækjunum mikl- um erfiðleikum. Megin ár- angur þeirrar efnahags- stefnu, sem rekinn hefur verið, er hins vegar sá, að tekist hefur að halda at- vinnustarfseminni í fullum gangi. Efnahagsaðgerðirn- ar sl. haust og aftur nú haía miðað aó því fyrst og fremst aó treysta rekstrar- grundvöll atvinnuveganna, sérstaklega þó sjávarút- vegsins. Þrátt fyrir þessar að- gerðir stendur rekstur at- vinnufyrirtækjanna í járn- um. Því er stöku sinnum haldið fram, að hagnaður fyrirtækja sé af hinu illa. Flestum ætti þó að vera ljóst, aó góð afkoma fyrir- tækja er forsenda þess að þau geti greitt góð laun. Með því að treysta stöðu atvinnufyrirtækjanna er um leið veriö að renna traustari stoðum undir af- komu heimilanna. Þetta er einföld staðreynd, sem ein- staka stjórnmálamenn virðast þó eiga erfitt með að skilja, jafnvel þó að þeir hafi það verk með höndum aö fræða háskólastúdenta um lögmál efnahagslífsins. Vitaskuld er öllum stjórn- málamönnum þessi stað- reynd kunn, en eigi aö síð- ur hafa margir þeirra blygðast sín fyrir að viður- kenna hana fyrir kjósend- um sínum. 1 Bretlandi hefur nú orð- ið mjög athyglisverð breyt- ing á í þessum efnum. Bret- ar hafa sem kunnugt er átt við vaxandi atvinnuleysi að etja, en okkur hefur hins vegar tekist að bægja því frá. En þessi alvarlega þró- un virðist hafa vakið til umhugsunar ýmsa stjórn- málamenn i Bretlandi, sem fram til þessa hafa verið smeykir við að viðurkenna að aðgerðir stjórnvalda til að bæta afkomu og auka hagnað fyrirtækja væru í raun réttri i þágu launþeg- anna. Breska blaðið The Observer greinir þannig frá því í síðustu viku, að hópur þingmanna Verka- mannaflokksins þar í landi og forystumanna verka- lýðsfélaga, þar sem at- vinnuleysi er hvað mest, hafi nú brýnt það fyrir Denis Healy fjármálaráð- herra Breta að nauðsyn- legt sé að lækka skatta fyr- irtækja og gera ráðstafanir til þess að iðnaóurinn skili meiri hagnaöi. Þetta er mjög athyglis- veró frásögn, sem sýnir, að forystumenn breska Verkamannaflokksins gera sér grein fyrir eðli þeirra vandamála, sem við er að etja, og þeir virðast nú þora að segja kjósendum það umbúðalaust. Þá hefur hópur þingmanna breska Verkamannaflokksins greint fjármálaráðherran- um frá þeirri skoðun sinni, að lögbundið eftirlit með launum sé betra en stór- kostlegt atvinnuleysi, sem óhjákvæmilega yrði, ef nú- verandi stefna við að halda verðbólgunni í skefjum brygðist. Samkvæmt frá- sögn The Observer hafa ýmsir forystumenn laun- þegasamtakanna lagt áherslu á, að sérstakar ráð- stafanir verði gerðar til að auka áhuga manna á að fjárfesta í iðnaði. Þetta eru mjög svo at- hyglisverð viðhorf, sem sjaldgæft er að komi fram hjá forystumönnum verka- lýðsfélaga. Að vísu eru þessar tillögur settar fram undir fargi atvinnuleysis- ins. En þær eru þó viður- kenning á því, sem i raun og veru liggur að baki bættri afkomu og góðum lífskjörum. Vonandi þurf- um viö ekki heiftarlegt at- vinnuleysi til þess að stjórnmálamenn hér þori að játa þessum staðreynd- um og breyta eftir því í vérki. * Menn verða með öðrum orðum að átta sig á því, að það er jákvætt að stuðla að góöum afrakstri atvinnu- fyrirtækjanna. Aukin verð- mætasköpun er komin und- ir traustum atvinnu- rekstri, og það er síðan verðmæti framleiðslunnar, sem er grundvöllur þeirra lífskjara, er viö búum við á hverjum tíma. AÐ BÆTA AFKOMU FYRIRTÆKJANNA ( Reykjavíkurbréf 'Laugardagur 1. marz< Kristján Sveinsson heiðursborgari Reykjavíkur Sú ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur að gera Kristján Sveinsson augnlækni að heiðurs- borgara höfuðstaðarins, var vissu- lega ánægjuleg. Áður hefur að- eins einn maður hlotið þessa við- urkeningu, séra Bjarni Jónsson. Séra Bjarní setti svip á bæinn. Hann var starfs síns vegna meira í sviðsljósinu en Kristján Sveins- son, en samt sem áður verður enginn betri fulltrúi þeirra borg- arbúa, sem dag hvern ganga kyrr- látir til síns verks, en einmitt Kristján Sveinsson, eins og Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri vék að í ávarpi sínu, er hann afhenti hinum nýja heiðursborg- ara viðurkenninguna. í hógværð sinni lét Kristján Sveinsson þess getið, að hann hefði ekki annað gert en það, sem hans skylda og starfsbræðra hans væri, að lina þjáningar og reyna að lækna mein. Víst er það rétt, að öll höfum við skyldur við land okkar og þjóð, en gallinn er sá, að okkur tekst misjafnlega að sinna þeim, og í óðaverðbólgu og gull- æði fer tíðum meira fyrir þeim, sem áfram göslast, en hinum, sem hljóðir ganga til verks. Einmitt á slíkum tímum fer vel á því, að minnt sé á fornar dyggðir, sam- vizkusemi, vinnusemi og velvilja. Tönnes Andenæs látinn Sú hryggilega frétt, að norski þingmaðurinn Tönnes Andenæs hafi látizt af slysförum í heima- landi sínu, skömmu eftir að hann hvarf héðan af fundi Norður- landaráðs, hefur snortið fjöl- marga viní hans hér á landi, engu síður en aðdáendur í Noregi. Tönnes Andenæs kom fyrst hing-‘ að til lands ungur að árum. Glað- værð hans, lífsþróttur og vilvilji laðaði menn að honum. Hann tók ástfóstri við ísland, og íslenzk málefni voru ætíð ofarlega í huga hans. „Ahugi hans á íslandi og íslenzkum málefnum var með ein- dæmum og hugkvæmni hans og dugnaður að láta gott af sér leiða, kom okkur oftsinnis að ómetan- legu gagni,“ eins og Geir Hall- grímsson kemst að orði hér í blað- inu. Tönnes Andenæs var mikill vin- ur núverandi forsætisráðherra, en hann var líka náinn vinur Bjarna Benediktssonar, og höfðu þeir margt um að ræða, er þeir hittust. Tönnes hafði því tækifæri til að kynnast frá fyrstu hendi íslenzkum málefnum af vörum æðstu ráðamanna þjóðarinnar, og hann gat bæði lagt á ráð og fylgt fram íslenzkum sjónarmiðum í sínu heimalandi. Það gerði hann líka óspart. Sagan endurtekur sig Eins og þeir menn minnast, sem komnir voru á fullorðinsár fyrir hálfum öðrum áratug, urðu hér tvær gengisbreytingar, 1960 og aftur 1961. Þegar fyrri gengis- breytingin var gerð, var verið að viðurkenna gífurlegt verðfall ís- lenzku krónunnar, og jafnframt var þá afnumið uppbóta- og hafta- kerfi, sem tildrast hafði upp á undangengnum árum. En fyrst og fremst miðaði gengisbreytingin og aðrar ráðstafanir í efnahags- málum að því, að rétta við fjárhag þjóðarinnar eftir 2'A árs stjórnar- feril vinstri stjórnar, sem endaði með því, aö þáverandi forsætis- ráðherra lýsti því yfir í eftir- minnilegri ræðu á Alþingi, að ekki væri samstaða innan ríkis- stjórnarinnar um nein úrræði í efnahagsmálum og óðaverðbólga væri framundan. Þess vegna bæð- ist hann lausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt. Til bráðabirgða var þá mynduð minnihlutastjórn, sem hafði það verkefni að halda i horf- inu, meðan unnið væri að undir- búningi gagngerra aðgerða í efna- hagsmálum. Viðreisnarstjórnin var síðan mynduð og tók til óspilltra málanna. Úrræði henn- ar, viðreisnin svonefnda, nægði þó ekki að fullu, m.a. vegna þess, að pólitískt samsæri var gert til þess að knýja fram óraunhæfa kjarasamnínga, áður en ávaxta efnahagsaðgerðanna var farið að gæta i nægilega ríkum mæli. Þess vegna varð að grípa til gengisfell- ingar öðru sinni. Bréfritara er það kunnugt, að það var þungbær ákvörðun þáver- andi ráðamönnum, ekki sízt Ölafi, Thors forsætisráðherra, að þurfa að gripa til gengisbreytingarinnar síðari, en honum og öðrum var ljóst, að hjá þvi yrði ekki komizt, ef sá árangur ætti að nást, sem að var stefnt, og þess vegna varð að axla byrðarnar þótt þungbærar væru. En árangurinn kom líka skjótt í ljós. Á næstu árum var hér almenn velmegun, stöðugar framfarir og sæmilegt jafnvægi í efnahagsmálum, þar til síldaræv- intýrið komst í algleyming og í kjölfarið algjör aflabrestur og gíf- urlegt verðfall útflutningsafurða. 1967 féll gengi krónunnar í kjölfar gengisfalls sterlings- pundsins. Gengisfellingin hér var þó nokkru meiri en lækkun á pundinu. Þá var verðfallsins er- lendis tekið að gæta, en þó von- uðu menn, að aftur mundi úr ræt- ast, og því var reynt að hafa skerðingu krónunnar sem minnsta. En síðan keyrði um þverbak, þannig að segja má, að um verðhrun hafi verið að ræða, enda komst t.d. fiskblokkiri á Bandaríkjamarkaði niður undir 20 cent, en er nú eins og kunnugt er, 58 cent og hefur að þessu sinni fallið úr 81 centi. Aftur varð því að fella gengið 1968, sem auðvitað var erfið aðgerð, en bar þó tilætl- aðan árangur. Aðgerðir ríkis- stjórnarinnar Þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn tóku í sumar að ræða alvarlega um stjórnarmyndun, gætti sem eðli- legt var talsverðrar tortryggni. Þessir flokkar höfðu um 18 ára skeið staðið öndverðir í islenzkum stjórnmálum og oft deilt hart. Stjórnarsamvinna eftir nær tveggja áratuga baráttu fannst sumum framan af fjarstæðu- kennd, en brátt fundu forustu- menn beggja flokkanna, að þeir gátu treyst samstarfsflokknum væntanlega og þá gekk fljótt að ljúka stjórnarmynduninni og haf- izt var handa um lausn vandamál- anna. Á s.l, hausti gerðu menn sér vonir um, að verðlag útflutnings- afurða væri komið eins langt nið- ur og verða mundi, þannig að fremur væri ástæða til að ætla að verðlag hækkaði. Því miður hefur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.