Morgunblaðið - 02.03.1975, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1975
25
Fundur í borgarstjórn Reykjavíkur.
Biðskýlisaðstaða á Hlemm-
torgi leyst til bráðabirgða
Bœjarútgerðin:
86% af afla togaranna
fer í fyrsta gæðaflokk
Á FUNDI borgarstjórnar
sl. fimmtudag var til um-
ræðu tillaga frá Þorbirni
Broddasyni um biðskýli á
Hlemmtorgi. Eftirfarandi
tillaga frá borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokksins var
samþykkt: „Borgarstjórn
telur nauösynlegt að bæta
biðskýlisaðstöðu á Hlemm-
torgi og felur stjórn S.V.R.
að gera tillögur um á hvern
hátt það verði bezt gert,
svo og að gera kostnaðar-
áætlun um framkvæmdir.
Jafnframt felur borgar-
stjórn stjórn S.V.R. að
kanna hvort ekki er mögu-
legt að bjóða út til einstak-
linga eða fyrirtækja rétt-
inn til að byggja þjónustu-
miðstöð þá á Hlemmtorgi,
sem nú er fullhönnuð,
enda fylgi þeim rétti
kvaóir, sem tryggi aðstöðu
S.V.R. og farþega fyrir-
tækisins í þjónustumið-
stöðinni.“
Þorbjörn Broddason sagði að
menn gerðu sér almennt grein
fyrir því í hvert óefni stefndi í
umferðarmálum, ef ekki yrði
breytt um stefnu í þeim efnum.
Tillagan gerði ráð fyrir, að þeg-
ar yrði hafist handa um
framkvæmdir, er miðuðu að lítils-
háttar umbótum á þessu sviði.
Þorbjörn Broddason sagðist gera
ráð fyrir, að aðrir borgarfulltrúar
hefðu ugglaust flutt slíka tillögu
fyrr, ef þeir þyrftu að ferðast
reglulega með strætisvögnunum
og hafa viðkomu á Hlemmtorgi.
Albert Guðmundsson sagði, að
þjónusta strætisvagnanna væri
allgóð og ferðir tíðar. Hann
sagðist hins vegar taka fullkom-
lega undir, að á Hlemmtorgi væri
óviðunandi aðstaða. Hitt væri
annað mál, að hugmyndin um
varanlega þjónustumiðstöð á
Hlemmtorgi væri fullhönnuð. Á
sínum tíma hefði verið áætlað að
hún myndi kosta 50 til 60 millj.
kr., en verslanir hefðu í rikum
Á FUNDI borgarstjórnar sl.
fimmtudag gerði Ragnar Júlíus-
son grein fyrir því, að plastkassar
væru nú komnir um borð í skut-
togara Bæjarútgerðarinnar. Þá
gerði borgatfulltrúinn grein fyrir
þvi, hversu mikill hluti afla
Bæjarútgerðartogaranna færi í
fyrsta gæðaflokk.
Ragnar Júlíusson sagði, að stað-
hæft hefði verið, að aðeins 60% af
afla togaranna færi i fyrsta gæða-
flokk. í þessu sambandi vildi
hann upplýsa borgarfulltrúa um
mæli sótt um aðstöðu þar. Óeðli-
legt væri að fara út í framkvæmd-
ir af því tagi eins og nú væri
ástatt. Á hinn bóginn væri ljóst,
að gera þyrfti sérstakar ráðstaf-
anir til þess að leysa þennan
vanda til bráðabirgða. Ekki væri
óeðlilegt að leysa þetta mál á svip-
aðan hátt og gert hefði verið á
Lækjartorgi. Þegar í stað yrði að
gera úrbætur á Hlemmtorgi og
væri það tillaga borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins, að borgar-
stjórn fæli stjórn S.V.R. að gera
tillögur um á hvern hátt það verði
best gert, svo og að gera kostn-
aðaráætlun um fyrirhugaðar
framkvæmdir.
• Frá
borgar-
** A • A °
stjorn
afla togara Bæjarútgerðarinnar
að undanförnu og gæðaflokkun
aflans. Hann sagði, að Ingólfur
Arnarson hefði samtals landað
664 tonnum og þar af hefðu 569
tonn farið í fyrsta gæðaflokk eða
86%. Bjarni Benediktsson hefði
landað 789 tonnum frá áramótum
og þar af hefði 591 tonn eða 75%
farið i fyrsta gæðaflokk.
Þá sagði borgarfulltrúinn, að
Snorri Sturluson hefði í byrjun
febrúar verið búinn að landa 295
tonnum og þar af hefðu 230 eða
78% farið í fyrsta ílokk. Ragnar
Júlíusson sagði ennfremur, að ef
aðeins væri reiknað með þeim
ferðum, sem bókfærðar væru á
þessu ári og búið væri að meta
hefðu 92% af afla Ingólfs Arnar-
sonar farið í fyrsta flokk, 82% af
afla Bjarna Benediktssonar og
83% af afla Snorra Sturlusonar.
Þannig kæmi i ljós, að um 86%
aflans hefði að meðaltali farið i
fyrsta gæðaflokk.
Kostnaður
við kannanir
Á fundi borgarstjórnar sl.
fimmtudag gerði Albert
Guðmundsson athugasemd í til-
efni af bókun i fundargerð félags-
málaráðs um könnun á launa-
vinnu reykvískra unglinga. Hann
sagðist áður hafa gert athuga-
semdir vegna kostnaðar við slíkar
kannanir. Hann sagðist óska eftir
þvi, að kostnaður yrði hér eftir
tilgreindur í fundargerðum og
raunar ættu kostnaðaráætlanir að
liggja fyrir áður en ákveðið væri
að framkvæma kannanir af þessu
tagi.
raunin orðið öll önnur, miklar
verðlækkanir hafa siðan orðið,
samhliða miklum hækkunum á
innflutningsverði, þannig að við-
skiptakjörin hafa versnað enn.
Kjaraskerðing þjóðarheildarinn-
ar hefur þannig haldið áfram, og
við það getur enginn mannlegur
máttur ráðið. Hins vegar er að
sjálfsögðu hægt að deila um það,
hvernig heildartekjum er varið og
hvað hver og einn skuli úr býtum
bera af heildarafrakstri þjóðar-
innar.
Ríkisstjórn Geirs Hallgrímsson-
ar gerði þegar í stað ráðstafanir
til að jafna að nokkru kjör manna
og tók upp láglaunabætur og
hækkun lífeyrisgreiðslna til þess
að auðvelda þeim, sem við bágust
kjör búa, að rísa undir byrðunum,
og nú hefur verið ákveðið i sam-
ræmi við fyrri fyrirheit að hækka
á ný láglaunabætur. Þessi hækk-
un á að vega upp á móti verðlags-
hækkunum og þar með töldu því
eina söluskattsstigi, sem ákveðið
hefur verið að renni til Viðlaga-
sjóðs, vegna náttúruhamfaranna í
Neskaupstað.
Aðrar ráðstafanir, sem af ríkis-
valdsins hálfu eru gerðar, til að
leitast við að létta byrðar lág-
tekjumanna, er veruleg lækkun
tekjuskatta þeirra, sem við
miðlungstekjur búa eða þaðan af
lægri. Þær aðgerðir geta haft
verulega þýðingu fyrir mikinn
fjölda launþeganna.
En þrátt fyrir þá kjara-
skerðingu, sem menn nú verða að
axla, er Ijóst, að frekari aðgerðir
þarf til sparnaðar, og þess vegna
er unnið að niðurskurði á fjárlög-
um og einnig verður að þrengja
allnokkuð að fjárfestingarlána-
sjóðum og bankar að setja
strangar útlánareglur.
Sörgarsaga
Það er vissulega sorgarsaga, að
i mesta góðæri sem þessi þjóð
hefur við búið, skuii ekki
einungis öllu aflafé hafa verið
ráðstafað, ýmist til eyðslu eða
fjárfestingar, heldur samhliða
auknar erlendar skuldir, meira
en nokkru sinni áður. A slikum
velgengnistímum hefði þjóðin átt
að geta safnað sjóðum og staðið
traustum fótum, er erfiðleika bar
að höndum, en allt fór það á
annan veg, illu heilli. Sú saga er
raunar öllum svo kunn, að ekki
skal hún frekar rifjuð upp nú.
Hitt er ljóst, að erfiðleikarnir
verða enn stórvægilegri, vegna
þessa stjórnleysis og eyðslustefn-
unnar. Fjöldi manna hefir aðlag-
að sig lifnaðarháttum, sem illa
samrýmast eðlilegum tekjum i
meóalárferði, hvað þá þegar við-
skiptakjör skerðast stórlega og
um leið verður að risa undir lán-
tökum, sem áttu sér stað til að
auka enn á óraunveruleg lífskjör
og stórfellda yfirbyggingu alls
þjóðarbús.
Viðreisnarstjórnin varð tvisvar
að takast á við vandamál áþekk
þeim, sem nú er við að glíma, á
árunum 1960 og 61 og aftur 1967
og 68, eins og áður greinir. Það
var gert af röggsemi og festu, og í
báðum tilvikum náðist tilætlaður
árangur, enda óumdeilt að ástand
efnahagsmála var orðið mjög gott
og fjárhagur traustur á árinu
1971, þegar Viðreisnarstjórnin lét
af völdum. Þeir, sem við stjórnar-
taumum tóku, viðurkenndu þetta
með því að bjóða upp á meiri-
háttar kjarabætur, styttingu
vinnuviku og kaupgjaldshækkan-
ir, þótt síðar færi svo allt úr bönd-
unum.
Ráðstöfunum nú verður að
fylgja eftir á sama hátt og áður
var gert í þeim tilfellum, sem að
framan eru nefnd, og þá mun líka
skjótt rætast úr erfiðleikunum.
Sú ætti að vera von allra, og allir
ættu raunar að gera sér grein
fyrir þeirri knýjandi nauðsyn, að
vinnufriður verði varðveittur og
öll hjól framleiðslutækjanna
snúist, svo að erfiðleikunum linni
sem fyrst.
Síðbúið svar
Hér í blaðinu birtist miðviku-
daginn 19. þessa mánaóar eftir-
farandi athugasemd.
„Herra ritstjóri.
I niðurlagi 3. kafla Reykja-
víkurbréfs, sem birtist i blaði
yðar sunnudaginn 16. febrúar og
ber yfirskriftina „Að tryggja hag
útvegsins", er að finna eftir-
farandi setningu:
„Við skulum horfast í augu við
þá staðreynd, að bæði innlend og
erlend veróbólga hefur skrum-
skælt ýmsa þætti islenzks at-
vinnulífs, og fjölmargt er unnt að
gera til þess að bæta rekstur og
auka afrakstur, er þeir menn
sjálfir, sem i atvinnurekstri
standa og hafa hætt fé sinu til
hans, leggja á ráðin og benda á
úrbætur, en allt slíkt er ekki falið
skrifstofumönnum eins og því
miður færist mjög i aukana, bæði
hér á landi og annars staðar."
Hér er að mínu mati mjög
ómaklega veitzt að skrifstofu-
mönnum með beinum fullyrðing-
um bréfritarans, og auðvitað eru
allar röksemdafærslur víðs fjarri.
Eitthvað hlýtur bréfritara aö
liggja á hjarta, er hann tekur
bæði stjórnendur og launþega á
kné sér með þeim hætti, sem ofan-
greind tilvitnun ber með sér.
Hér með er skorað á bréfritara
að hann finni orðum sínum stað,
leiðrétti ummælin, eða biðjist af-
sökunar á þeim að öðrum kosti.
Hannes Þ. Sigurðsson,
varaformaður Landssambands
islenzkra verzlunarmanna."
Af sérstökum ástæðum var
siðasta Reykjavikurbréf ritað,
áður en athugasemd þessi birtist,
og er Hannes Þ. Sigurðsson
beðinn afsökunar á þvi, hve lengi
hefur dregizt að svara athuga-
semd hans. Raunar virðist hann
óþarflega viðkvæmur fyrir hönd
stéttarfélaga sinna. Auðvitað
hefur bréfritari ekkert á móti
skrifstofum og skrifstofu-
mönnum, og sjálfur er hartn
staddur á skrifstofu er hann ritar
þetta svo að talsverð sjálfshirting
hlyti að vera í þvi fólgin, ef hann
teldi störf á skrifstofum óþurftar-
verk. M.a. þess vegna verður
engin afsökunarbeiðni birt.
Hitt ætti raunar að vera ljóst,
að þegar um „skrifstofumenn" er
rætt í nefndu Reykjavíkurbréfi
er verið að fjalla um hið svo-
nefnda „bureaukrati" hér og
annars staðar, sem áreiðanlega er
jafn mikill þyrnir i augum
Hannesar og bréfritara. En
kannski var villandi að nota þetta
orð, en hvaða orð er þá heppilegar
i þessu sambandi, þegar annars
vegar er verið að tala um ábyrga
atvinnurekendur, og þá auðvitað
starfsmenn þeirra fyrirtækja,
hvort heldur er á skrifstofum eða
annars staðar, en hins vegar um
„skrifstofuvaldið", eða er leyfi-
legt að nota það orð? I orðabók
Arngíms Sigurðssonar segir:
„skrifstofuvald = bureaucracy“.