Morgunblaðið - 02.03.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.03.1975, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1975 Séra Karl Sigurbjörnsson: / '*■ f/7-' v//M. VrTZ B-vítamín trúarinnar - nokkur þankabrot Kristin kirkja er ekki félag til svölunar trúarþörf manna, eða klúbbur til eflingar góðu siðgæði, guðrækni og góðum siðum. Kirkjan er lifandi sam- félag við hinn krossfesta og upprisna Jesúm Krist. Orðið kirkja þýðir „Þeir, sem til- heyra Drottni". Allir menn hafa hugmynd um Guð, skapara alls, og gera sér hugmynd um vilja hans. Þetta er unnt að sjá af fegurð og samræmi náttúrunnar, og f samvizkunni hafa menn grun um vilja hans. En h v e r n i g (>uð er geta menn ekki lesið af blöðum náttúrunnar eða hlustað af rödd samvizku sinnar. Enda eru hugmyndir manna um það býsna margvís- legar. En við þurfum ekki að ganga að því gruflandi. Guð hefur sjálfur vitjað mannanna, Hann hefur gripið inn í söguna og birt mönnum vilja sinn á áþreifanlegan hátt, og gefið þeim glöggar visbendingar um eðli sitt og veru. Þetta gerði hann í sögu tsraelsþjóðarinnar, sem hann útvaldi f þeim tilgangi, og hann kallaði spámenn til að túlka þá sögu og sýna mönnum fram á hvernig Guð er og hvers hann óskar mönnunum og heiminum til handa. En Guð lét sér ekki nægja að setja fram kröfúr sínar og óskir. Hann kom sjálfur f Jesú frá Nazaret. Það er óbifanleg sannfæring kristinna manna. Eftirtektarvert er, að Guð kom ekki í Gabríel eða öðrum skínandi engli eða anda annars heims, heldur sem sannur maður, Jesús. Og þegar ætlunarverki hans var lokið, skildi hann ekki eftir engla- sveit, heldur hóp lifandi, dauðlegra manna til að vitna um sig og lifa sér. Og þeir voru svo sannarlega engir „súper- menn“ eða undrabörn. En hann gaf þeim heilagan anda sinn. Sem ávöxtur hans sprettur sam- félag kristinnar kirkju, og lifir enn í dag og vitnar um hann. Kirkjan er engin draumsýn. Hún stendur föstum rótum, fjórar rætur styðja hana og styrkja, og um þær dregur kristinn söfnuður líf og næringu kraft og blessun. Þessar rætur eru: Guðs orð í Biblíunni, bænin, sakramentin (skfrn og kvöldmáltíð, altaris- ganga) og kærleikssamfélagið. Jarðvegurinn er þá Guðs náð, sem birtist í Jesú Kristi. Hún streymir til okkar um þessa 4 farvegi, 1 fermingarkveri þvf, sem einna algengast er um þessar mundir hér á landi, er þetta nefnt B-vítamfn trúarinnar: Biblían, Bænin, Brauðið og Bróðirinn. Ekki er þessi nafn- gift út f loftið, þvf vftamín eru lífefni, fjörefni, og vanti líkamann B-vítamín þá verður hann máttlaus, lystarlaus og alltaf kalt. Án „B-vítamíns trúarinnar" verður sál okkar Ifka „sjónfaus, köld, dauf og rétt steindauð“. Öll þessi fjögur lífefni, — vítamín, hafa fylgt kirkjunni frá upphafi, og hvert um sig og öll saman ómissandi kristnum manni. Aftur og aftur rekumst við á þessi 4 kenni- merki kirkjunnar i Postulasög- unni og bréfum Nýjatestament- isins. Hér eru nokkur dæmi af handahófi: G u ð s o r ð: „Látið orð Krists búa ríkulega hjá yður með allri speki, fræðið og áminnið hver annan með sálmum, lofsöngvum og andleg- um Ijóðum og syngið Guði sæt- lega lof í hjörtum yðar.“ (Kól. 3,16) Bænin: „Með allskonar bæn og beiðni skuluð þér biðja á hverri tíð í anda, og verið árvakrir til þess með hinni mestu kostgæfni og beiðni fyrir öllum heilögum.“ (EF. 6,18) Sakramentin: „Því að allir þér, sem eruð skfrðir til samfélags við Krist, þér hafið íklæðst Kristi. „(Gal. 3,27). „Sá bikar biessunarinnar, sem vér blessum, er hann ekki samfélag um blóð Krists? Og brauðið, sem vér brjótum, er það ekki samfélag um líkama Krists?" (1. Kor. 10,16) Kærleikurinn: „En nú varir trú von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kær- leikurinn mestur.“ (l.Kor. 13,13). Næst: Biblían. „Eve of Destruction Lokaþáttur um Barry McGuire Stone Canyon Kvöld eitt i Stone Canyon var ég í b.oði ásamt 10 eða 12 vinum mínum, sem ég hafði sungið með út um allan heim. Við höfðum kveikt á níu sjónvarps- tækjum einu fyrir hverja rás svo við misstum ekki af neinu. Allir horfðu spentir á, öskruðu og hljóðuðu upp og létu öllum illum látum á legubekkjunum. Ég lá á gólfinu og var hugsi. Ég gat ekki sætt mig við þetta vegna þess að ég tilheyrði hvorki þessum heimi né Guði. Eg tilheyrði engum. Innra með mér fann ég að Guð var að kalla á mig: Barry,- hvað ertu að gera, hvað ertu að gera? Ég hélt áfram að segja láttu mig vera, láttu mig i friði. Mér fannst guð vera að yfirgefa mig. Ekki skilja mig eftir sagði ég grátandi. Bíddu! Allt var á ruglingi i höfði mínu. Hvað átti ég að gera? Ég get ekki tekið ákvörðun. Ég get það ekki, það er of stór biti fyrir mig, hvernig áég að fara að því? Drottinn talaði raunverulega til mín. Hann sýndi mér hvar ég stóð og hann sýndi mér hvernig heimurinn stæði, síðan minnti hann mig á glataða soninn, sem fór að heiman, sóaði öllu og endaði síðan í svínastíu. Þannig ert þú Barry, sagði Drottinn, ef þú vilt koma heim til mín, þá vil ég lækna líf þitt. Tár komu fram í augu mín. Hérna var ég í boði, allir aðrir öskrandi með kampavín, hass og fleira, en ég lá grátandi á gólfinu. Allir horfðu á mig. Vinur minn kom til mín og spurði hvað væri að. Ég horfði á hann og spurði hvort hann vildi raun- verulega vita það. Já sagði hann. „Við höfum rangt fyrir okkur. Þetta er allt rangt, allt okkar lífsform er rangt. Jesús er svarið.“ Hann hljóðaði upp um leið og hann fór fram í eldhúsið. Þessa nótt talaði ég við Drottin. Ef ég vakna á morgun til lífsins, þá vil ég tilheyra þér. Ég get ekki haldið þessu áfram lengur. Með sjálfum mér var ég að velta fyrir mér hvernig ég ætti að fara að þessu. Ég hafði reynt áður að hætta við eitur- lyf, að rétta líf mitt við, en ég vildi reyna aftur. Söngurinn. Þegar ég gekk Jesú á hönd vissi ég ekki hvað ég ætti að gera við líf mitt, vegna þess að það var svo óhreint. Ég hætti því við allt, eiturlyf og alla vit- leysu og sönginn líka. Eg hafði alltaf sungið vegna ánægjunnar. Ég fékk nýtt hlut- verk, ég fór í hljómsveitina „Agape Force“ og mikið af tíma minum fór í að lesa Biblíuna. Félagar mínir hjálpuðu mér til þess að byggja alla framtíð mína á Drottni. Ég söng af mikilli gleði og söng núna um Jesú: Horfðu hiklaust á Jesúm. 1 dag syng ég við alls konar tækifæri, á kvöldsamkomum í kirkjum, háskólatónleikum, unglingasamkomum og á götu- samkomum. Og ég veit — af því að ég hef séð það sjálfur gerast hjá mörgu fólki, ekki aðeins hjá mér sjálfum, að ef fólk vill vera heiðarlegt, vera einlægt og hlusta á Guð sjálfan þá mun hann vissulega segja hvað hann vill með líf okkar. Við sem ein- staklingar eigum að velja eig- um að taka við og fylgja honum síðan. (Þýtt úr Campus Life) L aiiir ciea teir aA ncn liRW VIImIS SSVS ■HmS h KT mmmmmmwmmm Um œskulýðsdag þjóðkirkjunnar 1 DAG er árlegur æskulýðsdag- ur þjóðkirkjunnar og af þvf til- efni snerum við okkur til sr. Guðjóns Guðjónssonar og spurðum hann um starfsemi æskulýðsstarfsins til undir- búnings deginum. Við spurðum hann fyrst til hvers dagurinn væri haldinn: — Markmið dagsins er að benda til Jesú Krists sem þess afls er getur varðveitt heimilið, verið brú yfir þau gljúfur er fjölskyldur og heimili þjóðfélags okkar eiga við að stríða. A hvern hátt er ætlað að ná þessu markmiói? Þaó er á ýmsan hátt t.d. með sérstakri messuskrá, sálmi sem biskup hefur samið, fáeinum punktum um fjölskylduna og nokkur kristin sjónarmið eftir próf. Þóri Kr. Þórðarson, vegg- spjaldi sem vekur athygli á deg- inum og vekur hugsanir og um- ræður, allt þetta er sent prest- um til notkunar. Einnig höfum við útbúið dagskrá fyrir for- eldrakvöld, umræðukvöld milli foreldra og unglinga og leikrit sem félagar í æskulýðsfélagi Dómkirkjunnar hafa samið. Fjölmiðlar hafa birt mikið efni í vikunni m.a. greinar eftir ýmsa menn, erindi í útvarp sem dr. Björn Björnsson mun annast, barnatíma f umsjá Hrefnu Tynes og þátt frá félagi guðfræðinema. I kvöld verður svo samkoma í Bústaðakirkju kl. 22:00 og dagskrá fjölbreytt, umræður og ávörp og hljóm- sveitin Rut syngur. Smáfrétt Afríka kristin heimsálfa? Við síðustu aldamót voru um fjórar milljónir kristinna manna í Afríku. 1 dag hefur tala þeirra náð um 150 milljón- um, sem er 40,6% fólksfjöld- ans. Þar að auki eru 41,7% múhamesðtrúar og 17,4% eiga sína upprunalegu trú, heiðni ýmiss konar. Tölur sýna að aukning múhameðstrúarmanna er 2,8% á ári en tala kristinna eykst um rúmlega 5% á ári. Það merkilega er að gerast í Afríku í dag að miklar vakningar eru meðal fólks, kristindómurinn á sífellt meiri ítök og i sífellt fleira fólki. Langmest hefur borið á þessu í Nígeriu, hjá Tiv-þjóðflokknum sem telur 1,2 milljónir manna. Árið 1940 var 0,3% fólksins kristið, en árið 1972 voru það ekki færri en 95 %! (Ungdom og Tiden) Umsjón: Jóhannes Tómasson Gunnar E. Finnbogason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.