Morgunblaðið - 02.03.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.03.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1975 Olfuhreinsun f Rúmeníu. Skipasmfði f Póllandi. Rússar í hlut- verki olíufursta Rússar hafa nýlega hækk- að verð á þeirri olíu sem þeir selja löndum Austur-Evrópu og afleiðingin getur orðið sú að þeir gegni sams konar hlutverki gagnvart þessum löndum og oliufurstar Araba- ríkjanna gagnvart Vestur- löndum. Sérfræðingar spá því að alvarlegir erfiðleikar geri vart við sig í Austur-Evrópu vegna olíuhækkunar Rússa og hún leiði einnig til þess að fjár- magn streymi þaðan i vax- andi mæli til Sovétrikjanna. Hingað til hafa lífskjörin veríð betri i Austur-Evrópu en í Sovétrikjunum en nú er búizt við því að lífskjörin í Sovétríkjunum batni á kostn- að Austur-Evrópuríkjanna. Jafnframt er gert ráð fyrir því að Austur-Evrópurikin muni reyna að beina við- skiptum sínum í vaxandi mæli til landa utan kommúnistablakkarinnar og það geti valdið spennu í sam- búð þeirra og Sovétríkjanna. Verð á hverri innfluttri tunnu af oliu frá Sovétríkjun- um hækkar úr þremur dollur- um tunnan í sjö og hálfan dollara og hækkunin gildir frá siðustu áramótum. Alls munu Austur-Evrópuríkin að Rúmeníu undanskilinni greiða Rússum þrjá og hálfan milljarð dollara á þessu ári fyrir um 60.8 milljón lestir af hráoliu og olíuafurðum. Þar með greiða þau næstum því þrisvar sinnum meira verð en fyrir aðeins minna olíumagn sem þau fluttu inn frá Sovét- ríkjunum fyrir þremur árum. Verð á hráefnum og land- búnaðarafurðum hefur næst- um því tvöfaldazt á einu ári. Rússar hafa haldið því fram að þeir hafi tapað á oliusölu sinni til Austur- Evrópu og sýnt bandalags- þjóðunum svo mikið veg- lyndi á þessu sviði að þeir hafi sjálfir orðið að leggja á sig fórnir. Þeir ákváðu verð- hækkunina einu ári áður en austur-evrópska efnahags- bandalagið Comencon átti að samþykkja verðið samkvæmt næstu fimm ára áætlun. Samkvæmt nýju kerfi skal jafnframt endurskoða verðið á hverju ári með hliðsjón af meðal heimsmarkaðsverði næstu fimm ára á undan. Áður hafði verðið verið all rrgbundið. Hljótt hefur verið um þessa verðhækkun Rússa og lítið heyrzt um viðbrögð við henni í Austur-Evrópu. Pólski for- sætisráðherrann, Piotr Jaroszewicz, skýrði frá henni og hefur sagt að verð á öllum hráefnum og iðnaðarvörum verði að vera tengt verði á heimsmarkaði. Þó er mikið rætt um hugsanlegar afleiðingar hækkunarinnar í höfuðborg- um Austur-Evrópu og í hópi sérfræðinga. Talið er að þær helztu verði þessar. Q Verðbólga muni aukast í Austur-Evrópu og lífskjör versna. Ríkisstjórnir land- anna kunna að grípa til þess ráðs að greiða niður inn- flutning til þess að halda niðri veröi á neyzluvörum. Talið er að það hrökkvi skammt. 0 Vegna aukins greiðslu- halla verði löndin að auka útflutning sinn til Sovétrlkj- anna og hækka verð á hon- um. Ef til vill bjóða Rússar hagstæð lánakjör. Þar með mundu tengslin í efnahags- málum eflast, en þar með er ekki sagt að sambúðin verði vinsamlegri. Andúð í garð Rússa getur þvert á móti aukizt þar sem Austur- Evrópumenn hafa vanizt stöðugt batnandi lifskjörum sem nú geta versnað. 0 Auknar tilraunir verði gerðar til að afla olíu annars staðar frá, einkum frá Araba- löndum. Þetta hefur þegar verið reynt í vaxandi mæli. Unnið er að lagningu olíu- leiðslu frá Adríahafi og árið 1977 munu berast um hana 36 milljónir lesta af olíu á ári til Austur-Evrópu frá Norður- Afríku og Miðausturlöndum. Eftir nokkur ár er óvíst hvort Rússar geta eða vilja mæta sívaxandi eftirspurn eftir oliu í Austur-Evrópu og löndin þar munu komast í aukna snertingu við heimsmarkað- inn. Q Þrýstingur í efnahags- málum getur ýtt undir um- bætur í efnahagsmálum þannig að áhrif milliliða auk- ist og smásöluverð verði í auknu samræmi við raun- verulegan kostnað eins og á Vesturlöndum. Austur-Þýzkaland, Ung- verjaland, Tékkóslóvakia flytja inn 90% oliu sinnarfrá Sovétríkjunum að meðaltali og verðhækkunin kemur harðast niður á þeim. Rúmenar og Pólverjar eru betur settir — Rúmenar vegna þess að þeir framleiða verulega mikið af olíu sjálfir og Pólverjar vegna þess að þeir ráða yfir miklu magni hráefna sem Rússar þarfnast þótt þeir flyttu inn 97% olíu sinnar frá Sovétríkjunum í fyrra. Llfskjör hafa batnað mikið I Rúmenfu. A þessum myndum sést fólk I kjörbúð og kona skoða innflutt föt. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra: Eítir fund með AA-fólki Mannleg vandamál eru marg- slungin og verkefnin, sem við er að fást, utan enda. Sum eru al- menns eðlis, önnur einstaklings- bundin. Oft varða þau einkum fjármál og athafnir og svo eru hin, sem vita inn á við, eru hug- læg, sálræn eða hvað menn vilja nú nefna það. AA-samtökin færast mikið í fang. Vettvangur þeirra spannar yfir öll þessi svið. Og starfsemin beinist að þvi að efla viðnám og byggja upp sóknarmátt hjá ein- staklingum, sem eiga örðugt upp- dráttar. Nýlega átti ég þess kost öðru Vilhjálmur Hjálmarsson. sinni, að sitja „opinn fund“ hjá þessum samtökum. Þótti mér það sem áður næsta lærdómsrikt og ærið umhugsunarefni það sem fram kom í máli manna. Áfengisbölið er ekkert orðatil- tæki eða óljóst hugtak heldur ógn- vekjandi veruleiki. Þrátt fyrir víndýrkun ótrúlega mikils fjöida manna, þá starfa nú samt í land- inu allmörg félög og félagasam- tök, sem hafa á stefnuskrá sinni baráttu gegn Bakkusi. Þau eru byggð upp á ýmsa vegu. Sum eru bindindisfélög, félagarnir skulu allir vera bindindismenn og leit- ast við með fordæmi sinu, hvatn- ingum og ýmiss konar félagsstarfi að glæða áhuga fyrir bindindi gagnvart áfengum drykkjum. Önnur vinna einkum að björg- unarstörfum á þeim eyðisöndum mannlegrar tilveru, þar sem skip- brotsmönnum Bakkusar skolar löngum að landi. — Enginn vafi er á því, að þessi starfsemi marg- vísleg gerir stórmikið gagn. AA-samtökin eru byggð upp af fólki, sem sjálft hefir kynnst Bakkusi meira en góðu hófi gegn- ir — að eigin mati. Þetta er fólk, sem viðurkennir, að það sé „alkóhólistar" og hefir bundist samtökum um að styðja hvert annað í baráttu fyrir breyttum og betri háttum. Samtökin eru opin öllum þeim, sem eiga i sams konar erfiðleikum og sjálfir vilja reyna að spyrna við fótum. Allt það, sem fram kom á þess- um fundi, kom heim og saman við þá vitneskju, er ég áður hafði fengið um starfsemina í heild og um viðhorf einstaklinganna. Allir höfðu átt i erfiðleikum, jafnvel ratað í miklar raunir. Löngunin að breyta til vakti undir niðri og þar kom, einatt eftir margar mis- heppnaðar tilraunir til úrbóta, að leitað var skjóls og stuðnings hjá AA-samtökunum. Þar gafst tæki- færi að ræða vandamálin, jafnvel daglega, við annað fólk, sem skildi stöðuna og vissi nákvæm- lega hvar skórinn kreppti. Og enda þótt takmarkið sé oft í fyrstu aðeins að „vera ódrukkinn einn dag“ þá hafa margir náð undraverðum árangri. AA-samtökin eru ekki bundin neinum trúfélögum. En margir þeir, sem þar starfa, telja að trú og bæn hafi veitt þeim ótvíræðan styrk I stríði. Þegar ég hlýddi á mál manna á þessum fundi duttu mér í hug hin gamalkunnu orð: I sveita þíns andlitis skalt þú brauðs þíns neyta. Ég held, að þau megi vel heimfæra upp á viðleitni þess fólks, sem berst hinni góðu baráttu i AA, því þar er við harðan að deila. Og augljóst virtist af ummælum þeirra, að hver og einn gengur að viðreisn- arstarfinu með einlægum ásetn- ingi en þó með fullri vitneskju um það, að „veikur er viljinn". AA-samtökin gera lítið af því að auglýsa starfsemi sína. Með þessu greinarkorni leyfi ég mér nú samt að vekja athygli á tilvist þeirra. Jafnframt þakka ég ánægjulega samverustund á dögunum. En fyrst og fremst þakka ég AA- fólkinu fyrir þau ræktunarstörf, sem það vinnur á þeirri akurrein þjóðlífsins sem hvað vandasamast er að erja. RAGNAR I KONSERT FERD TIL NOREGS RAGNARI Björnssyni dómorgan- ista hefur verið boðið til Noregs nú í marzmánuði i þriggja vikna ferðalag til orgeltónleikahalds í ýmsum norskum borgum og bæj- um. Hefst hljómleikaförin þar 9. marz er Ragnar leikur á orgel dómkirkjunnar í Stafangi. Hann mun einnig halda kirkjutónieika í kirkjum í bæjunum Þrándheimi, í Bodö og Friðriksstad. A þessum tónleikum mun Ragnar flytja blandaða efnisskrá, eldri orgel- verk svo og verk nútíma kompón- ista — og eru verkin eftir erlenda og einnig íslenzka höfunda. I þessari hljómleikaför hefur Ragn- ari verið boðið sérstaklega norður í Tromsö. Þar verður mikil tón- listarhátíð tileinkuð J.S. Bach og mun Ragnar leika þar eingöngu Bach-orgelverk. Þessi hátið stend- ur yfir í vikutíma. Hljómleikaför- inni lýkur með orgeltónleikum i Ösló. 1 tilefni af þessu glæsilega boði til Noregs hefur Ragnar ákveðið að hafa „Opið hús“ í Dómkirkj- unni mánudagskvöld og þrióju- dagskvöld og leika á orgel Dóm- kirkjunnar ýmis þau verk sem hann ætlar að leika í Noregsferð- inni. A mánudagskvöldið leikur hann eingöngu verk eftir Bach og leikur þá Koncert í a-moll, Trio sonana i Es-dúr, Konsert í a-moll og Toccata og fuga í d-moll. Seinna kvöldið, þriðjudags- kvöldið leikur Ragnar Björnsson Introduktion og Passacalia eftir dr. Pál Isólfsson, Fantasia trion- fale eftir norska tónskáldið K. Nystedt, eftir sjálfan sig leikur Ragnar Fantasi Funébre og að lokum Inter Mediae Noctis. Bæði kvöldin hefjast tónleikarnir kl. 8.30 siðd. og er aðgangur ókeypis eins og geta má nærri þegar um slíka tónleika við opið hús er að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.