Morgunblaðið - 02.03.1975, Page 22

Morgunblaðið - 02.03.1975, Page 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1975 22 Mikill mannfjöldi safnaðist saman ( Prag eftir að tékknesku leiðtog- arnir komu af Cierna-fundinum. Myndin sýnir t.v. Smrkovsky tala til fólksins af svölum Smetanatónlistarskólans og t.h. ungt fólk kalla Þegar vorið í Prag varð að vetri: „Við komum ykkur til hjálpar,,# sagði Brezhnev við tékknesku leiðtogana, þegar þeir höfðu Moskvu í ágúst 1968 NÝLEGA hefur birzt í blödum á Vesturlöndum frásögn af samtali ónafngreinds aöila við Josef Smrkovsky, fyrrum forseta tékkneska þjóðþingsins og nánasta sam- starfsmann Alexanders Dubceks, fyrrum leiðtoga kommúnistaflokksins þar í landi. Þar segir frá hinum eftirminnilegu leysingum í tékknesku þjóðlífi vorið fræga í Prag 1968 og þeim átökum, sem leiddu af umbótatilraunum Dubceks og stuðningsmanna hans í efnahags- og félagsmálum, innrás heria Varsjárbanda- lagsins og því, sem gerðist dagana næstu á eftir, þar á meðal handtöku tékknesku leiðtoganna og nauðungar- flutningi þeirra til Moskvu. Josef Smrkovsky lézt af völdum krabbameins í janúar sl. ár. Hann hafði haft í undirbúningi að skrifa æviminn- ingar sínar en kom því ekki í verk sakir sjúkleika. Hins vegar skýrði hann trúnaðarmanni sínum frá því sem gerðist og hefur tékkneskur útlagahópur látið smygla samtalinu frá Prag til Vesturlanda. Þættir úr frásögn Smrkovskys hafa meðal annars birzt í brezka blaðinu The Sunday Times, franska blaðinu Le Monde og ítalska blaðinu Giorni — Vienuove, en fleiri blöð hafa birt úrdrætti og fréttir af því sem þar kemur fram. „Um fimmleytið um morgun- inn rann bifreið upp að stjórnar- byggingunni og á eftir henni hver herbifreiðin af annarri. Hermenn beindu byssum sínúm að húsinu og aðrir þustu inn f húsið og tóku völdin á hinum ýmsu stöðum þar inni. Nokkrir komu þjótandi inn til okkar með vopn f höndum. Þeir höfðu þegar við hlið sér tékkneska aðstoðarmenn — „sjálfboðaliða“ — úr tékkneska innanrfkisráðuneytinu...“ Eitt- hvað á þessa leið lýsir Smrkovsky innrás hermanna Varsjárbanda- lagsrfkjanna f stjórnarbygging- una f Prag morguninn 21. ágúst 1968 — þar sem heiztu leiðtogar Tékkóslóvakíu voru saman komn- ir f skrifstofu Dubceks. Þeim var öllum skipað að halda kyrru fyr- ir, enginn skyldi fara út úr hús- inu, heldur ekki út úr herberginu — jafnvel ekki á salernið — nema undir eftirliti vopnaðra hermanna. Þessi innrás kom þeim félögum ekki á óvart, því að klukkan hálf tólf kvöldið áður hafði Oldrick Cernik, forsætisráðherra fengið um það boð símleiðis, að verið væri að hernema landið. Það hafði hins vegar komið á óvart, — og alger ringuireið rikti, í stjórn- arbúðunum um hrið að sögn Smrkovskys. Hann segir, að bæði Dubcek og Cernik hafi brotnað saman og um tfma verið alls ófær- ir um að hafast nokkuð að. Dubcek vildi segja af sér en hinir neituðu að fallast á það. Svo hóf- ust umræður og voru ekki allir á eitt sáttir um hvernig við skyldi bregðast. Loks tókst þeim að koma sér saman um yfirlýsingu, þar sem innrásin var harðlega fordæmd. Hún var send öllum fjölmiðlum i skyndi, en útvarpið komst ekki lengra en að skýra frá því að nú yrði lesin tilkynning frá ríkisstjórninni, þá var sending þess rofin. Eftir talsverða erfið- leika tókst með aðstoð eins starfs- manns útvarpsins að senda til- kynninguna út — hún heyrðist í Vínarborg og þaðan flaug fregnin um það, sem gerzt hafði á svip- stundu um veröld alla. Að svo búnu sátu leiðtogarnir tékknesku kyrrir og biðu þess sem verða vildi. Nokkrir féiagar þeirra komu og spurðu hvers- vegna þeir biðu eftir því að láta handtaka sig, þeir vildu fela þá, en bæði Dubcek og Smrkovsky voru því andvígir. Fundurinn í Cierna- Nad — Tisou Einn þáttur í frásögn Smrkovskys af aðdraganda þess- ara atburða fjallar um fund tékk- nesku og sovézku leiðtoganna í landamærastöðinni Cierna — Nad — Tisou nokkrum vikum fyr- ir innrásina. Þar var gerð hörð hríð að Tékkunum fyrir umbóta- tilraunirnar og segir Smrkovsky, að þar hafi hvað harðast gengið fram í árásum á þá Pjotr Shelest, flokksleiðtogi í Ukrainu. Arásir Shelests urðu svo of- stækisfullar, að tékknesku leið- togarnir gengu allir sem einn af fundinum í eitt skiptið. Síðar báru þeir Brezhnev og Kosygin fram afsakanir fyrir Shelest og sögðu hann hafa gengið of langt. Sovétmenn settu tékknesku leiðtogunum margskonar skilyrði á þessum fundi, meðal annars kröfðust þeir breytinga í stjórn- inni og heimtuðu, að Dubcek kæmi aftur á aga í fjölmiðlunum. Smrkovsky segir, að þeir hafi tek- ið því líklega að koma til móts við þessar kröfur. Siðar voru þeir Dubcek sakaðir um að hafa svikið loforð, sem þeir gáfu Sovétleiðtogunum á þessum fundi. Smrkovsky segir, að viku eftir fundinn hafi Brezhnev, sem hringdi til Dubceks á hverjum degi — spurt hversvegna hann hefði ekki efnt loforð sin frá Ciernafundinum. Dubcek hafði svarað því til, að ráðstafanir þar að lútandi yrðu gerðar á fundi miðstjórnar tékkneska komm- únistaflokksins, sem halda átti i ágústlok. En þetta segir Smrkovsky að Rússarnir hafi ekki viljað skilja. Unnið var af kappi að undir- búningi miðstjórnarfundarins m.a. með það í huga að fá þar samþykktar ráðstafanir sem dreg- ið gætu úr árásum Sovétmanna. Allan innrásardaginn, 20. ágúst, sat æðsta ráðið á fundi í Prag í þessu skyni og enginn viðstaddra hafði hugmynd um, að þær stund- ir væri verið að leggja síðustu hönd á undirbúning að hernámi landsins. Það var ekki fyrr en undir miðnættið, sem fyrr var get- ið, að hringt var til Cerniks og honum tjáð hvað væri að gerast. Brutu símtól, slitu línur Þar sem tékknesku leiðtogarnir sátu í skrifstofu Dubceks árla morguns 21. ágúst, með vopnaða rússneska hermenn yfir sér, sá Smrkovsky hvar nokkrir hópar ungmenna komu i átt til bygging- árinnar. Þeir báru fyrir sér tékk- neska fána, sungu ættjarðar- söngva og hrópuðu mótmæli gegn innrásarherjunum. Skyndilega tóku sovézku hermennirnir að hleypa af byssum sínum útí loftið en einn þeirra miðaði beint á for- ystumann eins hópsins — ung- an stúdent — og skaut hann til bana. Smrkovsky segist hafa rok- ið í símann og heimtað samband við rússneska sendiherrann i Prag, Chervoneneko. Hann kom strax í símann og Smrkovsky sagði honum hvað gerzt hefði og bætti svo við: „Þér félagi sendi- Mynd þessi var tekin f ágústlok 1968, þegar þeir Svoboda forseti Tékkóslóvakfu og Alexander Dubcek, þá leiðtogi tékkneska fommún- istaflokksins, komu heim frá Moskvu, þar sem þeir höfðu verið beygðir til að undirrita nauðungarsamninga við Sovétstjórnina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.