Morgunblaðið - 02.03.1975, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1975
29
Jerry Rubin var áSur einn
helzti foringi svokallaðra
„yippa". Nú leggur hann
stund á „mannrækt".
Angela Davis bar vitni í yfir-
heyrslu í Þjóðþinginu ■ fyrra.
Fjórum árum áður var hún
handtekin.
öndvegi en lftið er sagt fylgzt með
landsmálum vegna einangrunar.
Margt ungt fólk telur „tilrauna-
líf“ eins og þetta „óraunhæft". í
þess stað hefur annar hópur ungs
fólks reynt að lifa einföldu og
sjálfstæðu lífi með því að gerast
handverksmenn eða kaupsýslu-
menn í smáum stíl — fengizt við
leðurvinnu, rekið veitingahús,
gerzt leigubílstjórar eða selt forn-
muni. Þannig segir félagsfræðing-
ur á austurströndinni að unga
fólkið haldi að það leiki á kerfið
og sigri það „en í raun gangi það í
lið með kerfinu og komi mikil-
vægum hluta efnahagslífsins að
góðum og óvæntum notum."
Fyrrverandi félagi úr SDS not-
aði til dæmis sparifé sitt til að
kaupa gamalt íbúðarhús i há-
skólabæ f Florida. Hann ætlar að
reyna að endurbæta húsið og
græða nógu mikið fé til þess að
geta hætt í starfi sínu og einbeitt
sér að því að semja skáldsögur.
Þótt honum væri það þvert um
geð sá hann sér ekki annað fært
en að hækka húsaleiguna. Þessi
ungi sósíalisti viðurkennir nú að
hann sé orðinn „kapitalisti".
Hann segir að ef menn fjárfesti
ekki skynsamlega „vinni þeir allt-
af leiðinleg störf fyrir aðra“ en
kynslóð sfn forðist „ómerkilegar
hliðar neyzluþjóðfélagsins," eyði
til dæmis ekki peningum í að
kaupa „litasjónvarpstæki eða bíl
annað hvert ár.“
Könnun hefur leitt í ljós að
fyrrverandi baráttumenn úr hópi
stúdenta hafa 14—28% minni
laun en venjulegir skólafélgar
þeirra þvf þeir forðast hefðbund-
in störf sem færa þeim aðeins
peninga „stöðuhækkun" og
öryggi. Fyrrverandi stúdentafor-
ingi frá Norður-Karolinu segir
þannig að þótt margir gamlir
félagar sínir fái góð laun séu þeir
„óánægðir vegna þess að þeir
stundi ekki það sem þá raunveru-
lega langi til að gera“. Líkt og
margir aðrir fyrrverandi baráttu-
menn stúdenta hefur hann ekki
flutzt frá bæ gamia skólans síns
síðan hann útskrifaðist, og margir
þeirra vinna meira að segja í há-
skólunum, sem mótmæli stúdenta
beindust gegn f öndverðu.
Rúmlega helmingur fyrrver-
andi róttækra stúdenta, sem ein
könnun á þessum málum náði til,
hefur tekið upp kennslu í háskól-
um, og ýmsir skoða það sem til-
raun til að hverfa aftur til þess
andrúmslofts sem kveikti í þeim
uppreisnargirni og gaf skoðunum
þeirra byr undir báða vængi, þess
akademíska frelsis sem þar rfkti
og vizkunnar sem leitað var.
Þannig kennir einn hinna fyrstu,
sem handteknir voru í Berkeley-
óeirðunum, Jeanne L. Wilson,
sálarfræði í menntaskóla skammt
frá San Francisco. „Ég kenni það
sem mér sýnist og segi það sem
mér sýnist. Engar hömlur eru
lagðar á mig og ef þær væru til
staðar mundi ég sennilega ekki
vinna hér,“ segir hún.
Nú er svo komið að við liggúr að
of mikið framboð sé á kennurúm,
þar sem margt ungt fólk sækir
fast að fá starf, sem tryggir þeim
öryggi, persónulegt frelsi og
möguleika til að hafa áhrif á aðra.
Blaðamennska er einnig vinsæl
og af sömu ástæðu, eins og þjóð-
félagsfræðingur nokkur á austur-
ströndinni bendir á: „Þetta unga
fólk telur blaðamennsku veita sér
tækifæri til að segja það sem þvf
býr í brjósti og gera það sem því
sýnist. Það heldur að það geti
afhjúpað kerfið og fengið borgað
fyrir það.“
Störf, sem áður hafa verið lftils
metin, eru komin í tízku, til dæm-
is skógrækt en því veldur nýtil-
kominn áhugi á náttúruvernd.
Margir kjósa að kenna í blökku-
mannahverfum en gefast oft upp
á því og fara annað. Baráttufólk
úr millistéttum sækist jafnvel
eftir vinnu í fangelsum þótt oft
munaði mjóu að það yrði dæmt til
fangelsisvistar í „gamla daga“.
Lögfræði- og læknisstörf eru vin-
sæl meðal þeirra, sem vilja ekki
láta segja sér fyrir verkum, og
þeir, sem leggja þau fyrir sig,
einbeita sér fyrst í stað að því að
hjálpa fátæku fólki, en þegar
þeim bjóðast góð tækifæri eiga
þeir erfitt með að neita þeim
vegna peninganna sem í boði eru.
En margir reyna að sameina
hvort tveggja, til dæmis Michael
E. Tiger, 33 ára, einn fyrsti for-
ingi róttækra stúdenta í Berkeley,
síðar lögfræðingur Angelu Davis
og annarra róttækra framfara-
Beðið um sjálfboðaliða í kristinni kommúnu skammt frá íþöku í New York-riki.
Robin N. Lauriault, fyrrverandi byltingarleiðtogi og bæjarstjóri í smábæ í Georgiu hefur
dregið sig út úr stjórnmálum, 27 ára að aldri. Síðan hann varð fjölskyldufaðir hefur honum
fundizt hreyfing „nývinstrisinna" vera uppi í skýjunum.
ára, gagnrýnir harðlega breyt-
inguna, sem hefur orðið á
stúdentunum: „Það er ljóst, hvert
sem litið er, að mjög margir
þeirra hafa snúið sér að kosninga-
pólitfk, margir eru orðnir smá-
borgarlegir forystumenn í sam-
félaginu og ýmsir hafa farið út í
hugleiðslutækni, leit að yfirskil-
vitlegri reynslu og annan lifs-
flótta. En verulega stór fjöldi
reynir að þróast á byltingarvfsu,
heldur áfram að starfa og berjast
og skipuleggja." Og þótt virkum
baráttumönnum hafi fækkað að
mun hefur FBI á skrá hjá sér
að minnsta kosti þrjú afsprengi
virkustu byltingarsamtakanna á
sfðasta áratug, SDS. Þar á meðal
eru samtökin „Weatherman",
sem hafa lýst sig ábyrga á þremur
sprengjutilræðum á síðustu 17
mánuðum, meðal annars stór-
sprengingu í skrifstofubyggingu f
Pittsburgh í júní í fyrra.
Margir hinna ungu uppreisnar-
manna hafa neyðzt til að draga í
land, og finna málamiðlunarlausn
til að samlagast samfélaginu, en
ýmsir telja að róttækar skoðanir
standi það föstum fótum að þær
geti orðið „kveikja meiri ofbeldis-
verka“ ef leiðtogarnir finni „nógu
einföld og tilfinningaþrungin bar-
áttumáþ' er jafnist á við kynþátta-
aðskilnað við matarborð í
veitingastöðum og stríðið í Víet-
nam. Lipset, prófessor f stjórn-
vísindum við Harvard-háskóla,
segir: „Ef mikil kreppa verður á
þessum áratug nær hún til
hundruð þúsunda háskóla-
menntaðra róttækra manna. Á ár-
unum eftir 1930 var slíku ekki til
að dreifa og samt urðu vandræði
þá. Það ættu því að vera meiri
líkur á því nú að upp úr sjóði.“
Hvort sem sú spá rætist eða
ekki gera flestir þeirra, sem vel
þekkja til kynslóðarinnar sem óx
úr grasi á sfðasta áratug, ráð fyrir
þvf að áhrifa hennar gæti í vax-
andi mæli á komandi árúm og að
yfir standi „löng herganga
hennar (í anda Maos) gegnum
allar stofnanir þjóðfélagsins"
eins og sá róttæki Vestur-
Þjóðverji, sem er ekki alveg
gleymdur, Rudi Dutschke, hefur
komist að orði.
Paul Soglin var eitt sinn róttækur baráttumaður. Hann er nú
borgarstjóri í Madison i Wisconsin.
„grundvallaratriðum", en þeim
getur reynzt erfitt að réttlæta það
líf, sem þeir lifa nú orðið. Gamal-
reyndur baráttumaður málfrelsis-
hreyfingarinnar gömlu segir: „Ég
er orðinn óvirkur, en stefna mín
er óbreytt““. Annar segist
vera „afæta f kerfinu“ og gera það
sem sér sýnist. Og róttækur sálar-
fræðingur og baráttumaður þjóð-
þrifamála í Boston, Thomas
Cottle, segir kynslóð sína hafa
áhyggjur af því að „hræsni“ móti
Iíf hennar: „Ég held að stór hluti
lifs mfns sé í grundvallaratriðum
lygi. Og þetta er ekki hamingju-
samt líf. Það er ekki auðvelt að
vera ánægður í þessu þjóðfélagi,
ef þú hefur samvizku og verður
að horfa upp á alla þessa eymd
sem er alls staðar."
Stofnandi „Frelsisháskóla
Malcolm X“ í Greensboro f
Norður-Karolinu (honum var
lokað fjórum árum eftir stofnun
hans 1969), Owusu Sadaukai, 33
sinna og nú starfsmaður lögfræð-
ingafyrirtækis í Washington, sem
hefur unnið við vörnina f mútu-
málinu gegn John B. Connally,
fyrrverandi fjármálaráðherra.
Hann kveðst hafa einnig unnið
við vörn manna, sem hafa kært
símahleranir, og liðhlaupa, sem
hafa flúið land. Hann segir að
fyrirtækið hvetji starfsmenn sína
að taka að sér mál sem varði
„almannaheill" og þeir fái
„nægan tíma til að sinna þeim“.
Hann kveðst enn fylgjandi „rót-
tækum leiðum til lausnar þjóð-
félagsvandamálum1', en segist
ekki vera „eins mikið uppi í
skýjunum", og hér áður fyrr; rót-
tækar breytingar séu „miklu
flóknari þróun en margir hafi
gert sér grein fyrir.“
Róttækir menn eins og hann,
sem „kerfið hefur innbyrt“ eru |
yfirleitt sammála um að skoðanir
þeirra hafi ekki breytzt í