Morgunblaðið - 02.03.1975, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1975
7
STRAUKAR
w
I
anda
Shakespeares
eftir BJÖRN VIGNI
SIGURPÁLSSON
Á feröalögum um England
hafa margir Islendingar lagt
leið sína til Stratford-
on-Avon, fæðingarstaöar
Williams Shakespeare, og
hafa a.m.k. litið augum leik-
húsið, sem ber nafn þessa
frægasta leikskálds Bret-
lands, ef þeir hafa þá ekki
séð sýningu Konunglega
Shakespeare-félagsins á ein-
hverju þekktu verki meist-
arans. Á þssu ári er liðin ein
öld frá þvl að íbúar Strat-
ford-on-Avon reistu fyrsta
leikhusið i minningu Shake-
speares og 50 ár frá því að
Georg 5. veitti þeim góðfús-
lega heimild sína til að
skeyta heiðurstitlinum
„konunglega“ framan við
nafn leikhússins.
Þetta leikhús varð eldi að bráð
ári s.íðar eða 1926 og liðu
síðan sex ár áður en hafizt
var handa um endurbygg-
ingu þess í þeirri mynd, sem
ferðamenn og leikhúsunn-
endur þekkja það nú. Inn-
viðirnir, sjáift leiklistar-
starfið, voru þó ekki traustir
og það var ekki fyrr en eftir
síðari heimsstyrjöldina, er
Peter Brooks og fleiri ungir
og upprennandi leikhús-
Atriði úr „Summerfolk“
eftir Gorky sem RSC
sýndi í vetur við góðar
undirtektir.
menn héldu til Stratford, að
gamla viðkvæóið um að
Stratford væri staður þar
sem leikarar féllu í
gleymsku féll um sjálft sig.
Annar Pétur — Peter Hall
— hóf hins vegar merki
Royal Shakespeare
Company í þær hæðir sem
það nú er i hugum leikhús-
unnenda og hann tryggði
félaginu yfirráð yfir
Aldwych-leikhúsinu í
Lundúnum til að koma sýn-
ingum RSC á framfæri í
stórborginni. Fastráðnir leik
arar hjá félaginu mega nú
eiga von á því að þurfa að
dveljast helming leiktima-
bilsins í Stratford-on-Avon
og þjálfa þar tækni sína í
margslungnum verkum
Shakespeares en hinn hlut-
ann eru þeir í Lundúnum og
miðla af þekkingu sinni í
leikritum nútímaleikskálda,
eins og Pinters, O’Casey eða
Albee.
Sá sem væri gestkomandi í
leikhúsinu i Stratford og
kæmi þar að tjaldbaki,
myndi sennilega hitta þar
fyrir einhvern af leikstjór-
um RSC haldandi fyrirlestur
yfir leikurunum um þjóð-
félagslegan bakgrunn ein-
hvers verka Shakespeares
ellegar leikarahóp að
spreyta sig á sonnettum
meistarans. Það var þannig
ekki einungis leikfélag sem
Peter Hall kom þarna á lagg-
irnar á öndverðum sjöunda
áratugnum heldur einnig
visir að háskóla i fræðum
Shakespeare, og ef eitthvað
er hefur sá þáttur í starfi
félagsins heldur aukizt í tíð
eftirmanns Hall — Howard
Nunn. Hann og helztu leik-
stjórar RSC, þeir Terry
Hands, John Barton og
David Jones, hafa reynt eft-
ir megni að nálgast leikritin
með hugarfari vísinda-
mannsins — eftir gaumgæfi-
lega athugun og rannsókn á
öilu þvi sem að leikritunum
snýr.
Æfingarnar hefjast raunar
ekki með eiginlegum sam-
lestri heldur umræðum
þeirra sem að sýningunni
vinna þar sem skoðanafrelsi
er i hávegum haft eftir því
sem sagt er. Leikarar geta
hafnað búningum, leik-
myndum og jafnvel allri
heildarsýn leikstjórans á
verkinu, ef þeim sýnist svo.
Yfirleitt er sú ekki raunin
en engu að siður eru æfing-
arnar i byrjun heldur óform-
legar. Leikararnir setja sig
sjálfa í stöður, hreyfa sig um
sviðið eins og þeim þykir
eðlilegast og áhrifaríkast.
Tíðum eru löng hlé meðan
heitar umræður eiga sér
stað. Reyndar er hvatt til
slíkra umræðna, þar sem all-
ir hafa málfrelsi svo að ekk-
ert er því til fyrirstöðu að
hvíslarinn gefi aðalleikaran-
um holl ráð. Hlutverk ieik-
stjórans er þannig fyrst og
fremst að örva samverka-
mennina, svara spurningum
sem kunna að rísa og slipa af
agnúana sem í ljós kunna að
koma.
Árangurinn af þessum vinnu-
brögðum félagsins hefur
ekki látið á sér standa. Und
anfarin ár hefur RSC haft
betur í keppninni við brezka
þjóðleikhúsið um hylli
áhorfenda og þó öllu heldur
um hylli gagnrýnenda. Old
Vic, eins og þjóðleikhúsið er
oft kallað, er einatt vett-
vangur mikilfenglegra
skrautsýninga á verkum
Shakespeares og stórleikara.
Ýmsir vilja þó meina að
betri heildarsýn megi fá í
sýningum RSC á t.d. Oþelló
og Kaupmanninum í Feneyj-
um en hjá Sir Laurence Oli-
vier sem Oþelló eða Shylock.
Margir hafa annars reynt
að skilgreina frekar hvar
skilur með brezka þjóðleik-
húsinu og konunglega
Shakespeare leikfélaginu i
túlkun á verkum meistar-
ans. Niðurstaðan verður þá
oftast sú, að RSC hafi á sér
róttækara svipmót, sýningar
þess vafningalausari, skarp-
ari og án tilgerðar. Sagt er
að RSC leggi meiri áherzlu á
boðskapinn en tilfinningarn-
ar, og það búi yfir hæfileika
til að grafa upp fimmtán
mismunandi meiningar úr
fimm línum Shakespeares.
The Royal Shakespeare
Company hefur haft mikil
áhrif í Englandi. Það hefur
átt sinn mikla þátt í að eyða
þeim staðhæfingum að leik-
rit Shakespeares séu ekkert
annað en óperur án tónlistar
og sýnt fram á aó enn sé
sama bit í flestum þessara
verka og þegar þau voru
skrifuð. RSC hefur lagt lífið
upp úr íburðarmikilli sviðs-
umgjörð, þar eð forráða-
menn félagsins telja slíkt að-
eins til þess fallið að draga
athygli áhorfenda frá inn-
takinu í verkum
Shakespeares. I mörgum
sýningum RSC hefur sviðið
verið nánast autt og leik-
munir í lágmarki, þó að bún-
ingarnir fái að halda sér, og
að mati leikstjóra RSC eru
einkum tvær ástæður sem
réttlæta þessa aðferð — ann-
ars vegar sýni leikararnir
áhugaverðari leik, ef þeir
þurfi að miklu leyti að
treysta á eigin líkamsþrótt
og hins veg^ar komist boð-
skapur leikritanna betur til
skila, séu áhorfendur stöð-
ugt minntir á að sviðið er
sviðið en ekki Feneyjar eða
Veróna.
Nú eru ýmsar blikur á lofti í
rekstri þessa fræga leik-
félags. Stóraukinn tilkostn-
aður hefur valdið félaginu
miklum rekstrarerfiðleik-
um, og hefur það sótt til
ríkisins um stóraukinn styrk
á sama tima og það leitar á
náðir almennings um fram-
lög til viðgerða og endur-
bygginga á Stratford-
leikhúsinu. Leikhússtjórinn,
Howard Nunn, segir þó að
þrátt fyrir þetta muni leik-
flokkurinn halda áfram að
taka áhættu í verkefnavali
og uppfærslum — „vegna
þess að við verðskuldum
ekki ríkisstyrk, ef við fá-
umst einungis við leikrit
sem einkareknu leikhúsin
geta leyst sómasamlega af
hendi".
Keflavik — Suðurnes Útsala hefst mánudaginn 3. marz. Skóbúðin Keflavík. Til sölu sem ný brettasamstæða á Mercedes Benz 1 1 13 1972. Upplýsingar gefur Jónas Kjerúlf, Leirárskóla, simi 93-2111.
Milliveggjaplötur fyrirliggjandi. Athugið að nákvæmni í stærð og þykkt sparar pússningu. Steypistöðin hf., sími 33603. Matsveinn óskast á netabát. Uppl. í sima 86198, Rvk.
Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN 27. Sími 25891. Reglusöm stúlka óskar eftir litilli ibúð með baði og sérinngangi. Góð umgengni og árs fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 43946.
Útgerðarmenn Getum bætt við okkur einum til tveimur færabátum í viðskipti. Fiskverkun Baldurs og Júlíusar, Sandgerði, símar 92-7607 og 92-7529. Ytri IMjarðvik Til sölu mjög góð neðri hæð í tvibýlishúsi. Allt sér. Eigna og verðbréfasalan, Hring- braut 90, Keflavik, simi 92- 3222.
Múrarameistari getur bætt við sig -verkefnum. Uppl. í síma 20390. Til sölu Einbýlishús við Selbrekku i Kópavogi. Stærð um 160 fm. Hitaveita. Innbyggður bilskúr. Dr. Gunnlaugur Þórðarson hrl., Bergstaðastræti 74, simi 16410.
Húsdýraáburður Ökum húsdýraáburði á lóðir. Dreif- um úr ef óskað er. Ódýr og góð þjónusta. Uppl. í sima 1 7472. Togarasjómaður óskar eftir að fá leigða trillu 3ja—5 tonna. Þeir, sem vildu . sinna þessu sendi tilboð til blaðsins merkt: „trilla — 6641'.
Önnumst ýmiss konar við- gerðir. Tek að mér að skipta um gler. Set i tvöfalt, kitta upp, málning og fl. Uppl. i sima 84388. Geymið aug- lýsinguna. Óska að kynnast góðum reglusömum manni á aldrinum 30—40 ára. Tilboð merkt: „vinátta 9682 ", sendist afgr. Mbl. fyrir 1 5. þ.m.
Fiskeldismann vantar í klak- og eldisstöð i grennd við Reykjavík. Listhafendur leggi inn nafn í bréfi merkt „Fiskeldi — 661 8” á afgr. Mbl. fyrir 1 5. mars. íbúð óskast Kona með tvær stálpaðar telpur óskar að taka á leigu, þægilega 3ja herb. íbúð í Reykjavík. Góðri umgengni heitið. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 1. apríl merkt: ..Reglusöm — 9681".
Til sölu 280 hestafla MVIVI bátavél, ásamt gir, skrúfu og miklu af fylgihlut- um. Upplýsingar i sima 99-1426. Heyblásari til sölu Til sölu er rafdrifinn heyblásari, sem bæði má nota til þurrkunnar og blásturs á heyi i heygeymslur. Upplýsingar i sima 91-50569.
Trésmíðavél Vil kaupa sambyggða trésmíða- vél. Upplýsingar í síma 82436 (á kvöldin). Húsasmiðir Óska eftir húsasmið til að taka að sér mótauppslátt á einbýlishúsa- grunni, í Norðurbæ i Hafnarfirði. Upplýsingar i síma 34848 og 52754.
Hestar Þrir hestar til sölu, 7 vetra hryssa leirljós, 7 vetra hestur jarpur, 3ja vetra hryssa rauð. Uppl. i sima 42071 og 41878. „3—4 herbergja íbúð óskast sem fyrst, fyrirfram- greiðsla. Upplýsingar i sima 17862".
Hillmann Hunter '70 sjálfskiptur fallegur bill, til sölu. Má borgast með 1 —2 ára skuldabréfi, eða eftir samkomu- lagi. Simi 16289. Fermingarkjólar o.fl. Fermingarkjólar verð frá kr. 2.500. Síðir kjólar verð frá kr. 3.500. Dagkjólar allar st. verð frá kr. 3.600. Fatamarkaðurinn Laugaveg 33.
Hestamannafélagið
Fákur
FRÆÐSLU-
OG MYNDAKVÖLD
verður halaiu I félagsheimili Fáks fyrir unglinga
mánudaginn 3. marz kl. 8.30. Sýnd verður
kvikmynd af hestum. Rætt um meðferð hesta.
Þeim, sem ætla að vera í reiðskóla Fáks, er
sérstaklega boðið ókeypis aðgangur.
Allir velkomnir.
Skemmtinefnd Fáks.