Morgunblaðið - 02.03.1975, Page 18

Morgunblaðið - 02.03.1975, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1975 breyting án listar Engin VIÐTAL Eimreiðarinnar er að þessu sinni (4. tölublað 1974) við Kristján Davíðsson listmál- ara. Meðal þess sem Kirstján er spurður að er hvort abstrakt- málarar hafi ekki fjarlægst al- menning. Kristján svarar: „Listamaðurinn hefur alltaf verið tiltölulega einangraður. Þess vegna finnst svo mörgum, að hinum sanna listamanni fari aftur með hverju nýju verki, sem frá honum kemur, af því að menn þurfa sífellt að ná sam- bandi við hann á nýjan leik.“ Þegar spurt er hvort abstraktlist sé ekki list fyrir fáa útvalda i ríkara mæli en list fyrri tíma svarar Kristján því neitandi. Hann leggur áherslu á að men þurfi að hafa hæfi- leika og þekkingu til að njóta abstraktlistar. Orð hans gilda að sjálfsögðu um alla list og því má bæta við að án fyrirhafnar, vinnu, öðlast engínn skilning á list. Umdeilanlegri er sú stað- hæfing Kristjáns að sagan eins og hún var hjá Delacroix og Daumier sé búin að vera, frá og með Cézanne. Myndin sjálf tekur við af söguefninu, segir Kristján, en neitar ekki tengsl- um við náttúruna. Hann kveðst vera farinn að mála fígúratífar myndir aftur. Ef til vill legg ég ranga merkingu I orð hans um sögu í mynd, en sagan held ég að sé greinileg í verkum margra málara nú á timum, ekki síst hjá hinum yngstu. Kristján Davíðsson gerir ágætlega grein fyrir skoðunum sínum á ýmsum efnum, eins og vænta mátti. Hann segir til dæmis um sósíalrealismann að hann sé „eins konar kjaft- háttarsamkomulag manna, sem skipta sér af list án þess að hafa af henni gaman“. Slíkir menn eru víst ekki eingöngu i Rúss- landi heldur er þá að finna mitt á meðal okkar eins og nýleg afskipti borgarráðsmanna af Kjarvalsstöðum sanna best. Hvers vegna eru listamenn nauðsynlegir, er spurt ósköp fávíslega í lok viðtalsins. Kristján svarar eftirminnilega: „Það er vegna þess, að engin breyting verður á hugsunar- hætti manna, ef iistamenn eru ekki til: Eilifur dagur. Eilíf nótt.“ í smásögunni Fílabeinsturni lýsir Þorvarður Helgason þróun ungs manns, sem elst upp víð marxískar kenningar, vex frá verkalýðsbókmenntum kreppuáranna til skilnings á innhverfum verkum skálda, sem hann kallar sjálfur „vini undursamleikans". Þetta er lagiega gerð saga, en ekki laus við tilfinningasemi. Athyglisverð grein er í Eimreiðinni eftir Séra Gunnar Kristjánsson. Greinin nefnist Bókmenntir og trúarbrögð, ný- stárlegt viðfangsefni. Islenskir prestar hafa lagt töluvert af mörkum til ísienskra bók- mennta og bókmenntaumræðu á siðustu áratugum. Nægir í því sambandi aó nefna séra Sigurbjörn Einars- son, biskup, sem oft hefur fjallað viturlega um íslenskar bókmenntir og átt sinn þátt i að minnka bilið milli skálda og kirkju. Mér virðist Gunnar Kristjánsson aftur á móti ekki lesinn I islenskum nútímabók- menntum. Hann einbiínir um of á Halldór Laxness, en hefur þó komist í Mjallhvítarkistu Kristján Davíðsson Jóns úr Vör eftir tilvitnunum að dæma. Fullyrðing Gunnars, sem lýsir sér í eftirfarandi orðum er heldur klén og auð1 velt að hrekja hana með mörg- um dæmum: „íslenzkar nútimabókmenntir bera vitni um ömurlega fáfræði rithöf- unda okkar á kristinni trúfræði og lífsskoðun kirkjunnar al- mennt, og oftast kemur hún í mjög svo röskuðum skilningi út úr verkum þeirra. —“ Aftur á móti er grein Gunnars tilvalinn umræðugrundvöllur og virð- ingarvert er hve hann gerir sér glögglega grein fyrir mikilvægi sambýlis skáldskapar og kirkju. Lýður Björnsson er í vígahug í grein sinni Þankar á þjóð- hátíóarári. Hann beinir geiri sínum að hinum alræmdu „menningarvitum", menn- ingarleg forsjá ákveóins hóps manna er honum þyrnir í aug- um. Sjálfsagt á Lýóur hér við gagnrýnendur, en ýkir mjög áhrif þeirra á hvað fólk til dæmis velur sér til lestrar. Verra er að hann er haldinn þeirri firru, sem er víst nokkuð algeng, að þeir, sem fjalla um listir og bókmenntir, líti niður á almenning. Sönnu nær væri að virðing fyrir almenningi fælist í því að gera auknar kröfur til þess, sem listamenn og rithöf- undar bera á borð. Það lestrar- efni, sem Lýði þykir skemmti- legt, „islenzkar þjóðsögur og ýmsar innlendar frásagnir af dulrænum toga“, fær yfirleitt góðar viótökur í blöðum, ekki síst hjá gagnrýnendum. Ýmislegt 1 grein Lýðs er þó vert athugunar. Til dæmis er Framhald á bls. 19 Svart og hvítt Pár Lagerkvist: MARtAMNA. 68 bls. □ Bókaútg. Mennsj. □ „Þegar Heródes konungur mikli lifði lífi sínu hér á jörð, var hann svo voldugur, að óvíst er að hann hafi átt sinn líka. Hann var að mínnsta kosti þeirrar trúar sjálfur. Og vera má að hann hafi haft á réttu að standa. Hann var ímynd mannsins, sem uppfyllir jörðina, en er það áskapað, að kyn hans verði einhvern tíma afmáð af henni, án þess að skilja nokkr- ar menjar eftir sig, að því er manni skilst. Enhverfumnú frá þessu og skýrum frá örlögum hans.“ Svona byrjar Maríamna. Lager- kvist var fyrirstríðshöfundur, það er að segja þroskaðist og mótaðist á hinum rósömu tímum fyrir Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON fyrra stríð, andaði að sér menn- ingarlegu andrúmslofti Parísar, varð fyrir áhrifum af frönskum kúbisma og síðar af þýskum expressionisma, lifði tvær heims- styrjaldir og hlaut Nóbelsverð- laun. Hann beindi sjónum að hinu stórbrotna i mannlífinu, megin- þáttum tilfinningalífsins, frum- hvötunum; hatrinu og ástinni fyrst og fremst. Slíkum efnum voru svo gerst skil gerð að sögu- hetjurnar væru líka stórar í sniðum, skapmiklar, kjarkmiklar, athafnasamar; og spillti þá ekki að þær væru einneginn voldugar. Og gætu þannig látið mikið illt eóa mikið gott af sér leiða, réðu yfir lífi og iimum annarra og gætu þannig beitt ótakmörkuðu valdi að eigin geðþótta. Eða að hinu leytinu algerir þolendur, en sannar í tilfinning sinni og lífs- hlutverki, trúar köllun sinni. Af hinu fyrrnefnda tagi er Heródes í þessari sögu. Hann er svo illur, svo grimmur, svo heiftrækinn og haldinn svo óslökkvandi kvala- losta að nærri lætur að hann sé alillur: djöfullegur. Skipti hans við annað fólk eru flest á sömu bókina hvort sem hann teflir við óvini á vígvelli eða gamnar sér við konur í höll sinni, allar hans at- hafnir eru grimmilegar; gleði finnur hann aðeins (ef gleði skyldi kalla) í grimmdinni. Þar til Maríamna verður á vegi hans. Þá verður hann, allsendis óvænt, snortinn einhvers konar ást, annar og betri maður. Ofurhrifn- ing grípur hann. Öllum stundum hugsar hann um þessa stúlku sem hefur haft svona kynleg áhrif á hann, kynleg og allt önnur en gleðikonurnar í hcllinni sem skorti þó hvorki fegurð né ögr- Sýning Listasafn ASl hefur haft for- göngu um að sýna riss og vatns- litamyndir eftir Snorra Arin- bjarnar, sem ekki hafa verið sýndar áóur. Allir þeir, er þekkja til myndlistar á íslandi, vita, að Snorri Arinbjarnar var einn af merkustu iistamönnum okkar fyrr og síðar. Hann var ekki lang- lífur og átti við vanheilsu að stríða um langt árabil, samt liggur ótrúlega mikið af merki- legum listaverkum eftir hann, og ég held, að það væri tímabært að fá verulega yfirlitssýningu á andi vaxtarlag. Slíkt prýddi Marí- ömnu að vísu i ríkum mæli. Það var þó eitthvaó annað og meira sem heillaði harðstjórann. Hver var hún? Dag einn er hún ófor- varandis komin á fund hans til að biðja griða ungum frænda sinum sem var fangi i kjallara hallar- innar. Þvílíkar bænir höfðu allt til þess haft lítil áhrif á hinn grimmlynda kóng. Gott ef sá, er þær flutti, hélt lífi sjáifur. En nú bregður svo við að Heródes verður við ósk ungu konunnar. Og meir en svo — hann tekur sér hana til ekta. Uppbyrjast nú áköf hjónabandshamingja með mikilli ást af hans hálfu en eftirlæti af hennar hálfu er leiðir til mun mildari stjórnar yfir þegnunum. Maríamna er svo góð, má ekkert aumt sjá og síst af öllu vita af Snorra verkum hans við gott tækifæri. Hér er auðvitað verkefni fyrir Listasafn Islands eða aðra aðila, sem geta hýst slíka sýningu. Væri ef til vill gott verkefni fyrir næstu listahátíó? Snorri var mikill meistari i vatnslitageró, og á þvi sviði er margt ágætra verka til eftir hann. Sumt af þvi, er nú er sýnt í sölum Listasafns ASÍ, flokkast sannar- lega undir það besta, er hann hefur gert, en það eru líka verk, sem ég veit ekki, hvort Snorri sjálfur hefði samþykkt að velja til neinum píndum né kvöldum í rík- inu af völdum eiginmanns síns. Og það meta þegnarnir; þeir þakka drottningu sinni, elska hana og virða. En lukkan varir skamma hríð. Heródes heldur þetta ekki lengi út og eðli sínu tekst honum ekki að breyta. Astin á Maríömnu megnar ekki að brjóta niður sjálfselsku og eigngirni konungs- ins heldur snýst upp í afbrýði og heift. Að lokum ræður hann leigumorðingja til að stytta henni aldur en drepur síðan leigumorð- ingjann eigin hendi. Líf sjálfs síns endar hann svo, einn, yfirgef- inn og sjúkur í höll sinni. Lagerkvist hneigðist til klassískrar frásagnarlistar og þetta er líka klassískt frásagnar- sýningar. Það er að segja: Þarna er nokkuð misjöfn framleiðsla á ferð, þegar miðað er við hvað Snorri hefur afrekaö á þessu sviói. Eitt er þarna líka, sem ég man ekki eftir að hafa séð á sýn- ingum á verkum eftir Snorra Arinbjarnar áður. Það eru riss, sem hann hefur gert af einstakri kunnáttu og listrærfum tilþrifum. Ég held, að það, er kom mér mest á óvart á þessari sýningu, hafi verið þessi eldsnöggu riss, sem stundum eru gædd kýmni og jafn- vel ádeilu, sem annars er ekki mjög áberandi I verkum Snorra. Að minu áliti eru þessi verk það merkilegasta á þessari sýningu, en þess verður að gæta, þegar orð min eru lesin, að ég hef margt séð af vatnslitamyndum Snorra, og þær, er þarna eru sýndar, komu mér ekki á óvart, enda þótt öll þau verk, er þarna eru til sýnis, komi nú í fyrsta sinni fyrir al- mennings sjónir, eins og áður er sagt. Um það er engum blöðum að fletta, að Snorri Arinbjarnar er sérstæður listamaður i myndlist Islendinga og að hann er og verður í fremstu röð þeirra manna, er stundað hafa myndlist á þessu landí. Verk hans hafa einkennilegt seiðmagn, sem gerir þau eftirminnileg og sannfær- andi. Hann vann á einkar sérstæð- an hátt og var raunar engum líkur í listsköpun sinni. Því er það ætíð fagnaðarefni, er verk hans sjást opinberlega, og ég er ekki í neinum vafa um, að þeir, sem Pár Lagerkvist arnar ekki þekkja til myndgerðar Snorra Arinbjarnar, öðlast skiln- ing og þekkingu við kynningu þessara verka. .• Það er óþarfi að fjölyrða um Snorra Arinbjarnar og verk hans. Þar er á ferð myndlist, sem segir það, sem segja þarf og stendur fyrir sínu. Þetta er fróðleg og skemmtileg sýning, sem allir ættu að sjá, sem ánægju hafa af góðri myndlist. Það eru 44 verk á þess- ari sýningu, sem sanna okkur, hve íslensk myndiist hefur verið um- Myndlist eftir VALTÝ PÉTURSSON brotasöm og merkileg á áratugn- um fyrir síðustu heimsstyrjöld og allt fram á líðandi stund. Það má líka muna það, að Snorri var ekki sérlega dáóur listamaður framan af ævi og átti erfitt uppdráttar sem málari. En hann naut vináttu og sérlegrar umhyggju bræðra sinna, og eiga þeir því einnig hlut- deild í, að verk hans urðu til. Því má ekki gleyma, sem gott er gert listamönnum, nóg er af hinu. Að síðustu vil ég taka það skýrt fram, að hér er á ferð sýning, sem er það merkileg, að enginn sá, er vill eitthvað vita um myndlist okkar, má láta hana fram hjá sér fara. Snorri Arinbjarnar listmálari við opnun á einni sýninga sinna. Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.