Morgunblaðið - 02.03.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.03.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1975 ................................. Slagsíðan hefur á undanförnum mánuðum birt nokkrar greinar um unglingavandamál, þ.e. um þá ungl- inga, sem á einn eða annan hátt valda fullorðna fólkinu vanda með hegðan sinni og athöfnum. Sjaldnast hefur tekizt að benda á ákveðnar orsakir hinna ýmsu þátta unglinga vandamálsins, en furðu oft hefur athyglin í því sambandi beinzt að fullorðna fólkinu. Virðist útkoman gjarnan verða á þessa !eið, þegar litið er yfir greinarnar í heild: ,,Án fullorðna fólksins væri ekkert unglingavandamál til!" Þótt ýmsum kunni að virðast þessi staðhæfing einkennileg, þá er það víst, að hún hæfir fyllilega þvi vandamáli, sem áfengisneyzla ungl- inga er. Því að sala áfengis hér innanlands er með þeim hætti, að ógerningur á að vera fyrir ungling undir tvítugu að ná sér í áfengi til neyzlu, nema annað tveggja komi til: Að unglingurinn hreinlega steli áfenginu eða þá, að einhver eða einhverjir fullorðnir menn standi að því að útvega unglingnum áfengið. Og í báðum þessum tilvikum hefur verið framið lögbrot, þegar áfengið er komið í hendur unglingunum. Hann hefur sjálfur framið lögbrot, hafi hann stolið víninu, en ef einhver fullorðinn hefur útvegað honum það, hefur sá hinn sami brotið lögin, sem banna, að unglingum undir tvítugu sé veitt áfengi eða útvegað. Því má hiklaust segja, að ef full orðna fólkið legði á það ríka áherzlu að hindra, að unglingar kæmust yfir áfengi, þá ætti að nást dágóður árangur í þeim efnum. En alltaf eru til einhverjir, sem hika ekki við að útvega unglingum áfengi — og hafa e.t.v. tekjur af þvi sjálfir. Og það eru þessir aðilar, sem í rauninni eru undirstaða þess unglingavandamáls, sem áfengisneyzlan er. Án þessara manna væri vandamálið áfengis- neyzla unglinga ekki til eða a.m.k. svo lítið vandamál, að vart tæki því að minnast á það. Slagsíðan tekur áfengisneyzlu unglinga til meðferðar í þessari grein og annarri, sem síðar verður birt. Áfengisleyzla meðal unglinga hefur oft áður verið rædd í fjölmiðlum, en án sjáanlegs árangurs, því að hún er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Hver árangurinn af birtingu þessarar greinar um áfengisneyzluna verður er erfitt að spá um, en vonandi verður hún til að vekja menn til umhugsunar, sem aftur leiði svo til aðgerða síðar meir. Þessi grein byggist á viðtölum Slagsíðunnar við ýmsa aðila um áfengisneyzlu unglinga, þar á meðal við nokkra unglinga, sem sjálfir hafa upplifað flest það, sem hér er talað um. Heildarmyndin, sem fékkst eftir þessi viðtöl, var afar svipuð, hvort sem um var að ræða frásagnir ungl- inganna, svör lögreglumanna eða starfsmanna í æskulýðsmálum. Virð- ist heildarmyndin því nokkuð áreiðanleg, enda þótt hún hljóti að verða harla líflaus og þurr í grein sem þessari, í samanburði við lífið sjálft. Hefur Slagsíðan því í hyggju að bæta þetta að nokkru leyti upp með því að birta á næstunni aðra grein um áfengismál unglinga, en þá fyrst og fremst lýsingu á því sem fyrir augu ber við skemmtistaði, á lögreglustöðinni og e.t.v. víðar. Þegar reynt er að tengja saman hið mikla magn upplýsinga, sem við- töl við marga aðila gefa, vill út- koman verða sú, að hvergi sé hægt að finna upphaf að efninu og hvergi endi. Hvar á að hefja frásögn af áfengisneyzlu unglinga? Og hvernig á hún að enda? Er viðfangsefnið nokkurn tíma fullafgreitt? Slagsíðan bregður því á það ráð f þetta skiptið að birta eins konar viðtal, en við marga aðila í einu. Ættu spurningar Slagsíðunnar að geta komið í stað þeirra spurninga, sem lesendur vildu spyrja þessa aðila, ef færi gæfist. Æ YNGRI UNGLINGAR HEFJA ÁFENGISNEYZLU Á hvaða aldri eru þeir ungl- ingar, sem neyta áfengis, og hefur aldurinn fariS lækk- andi? í könnun á áfengis- og fíkniefna- neyzlu unglinga í Reykjavik, sem HILDIGUNNUR ÓLAFSDÓTTIR, AFBROTAFRÆÐINGUR, ger8i árið 1972, kom fram, með samanburði við niðurstöður eldri kannana á sömu málum. að algengara var orðið en tveimur árum áður að unglingar neyttu áfengis. Og HELGI DANÍELSSON, RANNSÓKNAR- LÓGREGLUMAÐUR. sem hefur með ölvaða. Það er næstum daglegt brauð." Og gagnf ræðaskólanemendur bentu á. að nú væru nemendur i 1. bekk gagnfræðaskóla margir mjög ákafir i drykkjunni. en fyrir fáum árum hefði það ekki þekkzt, að ungl- ingar á þeim aldri neyttu áfengis. Hins vegar bentu þeir Valur og Ómar á, að reynslan I Fellahelli og Tónabæ hefði sýnt, að aldurs- árgangarnir 15—17 ára væru ekki eins erfiðir nú og áður fyrr. Það væri eins og unglingar á þessum aldri hefðu dregið nokkuð úr áfengis- neyzlunni, miðað við það sem tiðk- aðist fyrir fáum árum, er þessir aldurshópar voru mjög erfiðir. Ekki höfðu aðrir viðmælendur Slagsið- unnar þó orðið varir við slíka þróun og kann hún að vera tengd fyrr- greindum stöðum eingöngu. AFAR AUÐVELT AÐ NÁ í ÁFENGI Hvernig gengur ungl- ingunum að ná sér í áfengi og hvaða aðferðir hafa þeir til þess? Öllum þeim, sem Slagsiðan talaði við, bar saman um, að unglingunum virtist afar auðvelt að verða sér úti um áfengi. Og menn nefndu einnig sömu aðferðirnar, sem unglingarnir unglingaafbrot að gera, er þessu sammála „Á þeim 10—11 árum, sem liðin eru síðan ég hóf lögreglustörf, hefur mikil breyting orðið í þessum efnum, þannig að aldur þeirra unglinga, sem eru að hefja áfengisneyzlu, hefur lækkað. Ég man t.d. eftir fyrsta ungl- ingnum innan við fermingu, sem ég sá ölvaðan, og hver áhrif sú sjón hafði á mig. Nú kippir maður sér ekki upp við að sjá ölvaða unglinga og það allt niður í 12 ára aldur. Þetta er orðið svo algengt." VALUR ST. ÞÓRARINSSON, FORSTÖÐUMAÐUR félagsmið- stöðvar Æskulýðsráðs Reykjavíkur í Fellahverfi, sem Fellahellir nefnist, segir það sama: „Áfengisaldurinn hefur færzt neðar á undanförnum árum, niður I 1 2 ár eða jafnvel lægra." Og ÓMAR EINARSSON, FOR- STÖDUMAÐUR TÓNABÆJAR, segir: „Við höfum orðið vör við það upp á siðkastið. að 10—12 ára börn eru farin að hima fyrir utan Tónabæ á kvöldin, snapandi sopa og sopa hjá eldri unglingum og fá jafnvel gefins flöskur með slatta í, þegar þeir eldri eru að fara inn í húsið. Áfengis- neyzlualdurinn er greinilega á niður- leið." GÍSLI PÁLSSON er ungur lögregluþjónn í Reykjavík, með tæp- lega þriggja ára starfsaldur að baki. Á þessum skamma tima hefur hann orðið var við breytingu: „Manni blöskrar oft hvað ungir unglingar fara að nota áfengi, og fyrst kemur i hugann. að það hljóti að vera eitthvað meira en lítið að hjá heimilum og foreldrum, þegar svo er komið fyrir börnum þeirra. Ég minnist 12 ára stráks, sem lögreglan tók, talsvert illa á sig kom- inn af ölvun. Haft var samband við heimili hans — hann átti einungis móður —, en ekki var hægt að fara með hann heim til hennar þvi að þar var gleðskapur, áfengi haft um hönd og hún greinilega ölvuðust allra. Ég kynntist þessari ömurlegu mynd fljótlega eftir að ég hóf störf i lögreglunni, en eftir þvi sem mánuð- irnir og árin liðu sljóvgaðist hún. Nú er maður hættur að kippa sér upp við það að sjá 13—14 ára unglinga notuðu til að ná f áfengið: Algengast er, að unglingarnir fái einhverja eldri kunningja sina til að kaupa fyrir sig, eða einhverja ókunna menn, gjarnan róna, stundum gegn greiðslu. Sögðu unglingar Slagsíðunni, að enginn vandi væri að fara niður á Lindar- götu og hitta þar einhverja menn, sem vildu taka að sér að kaupa áfengi gegn því að fá sprittglas að launum En liklegast eru kunningjar ungl- inganna duglegastir við innkaupin. Algengt er, að nokkrir unglingar biðji alltaf sama aðilann um að kaupa fyrir sig, og er það þá gjarnan eldra systkini einhvers i hópnum eða annar kunningi. Jafnvel getur verið um tröppugang að ræða: Unglingarn- ir þekkja einhvern nokkrum árum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.