Morgunblaðið - 02.03.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.03.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1975 3 Sovézk blöð reifa ræðu Sorsa á 23. þingi Norðurlandaráðs — Ummœli hans harðlega gagnrýnd í Noregi 1 fréttum NTB-frétta- stofunnar á föstudag var skýrt frá því að tvö sovézk blöð, utanríkismálatímaritið „Sa Rubjesjom" og stjórnarblaðið „Isvestija" hefðu þá um daginn reifað hugmynd Uhros Kekkonens, forseta Finnlands, um að Norðurlönd verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði og ummæli Kalevis Sorsa, for- sætisráðherra Finnlands þar að lútandi á þingi Norðurlanda- ráðs í Reykjavík á dögunum, en þau hafa mætt gagnrýni, sér- staklega í Noregi — svo sem getið verður hér á eftir; en fyrst verður rakin nokkurn veg- inn í heild frásögn NTB. Moskvu, NTB. Sovézkir fjölmiðlar héldu á föstudag áfram baráttu sinni fyrir því, að Norðurlönd verði kjarnorkuvopnalaust svæði. Að þessu sinni er það utanríkis- málatímaritið „Sa Rubjesjom", sem málið reifar i sambandi við ræðu Kalevis Sorsa, forsætis- ráðherra Finnlands, á fundi Norðurlandaráðs í Reykjavík á dögunum. Þar lagði Sorsa til, að Norðurlöndin tækju að nýju til athugunar tillögur Kekkonens um mál þetta á grundvelli breyttra aðstæðna í Evrópu, sem viðleitnin til að minnka spennu milli Austurs og Vesturs hefði haft i för með sér. Blaðið segir, að yfirlýsing Sorsa hafi mætt áhuga og feng- ið „breiðar, jákvæðar undir- tektir“; nokkrir fulltrúar á þinginu hafi mælt með því sem hann sagði. Hins vegar leggur tímaritið áherzlu á, að tilraunir til að framkvæma hugmyndir Kekkonens muni mæta öflugri andstöðu, sérstaklega muni herfræðingar Atlantshafs- bandalagsins og áhrifamiklir aðilar, sem standi bandalags- ríkjunum nærri, beita sér gegn áætlun Kekkonens — sem tíma- ritið segir, að eigi hljómgrunn meðal íbúa Skandinaviu. Tímaritið segir, að með þvf að hraða evrópsku samvinnu- og öryggismálaráðstefnunni verði rudd braut til lausnar annarra mikilvægra mála, og þá sérstak- lega Kekkonen-átluninni. Sovétstjórnin hefur undan- farið rekið harðan áróður fyrir því að öryggismálaráðstefnunni verði lokið í sumar með leið- togafundi í Helsinki. Stjórnarmálgagnið ,,Isvetija“ tekur mál þetta einnig til um- ræðu, í grein eftir Juri Golosju- bov, sem sérstaklega leggur út af þeim ummælum Kalevis Sorsa við heimkomuna til Finn- lands eftir aó Norðurlandaráðs- þingið, að Finnar muni halda áfram að vinna að því að Norðurlöndin verói kjarnorku- vopnalaust svæói, enda þótt hugmyndir þar að lútandi hafi ekki hlotið samþykki allra á þinginu. Sömuleiðis drepur blaðið á, að misjafnlega hafi verið tekið undir hugmyndir finnskra fulltrúa á þinginu um þátttöku Sovétríkjanna i norr- ænu samstarfi. „Isvestija" segir, að á þinginu hafi komið fram alvarlegar mótsagnir í umræðum um svæðisbundin efnahagsmál og utanrikispólitisk vandamál — og sakar tiltekin öfl í Skandinavíu og á Vesturlönd- um um að vilja notfæra sér hugmyndina um norræna sam- vinnu sjálfum sér til framdrátt- ar, — en slíkt stríði gegn hags- munum hinna norrænu þjóða. I þessu sambandi skal þess getið, að Morgunblaóinu hefur borizt eintak af finnska dag- blaðinu Hufvudstadsbladet, ásamt ritstjórnargrein úr Noregs Handels- og Sjöfartstidende, þar sem fram kemur, að í Noregi hefur víða verið brugðizt af hörku við ræðu þeirri, sem finnski for- sætisráðherrann hélt á þingi Norðurlandaráðs. Segir finnska blaðið frá viðbrögðum þriggja norskra blaða, Aftenposten, Arbeiderbladet og Morgen- bladet. Aftenposten. segir til dæmis í ritstjórnargrein, að ræða Sorsa hafi fengið þær viðtökur í Noregi, sem hún hafi átt skilið; Norðmenn hafi engan áhuga á að hætta samvinnu sinni við Vesturlönd og kalla þar með yfir sig „finnlandiseringu“. Danir séu sama sinnis og jafn- vel i Sviþjóð megi glöggt greina lystarleysi manna gagnvart Kekkonenáætluninni. Leggur Aftenposten síðan áherziu á, að Norðurlöndin hafi lengi verið kjarnorkuvopnalaust svæði — og sé ekki unnt að líta á þessa tilburði Finna öðru vísi en sem vindhögg, sem sé til þess eins fallið að valda óró og gera mönnum gramt i geði. Arbeiderbladet, málgagn norska verkamannaflokksins, leggur að sögn finnska blaðsins einnig áherzlu á, að Norðurlönd séu í reynd kjarnorkuvopna- laust svæði og ekkert bendi til þess, að á því verði nein breyt- ing. Blaðið segir, að Sorsa hafi varla getað vænzt annarra við- bragða af hálfu Norðmanna en ræða hans fékk, en þó ummæli hans hafi vakið athygli, sé ólík- legt, að þau hafi nokkur áhrif á samvinnu Norðurlandanna í framtíðinni. Morgunbladet skrifar, að um- mæli Sorsa séu heppileg fyrir Norðmenn, því að þau sýni af- Kalevi Sorsa á blaðamanna- fundi í Þjóðleikhúsinu meðan 23. þing Norðurlandaráðs stóð þar yfir. stöðu Sovétstjórnarinnar og áhuga hennar á því að koma Norðurlöndum innfyrir áhrifa- svæði Murmansksstöðvarinnar. Þar segir, að Norðurlönd séu kjarnorkuvopnalaust svæði, nema þvi aðeins, að til þeirra eigi einnig að telja Murmansk og Kolaskaga, þá séu þau auð- vitað langt því frá að geta talizt kjarnorkuvopnalaust svæói. Hufvudsstadsbladet hefur eftir Sorsa, forsætisráðherra Finnlands sjálfum, að Finnar muni halda áfram að vinna að því, að Norðurlönd verði kjarnorkuvopnalaust svæði, enda þótt hugmyndir þar að lútandi hafi mætt efasemdum hinna Norðurlandaþjóðanna, sérstaklega Norðmanna. Blaðió hefur eftir Sorsa, að samvinna Norðurlanda sé ekki í neinni hættu en hann hafi bent á, að utanaðkomandi þættir hafi eðli- lega sin áhrif á samvinnu þeirra. Sorsa segir, að þingið i Reykjavík hafi verið greinilegt skref fram á við á þeirri braut, sem mörkuð var eftir að Nordek áætlunin strandaði. Árangur þingsins hafi verið jákvæður, þótt skrefið hafi ekki verið ýkja stórt. I ritstjórnargrein Noregs Sjöfarts og Handelstidende, sem Morgunblaóinu hefur borizt, er fjallað um ræðu Sorsa. Þar segir m.a. að það sé nú liðin tið, er nánast þótt ókurteisi að brydda upp á utan- ríkispólitískum málum innan Norðurlandaráðs. „Það er stað- reynd, sem hvorki er ástæða til að harma né hrópa húrra fyrir“ segir blaðið. Það bendir sióan á að orð Sorsa hafi vissulega sín áhrif enda þótt hann sé þriðji maður í stjórn Finnlands til að ræða utanríkismál, — á undan honum komi forseti landsins og utanrikisráðherra. Megi gera ráð, fyrir þvi, að ræða hans hafi verið samin i samráði við þá eða samkvæmt þeirra fyrirskipan, en slík fjarstýring á utanríkis- pólitisku frumkvæði af finnskri hálfu eigi sér fordæmi. Á hinn bóginn segir blaðió, að af hálfu Finna sjálfra hafi Kekkonen-áætluninni aldrei verið haldið mjög stíft fram opinberlega og meðan svo sé, megi lita á hana sem hvert ann- að furðufyrirbrigði á austur- himninum eða t.d. sem „kúbein, sem maður heldur i hendi sér en skirrist við að beita". Siðan minnir blaðið á hverjir hafi tekið jákvætt undir ræðu Sorsa á Norðurlandaráðsþing- inu, þ.e. sósíalistinn Finn Gustavson og kommúnistinn Reidar Larssen, báðir frá Noregi, en Sorsa hafi fengið þau svör frá ábyrgum norskum aðilum, sem hann hafi mátt búast við. „Spurning er hins vegar, hvort ekki á að svara af norskri hálfu jafn opinskátt úr þvi Finnar telja sig hafa rétt til aó ræða stefnu annarra í öryggismálum," segir blaðið. Þá er rætt um afstöðu Finna til Viggen-málsins og tillögu Finnlands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og segir blaðið, að leiðtogar Finnlands geri sér fyllilega ljóst, að Norð- menn telji frumkvæði þeirra lítt æskilegt. Því megi gera því skóna, að málið sé ekki eingöngu til komið af um- hyggju fyrir norrænum hags- munum. Blaóió minnir á tilkomu Kekkonen-áætlunarinnar, sem hafi orðið til eftir orðsendinga- strið Finna og Sovétmanna, sem lauk með fundi þeirra Kekkonens og Krúsjefs í Novósibirsk á sínum tíma. Það minnir á, að vináttusamningur Finna og Sovétríkjanna sé ekki endilega litinn sömu augum utan Finnlands og í Helsinki en vafalaust verði hlustað með at- hygli, ef Finnar óski eftir opin- skáum umræðum um hann og áhrif hans á Norðurlönd í heild. Blaðið bendir á, að ekkert af hinum Norðurlöndunum hafi svo mikið sem ymprað á neinu slíku — enda væri það íhlutun í öryggismálastefnu Finnlands „og slík íhlutun rúmist ekki innan ramma vinsamlegrar og átakalausrar samvinnu Norður- landa,“ segir blaðið að lokum. Rússneskur talsími á floti VIÐ FUND njósnaduflanna að ræður sem það hefur skapað, hef- undanförnu viólandið og þær um- ur komið upp úr kafinu að á und- Tengidós, sem var á duf linu, með rússneskri áletrun. anförnum árum hafa af og til fundizt slík tæki víða við landið án þess að sagt hafi verið frá þeim. Hluti af einu slíku tæki hefur til dæmis verið I Vestmanna eyjum um árabil og hefur það aldrei verið kannað til hlítar og hluti af því er nú týndur. Þegar þetta umrædda tæki fannst fyrir nokkrum árum var það áreki austur við Ingólfshöfða og það var Hilmar Rósmundsson skipstjóri á Sæbjörgu VE sem kom meðdufliðílandog tilkynnti simstöðinni þar um fundinn. Það dufl var liðlega einn m í þvermál og á það var fest vatnsþétt sim- tæki, sem meðfylgjandi myndir eru af. Aletranir á einstökum hlutum eru á rússnesku. Sigurgeir Sigurðsson á simstöð- inni í Eyjum sagði í viðtali við Morgunblaðið, að þeir hefðu á sín- um tíma tekið símtækið af dufl- inu og hefði mjög langur kapall, tugir metra, fylgt taltækinu, en þeir hefðu klippt þá frá. Duflið sjálft kvað hann líklega hafa ver- ið tekið burt í hreinsun eftir gos, en kaplarnir voru innan í þvi. Talsímatækið sem fannst á dufli við Ingólfshöfða á sínum tíma, en margra tuga metra langur kapall var tengdur í talsímann, sem er vatnsheldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.