Morgunblaðið - 06.03.1975, Síða 1

Morgunblaðið - 06.03.1975, Síða 1
36 SIÐUR 52. tbl. 62. árg. FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. SKÆRPLIBAArAS A TEL AVrV SEINT í kvöld barst s6 frétt fré Tel Aviv, að Palestinuskæruliðar hefðu ruðzt á land við mörk Tel Aviv og Jaffa. Munu þeir hafa komið sjðleið- ina, sennilega á gámbát- um. Þeir beittu hand-og rakettusprengjum, svo og vélbyssum. Israelskir ör- yggisverðir þustu á vett- vang, svæðið var kréað af, en þásundir manna voru þarna staddir.Skæru- liðunvim tékst að komast inn i gistihús, en þau eru mörg þama, og báa þar um sig. Préttir voru mjög ésamhljéða og bar ekki saman um fjölda skæruliða. Vitað var, að nokkrir höfðu særzt, en um manntjén var allt á huldu. Laust eftir mið- nætti áttu öryggisverðir og hermenn enn í höggi við skæruliðana. Símamynd AP PETER LORENZ — var sagður þreytulegur, en stillilegur og í góðu jafnvægi, þegar hann hélt blaðamannafund i Vestur-Berlin i gær og skýrði frá vist sinni hjá mannræningjunum i sex daga. Honum var sleppt í vesturhluta borgarinnar i fyrrakvöld og fór hann að næsta simaklefa og hringdi til eiginkonu sinnar, sem lét lögreglu þegar vita. Leitað að ræningjun- um dyrum og dyngjum Phnom Penh 5. marz AP. Reuter. NTB. 1 KVÖLD benti allt til þess, að úrslitaorrustan um Phnom Penh væri hafin og aðeins spurning um klukkustundir, hvenær skæru- liðar hefðu náð borginni á sitt vald. Sækja þeir að borginni úr öllum áttum og halda einnig uppi stöðugum eldflaugaárásum á borgina. Loftflutningum Kanda- ríkjamanna til Phnom Penh var hætt í dag, eftir að ein vél varð fyrir sprengjuárás en tilkynnt var að flutningar yrðu hafnir eins fljótt og auðið yrði. Flugvöllur- inn í Phnom Penh hefur verið lokaður i allan dag vegna stöð- ugra eldflaugaárása. Ford Bandaríkjaforseti og Kiss- inger utanríkisráðherra sögðu í dag að Kambódiumenn væru á siðasta snúningi og Bandaríkin ættu ekki að neita þeim um aðstoð til að verja hendur sínar. Flugvélamóðurskipið Okinawa hefur verið sent upp að ströndum Kambodiu og á að vera til taks að flytja á brott 400 bandaríska rikisborgara sem enn eru í borg- inni. Bandarískur talsmaður í Bankok staðfesti i dag að Banda- rikjamenn hefðu neyðzt til að hætta loftflutningum með mat- væli og annan varning til Phnom Penh. Borgin hefur verið ein- angruð að öllu leyti öðru í heilan Framhald á bls. 20 færið og sló til Davis. Davis sagðist hafa fengið högg i andlitið en hann myndi ekki aðhafast neitt frekar i málinu. Sjónar- vottar sögðu að atburðurinn hefði gerzt eftir að Davis hafði sagt Lawson-að halda kjafti. Aður en til frekari handalögmála kom skárust nærstaddir þingmenn i leikinn og skildu kempurnar. ástæðum, m.a. ef þeir hafa borið ófullnægjandi skilríki og þúsundir hafa verið yfirheyrðar. — Lögreglan hefur látið birta myndir af átta manns sem taldir eru tengdir málinu og sumir þeirra að minnsta kosti grunaðir um að vera viðriðnir ránið. Einn þeirra er Ralf Reinders, sem talinn er fyrirliði hinnar svo- kölluðu 2. júnihreyfingar, sem hefur lýst yfir að hún hafi staðið að mannráninu á Lorenz. Helmut Schmidt, kanzlari Framhald á bls. 20 Handalögmál í Neðri málstofunni Londoh 5. marz.Ntb. TIL tíðinda dró i Neðri málstofu brezka þingsins í gærkvöidi er einn þingmanna íhaldsflokksins, Nigel Lawson, slæmdi skjala- bunka sem hann hélt á til eins þingmanna Verkamannaflokks- ins, Stanley Clinton Davis. Þingforseti, Selwyn Lloyd, hafði ákveðið fundarhlé eftir mjög snarpar orðræður og er ihaldsþingmaðurinn var að ganga út úr salnum notaði hann tæki- Lorenz fékk að fylgjast með atkvœða- talningu borgarstjórnarkosninganna Phnom Penh umkringd á alla vegu — Úrslitaorrustan virðist nú hafin augu hans, þegar að því húsi kom sem hafzt var við í, en eftir að hann hafði verið látinn inn f klefa þar sem hann var f sex daga hefði hann ekki orðið fyrir neinu hnjaski. Jafnskjótt og Lorenz hafði verið látinn laus i gærkvöldi hófst umfangsmesta leit sem um getur i Vestur-Berlín og má líkja borg- inni nú við borg í umsáturs- ástandi. Allt varalið hefur verið kvatt út og skiptir það þúsundum, brynvarðir vagnar og vegatálman- ir eru við allar helztu götur i borginni og húsleit hefur verið framkvæmd i hundruðum húsa i dag. Handteknir hafa verið á annað hundrað manns af ýmsum Símamynd AP KAMBÖDIA — Hlúð er að ungum dreng sem hefur særzt í eldflauga- árásum á Phnom Penh. Kona sem einnig hefur slasazt liggur hjá. Margir telja nú, að til úrslita dragi um það á hverri stundu hvort Phnom Penh fellur. Vestur-Berlin 5. marz NTB. Reuter. AP. — PETER Lorenz, leiðtogi kristi- legra demókrata í Vestur Berlín, sagði á blaðamannafundi í dag að hann hefði fengið viðunandi með- ferð hjá ræningjum sínum miðað við aðstæður. Hann sagði að ræningjarnir hefðu gefið honum sprautur í handleggi og fætur eftir að þeir höfðu stöðvað bifreið hans og sfðan hefði nokkrum sinnum verið skipt um bfla uns komið var á ákvörðunar- stað ræningjanna. Var hann um skeið látinn dúsa í farangursrými einnar bifreiðar og poki dreginn yfir höfuð honum. Hann var handjárnaður og bundið fyrir Skyndiverkföll víða 1 Danmörku í gær Kaupmannahöfn 5. marz NTB. S(J TILKYNNING dönsku stjórnarinnar, að hún ætlaði að leggja fram lagafrumvarp á danska þinginu til að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaðnum, leiddi f dag til þess, að dreifð mótmælaverkföll voru hér og Velasco veikur Caracas 5. marz Reuter. JCAN Velaseo, forseti Perú, er alvarlega veikur að þvf er hlað f Venezuela kvaðst hafa eftir áreiðanlegum heimild- um f dag. Var sagt að forset- anum væri ekki hugað lff. Hann hefur verið heilsuveill sfðan hann veiktist fyrir tveimur árum og varð þá að taka af honum annan fótinn. hvar í Danmörku í dag. (Jr ýms- um áttum heyrðust og þær raddir að til róttækari ráðstafana yrði gripið, þegar efni fagafrumvarps ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt almenningi. Hjá Burmeister og Wain- skipasmiðastöðinni lögðu i dag um 2 þúsund starfsmenn niður vinnu í dag til að láta í ljós andúð sina á þessari ofangreindu ákvörðun stjórnar Ankers Jörgensens og haldnir voru fjöldafundir i mörgum verksmiðj- um og fyrirtækjum. A morgun munu trúnaðarmenn ýmissa skipasmiðastöðva koma saman og ræða málið. Þrír flokkar á danska þinginu, kommúnistaflokkurinn, SF og Vinstrisósialistar hafa gagnrýnt fyrirætlanir stjórnarinnar mjög harkalega. Er ljóst af fréttum að til tiðinda kann að draga i dönsku atvinnulífi á næstunni, þar sem ákvörðun rikisstjórnar Jörgensen hefur mælzt mjög illa fyrir hjá öllum þorra manna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.