Morgunblaðið - 06.03.1975, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 06.03.1975, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1975 19 Meistari hins nakta karlmannslíkama „ÞESSI ofurmennska, einkenni fulikomnunar, stafar að hluta af aldarfarinu. Fyrir Michel- angelo sem barn endurreisnar- tfmans var mannslíkaminn upphafið og endirinn, endur- speglun guðdómsins, tilgangs guðs. Hann teiknaði ekki lands- lag, og mjög fáar andlitsmynd- ir. Þau fáu dýr sem hann teikn- aði eru klunnaleg. Og það er líkami karlmannsins sem oftast höfðar til hans.“ □ Þetta segir Anthony Bailey f New York Times í grein sem birt er f tilefni af þvf, að f dag, 6. marz, eru liðin 500 ár frá fæðingu ftaiska listamannsins Michelangelo, — arkitekts, myndhöggvara, Ijóðskálds, mál- ara og teiknara, sem af sumum er talinn mesti listamaður sem heimurinn hefur átt. Við þetta tækifæri hefur nú verið opnuð sýning á teikningum Michel- angelos f British Museum í London, og fjallar Bailey um Michelangelo og list hans út frá þessari sýningu. Fara hér á eftir glefsur úr grein Baileys. Þrátt fyrir alla sfna fjölhæfni var það í teikningu mannslík- amans, gjarnan á hreyfingu sem Michelangelo náði nánast fullkomnun, og þetta kemur einmitt glöggt fram á þeirri sýningu sem nú stendur yfir í British Museum. Á henni eru 179 teikningar, eða um 2/5 þeirra sem til eru. Teikning var grundvöllur málara- og högg- myndalistar endurreisnar- tímans. Lengst af hafði Miehelangelo miklar mætur á teikningum sínum. Meðal þeirra sýnishorna af ritmennsku Michelangelos, sem eru á sýningunni minnis- atriða um peninga, fyrirmæla til steinsmiða, leiðbeininga til lærisveina, kvæða og sendi- bréfa, er bréf sem hann skrifaði föður sínum frá Róm árið 1506 þar sem hann biður um að fá sendan pakka með teikningum sínum frá Flórens og að póstberinn fari varlega með pakkann: „Svo að minnsta bréfsnifsi skemmist ekki.“ Hins vegar er talið að hann hafi skömmu fyrir andlát sitt mælt svo fyrir að margar teikningar skyldu brenndar, ef til vill I þvl augnamiði að menn síðari tíma héldu að málverk hans og högg- myndir hefðu verið auðveldari í fæðingu, eða ef til vill einfald- lega vegna þess að hann, eins og margir listamenn þoldi ekki mörg af eldri verkum sínum. Teikningunum má skipta 1 sjö flokka. Þær eru teiknaðar með bleki eða rauðri eða svartri krit og stundum margar saman á pappír sem í þann tíð var mjög dýr. Sumar eru fullunnar, aðrar eingöngu brot. Engar teikningar eru af Giotto og Masaccio frá námstíma Michelangelos hjá Ghirlandaio í Flórens, né heldur frá fyrstu dvöl hans í Róm, þegar hann vann að Piéta Péturs- kirkjunnar. En frá öðru Flórenstímabilinu (1501—5) eru skissur fyrir undirbúnings- teikningu þá sem hann gerði af „Cascinaorrustunni“ sem ætluð var sem samsvörun við vegg- límsmynd Leonardo da Vincis „Anghirariorrustuna" í Vecchiohöllinni. Fyrir þessa teikningu valdi Michelangelo augnablik þar sem óvinaher kemur nokkrum hermönnum að óvörum á meðan þeir eru að Líbýska Sybil baða sig 1 ánni Arno, — augna- blik sem gaf Michelangelo tæki- færi til að teikna nakinn karl- mannslíkama í spennustöðu. Frá lýðræðinu í Flórens var Michelangelo kallaður til ein- ræðisins 1 Róm þar sem hann var fenginn til að vinna við gerð grafhýsis fyrir Júlíus páfa II, ásamt hinu mikla verkefni fyrir loft Sixtusarkapellunnar. Frá þessum tíma eru mörg drög að teikningum af Adam, Kristi og Sibyls, alls kyns leikar hans í höggmynda- og húsagerðarlist. Öskylt þessum verkefnum eru ýmiss konar kynlegar grímur, Biblíusenur og dæmi- sagnalegar fántasíur. Sérstakan flokk skipa teste divine, — hárfínt unnar kritar- teikningar sem hann gerði til að gefa ástvinum sínum, — tveimur ungum mönnum, Tomasso de Cavalieri og Andrea Quaratesi, og skáld- konunni Vittoria Colonna, sem hann tók næstum því trúarlegu ástfóstri við á efri árum. Frá þriðja Rómarskeiðinu (1534—64), er hann gerði „Dómsdag", mikið af arkitektúr, nokkrar ,,piétur“ og myndir um komu dauðans, eru skissur fyrir teikningar af englum á flugi, atriði úr lífi og dauða Krists o.fl. Þessi sýning á British Museum markar einnig nokkra breytingu I deilum fræðimanna um verk Michelangelos. Snemma á þessari öld voru nokkrar „Michelangelo- teikningar" eignaðar öðrum listamönnum, samtímamönnum hans, aðstoðarmönnum og læri- sveinum. Sá sem einkum boðaði þetta Bernard Berenson, er nú af ýmsum fræðimönnum talinn hafa „búið til“ a.m.k. einn þessara listamanna, „Andrea di Michelangelo". Austurríski fræðimaðurinn Johannes Wilde, eignaði siðan Michelangelo margar þessara teikninga aftur fyrir Michelangelo-sýningu British Museum árið 1953, og því for- dæmi fylgir þessi sýning. I einni sonnettu sinni segir Michelangelo: „Aðeins i myrkri eru mennirnir i raun og veru til.“ Er hann eltist missti þessi mikli meistari voldugra graf- hýsa og minnismerkja löngun- ina til að festa á pappír ofsalega hreyfingu, snúning likamans, uppréttan handlegg, tjáningu hreyfinganna. Hann trúði á þá nýplatónsku kenningu að lífið þróaðist frá undirgefni líkamans til frelsun sálarinnar. Og þannig fór að líkami hans sjálfs hrörnaði, höndin, sem hélt um pennann eða pensilinn varð óstöðug, og hann hvarf frá nákvæmum, skýrum línum til óljósari forma og skugga. í krossfestingarmyndum sein- ustu ára hans kemur þetta 500 ár liðin frá fæðingu Michelangelos í dag Skissa af Adam. handleggjum, fótleggjum, fingrum og lærum. Á þriðja og síðasta Flórenstímabilinu (1516—34) vann hann við kapellu Medici-fjölskyldunnar og grafhýsi og í skissum fyrir þetta verkefni koma fram hæfi- fram. Mannverurnar eru 1 draugalegum gráma, Kristur blettóttur eins og af ryði, sárum tímans. 1 þessum myndum er ekki sama orkan og dýrkunin. Þær eru jarðbundnari, fjarri hinu guðdómlega, mannlegri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.