Morgunblaðið - 23.03.1975, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1975
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. sími 10 100.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
af sinni hálfu greitt veru-
lega fyrir sanngjarnri niö-
urstööu kjarasamninga.
Hverjum manni má vera
ljóst, að kjarabætur í formi
skattalækkana eru mun
vænlegri til árangurs eins
og sakir standa en beinar
kauphækkanir, sem at-
vinnuvegirnir geta ekki
risiö undir. Jafnframt hafa
menn verið á einu máli um,
aó fyrst og fremst bæri aó
koma fram úrbótum í þágu
Upphaf skattkerfisbreytingar
Meó frumvarpi ríkis-
stjórnarinnar um ráó-
stafanir í efnahags- og f jár-
málum er stefnt aó allum-
fangsmiklum breytingum á
skattalögum. Samhliöa því,
aó þessi breyting hefur í
för meö sér verulega lækk-
un skatta fyrir láglauna-
fólk er stigið fyrsta skrefið
í þá átt aö einfalda skatta-
kerfið meó sameiningu
tryggingabóta og skatta.'
Meö þessu frumvarpi er í
fyrsta lagi lagóur grund-
völlur aó lausn yfirstand-
andi kjaradeilu á grund-
velli þeirrar stefnu ríkis-
stjórnarinnar aó leggja
megináherzlu á aö bæta
kjör láglaunafólksins. í
öðru lagierhérumað ræða
fyrsta áfanga í þeirri ný-
sköpun skattakerfisins,
sem ríkisstjórnin hefur
unnió að.
Talið er, að þær kjara-
bætur, sem felast í þeim
skattalækkunum er frum-
varpið gerir ráð fyrir, jafn-
gildi allt að 7% kauphækk-
unum. Matthfas Á. Mathie-
sen f jármálaráóherra sagói
í útvarpsumræðum frá Al-
þingi í síóustu viku, aó
þessar úrbætur væru ætl-
aðar hinum tekjulágu og
þá helzt barnafjölskyldum.
Með því móti væri stuðlaó
að skynsamlegri nióur-
stöðu kjarasamninganna.
Þegar litið er á þá lækkun
skatta og útsvara, sem
frumvarpið mælir fyrir
um, og heimildir til lækk-
unar söluskatts og tolla,
kemur í ljós, aó ríkisstjórn-
in hefur komið til móts við
þær kröfur, sem launþega-
samtökin hafa sett fram
um skattalækkanir.
Ríkisstjórnin hefur því
láglaunafólksins. Rfkis-
stjórnin hefur nú greitt
fyrir þessari niðurstöðu og
nú er það hagsmunasam-
takanna að standa við
þessa stefnu í verki.
Þó að frumvarpið sé
mikilvægur þáttur í lausn
yfirstandandi kjaradeilu,
er ekki síður vert aó vekja
athygli á þeirri nýsköpun í
skattamálum, sem það
markar. Fjármálaráðherra
hefur lýst yfir því að áfram
verði unnið að þeirri
grundvallarbreytingu að
sameina tryggingabætur
og tekjuskatta. Þá hefur
hann greint frá því, að von-
ir standi til, að Alþingi fái
til meðferóar áöur en þetta
þing er úti tillögur um
staðgreiðslukerfi opin-
berra gjalda svo og sölu-
skatt með virðisaukasniði.
Loks hefur fjármálaráð-
herra lýst yfir því, að ríkis-
stjórnin hafi ákveðið að
leggja fyrir næsta þing til-
lögur um sérsköttun hjóna.
Hér er um merk nýmæli
að ræða og ber sérstaklega
að fagna yfirlýsingu ráð-
herrans um breytingar á
skattlagningu hjóna. Rétt
er að vekja hér athygli á,
aö Magnús Torfi Ólafsson
gat þess sérstaklega í út-
varpsumræðunum í sl.
viku, að málgögn stjórnar-
flokkanna hefðu í forystu-
greinum vakið máls á því
hróplega misrétti, sem
komizt hefði inn í skatta-
kerfió með sérfrádrætti af
atvinnutekjum giftra
kvenna, og orðið hefði til
þess að heimili þar sem fyr-
irvinnur eru tvær búa við
stórum léttari skattbyrði
en heimili þar sem fyrir-
vinna er ein.
í samræmi við stefnu
ríkisstjórnarinnar hefur
fjármálaráðherra nú haft
frumkvæði að verulegum
umbótum á skattakerfinu.
Hér er um flókið verkefni
að ræða og því hlýtur það
aó taka nokkurn tíma aó
setja fram fullmótaðar til-
lögur, en ástæða er til að
fagna því að unnið skuli að
framgangi þessara mikil-
vægu mála.
Málmblendiverksmiðja
og mengunarvarnir
Að undanförnu hafa
spunnizt allverulegar
umræður um fyrirhugaða
málmblendiverksmiðju I
Hvalfirði. Velflestir eru á
einu máli um gildi þess að
efla stóriðju í landinu.
Menn eru jafnframt sam-
mála um, að við slíkan iðju-
rekstur verður að gæta
fyllstu varkárni vegna
mengunarhættu. Því hefur
verið haldið fram, að meng-
unarhætta af Hvalfjarðar-
verksmiðjunni sé lítil eða
engin. Ýmsir sérfræðing-
ar hafa eigi að síður haldið
hinu gagnstæða fram, sbr.
grein Valgarðs Egilssonar
læknis hér í Morgunblað-
inu, þar sem m.a. er bent á
hve stutt er í hættumörkin.
Þess verður að krefjast
að ekki verði látið sitja við
neitt nema ýtrustu kröf
ur um mengunarvarn-
ir, byggðar á rækilegum
rannsóknum, áður en haf-
izt verður handa um stór-
iðju, hvort sem er í Hval-
firði eða annars staðar á
landinu.
i Reykj avíkurbréf
*»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Laugardagur 22. marz
Ráðstafanir
ríkis-
stjórnarinnar
Þegar fyrri vinstri stjórnin
gafst upp í desembermánuói 1958,
áttu islendingar vió mikla efna-
hagsörðugleika að etja. Gjald-
eyrissjóðurinn var . þorrinn, er-
lendar skuldir gífurlegar, óða-
verðbólga framundan og uppbóta-
og haftakerfi í algleymingi, en
sjálf var ríkisstjórnin í upplausn
og því eðlilegt að forsætisráðherr-
ann bæðist lausnar fyrir hana og
gæfi um það skýlausa yfirlýsingu,
að ekki væri samstaða í stjórninni
um nein úrræði til lausnar að-
steðjandí vanda. Þá var hafizt
handa um að treysta efnahags- og
atvinnulíf þjóðarinnar, fyrst með
bráðabirgðaráðstöfunum, en
síðan víðtækum efnahagsaðgerð-
um, sem hlutu heitið viðreisn og
stjórn sú, sem framkvæmdi við-
reisnarráðstafanirnar hefur æ
síðan verið nefnd Viðreisnar-
stjórnin, en hún sat lengur en
nokkur önnur ríkisstjórn, eða í
fullan áratug.
Þegar viðreisnarráðstafanirnar
voru gerðar, trúðu menn því, að
íslenzka þjóðin mundi ekki þurfa
á ný að grípa Tii svo róttækra
ráðstafana. Nú höfðu menn lært
af reynslunni og ekki mundi fólk
fýsa að leggja aftur útí svipað
ævintýri og átti sér stað næstu
árin á undan og leiddi tíl þeirra
erfiðleika, sem landslýður varð að
takast á við. Sú varð þó raunin, að
smám saman gleymdist þetta, og
síðustu árin hefur sagan endur-
tekið sig. Viö höfum gengið gegn
um nýtt tímabil upplausnar,
óhófseyðslu og óðaverðbólgu,
enda varð alþjóð það ljóst þeg-
ar á síðasta vori, að víðtæk-
ar ráðstafanir yrði að gera til að
rétta við hag þjóðarinnar. Og
í tvennum kosningum
sýndu kjósendur, svo að ekki
varð um villzt, að þeir
treystu Sjálfstæðisflokknum bezt
til að hafa forustu um þær
aógerðir, sem nauðsynlegar væru.
Ráðuneyti Geirs Hallgrfmssonar
var síðan myndað og hófst strax
handa um hina nýju viðreisn, og
einmitt nú er verið að ræða loka-
tillögur stjórnarinnar í þeirri röð
efnahagsaðgerða, sem nauðsyn-
legar eru til að rétta við fjárhag-
inn og treysta atvinnulífið.
Hvað gera menn?
Sumir segja kannski, aó úrræði
ríkisstjórnarinnar séu ekki tii-
takanlega frumleg, og satt er það,
að fátt er nýtt undir sólinni.
Vandi sá, sem ríkisstjórnin hefur
átt við aö glíma, er fyrst og fremst
fólginn í því, að þjóðarheildin
hefur eytt miklu meira en hún
hefur aflað, en samhliða hafa
tekjurnar minnkað stórlega og út-
gjöldin vaxið vegna hækkandi
verðlags innflutnings.
Og hvað gera menn, þegar þeir
standa frammi fyrir slíkum stað-
reyndum? Hyggin fjölskylda þarf
ekki lengi að spyrja sig. Hún
dregur úr útgjöldum, frestar fjár-
festingaráformum og leggur
meginkapp á að nýta þá
aðstöóu, sem hún hefur til tekju-
öflunar. Ef um atvinnurekanda er
að ræða, t.d. bónda eða útgerðar-
mann, þá leitast hann við að hag-
nýta til hins ýtrasta þau tæki, sem
hann hefur aflað sér f góðærinu,
tíl að grynnka á skuldunum og
undirbúa næsta átak til endurnýj-
unar og styrktar atvinnurekstrin-
um.
I rauninni er það þetta, sem
stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðis-
flokkurinn og Framsóknar-
flokkurinn, hafa forustu um, að
þjóðin í heild geri nú. Auðvitað er
dæmið flóknara, þegar um er að
ræða heilt þjófélag í stað einnar
fjölskyldu, en í eðli sínu er vand-
inn svipaður, og kannski skilja
menn hann betur, ef þeir einfalda
myndina. Við höfum í mesta góð-
æri eytt um efni fram. Þær
byrðar verðum við að axla, og svo
illa vill til, að þær lenda á okkur,
þegar aðstaðan hefur versnað,
viðskiptakjör okkar eru miklum
mun lakari og heildartekjurnar
þar af leiðandi minni. En við lát-
um ekki hugfallast. Efnuð fjöl-
skylda leggur ekki árar í bát, þótt
tekjur hennar rýrni um sinn,
heldur snýst hún gegn vandanum
og treystir svo fjárhaginn, að á ný
verði lífskjör jafn góð og áður og
efnahagsöryggið enn meira.
Hjólinu snúið við
Er ríkisstjórnin hafði ákveðið
fyrstu aðgerðir sínar í efnahags-
málum á liðnu hausti, vonuðu
menn, að viðskiptakjör myndu
batna, eða a.m.k. ekki rýrna frá
því, sem þá var, og þess vegna var
því líka treyst, að þær ráóstafanir
myndu nægja að sinni. En því
miður fór allt á annan veg. Út-,
flutningsverðlag lækkaði og inn-
flutningsverðlag hækkaði. Menn
gerðu sér fljótt grein fyrir því, að
þessar ráðstafanir myndu ekki
nægja og kaupæðið hélt áfram.
Um áramótin töluðu menn opin-
skátt um vandann og leiðtogar
þjóðarinnar vöruðu við erfið-
leikunum. Sérfræðingar og
stjórnmálamenn tóku til óspilltra
málanna, og síðan hefur stöðugt
verið unnið að þessu viófangs-
efni. Sumir segja að vísu, að allt
of seint hafi gengið. Allar
aðgerðir hefðu átt að vera miklu
fyrr á ferðinni. Sannleikurinn er
nú samt sá, að skyndiákvarðanir
geta verið verri en engar
ákvarðanir. Fólkió veróur að
skilja eðli vandans til þess að
sætta sig við þær aðgerðir, sem
ætlað er að vinna bug á honum.
Staðreynd er það líka, að þær
ráðstafanir, sem þegar eru komn-
ar til framkvæmda og vitneskja
um aðrar, hefur þegar valdið því,
að drégið hefur úr fjárfestingar-
áformum manna og innflutningi,
en samhliða hafa atvinnutæki
verið rekin af fullum þrótti og
allir haft verk að vinna. Ríkis-
stjórninni hefur þannig, þrátt
fyrir þann drátt, sem orðið hefur,
tekizt að treysta undirstöðu