Morgunblaðið - 23.03.1975, Síða 33

Morgunblaðið - 23.03.1975, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1975 33 MagnúsF. Jónsson —Minningarorð F. 2. júní 1891. D. 14. marz 1975. MAGNUS F. Jónsson fæddist að Torfustöðum i Miðfirði í Húna- þingi 2. júní 1891, dáinn 14. marz 1975. Hann var sonur Jóns Jónssonar bónda þar, og ólst þar upp. Hann lærði trésmíði og var um tíma i siglingum. Eftir það giftist hann Guðfinnu Björnsdóttur. Þau fóru þá að búa á Torfustöðum og bjuggu þar um 25 ára skeið. Meðan hann var bóndi gegndi hann mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveitina. Þegar ég fluttist til Reykjavíkur árið 1950, var Magnús fluttur þangað fyrir 6 árum eða 1944, og var þá til heimilis á Hagamel 47. Svo var það 8 árum síðar, að ég keypti íbúð i fjölbýlishúsi við Hagamel 41—45, og þá vorum við Magnús orðnir nágrannar, aðeins mjótt sund á milli okkar. Enda kom ég oft á heimili hans og var alltaf tekið þar á móti mér með ágætum. Það sem dró mig fyrst að Magnúsi var hin prúðmannlega framkoma hans og hlýleiki, enda var hann með menntuðustu mönnum, sera ég hef kynnst. Og einn af þeim fáu sem sérstaklega var gaman að tala við. Hann átti mikið bókasafn og var mjög bókhneigður. Enda mátti með sanni segja að hann gæti talað um flest milli himins og jarðar. Ættfræðin var honum mjög hugstæð, og minnið var frá- bært. Öllum alþýðufróðleik vildi hann halda til haga, og færðist hann þá allur í aukana, þegar slikt efni barst i tal. Einn af mörg- um hæfileikum Magnúsar var sá, að hann var prýðilega vel ritfær og hefði orðið vinsæll rithöf- undur, ef hann hefði lagt það starf fyrir sig. Það sýnir bókin „Skammdegisgestir —, og þætt- irnir: Borðeyrarförin, ásamt fleir- um, sem komu í Lesbók Alþýðu- blaðsins. Lýsingin á Stefáni á Brandagili er svo lifandi, að maður þekkir manngerðina, þó maður hafi aldrei séð manninn. Eitt var þaó sem Magnús talaði einna oftast um, núna á síðari árum, það voru eilífðarmálin. En svo var hann skynsamur og sannur, að hann viðurkenndi að hann gæti ekki sannaó að annað lif væri tíl, og ekki heldur afsannað, en margar líkur bentu þó til þess, aó fram- haldslíf væri til —. Ég átti margar ógleymanlegar stundir með Magnúsi, og að síð- ustu vil ég kveðja hann með þökk og virðingu fyrir þær. Jóh. Ásgeirsson. Mánudaginn 24. þ.m. verður jarðsunginn frá Neskirkju Magnús F. Jónsson, Hagamel 47, Reykjavík, fyrrum bóndi að Torfastöðum í Miðfirði, en hann andaðist að Hrafnistu, þar sem hann hafði dvalist um skeið, föstud. 14. þ.m. á 84. aldursári. Hann var fæddur að Torfastöð- um í Miðfirði 2. júni 1891, sonur hjónanna Jóns Jónssonar bónda á Goddastöðum í Dalasýslu og konu hans Ólafar Jónasdóttur bónda og smiðs i Svaröbæli í Miófirði. Eldri sonur þeirra hjóna var hinn kunni skólamaður Björn H. Jóns- son, f. 1888, síðast skólastjóri á ísafirði. A uppvaxtarárum þeirra bræðra var í sveitum landsins ekki um aóra fræðslu að ræða en þá, er heimilin gátu í té látið og foreldrarnir önnuðust, oft þó með hjálp sjálfmenntaðra kennara, er ferðuðust milli bæja og veittu til- sögn skamman tíma í senn, svo og sá undirbúningur er prestum bar að sjá um fyrir fermingu. Magnús naut ekki skólagöngu, en eigi að siður var hann vel menntaður, enda góðum gáfum fæddur. Hann las snemma allar þær bækur, sem hann komst yfir og hagnýtti vel sýslubókasafnið á Hvámmstanga, þar sem var margt ágætra ís- lenzkra og á norðurlandamálun- um, bæði skáldrit og fræðibækur. Einnig keypti hann bækur eftir því sem efni leyfðu og átti að lokum mikið og gott bókasafn, sem hann naut í ríkumælimeðan heilsan leyfði. Hafði hann yndi af að ræða um bókmenntir við þá, er það kunnu að meta. Hann var líka vel ritfær, þó eigi leyfðu kringumstæður mikil afrek á því sviði. Árið 1950 kom út allvæn bók, er hann hafði skrifað og nefnist Skammdegisgestir, en það eru sagnaþættir úr Húnaþingi. Jónas frá Hriflu skrifar þar merk- an formála og segir meðal annar: þegar Magnús Jónsson byrjar að skrifa nýja Islendingaþætti, þarf hann ekki að leita að orðum eða orðatiltækum. Hann þarf ekki að opna málfræðibækur eða orða- söfn. Hann hefur allan efniviðinn heima við. Hann ritar eins og vit- menn landsíns hafa talað og skrif- að málið siðan á dögum hins forna þjóðveldis. Er Magnús hafði aldur til, fór hann nokkrar vertiðir til sjóróðra á Suðurnesjum, sem fleiri ungir menn þeirra tíma úr sveitum landsins, en starfaði að búi for- eldra sinna um sumur. Seinna réðst hann á norsk farmskip og var i þeim siglingúm um skeið og kynntist þannig lífi og starfi er- lendra farmanna og kom til margra borga, sérstaklega við Eystrasalt og Norðursjó. Vikkaði það drjúgum sjóndeildarhring sveitamannsins og skýrði þær myndir sem lestur bóka um ókunn lönd höfðu áður gefið. — En römm er sú taug er rekka Framhald á bls. 34 Vegna jarðarfarar JÓHANNESAR ELÍASSONAR bankastjóra, verður bankinn lokaður þriðjudaginn 25. marz milli kl. 1 og 3.30. Útvegsbanki íslands. Fiskveiðasjóður íslands. I Nl jazzBaLL©CCsKóLi Búru. Dömur athugiö Sex vikna vor- námskeið hefst 1. aprít. Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri. ★ Morgun-, dag- og kvöldtímar. h Sturtur — Sauna — Tæki. Upplýsingar og innritun í síma 83730 ( mánudag, þriðjudag og miðvikudag. : jazzBaiL©ö3SKóu búpu líkcini/fcckl RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN: AÐSTOÐARLÆKNIR óskast til starfa á ENDUR HÆFINGARDEILD spítalans nú þegar eða eftir samkomulagi. Starfið verður tengt aðstoðarlæknisþjón- ustu lyflækningadeildar að töluverðu leiti. Nánari upplýs- ingar veitir yfirlæknir deildarinnar. MEINATÆKNIR óskast til starfa á Heilaritunardeild spítalans frá 15. apríl n.k. eða eftir samkomulagi. Um- sóknarfrestur er til 10. apríl n.k. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri sími 1 1 765. FORSTÖÐUKONA (FÓSTRA) óskast til starfa á dagheimili spitalans frá 1. mai n.k. eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 15. apríl n.k. Upplýsingar veitir forstöðukona Landspitalans, simi 241 60 og Starfsmanna- stjóri simi 1 1765. KLEPPSSPÍTALINN: HJÚKRUNARKONUR óskast til starfa á hinar ýmsu deildir spitalans. Vinna hluta úr degi kemur til greina. Upplýsingar veitir forstöðukona, simi 38160. FÓSTRA óskast til starfa á dagheimili spítalans nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir forstöðu- kona, sími 381 60. SKRIFSTOFA RlKISSPlTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍMI 11765 Megrunarfæðii Vegna mikillar eftirspurnar hefst nýtt námskeið miðvikudagii 26. marz Kennt verður: Grundvallaratriði næringarfræði Hvaða megrunaraðferð hefur gefið beztan og varanlegastan árangur. 0 Gerð matseðla. Áherzla er lögð á næringarrfkt, Ijúffengt og hitaeiningarýrt megrunarfæði. 0 Sýndir verða grænmetis-, ávaxta- og baunaréttir. Forðist skaðlegar megrunaraðferðir. Innritun og upplýsingar Kristrún Jóhannsdóttir í síma 86347 manneldisfræðingur. Sýnikennsla Tilkynning. Að gefnu tilefni viljum vér hér með vekja athygli á eftirfarandi reglu, er gildir um úthlut- un ferðagjaldeyris til íslenskra ferðaskrifstofa. Yfirfærslur til ferðaskrifstofa vegna IT- og hópferðafarþega til greiðslu á hótelkostnaði og skoðunarferðum eru £ 3.50 á dag fyrir hvern farþega að hámarki í 15 daga. I samræmi við framanskráð er íslenskum ferða- skrifstofum óheimilt að selja hópferðir til út- landa, er standa lengur en 1 5 daga. Gjaldeyrisdeild bankanna MAZDA EIGENDUR ATHUGIÐ. Með bættri aðstöðu i nýjum húsakynnum getum við tekið notaðar Mazda bifreiðar í umboðssölu. Bifreiðarnar eru sýndar innan dyra í björtum og rúmgóðum sýningarsal. Þeir Mazda eigendur, sem vilja nota sér þessa þjón- ustu, hafi samband við okkur, sem fyrst. BÍLABORG HF Borgartúni 29 sími22680 ^»»»»>»> •>»»»»»» »»»^ % í | A A I * £ A Eg vil vera með í hinum nýja Bókaklúbbi AB. Vinsamlega skráið nafn mitt á félagskrá Bókaklúbbs AB og sendið mér jafnframt Fréttabréf AB og aðrar upplýsingar um bækur á Bókaklúbbsverði. nafn nafnnúmer A heimilisfang A<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<V Y Y K/ y y Y y Y v Y Y Y Y y y y y y y GOÐIR ÍSLENDINGAR Vegna fjölda bréfa sem Handknattleikssamband- inu hafa borist vegna íbúðarhappdrættisins, vilj- um við einfalda ykkur bréfaskriftirnar með pöntunarseðli þessum. Vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að kaupa miða í happdrættinu og styrkja þar með handknattleiksíþróttina. Kær kveðja, Stjórn H.S.Í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.