Morgunblaðið - 23.03.1975, Síða 35
MORGUNBLÁÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1975
35
Minning:
Baldur
Guðmunds-
son frá
Kirkjuferju
Vilhjálmur Baldur Guðmunds-
son frá Kirkjuferju lést á Land-
spítalanum þann 14. febrúar, eft-
ir rúmlega mánaðarlegu þar.
Hann var fæddur þann 18. 12
1911 að Hesti í Önundarfirði, og
ólst þar upp í stórum systkina-
hópi. Foreldrar hans voru hjónin
Guðný Arngrímsdóttir og Guð-
mundur Bjarnason er þar bjuggu.
Móður sína missti hann 8 ára
gamall og tók þá Ástríður systir
hans að mestu við hússtjórn hjá
föður sínum, en hann lést um 4
árum síðar og var Baldur hjá Ástu
og Ingimundi manni hennar þar
til þau fluttu suður til Hafnar-
fjarðar um 1929. Átti hann og
fjölskylda hans öll þeim mikið
gott að þakka gegnum árin. Þar
stundaði hann alla þá vinnu sem
til féll.
Ég ætla ekki að rekja æviferil
hans í smáatriðum enda ekki að
hans skapi. Hann var ekki vanur
að halda á loft eða mikiast af því
sem hann gerði en það kvað hann
sína mestu gæfuför er hann hélt
upp á Kjalarnes og hitti þar
eftirlifandi konu sína Margréti
Bjarnadóttur frá Gfund og hófu
þau búskap i Reykjavík um 1936.
Siðan var hann ráðsmaður hjá
Arngrimi bróður sínum að Minni-
Vatnsleysu um 5 ára skeið. Að
Kirkjuferju í Ölfusi fluttust þau
1948 með barnahópinn sinn, til að
freista gæfunnar, þvi ekki fannst
þeim álitlegt að flytjast til
Reykjavíkur meó 6 börn. Og þó
kjörin væru stundum kröpp og
vinnudagurinn oft Iangur þá
tókst þeim með ást og umhyggju
að koma okkur 11 systkinum af 12
til vits og ára, átta hafa stofnað
sin eigin heimili en þrjú yngstu
eru enn i föðurgarði og eru barna-
börnin orðin 26.
Baldur vann oft mikið utan
heimilis með búskapnum því
marga munna þurfti að fæða og
vann hann þá mest við byggingar-
vinnu og járnlagnir og núna síð-
ustu árin vann hann hjá Slátur-
félagi Suðurlands á Selfossi. Fyr-
ir um það bil 4 árum hættu þau
hjónin búskap og tóku 2 synir
þeirra við jörðinni. Siðasta árið
átti hann við sjúkdóm að striða en
hann lét ekki bugast. Aldrei að
gefast upp.
Ég veit aó þetta eru sundurlaus
og fátækleg orð, þvi af nógu er að
taka, þegar litið er til baka, en
minningin um ástríkan og góðan
föður geymist.
Hans siðustu jarðnesku leifar
vorú lagðar til hinstu hvíldar í
Kotstrandarkirkjugarði þann 8.
mars, við hliðina á dótturinni
ungu sem svo fljótt var tekin frá
þeim en fagnar nú pabba.
Við kveðjum þig með söknuði
pabbi minn, en látum huggast í
trúnni um, að nú líði þér vel.
Ad sjálfsögdu vegna einstakra gæda
Reyplasteinangrunar.
1. Hitaleióni er mjög takmörkuó (iamdogiidi0,028 - 0,030)
2. Tekur nólega engan raka eóa vatn í sig ^BlilWI
3. Sérlega létt og meófœrileg
Yfirburóir REYPLASTeinangrunar eru augljósir og ^ji||
enn sem fyrr er REYPLAST í fararbroddi. VÍ
REYPLAST hf.
ÁRGERÐ 1975 — VÖIMDUÐUSTU HJÓLHÝSA-
TJÖLD í EVRÓPU — ENGINN VAFI!
AUKIÐ NOTAGILDI HJÓLHÝSANNA OG
TVÖFALDIÐ FLATARMÁLIÐ MEÐ AÐEINS
10% VIÐBÓTAR-KOSTNAÐI!!
SÉRSTAKLEGA HENTUG VIÐ ÍSLENZKAR
AÐSTÆÐUR. 3JAÁRA REYNSLA HÉRLENDIS.
ÚTVEGUM TJÖLD Á ALLAR GERÐIR HJÓLHÝSA.
2 VERÐFLOKKAR.
LEITIÐ UPPLÝSINGA OG PANTIÐ TÍMANLEGA.
E. TH. MATHIESEN H.F.
STRANDGOTU 1—3. HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919
miimm
Alþjóðleg fegurðarsamkeppni
Gestir kvöldsins velja fulltrúa Islands í feg-
urðarsamkeppni IMorðurlanda sem haldin
verður í Helsinki í októbermánuði. Einnig
koma fram stúlkur, sem taka þátt í forkeppni
sem fulltrúar íslands í alþjóðlegum fegurðar-
samkeppnum.
PORTÚGÖLSK HÁTIÐ
sunnudagskvöld 23. marz
Húsið opnar kl. 1 9.
Veizlan byrjar kl. 19.30.
Borðum verður ekki haldið
lengur en til kl. 19.30.
Þjóðarréttur Landaragout (Da Silva)
Verð aðeins kr. 895.
Söngur, gleði, grín og gaman.
Sagt frá ódýrum ferðamöguleikum til Portúgals, Mall-
orka, Costa Del Sol og Ítalíu.
Norðurlandaforstjóri Portúgölsku ferðamálastofunnar
mætir á samkomunni og segir frá Portúgal og sýnir
litkvikmynd.
Ferðabingó.
Vinningar Portúgalsferð, Kanaríeyjaferð og Mallorka-
ferð.
Dans: Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar.
Njótið skemmtunar- og gleðistunda sem alltaf eru á
þessum vinsælu Sunnukvöldum.
Tryggið yður borð hjá yfirþjóni sem fyrst í síma 20221
því áreiðanlega komast færri að en vilja.
Skemmtunin verður ekki endurtekin.
VERIÐ VELKOMIN
Í SÓLSKINSSKAPI MED SUNNV
rERDASKRlISTOFAH SDU
LOKAHÁTÍÐ
handknattleiksmanna
verður haldin í Sigtúni miðvikudagskvöldið 26.
marz n.k. og hefst með borðhaldi kl. 1 9.30
DAGSKRÁ:
Hátíðin sett
★ Verðlaunaafhending í 1. deild karla og
kvenna.
ic Verðlaunaafhending í 2. deild karla.
ýý Dregið í 4ra liða úrslit Bikarkeppni HSÍ.
•fc Ómar Ragnarsson skemmtir
•fc Hljómsveitin PÓNIK leikur fyrir dansi til
kl. 2.
Aðgöngumiðapantanir teknar í síma
85422 kl. 5 — 7 á morgun og þriðju-
dag, og í Sigtúni á miðvikudag.
Stjórn HSÍ
Verzlunarhúsnæði til leigu
í miðbæ Reykjavíkur er til leigu 60 fm
verzlunarhúsnæði, sem gæti orðið laust fljót-
lega.
Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. merkt:
„Verzlunarhúsnæði — 7182" fyrir miðviku-
daqskvöld.
EF ÞÚ ERT HRIFIN(N) AF SOUL
TÓNLIST, ER ÞETTA PLATAN
SEM ÞÚ HEFUR BEÐIÐ EFTIR
EF ÞÚ ERT EKKI HRIFIN(N)
AF SOUL TÖNLIST, ER ÞETTA
PLATAN SEM MUN BREYTA
HUGARFARI ÞÍNU.
FÆST 1 FLESTUM HELSTU
hLJÚMPLÖTUVERZLUNUM
LANDSINS.
UMBOÐIÐ SÍMI 13008
G.B.