Morgunblaðið - 23.03.1975, Síða 44

Morgunblaðið - 23.03.1975, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1975 Piltur og stúlka sæ jómfrú Sigríður Bjarnadóttir, hvort þér hafið ráð- fært yður við guð í himninum, þar næst við yðar eigið hjartalag og svo þar eftir við náunga yðar og vini að taka þenna virðulega yngismann, monsér Guðmund Hansson, sem hjá yður stendur, yður til ektamanns? Þessari spurningu játti Sigriður og þó nokkuð lágt. Þá spyr prestur hana í annað sinn, og játti Sigríóur enn. I þriðja máta aðspyr ég yður, hvort þér vitið yður fría fyrir að hafa gefið nokkurri mannspersónu, sem nú lifir, yöar ektatrú, sem þetta hjónaband hindra kunni? Þá var eins og Sigríður allt í einu vaknaði af svefni. Nei, segir hún svo hátt, að nær því heyrðist um alla kirkjuna. Prestur var óvanur slíkum svörum og varð nokkuð bilt við. Allir urðu öldungis forviða. Djákninn var maður forn og fastur í embættisverk- unum; hann hugsaði meó sér eins og segir í máls- HÖGNI HREKKVÍSI hættinum: Slíkt verður oft á sæ, kvað selur, var skotinn i auga — stúlkunni heföi orðið mismælt, en ætti þó leiðrétting orða sinna; hann sat ekki langt frá Sigríði og hnippar í hana meó handleggnum og segir: Segið þér já, blessuð! — Sigríður þagði eins og steinn og hallaði sér á bak aftur upp að hjónastóls- bríkinni; en prestur rankar við sér aftur og hefur nú upp aftur hátt og skýrt sömu orðin sem fyrr. Sigríð- ur þagði. Prestur starir á hana um hríð, snýr sér síðan til fólksins og segir: Hinn kristilegi söfnuður hefur heyrt, aö brúðurin, jómfrú Sigríður Bjarna- dóttir, hefur neitað spurningum kirkjunnar; ritúalió Skarfarnir frá Útröst kristnum mönnum," sagði karlinn. „Hefirðu ekki hitt þá?“ „Nei, ég hefi engan hitt, nema þrjá skarfa, sem sátu á rekaviðardrumb," svaraði ísak. „Ja, það voru nú synir mínir,“ sagði Karlinn og sló svo öskuna úr pípunni sinni og sagði við Isak: „Gáttu í bæinn, þú ert víst bæði svangur og þyrstur, býst ég við.“ „Þakka gott boð,“ sagði ísak. En þegar karlinn opnaði dyrnar, var allt svo fagurt og fínt þar inni, að ísak varð alveg steinhissa. Slíka dýrð hafði hann aldrei áður séð. Á borð höfðu verið bornar dýrustu krásir; rjómagrautur, dýrasteik og brauð, síróp og ostar, mjöður og vín, og allt sem gott var. ísak át og drakk allt hvað hann orkaði, og samt varð diskurinn hans aldrei tómur og hve mikið sem hann drakk, þá lækkaði þó ekkert í glasinu. Karlinn borðaði ekki mikið, og ekki sagói hann mikið heldur. En meðan þeir sátu þarna í makindum, heyrðu þeir hróp og hávaða fyrir utan, þá gekk karl út. Eftir góða stund kom hann aftur, inn með synina sína þrjá, en ísak varð ekki um sel við þá sjón, en karlinn hafði líklega getað sefað þá, því þeir voru allir blíóir og góðir, og svo sögðu þeir, að hann yrði að sitja og drekka með þeim, því Isak stóð upp er hann var mettur, en lét eftir þeim að setjast aftur, og svo drukku þeir brennivín, öl og mjöð og urðu góðir vinir, og þeir sögðu að hann skyldi róa með þeim DRÁTTHAGI BLÝANTURINN flkÖlmo(9unlraffiflu Kvenna- skólanemar læra sjálfsvörn 1 blöðum er skýrt frá því, aó í borginni Milwaukee hafi kennslu- kona í kvennaskóla tekið upp kennslu í sjálfsvörn fyrir unga nemendur sína. í þessari borg reis í fyrra hátt alda hvers- konar likamsárása á ungar stúlkur. Kennslu- konan sem hér um ræðir hefur notið stuönings allskonar sérfræóinga og af þessu fer mikið oró um Bandaríkin. Stúlk- urnar læra ekki aðeins að verja sig heldur er þeim einnig kennt að taka árásarmanninn sál- fræóilegum tökum og „kæla hann“ og tala um fyrir honum. Fólk sem oróið hefur fyrir slíkum líkamsárásum hefur talað við nemendurna um viðbrögð sín í slíkum tilfellum og aðrir hafa komið til þess aó segja frá eftirköstunum sem því hafa fylgt að verða fyrir slíkri árás og eru það einkum konur sem hér eiga hlut að máli. Stína! — Ég gat hvergi fundió lengri stiga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.