Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 1
36 SIÐUR 91. tbl. 62. árg. LAUGARDAGUR 26. APRlL 1975______________________________ Prentsmiðja MorgunblaSsins. S-Vietnam: „PABBI, PABBI, Þtl ERT LIFANDI,“ — hrópaði sonur v-þýzka sendiherrans I Stokkhólmi, þegar faðir hans Dietrich Stöckers, kom út úr logandi byggingunni. Sonurinn hafði komið flugleiðis til Sviþjóðar á fimmtudagskvöldið snemma og beið ásamt lögreglunni úti fyrir byggingunni síðustu klukkustundirnar áður en sprengingarnar tóku að drynja hver af annarri. HRYÐJUVERK I STOKKHOLMI — Mynd þessi var tekin i Stokkhólmi sl. fimmtudagskvöld eftir að hryðjuverkamenn höfðu sprengt sprengjur sínar á 3ju hæð byggingar v-þýzka sendiráðsins. Hér er verið að flytja einn af hryðjuverkamönnunum handjárnaðan í sjúkrahús, en hann hafði meiðzt i átökum við lögregluna, er hann reyndi að komast undan. Fötin höfðu rifnað utan af honum en undir þeim hafði hann byssubeltið. Hryðjuverkamennimir í Svíþjóð framseldir Schmidt hvetur til alþjóðlegrar baráttu gegn hryðjuverkastarfsemi Stokkhólmi og Bonn 25. april Reuter — AP. • Sænska stjórnin tilkynnti f kvöld, að hún myndi framselja fjóra af v-þýzku hryðjuverkamönnunum til V-Þýzkalands, en hinn 5. liggur þungt haldinn f sjúkrahúsi, en verður væntanlega framseldur, er hann hefur náð sér. 6. hryðjuverkamaðurinn framdi sjálfsmorð, er v-þýzk stjórnvöld neituðu að verða við kröfunum. Ekki hefur verið sagt hvenær mennirnir verða framseldir. • Sænsk yfirvöld hafa enn ekki gefið upp nöfn hermdarverka- mannanna, en skv. v-þýzkum heimildum eru þeir Bernhard Riissner, Siegfried Hausner, Karl- Heinz Dellow, Lutz Taufer og Hanna Krabe. Akvörðunin um þetta var tekin að loknum fundi Olafs Palme forsætisráðherra Sví- þjóðar og Hans Dietrich Genscher utanrikisráðherra V-Þýzkalands, sem kom flugleiðis til Stokkhólms í dag, til að þakka sænsku stjórn- inni og sænsku lögreglunni fyrir störf þeirra og heimsækja sjúkra- húsið, þar sem nokkrir af gislun- um 10, þar á meðal sendiherrann, voru til meðferðar. Þá skoðaði hann einnig rústir sendiráðsins, en tugir verkamanna voru byrjað- ir endurreisnarstarfið þar. Ráð- herrann hélt heimleiðis seint í kvöld. Helmut Schmidt, kanslari V- Þýzkalands, hvatti í dag til alþjóð- legrar baráttu gegn hryðjuverka- mönnum. Þetta kom fram i ræðu kanslarans i v-þýzka þinginu þar sem hann varði ákvörðun stjórn- arinnar um að verða ekki við kröfu skæruliðanna. „Við getum ekki leyft hryðjuverkamönnum að ráða yfir lifi og frelsi manna. Það verður að berjast gegn hinni Framhaid á bls. 20 Sjá ennfremur grein og myndir á bls. 18 og 19. Gífurleg kosninga- þátttaka í Portúgal Lissabon 25. april. Reuter — AP. GlFURLEG þátttaka var f kosningunum f Portúgal f dag, hinum fyrstu, sgm fara fram um fulitrúa stjófnmálafiokka f 49 ár. Rúmar 6 milljónir manna voru á kjörskrá og voru flestir þeirra aó greiða at- Framhald á bls. 20 SlÐUSTU FRÉTTIR Skv. fyrstu tölum höfðu vinstri demókratar (PPD) tek- ið forystu með um 36% at- kvæða. Sósfalistar með 27%, Mið-demókratar (C.D.S.) með 11% og kommúnistar með 8%. Sósfalistar voru sterkari f Lissabon og nágrenni en vinstri demókratar f N-hluta landsins, eins og við hafði ver- ið búizt. Saigon, Washington, Hanoi, Peking, Parfs og vfðar, AP — Reuter. 0 Endanleg valdataka kommúnista f S-Vietnam virðist nú vera alveg á næstu grösum. Bandaríkjamenn hafa hraðað brottflutningi bandarfskra borgara frá S-Vietnam svo og flutningi S-Vietnama sem stárfað hafa fyrir Bandarfkjastjórn þar f landi. Ráðherra úr stjórn S-Vietnams mun nú vera á leiðinni til Hanoi til að kanna grundvöllinn fyrir samningaviðræður. Reyndi ráðherrann að komast flugleiðis til Hanoi í dag um borð í bandarískri flutningaþotu, en fékk ekki leyfi strax, þar sem Hanoistjórnin vill fá tilkynningu um slfkar ferðir með 24 klst. fyrirvara. Ráðherra þessum, hann hefur ekki verið nafngreind- ur, var falið þetta verkefni af Tran Van Huong forseta. Þá berast fregnir um það, að Iluong forseti hafi fallizt á að segja af sér og afhenda hinum umdeilda hershöfðingja, Duong Van Minh (Stóri Minh), völdin. Minh, sem fylgir hlutleysisstefnu, myndi þá mynda nýja stjórn, sem kommúnistar gætu fallizt á að semja við um að binda enda á strfðið. Ilerma fregnir, að tilkynning um þetta kunni að koma á morgun. • Stjórnin í Hanoi endurtók í morgun kröfu sína um aö mynda yrði algerlega nýja stjórn i Saig- on, þar sem enginn af fyrri ráð herrum í stjórn Thieus ætti sæti, áður en hægt yrði að setjast að samningaborði. Ekki kom fram f tilkynningu stjórnarinnar hvort hún gæti fellt sig við Minh. Huong mun hafa boðið Minh að verða forsætisráðherra i nýrri stjórn, en hann afþakkað boðið á þeirri forsendu, að forsætisráð- herraembættið gæfi sér ekki nægilegt svigrúm til að hafa áhrif á stjórnmál landsins. Á vigstöðvunum umhverfis Saigon hertu kommúnistar árás- araðgerðir sínar til muna alls staðar. Sumir sérfræðingar telja Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.