Morgunblaðið - 26.04.1975, Side 33

Morgunblaðið - 26.04.1975, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRlL 1975 33 Likið ö grasfletinum 42 Þegar ég kom út á tröppurnar hrasaði ég um eitthvaö blautt sem lá þar i hrúgu. — Gættu þin, vina mín, ég kast- aði jakkanum og ullarsjalinu þarna. En ég held að vissara sé að fara með þetta inn í eldhúsið. Það getur áreiðanlega orðið fróðlegt að skoða þessi plögg nánar. Að minnsta kosti jakkann. Hann kom aftur að vörmu spori og í sömu mund kom Svensson móður og másandi á hjólinu sínu og mér þótti flýtir hans hafa verið mikill. Christer setti hann inn í málin og þeir voru sammála um að vissara væri að hafður yrði vörður um húsið fyrst um sinn. Christer hafði svo greinilega gert aðrar áætlanir fyrir okkur. — Komdu sagði hann og tók undir handlegg mér. — Mig langar til að fara í rannsóknarleiðangur og upplýsa leyndarmál hinna sof- andi Dalbúa. — Nú? sagði ég spyrjaridi og skilningsvana, en til i allt. — Sjáðu nú til, morðið á Elisa- beth — ef um morð hefur verið að ræða — getur hafa verið framið hvenær kvöldsins sem er. En við borð liggur að vió höfum verið sjónarvottar að öðru morðtilræði. Sú manneskja, sem kastaði Thotmes út í vatnið var i aðeins fárra metra fjarlægð frá okkur og ef við hefðum ekki rekist á sjalið hefðum við hlaupið á eftir við- komandi mannveru og kannski náð henni. Nú hefur þessi aðili að vísu fengið gott forskot, en ég held samt það gæti borgað sig að fara i dálitla næturferð hér i grenndinni. Hver veit? Kannski hefur þessi manneskja ekki haft taugar til að fara beint heim í rúmið, fyrr en hún hefur gert sér grein fyrir hvað við höfum séð mikið. Við höfðum gengið út um hliðið og stóðum nú gegnt húsi Mattson- hjónanna. Ég leit á armbandsúr- ið. Klukkan var nokkrar mínútur yfir eitt. Það var ógnarlega dimmt þrátt fyrir tunglsljósið. — Það er lukt hinum megin við Petrenhúsið, sagði ég. — Hvers vegna er ekki kveikt á henni, þegar er svona dimmt? — Það gæti litið út fyrir að einhver hefði beinlínis lagt kapp á að hafa sem allra skuggsýnast hér í Dalnum. En ég hallast þó fremur að þvi að það sé rafmagns- stöðin I Skógum, sem er að spara lýsinguna, af því að enn telst vera sumar. Og fyrir okkur hentar það í raun og veru alveg prýðilega að hafa dálítið dimmt, vegna þess sem við ætlum nú að taka okkur fyrir hendur. Hann opnaði hlið og leiddi mig i áttina að húsi Yngve og Lou Matt- son. Aftur lagði hann höndina á dyrasneril, en að þessu sinni án árangurs. Dyrnar voru læstar. Christer leit i kringum sig og kom auga á glugga, sem var i hálfa gátt og áður en ég áttaði mig til fulls á hvernig það hefði gengið til var hann kominn inn i húsið. Hann gaf mér merki um að ég ætti að vera á verði, en það liðu ekki nema nokkrar mínútur áður en ég gerði mér grein fyrir því að slik varðstaóa átti engan veginn við mig. Ég sá verur og heyrði hljóð i öllum áttum og ef Christer hefði ekki komið fljótlega aftur, held ég að ég hefði ekki getað stillt mig um að æpa, kannski hefði liðið yfir mig eða ég hefði lagt á flótta. Christer var í senn kátur og þó önugur. — Það er undursamlegt að vera einkaaðili í sumarfrii, sagði hann drengjalega. — Ég vona þú gerir þér grein fyrir því ég gæti ekki leyft mér þetta ef ég væri ekki i fríi. — Ég skil að minnsta kosti að þú hefur upplifað eitthvað bráð- skemmtilegt. En i næsta skipti sem þú skríður inn um glugga krefst ég þess að fá að vera með og deila með þér ánægjunni. Hvers varðstu svo visari? — Ég sá unga stúlku steinsof- andi í ákaflega gegnsæjum nátt- kjól. Ekki neita ég því að vasaljós- ið hans Svenssons kom hér í ljóm- andi góðar þarfir í þetta skipti. Mér varð hugsað til vinnukon- unnar hennar Lou og ég sagði gremjulega. — Christer! Þú ert í meira lagi ósvifinn. Það ætti að höfða mál á hendur þér, fyrir að raska frið- helgi einkalifsins . . . eða gera eitthvað annað verra. Hann hló striðnislega, en þegar hann tók aftur til máls örstuttu siðar var allur gáski horfinn úr rödd hans. — Þegar frá er talin þessi kven- vera var húsið tómt. Eftir ýmsu að dæma hefur Yngve legið í rúmi sinu einhvern tima fyrr í kvöld EN SlÐAN KLÆTT SIG OG FARIÐ UT. Við horfðum undrandi hvort á annað. Hugsanir og grunsemdir flugu í gegnum huga okkar. Ég ætlaði að opna munninn og tjá mig, en Christer hristi höfuðið og gaf mér til kynna, að hér væri hvorki staður né stund til sliks. An þess að segja orð leiddi hann mig aftur út á veginn og i áttina aó húsi Holtshjónanna. Ég skalf — en ekki aóeins af kulda, heldur einnig af þreytu og hugaræsingu. Með því að beina vasaljósinu á undan okkur römbuðum vió á leiðina í gegnum niðdimman garðinn. Þetta geysistóra hús líkt- ist meira en nokkru sinni áður óárennilegum kastala og mér fannst óhugsandi að nokkur gæti komist hér inn. Meira að segja fann ég að Christer var örlitið hik andi. Ég velti fyrir mér, hvort hann vissi innst inni, að hverju hann væri í raun og veru að leita, eða hvort hann hefði aðeins látið undan skyndiþörf til að leika sporhund og fara á veiðar og hvað hann hefði þá hugsað sér að gera nú þegar ferð hans yrði stöðvuð af lokuðum dyrum og gluggum. Ætlaði hann þá að ræsa íbúa húss- ins og spyrja, hvort einhver heim- ilismanna saknaði ullarsjals eða herrajakka? En mér til ósegjanlegrar undrunar opnuðust þungar dyrn- ar undur fúslega, svo að við gát- um óhindrað gengið inn i hús Holts ofursta. Það hafði sérkenni- leg áhrif á okkur, þau voru i senn ógnandi og óskiljanleg og ef Christer hefði ekki gengið rak- leitt inn hefði ég sjálfsagt ekki þorað að ganga með honum i þennan leyndardómsfulla og sér- stæða leik. Við rannsökuðum varfærnislega alla neðstu hæðina og gerðum tvær merkar uppgötvanir: eldhús- dyrnar sem sneru út i garðinn voru einnig ólæstar og i herbergi því, sem eftir öllum sólarmerkj- um að dæma var vistarvera Agnetu, var satt að segja ekki nokkur hræða klukkan hálftvö að nóttu. Undrun okkar varð æ meiri og við fetuðum okkur hljóðlega upp stigann upp á fyrstu hæð. Tvenn- ar lokaðar dyr sinar hvorum meg- in við ganginn virtust vera að svefnherbergjum Margit og Wil- helms Holts. Eftir andartak hik ýtti Christersnerlinumáannarri hurðinni niður og lét ljósgeislann frá vasaljósinu hvarfla um dimmt herbergið. Siðan opnaði hann dyrnar upp á gátt og benti mér að koma inn og skoða mig um í her- berginu. Enginn vafa gat leikið á þvi, að við stóðum hér í svefnherbergi Wilhelms Holts. Rúmið var stórt og breitt og á gólfinu stóðu herra- inniskór og á reykborðinu var pipustativ. En hvar var ofurst inn? Ég fór að fá það æ sterkar á tilfinninguna að ég væri að upp- lifa þetta allt í draumi, svo óraun- Má ég bjóða heimatilbúna eplavínið mitt, frú Jóna? VELVAKANDI Velvakandi svarar I slma 10-100 kl. 10.30 — 11.30, frá mánudegi I til föstudags 0 Hver á að spara og hvað á að spara? Steingrimur Daviðsson skrifar: ,,Að mínu áliti er það' rikið fyrst og fremst, sem á að spara. Það á að spara gjaldeyri og gjöld. Það síðara hefur það þegar gert með því að skera niður útgjöld um þrjá og hálfan milljarð, sem mér þykir æði frekt, en læt þó gott heita ef sparnaðurinn er rót- tækur á öðrum sviðum,, Vil ég benda á, að kaup og önnur hlunn- indi sextíu alþingismanna ætti að byrja á að lækka til muna. Mér finnst að verkamenn rikisins, sem aðeins vinna hálft árið eigi aðeins að fá kaup fyrir þann tíma að orlofi viðbættu, auk þess að spara fástakaupið hálft árið ætti auk þess að sópa af þeim öllum hlunn- indum, en þetta eiga blessaðir mennirnir að sjá sjálfir, enda valdið i þeirra höndum. Ég vil vinsamlegast benda alþingismönnunum okkar á lítið dæini: Fyrir nokkrum árum var mikil fjárhagskreppa í Bretlandi. Þá voru það nokkrar stúlkur, sern buðust til að vinna eftirvinnu kauplaust. Slikt ættu alþingis- mennirnir okkar að taka sér til fyrirmyndar og reyndar fleiri starfsmenn rikisins. Ég, sem þetta rita, er kunnugur starfi á opinberum skrifstofum og dæmi því rétt vera, að á flestum þeirra mætti fækka starfsfölki um 30 prósent. Þá vík ég aðeins að gjaldeyris- sparnaðinum. Mér finnst það kák eitt hjá rikisstjórninni að leggja svokallað vallargjald, 2500 kr., á farseðla til annarra landa, á far- seðla manna, sem jafnvel fara tvisvar til þrisvar tit Mallorca á sama árinu. Krónan okkar er orðin svo litil, að engan mann munar um að borga til viðbótar öðrum kostnaði 2.500 kr! Ég er hissa á því, að alþingismennirnir skuli ekki sjá svona einfaldan hlut. Ég vil benda á, i fyrsta lagi, að þeir, sem vilja fara meira en eina ferð á ári til útlanda, eiga ekki að fá gjaldeyri til þess, nema þeir hafi opinberum störfum að gegna, og í öðru lagi, að vallargjaldið ætti að hækka i minnst 5 þús. kr. Stgr. Daviðsson." % Réttar skoðanir á réttum stað Kristin Magnúsdóttir skrifar: „Mig langar til að þakka Sig- urgeiri Sigurjónssyni hæsta- réttarlögmanni fyrir ágæta grein, sern hann ritar i Morgunblaðið s.l. þriðjudag. Raunar átti ég ekki von á þvi, að einhver legði á sig það ómak að taka upp málefna- legar umræður við Njörð P. Njarðvík og svara að einhverju leyti hugmynduin hans um t.d. auglýsingar. Eins og fram kemur i grein Sigurgeirs, vill Njörður láta banna auglýsingar á vörum, að því er virðist af þvi að sumar auglýsingar pinra hann. Ég get vel fallizt á það, að margar auglýs- ingar eru ekki annað en bjánalegt skrum, §em furðulegt er, að ein- hverjum detti í hug að bjóða fólki upp á, en lausnin er ekki sú að leggja bann við auglýsingum. Frjáls verzlun var nokkuð, sem tók langan tíma og harða baráttu að koma á hér á landi, og aftur- hvarfsstefna og íhaldsemi Njarðar P. Njarðvikur, sem virðist vilja hverfa nokkrar aldir aftur í tímann, á ekki rétt á sér og getur jafnvel verið skaðleg þeim, sem mark taka á honum og skoðanabræðrum hans. Að lokum vil ég lýsa ánægju minni með það, að Njörður skuli nú loks hafa ratað heim til föður- húsanna, og hafa nú Þjóðviljann fyrir sinn skoðanavettvang. Kristin Magnúsdóttir.“ 0 Víet-nam Húsmóðir skrifar: „Hvernig skyldi sænsk- íslenzka skýringin á ástandinu i Suður-Víetnam hljóða i dag? Uppundir 20 ár hefur söngurinn hljóðað á þá leið að mikill ineirihluti Suður-Vietnama biði i ofvæni eftir því að mega kyssa klæðafald Viet-Cong og fela anda sinn i hendur þeirrar hreyf- ingar. Allir kunna söguna af stríðinu og nú þegar siðasta hindrunin er úr vegi, Thieu búinn að gefast upp, þá bregður svo við, að hreyf- ingin segir að morgni 22. apríl að vigstaða hennar sé svo sterk, að hún hlusti ekki á neitt friðarhjal. Það sannast á Víet-Cong, sem einhvers staðar stendur á Illíons- kviðu: „Þeir voru óstöðvandi i manndrápunum." Ég segi bara eins og sagt var forðum: „Fegin er ég að hafa aldrei staðið á torgum og beðið aðra að hrópa með mér hallclúja fyrir Ho-Chi-Minh og hans gerðum.“ Stríðið í Suður-Vietnam og þar i kring ætti að kenna hinutn frjálsa heimi, að ef lifvænlegt á að verða i heimi hér, þá þarf að frelsa allar þjóðir undan kominúnismanum. Allar götur siðan 1924 þegar koinmúnistar voru orðnir fastir í sessi í Rússlandi, hefur fólki hvergi liðið verr en þar. Þetta vita allir nema fáeinir ofsatrúaöir Stalínistar. Hvar, sem þeir eru i heiminum i dag, þá skirrast þeir ekki við að gera allt, sem þjónar heimsvaldastefnu konun- únismans. Einhvern veginn verð- ur að stöðva þá. Húsmóðir." ALLT MEÐ EIMSKIP Á næstunni ferma skip vor til íslands, sem hér segir: ANTWERPEN: Bakkafoss 28. april Grundarfoss 6. mai Urriðafoss 12. mai Grundarfoss 20. mai ROTTERDAM: Laxfoss 28. april Úðafoss 29. april Grundarfoss 5. mai Urriðafoss 13. maí Grundarfoss 21. maí FELIXSTOWE: Mánafoss 29. april Laxfoss 30. april Dettifoss 6. mai Mánafoss 1 3. mai Dettifoss 20. mai HAMBORG: Mánafoss 1. mai Dettifoss 8. mai Mánafoss 1 5. mai Dettifoss 22. mai NORFOLK: Selfoss 8. mai Fjallfoss 14. maí Brúarfoss 26. mai Goðafoss 5. júni WESTON POINT: Askja 28. april Askja 1 2. mai KAUPMANNAHÖFN: írafoss 29. april Múlafoss 6. mai írafoss 1 3. mai Múlafoss 20. mai HELSINGBORG: Álafoss 30. april Álafoss 14. mai GAUTABORG: írafoss 30. april Múlafoss 7. mai (rafoss 14. mai Múlafoss 21. mai KRISTIANSAND: Skógafoss 25. april Álafoss 1 5. mai GDYNIA: Ljósafoss 5. mai Bakkafoss 26. mai VALKOM: Bakkafoss 23. mai VENTSPILS: Bakkafoss 25. maí Minni vörusendinga gámum frá Birming ham, Leeds og Lond- on um Felixstowe. r|ií Upplýsingar á skrif- 1,1 stofunni, sími 271 00. Reglubundnar vikulegar^ tiraðferðir frá: • Antwerpen, Felixstowe, Gautaborg, Hamborg, p Kaupmanna # höfn Ik', Rotterdam. isx------------- Í GEYMIÐ [j^j auglýsmguna iÐíHEíMI] EIMSKIP MSlÍMStlMSlMM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.