Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRlL 1975 17 Moskvu 25. april Reuter. ANATOLY Karpov var í dag formlega sæmdur heims- meistaratitlinum ( skák i við- hafnarsal aðalstöðva sovézku verkalýðshreyfingarinnar. Karpov, sem er aðeins 23 ára gamall, er yngsti heims- meistari, sem nokkru sinni hefur borið titilinn. Sem þátttöku í skákmótum og til að auka hróður skákiistarinnar í heiminum. Hann sagðist vera reiðubúinn til að tefla einvígi við Bobby Fischer, en ekki um titilinn. Dr. Euwe sagði i ræðu sinni, að FIDE hefði gert allt, sem í þess valdi stóð, til þess að af einvíginu milli Fischers og KARPO V HEITIR VIRKRI ÞÁ TTTÖKU í SKÁKMÓTUM kunnugt er var Karpov dæmd- ur titill, er Bobby Fischer neitaði að mæta tii leiks. I fréttaskeyti Reuters segir, að er dr. Max Euwe, forseti FIDE, hafi hengt gullmedalí- una um háls Karpovs hafi til- finningarnar borið hinn unga heimsmeistara ofurliði og hann gat ekki mælt i nokkrar mínút- ur, en siðan sagði hann i ræðu, að hann lofaði þvi, að hann myndi næstu þrjú ár helga sig Segist tilbúinn til einvígis við Fischer Karpovs gæti orðið og komið meira en hálfa leiðina til móts við kröfur Fischers, en án árangurs. „Það voru allar leiðir opnar fyrir Fischer til að verja titilinn á heiðarlegan hátt, en þrjózka hans og önnur skap- gerðareinkenni, sem hvorki ég né aðrir skilja, komu i veg fyrir að hann rækti skyldur sínar gagnvart skákheiminum." Fyrsta mótið, sem Karpov tekur þátt í verður i Júgóslaviu í næsta mánuði og siðan fer hann til Venezúela i júní til að taka þar þátt i móti og tefla fjöltefli á vegum sovézka skák- sambandsins. Sikkim formlega inn- limað i Indland í maí Nýju-Delhí 25. april — Reuter. NEÐRI deild indverska þingsins samþykkti ( dag með 299 atkvæð- um gegn 11 að gera Himalayjarfk- ið Sikkim að 22. fylki Indiands og þannig afnema 300 ára komung- dóm ( landinu. Utanrfkisráðherra Indlands, Y.B. Chavan, sem keyrði málið f gegnum þingið á fjórum klukkustundum, sagði að aðeins væ’ri verið að koma til móts við óskir Sikkimbúa, en 60 þúsund þeirra hefðu við atkvæða- greiðslu samþykkt að sameinast Indlandi, en aðeins 1400 verið andvfgir. Málið verður tekið fyrir í efri deild þingsins á morgun. Sikkim verður formlega fylki, er 11 af 21 fylki Indlands hafa samþykkt stjórnarskrárbreytinguna um það mál. Er gert ráð fyrir að málinu verði endanlega lokið i næsta mánuði. Að sögn indverska utan- ríkisráðherrans komst Indlands- stjórn ekki hjá því að taka afstöðu með andstæðingum Chogyal Palden Thondup Namgysla, kon- ungs Sikkims, þar eð konungur hefði verið kominn i algera and- stöðu við þegna sína og stjórn- Svartsýni í brezkum efnahagsmálum: Tæp ein milljón manna í Bretlandi atvinnulaus London, 25. apríl. Reuter. 0 ATVINNULEYSI hefur skyndilega aukizt f Bretlandi og við það hefur aukizt svartsýni á útlitið í brezkum efnahagsmálum og viðsjár rfkisstjórnar Verkamannaflokksins og verkalýðshreyfingarinnar hafa aukizt. Atvinnuleysi hefur ekki verið eins mikið f þrjú ár og hefur ekki aukizt eins mikið ( einum mánuði sfðan skráning atvinnulausra hófst 1948. 0 Samkvæmt tölunum eru 939.000 atvinnulausir eða 4.2% vinnufærra manna og þeim hefur fjölgað um 137.067 á einum mán- uði. Við bætast 225.000 sem vinnutfmi hefur verið styttur hjá. Að vísu stafar aukningin að langmestu leyti af þvi að illa gengur að finna atvinnu handa stúdentum og nemendum sem hafa lokið skólagöngu. Á hinn bóginn minnkar atvinnuleysi venjulega í Bretlandi á vorin. >ví er spáð að þess verði ekki langt að bíða að fjöldi atvinnu- lausra fari yfir eina milljón eða löngu fyrr en Denis Healy fjár- málaráðherra taldi í fjárlagaræðu sínni. Þar sagði hann að farið yrði yfir það mark fyrir árslok. Healey hefur sætt harðri gagn- rýni verkalýðsforystunnar vegna þess að henni finnst hann vilja sætta sig við aukið atvinnuleysi. Yfirleitt hefur verið litið svo á í Bretlandi að svona mikið atvinnu- leysi sé miklu meira en viðunandi geti talizt í pólitísku tilliti en í fjárlagaræðu sinni sagði Healey, að hið aukna atvinnuleysi væri afleiðing af óhóflega miklum launahækkunum. Hugh Scanlon, leiðtogi sam- bands rafvirkja, komst svo að orði um atvinnuleysistölurnar, að þær væru stórkostlegur harmleikur. Hann sagði að ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar gerðu illt verra, til dæmis skattahækkanir hennar, og hvatti til þess að ráðstöfunum stjórnarinnar yrði algerlega snúið við. Aðrir verkalýðsleiðtogar tóku i sama streng og sögðu að stjórnin yrði að taka tillögur verkalýðs- hreyfingarinnar til nýrrar athug- unar. Stjórnir fyrirtækja hafa fækk- að starfsfólki vegna verðbólgunn- sýsla landsins hefði verið í mol- um. Ráðherrann sagði að Indlandsstjórn myndi vernda hagsmuni konungs, sem óbreytts borgara, en meðferð á málum hans myndi fara eftir þeirri af- stöðu, sem hann sjálfur tæki. ar sem er 20% og nú síðast hefur brezka útvarpið, BBC, tilkynnt verkalýðsforingjum að fækkað verði um 500 starfsmenn i sparn- aðarskyni. Staða pundsins hefur veikzt vegna hins aukna atvinnuleysis og í gær var það skráð á lægra gengi en nokkru sinni slðan 1971. Gengi þess hefur lækkað um 22.5% síðan þá og lækkunin í gær var 0.2%. Þar sem stjórnin hefur jafn- framt ákveðið að tryggja sér meirihluta hlutabréfa í bifreiða- framleiðslufyrirtækinu British Leyland og raunverulega taka við rekstri þess, er staða pundsins talin hættulega veik. Kekkonen fer aftur í framboð Helsingfors, 25. apríl. Reuter. UHRO Kekkonen forseti hefur ákveðið að bjóða sig fram í forsetakosningunum sem fram eiga að fara 1978 og verður frambjóðandi flokks sósfal- demókrata. Kekkonen er talinn viss um sigur og verður þá líklega for- seti til ársins 1984. Hann hefur gegnt forsetaembættinu siðan 1956. Þriðja sex ára kjörtimabil Kekkonens rann út f fyrra en KEKKONEN FORSETI. þingið framlengdi það f janúar 1973. Þótt þrjú ár séu til forseta- kosninganna er það helzta pólitíska umræðuefnið f Finn landi þessa dagana. Stuðning- ur sósfaldemókrata er talinn gera sigur Kekkonens öruggan þar sem flokkur þeirra er sá stærsti ( Finniandi. Rússum er talið kappsmál að hann verði áfram forseti enda nýtur Kekkonens öflugs stuðnings þeirra. Á FARALDSFÆTI — Anwar Sadat forseti ræddi nýlega við Yasser Arafat, foringja Frelsissamtaka Palestínu. Síðan hefur hann verið I Saudi-Arabiu þar sem hann ræddi við Khalid konung og Hafez Al-Assad forseta Sýrlands og þaðan fór hann til Teheran til viðræðna við íranskeisara. Arafat fer senn til Moskvu þar sem sovézkir leiðtogar hafa tekið á móti mörgum arabískum leiðtogum að undanförnu. Rússar vingast yið ísraelsmenn Moskvu, 25. april Reuter. RÚSSAR hafa lofað að ábyrgjast öryggi Israels gegn þvi að lsraels- menn skili Aröbum herteknum svæðum, bæði til að knýja á um að Genfarráðstefnan um ástandið I Miðausturlöndum verði aftur kölluð saman og einnig til að kpma aftur á einhvers konar sam- bandi við lsraelsmenn að dómi stjórnmálafréttaritara. Tilboð Rússa kom fram f ræðu sem Andrei Gromyko utanrfkis- ráðherra hélt I veizlu með sýr- lenzka utanrfkisráðherranum Abdel-Khalim Khaddam sem hefur verið f heimsókn f Moskvu. Með þessu tilboði er talið að Gromyko vilji auðvelda Israels- mönnum að fallast á að sækja ráðstefnuna og ftreka að Rússar viðurkenni tilverurétt Israels- rfkis. NIÐURSKURÐUR? I Washington hefur bandariska stjórnin hins vegar gert það að tillögu sinni að efnahagsleg og hernaðarleg aðstoð Bamdarikj- anna við Israel verði skorin niður um rúmlega helming. Samkvæmt góðum heimildum leggur stjórnin til að Israel fái 1.000 milljón doll- ara bæði í hernaðar- og efnahags- aðstoó á næsta fjárhagsári, en Israel fær nú 1,500 milljón doll- ara i hernaðaraðstoð og 1,100 milljón dollara í efnahagsaðstoð. Stjórnin er sögð leggja þetta til þar sem hún telji Israelsmenn standa sterkar að vígi en fyrir októberstríðið 1973. Haft er eftir heimildum i bandariska utan- ríkisráðuneytinu að Rússar hafi verió tiltölulega seinir að endur- vopna Egypta. Staðan gagnvart Sýrlendingum er góð samkvæmt þessum heimildum. HERFERÐ Heimsókn sýrlenzka utanríkis- ráðherrans til Moskvu er síðasti liðurinn I viðtækum viðræðum sem Rússar hafa átt við arabiska leiðtoga á undanförnum hálfum mánuði. Bæði varaforseti Iraks, Saddam Husein, og utanrikisráð- herra Egypta, Ismail Fahmi, hafa verið i Moskvu og leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínu (PLO) Yasser Arafat, er væntanlegur þangað. Stjórnmálafréttaritarar telja aó Rússar vilji hvetja Araba til sam- stöðu i fyrirhuguðum Genfarvið- ræðum og aðsamræma stefnu sína hvað varðar setu fulltrúa PLO á ráðstefnunni. Þeim virðist ekki hafa orðið ágengt gagnvart Irök- um sem efast um að nokkurt gagn verói af ráðstefnunni. Sýrlenzki utanríkisráðherrann gaf í skyn í ræðu sinni I veizlunni með Gromyko að sýrlenzka stjórnin væri hiynnt afstöóu Rússa þótt hún hafi hingað til verið talin fylgja harðlínustefnu gagnvart Israel. Áóur hafa sovézkir sendifull- trúar rætt vió israelska ráðherra og hvatt til brottflutnings Israels- manna frá herteknum svæðum samkvæmt fréttum frá Israel. Talið er að Rússar hafi mikinn áhuga á að taka að nýju upp stjórnmálasamband við Israel (þeir slitu þvi i sex daga stríðinu 1967), enda mundi það auka áhrif Rússa á tilraunir til að finna lausn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.