Morgunblaðið - 26.04.1975, Page 36

Morgunblaðið - 26.04.1975, Page 36
Berið BONDEX á viðinn mákúnglf ÆHGIRr Aætlunarstaðir: Blönduós — Siglufjörður I Gjögur — Hólntavík Búðardalur — Reykhólar I Hvammstangi — Flateyri — Bíldudalur | Stykkishólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Sfmar: 2-6060 & 2-60-66. Lt2 LAUGARDAGUR 26. APRlL 1975 Trilla ferst með tveim mönnum ÞAÐ hörmulega slys varð ( gær- morgun, að l'A tonns trilla frá vistheimilinu á Víðincsi fórst við Kjalarnes og með henni tveir ungir menn. Mennirnir fóru á trillunni til grásleppuveiða snemma í gær- morgun og ætluðu að koma aftur um hádegisbilið. A þessum slóð- um var suðlæg átt, 6—7 vindstig og haugasjór. Þegar mennirnir voru ekki komnir nokkru eftir hádegi var farið að svipast um eftir þeim og siðar héldu leitar- flokkar af stað og flugvél var fengin til leitar. Fundu leitar- menn lík annars mannsins í fjör- unni fyrir neðan Sjávarhóla á Kjalarnesi og varð mönnum þá ljóst, að eitthvað hafði komið fyr- ir bátinn. Þegar Mbl. fór í prent- un var ekki búið að finna lík hins mannsins né flak bátsins. Nöfn mannanna verða ekki birt að svo stöddu vegna ættingja þeirra. 650 grömm af hassi fundust í stálhólkum Ljósmynd ÓI.K.M. VORMENN tSLANDS — Það var mikill viðbúnaður hjá skátum sumardaginn fyrsta. í fjórum kirkjum borgarinnar voru haldnar sérstakar skátamessur í tilefni dagsins en eftir hádegið söfnuðust skátar, ljósálfar og ylfingar saman á Rauðarár- stíg en síðan var gengið til Laugardalshallarinnar. Þar var haldinn sumarfagnaður skáta, og eins og sjá má fylgdist unga fólkið með dagskráratriðum af athygli. Verður leyft að veiða 10 þús. lestir af síld við Suðurland? TOLLVERÐIR fundu I byrjun vikunnar rúmlega 650 grömm af efni sem talið er fullvfst að sé hass. Kom efnið f pósti frá Dan- mörku og var falið f tveimur stái- hólkum. Verðmæti umrædds magns mun vera nálægt hálfri milljón króna og er þá miðað við að hass sé almennt selt á 6—800 krónur grammið á hinum ólög- lega markaði hér innanlands. Unnið er að fullum krafti að rannsókn þessa ffkniefnasmygls frá Ffkniefnadómstólnum. Það voru tollverðir sem unnu að skoðun i Tollpóstsstofunni í Reykjavík sem komust á snoðir um umrædda sendingu. Stálhólk- arnir tveir komu í trékassa og þótti tollvörðunum rétt að kíkja inn í hólkana og kom þá í Ijós að þeir voru holir að innan og báðir fullir af þessu efni. Megnið af efninu var ljósgrænleitt en hluti af þvi aðeins dekkra. Efnið var strax sett í efnagreiningu en niðurstöður liggja ekki fyrir. Að sögn Arnars Guðmundssonar fulltrúa hjá Fíkniefnadómstóln- um er þó talið fullvist að hér sé um að ræða kannabis eða nánar tiltekið hass. Þess má að lokum geta að um- ræddir stálhólkar voru um fet að lengd, sterkbyggðir og gengið frá þeim á hinn tryggilegasta hátt. Hafrannsóknastofnunin hefur ritað sjávarútvegsráðuneytinu bréf og látið f Ijós þá skoðun sfna, að ekki sé þörf á algerri friðun Suðurlandssfldarinnar næsta haust. Jafnframt lét stofnunin f Ijós þá skoðun, að heildarveiðin mætti þó ekki fara yfir 10 þúsund lestir, f reknet og sfldarnót. Matthías Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, sagði f samtali við Morgunblaðið f gær, að ráðuneyt- ið myndi á næstunni fjalla ræki- lega um þetta mál. Leitað yrði álits ýmissa aðila áður en ákvörð- un verður tekin um hvort sfld- veiðar verða leyfðar að nýju við Suðurland þegar friðuninni lýkur 15. september og hve mikið verð- ur leyft að veiða ef það verður ofan á. 1 framhaldi af þessum upp- lýsingum sjávarútvegsráðherra sneri blaðið sér til Jakobs Jakobs sonar fiskifræðings og innti hann nánar eftir þessu. Jakob sagði, aó Hafrannsóknastofnunin hefði í bréfi sínu bent á, að sumargots- sfldin hefði rétt verulega við síð- an gripið var til algerrar friðunar. Þá hefði einnig verið bent á, að í sumar myndi bætast við sterkari árgangur til hrygningar en í mörg ár, þ.e. 4ra ára síld. Væri áætlað að stofn fullorðnu síldarinnar væri 90—100 þúsund lestir að stærð í haust en hann var 20—25 þúsund lestir þegar gripið var til friðunnarinnar 1. febrúar 1972. Hins vegar var stofninn 400—500 þúsund lestir áður en hnignun kom í hann. Jakob sagði að miðað við stærð stofnsins næsta haust væri ekki nauðsyn á neyðarráðstöfunum eins og algerri friðun en aó sjálf- sögðu væri það sjávarútvegsráð- herra að taka lokaákvörðun í málinu. Hafrannsóknastofnunin myndi ekki verða mótfallin síld- veiðum við Suðurland í haust en þá mætti markið heldur ekki fara yfir 10 þúsund lestir samtals I reknet og nót. Kvaðst Jakob líta á veiðarnar, ef leyfðar yrðu, fyrst og fremst sem tilraunaveiðar, þ.e. til að sjá hvernig stofninn brygðist við. „Það mikilvægasta er að fara að öllu með gát,“ sagði Jakob að lokum. „Byrjaði full- seint á loka- sprettinum” — sagði Friðrik sem hafnaði í 4.-5. sæti „ÉG BYRJAÐI eiginlega full- seint á lokasprettinum,“ sagði Friðrik Ólafsson stórmeistari er Mbl. náði tali af honum að loknu skákmótinu f Las Palmas f gær- kvöldi. Friðrik gerði jafntefli við brasilfska stórmeistarann Meck- ing f 20 leikjum f gærkvöldi og hafnaði f 5.—6. sæti ásamt Hort með 9V4 vinning. Ljubomir Lju- bojevic bar sem vænta mátti sig- ur f mótinu, hlaut 11 vinninga. „Eftir ástæðum er ég bara nokkuð ánægður með frammi- stöðuna i mótinu," sagði Friðrik. „Ég fann mig reyndar ekki almennilega í byrjun og glopraði t.d. tveimur kolunnum skákum niður i jafntefli. 1 lokin gekk þetta svo allt miklu betur og ég held að ég hafi ekki lent i slæm- um félagsskap ef litið er á nöfn- in.“ Mótið i Las Palmas var svipað að styrkleika og mótið á Tallin á dögunum en þá fékk Friðrik 9V4 vinning í 15 skákum en nú 9V4 vinning í 14 skákum svo frammi- staða hans nú er ekki siðri og jafnvel heldur betri. Þess má geta til gamans að stórmeistaraárang- Framhald á bls. 20 arráðstefnunnar: Einhliða útfærsla fslands í 200 mílur gengur ekki í berhögg við yfirlýsta stefnu á ráðstefnunni Genf, 25. apríl frá Matthíasi Johannessen, ritstjóra. □ -------------------□ — Sjá ennfremur fréttir af Genfarráðstefnu á bls. 3 og 16. — □ -------------------□ Eg tel einhliða útfærslu Is- lands í 200 mflna fiskveiðilög- sögu að fundinum hér f Genf loknum sfður en svo alvarlegt mál, sagði forseti hafréttarráð- stefnunnar, Amerasinghe frá Srilanka (Ceylon), f samtali við fréttaritara Morgunblaðs- ins f dag. Ástæðuna kvað for- setinn þá að menn væru nú sammála um 200 mflna efna- hagslögsögu og slfk útfærsla Is- lendinga væri f samræmi við heildarstefnuna sem mörkuð væri. Fréttamaður Mbl. benti á þá ósk fulltrúa nokkurra rfkja á allsherjarfundinum sl. föstu- dag, að bann yrði sett inn í drög að samningi í lok ráðstefn- unnar þess efnis, að rfki sem aðild ættu að viðræðunum gerðu engar einhliða aðgerðir, meðan málið væri á umræðu- stigi. Amerasinghe sagði, að hér væri einkum verið að vara við þvf að rfki hæfu einhliða aðgerðir á hafsbotninum fyrir utan lögsögu þeirra, s.s. málm- vinnslu. Amerasinghe sagði ennfrem- ur, að drög að heildarsamningi mundu liggja fyrir þriðjudag- inn 6. maf n.k. og f uppkasti þessu eða frumvarpi yrði gert ráð fyrir 200 mflna efnahags- lögsögu. Hann sagði að drögin, þar sem einnig yrði fjallað nánar um lögsögu rfkis, yrðu ekki lögð fyrir allsherjarnefnd þvf engin ástæða er til að auka á umræður, eins og hann komst að orði, heldur yrði strax hafizt handa um að semja nýjan haf- réttarsáttmála, og yrði tfminn milli þessarar ráðstefnu og þeirrar næstu einnig notaður til þess. Forsetinn sagði ennfremur, að bannið um einhliða út- færslu, kallað moratorium á al- þjóðamáli, hefði komið upp til að aðvara rfki um að gera ekkert með einhliða aðgerðum, sem gengi f berhögg við heild- arniðurstöðuna. Og af samn- ingsdrögunum verður hægt að sjá hvað verður gagnstætt heildarstefnunni og hvað ekki. Þegar drögin liggja fyrir verða þau samningsuppköst frá öll- um höfuðnefndunum þremur. Amerasinghe sagði, að hann mundi skýra frá drögunum 7. og 8. maí og þá gætu menn þegar f stað farið að semja og undirbúa endanlega niður- stöðu. Forsetinn sagði, að hann hefði komið í heimsókn til Is- lands og það væri eitt yfirlætis- lausasta land, sem hann hefði kynnzt, látlaust og fagurt — og virtist hann eiga við þjóðlffið eins og hann kynntist þvf, frek- ar en náttúrufegurðina. Hann sagðist hafa séð að Islendingar væru algjörlega háðir hafinu og hefðu að þvf leyti sérstöðu. Hann skildi vel einhliða út- færslu landsins eftir Genfar- fundinn, enda gengi hún ekki f berhögg við yfirlýsta stefnu hér á hafréttarráðstcfnunni. Hitt vildi hann þó taka fram að bezt væri að sem fæst rfki stæðu f einhliða aðgerðum, meðan verið væri að semja um lausn málsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.