Morgunblaðið - 26.04.1975, Síða 7

Morgunblaðið - 26.04.1975, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 26. APRlL 1975 7 Vanheil börn og umönnun þeirra HVERNIG er aðstaða til að veita vanheilum börnum og unglingum þá umönnun og menntun, sem gerir þeim og aðstandendum þeirra kleift að tryggja þeim sæmandi líf? Og við hvaða vanda er helzt að glíma? Mbl. hefur rætt þetta við nokkra aðila sem vinna að málum þeirra einstaklinga sem við margvlslegar fatlanir eiga að strlða. Rætt við Þorstein Sigurðsson sérkennslu- fulltrúa Mörg skynskert börn geta gengið í almenna skóla — Viðhorfin gagnvart vanheilum börnum og umönnun þeirra hafa verið að breytast f nágrannalöndum okkar að undanförnu og þvi er ekki að neita, að þar höfum við ekki fylgzt með, sagði Þorsteinn Sigurðsson, sérkennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavfkur, við Mbl. — Van- heilsuafbrigðin eru mörg, en gróft má flokka þau í eftirfarandi: hreyfi- hömlun, skynskerðingu, málhömlun, vangefni, geð- og taugaveiklun og atferlistruflun. Skulum við siðan vikja að hverjum hópi fyrir sig og ihuga hvernig ástandið er. Mörg skynskert börn geta gengið í almenna skóla- og flest börn sem hreyfihömluð eru. — Ég lit svo á. að sé aðeins um hreyfihömlun að ræða, geti böm undir flestum kringumstæðum gengið i venjulega skóla, en búa þarf mörgum þeirra sérstaka að- stöðu til þess. Sú stefna er að ryðja sér til rúms hér á landi að blanda hreyf ihömluðum börnum saman við algerlega heilbrigð börn og talsverður árangur hefur náðst i þeirri viðleitni. Börn með þessa hömlun hafa oft eðlilega náms- getu, en þau þurfa talsvert mikla likamlega umönnun. í Hliðaskóla hefur verið settur á stofn bekkur fyrir börn með þessa hömlun og gefið góða raun. Ekki er þarna um sparnað að ræða. heldur er mönn- um umhugað um að sjá til að þessir einstaklingar einangrist ekki félagslega. Að minu mati er allvel fyrir þörfum þessa hóps séð. — Um heyranrskert bgrn er það að segja að þau, sem mesta skerð- ingu hafa og erfiðast eiga með að tileinka sér mál, þurfa á sérskóla- vist að halda og fyrir þau höfum við mjög vel búinn sérskóla þegar undan er skilin aðstaða til likams- ræktar, þar sem Heyrnleysingja- skólinn er. Mjög heyrnarskertir einstaklingar þurfa þó alls ekki að vera þar alla sina skólatið, ef sér- fræðingar telja að þeir geti náð viðunandi árangri. t.d. i heyrnar- bekk í almennum skóla og hefur slik aðstaða verið sköpuð i Hliða- skóla. Aftur á móti þarf að byggja upp betri aðstöðu til framhalds- náms fyrir heyrnarskerta i Heyrn- leysingjaskólanum og er það starf raunar hafið. t.d. i samvinnu við Iðnskólann og Myndlistarskólann. Nokkrir heyrnarskertir nemendur hafa einnig verið settir i almenna bekki á undanförnum árum og gefist vel, en sérstaka aðgát þarf að hafa og börn með slíka skerð- ingu eru aldrei flutt í almenna bekki nema að vandlega yfirveg- uðu ráði. Sex blind börn eru i vetur í Blindraskólanum sem er til húsa í Laugarnesskólanum i Reykjavik. Sérdeild fyrir blinda i almennum skóla virðist góð lausn. Málhömluð börn hafa orðið útundan Málhömlun barna getur stafað af öðru en heyrnarleysi, þ.e. ákveðnar heilastöðvar hafa skadd- azt og enda þótt barnið hafi heyrn getur það ekki túlkað málhljóðin, ellegar hæfnin til að tjá sig í mæltu máli er skert. Þarna er um mjög fámennan hóp barna að ræða og ekki er þvi að leyna, að þessi litli hópur hefur orðið útund- an að mörgu leyti. Börn með þessa hömlun geta að sjálfsögðu verið á mjög misjafnlega háu eða lágu greindarstigi, en flest eru fyr- ir neðan meðallag. Helzt hefur verið rætt um að stofna sérstaka deild i Heyrnleysingjaskólanum fyrir börnin, en það hefur ekki verið unnt vegna húsnæðisleysis og fjárskorts. Oft er erfitt að upp- götva þessi böm og er þeim stund- um ruglað saman við fávita eða heyrnarlaus börn og ekki er hægt að loka augunum fyrir þvi að ein- hver slík börn kunni að vera á fávitastofnunum, en liklegt má telja að þau séu þá einnig vangef- in. Í þeim tilvikum sem þessi sjúk- leiki hefur verið greindur hér á landi, hefur verið forðast að setja börnin á hæli fyrir vangefna. Er ýmist reynt að fást við þetta i Heyrnleysingjaskólanum, Höfða- skólanum og nú síðast i þeim visi að skóla fyrir fjölfötluð börn, sem tók til starfa haustið 1972 og nú er til húsa i Kjarvalshúsi. Ég álit að þessi börn væru bezt sett i sérdeild Öskjuhliðarskólans, þeg- ar hann tekur til starfa. sem væntanlega verður i haust. Mikilvægt að koma upp greininga- og ráðgjafarmiðstöð — Áður en lengra er haldið, sagði Þorsteinn Sigurðsson siðan, — langar mig að ræða um, hversu veigamikill þáttur er uppeldis- fræðileg og læknisfræðileg rann- sókn og greining á vanheilum börnum. Í þvi sambandi vil ég vekja athygli á, að okkur vantar greiningar- og ráðgjafarstöð. For- eldrar gætu þá leitað þangað með börn sin strax og þeim finnst eitt- hvað athugavert við þroska þeirra. Það liggja hjá yfirvöldum tillögur um þetta frá viðræðunefnd ríkis og Reykjavíkurborgar, sem skilaði áliti árið 1972 um sérkennslumið- stöð, þar sem uppistaðan er grein- ingar og ráðgjafarstöð, ásamt þeirri sérkennsluþjónustu, sem okkur skortir. Þegar Öskjuhlíðar- skólinn var skipulagður var tekin frá lóð undir þessa starfsemi, meðal annars með tilliti til návist- ar Heyrnleysingjaskólans. Hefur verið þrýst á þetta mál siðan og að tilstuðlan nefndarinnar komst á visir að þeim skóla fyrir fjölfötluð börn, sem áður er nefndur. Það er Ijóst, að það er undir fjárveitingar- valdinu komið, hvort okkur tekst að bæta aðstöðu hinna vanheilu barna strax næsta skólaár eða hvort þetta verður látið sitja á hakanum enn um hríð. Mál vangefinna í allsæmilegu horfi — Ef við tölum siðan um van- gefin börn, þá er málum þeirra þannig komið, að bæði dag- vistunarstofnanir og fávitaheimili eru rekin af riki og styrktarfélög- um einstaklinga. Þar hefur orðið allmikil þróun siðustu ár, bæði að þvi er varðar vistunarþáttinn og kennslu og þjálfun. Haustið 1972 var sett reglugerð um kennslu á fávitastofnunum og'nefnd sem um þessar mundir fjallar um sér- kennslu utan grunnskóla leggur til, að stofnsettir verði skólar á öllum fræðslustigum . við fávita- stofnanir. Að baki liggur auðvitað krafan um að kennslu og þjálfun á þessum stofnunum verði breytt í það horf, sem nú er talið vænleg- ast til árangurs. Allir eru kennsluhæfir — Á þessu sviði hafa viðhorfin breytzt mjög. Nú er litið svo á að allir séu kennsluhæfir — og þá er farið að skilgreina kennslu á ann- an hátt en fyrr. Fátt fólk er svo mikið vangefið, að ekki megi kenna þvi og þjálfa á ýmsum svið- um, þótt heilbrigðu fólki þyki kannski ekki alltaf mikið til um. — Sú stefna er rikjandi að fjölga dagvistunarstofnunum fyrir vangefna og reisa fjölskylduheim- ili Vissulega þarf fleiri stofnanir, en ekki mjög margar og þær ættu helzt að vera i formi dagvistunar- stofnana. Þá ættu foreldrar van- gefinna barna að eiga kost á að fá fulla dagvistun fyrir börn sin, en geta haft þau heima að öðru leyti. Margir foreldrar kjósa það, og tvi- mælalaust er það vænlegast fyrir þroska barnanna. Fyrir nú utan að það er ódýrara fyrir samfélagið. Það sem ég tel að vanti fyrst og fremst á þessu sviði er að bæta kennslukerfið. Á stofnunum eru einstaklingar nú. sem við vitum að hefði verið hægt að „normalis- era ", ef aðstæður hefðu verið fyrir hendi. Starf fyrir taugaveikluð börn og atferlistrufluð — Ef börn eru geðveik eða taugaveikluð er hægt að leita til geðdeildar Barnaspítala Hringsins við Dalbraut og i haust var sett á laggirnar meðferðarheimili á Kleifarvegi, á vegum Reykjavikur- borgar. Auðvitað þarf að auka og bæta þessa þjónustu og það sem sérstaklega vantar er geðdeild fyr ir unglinga. Ennfremur vantar til finnanlega stofnun eða heimili fyr ir mjög erfið börn og sjúk, og kannski eitt eða tvö fjölskyldu heimili. Yfirleitt er það foreldri, sem Framhald á bls. 27 Fataskápar fyrirliggjandi. Bæsaðir eða tilbúnir undir málningu. Einnig skrifborðs- sett, svefnbekkir, pirahillur og m.fl. Nýsmiði s.f., Auðbrekku 63, Kóp. simi 44600. Hrossunnendur Vegna ófyrirsjáanlegra atvika er til sölu hestur sem er að verða 7 vetra. Upplýsingar í sima 72223 eftir kl. 6 á virkum dögum. Keflavik Annast allar almennar bila- viðgerðir, einnig réttingar og ryð- vörn. Bifreiðaverkstæði Prebens Nilsen, Dvergasteini, simi 1458. Saab '74 til sölu Mjög góður bíll, ekinn 17 þús. km. Nánari uppl. i síma 96-1 1 131 eða 96-22298. 150 hestáfla GM dieselvél i góðu standi og með nýjum gír er til sölu á mjög hagstæðu verði. Upplýsingar i sima 53148 i vinnutima. Grindavík Til sölu fokhelt einbýlishús 134 fm. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Vatnesvegi 20, Keflavík, símar 1263 og 2890. Húsdýraáburður Við bjóðum yður húsdýraáburð á hagstæðu verði og önnumst dreifingu hans ef óskað er. GARÐAPRÝÐI, sími 71 386. Keflavík Til sölu eldra einbýlishús. 4 herbergi og eldhús. Losnar fljótlega. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, Keflavík. Símar 1 263 og 2890. íbúð óskast Ung reglusöm stúlka óskar eftir lítilli íbúð strax, helst i Vesturbænum eða miðbænum. Skilvísar mánaðargreiðslur. Uppl. i sima 92-1 331. Til sölu sjálfskiptur Maverick "70. Upplýsingar i síma 27226, eftir kl. 2. 21. farþega Benz 608 til sölu. Bifreiðin er í góðu lagi með nýlegum bílasmiðjusætum og 1 90 cm lofthæð. Sími 83839. Vantar eitt skrifstofuherbergi á eða við miðbæinn. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Miðborg — 7221." Til leigu er 4ra herb. íbúð, nýstandsett, á jarðhæð, björt, suðaustur við Tjörnina, handa rólegri fámennri • fjölskyldu. Tilboð sendist Mbl. merkt: Góð umgengi — 9740". Volvo 144 árg. '70 Til sölu. Greiðsluskilmálar. Upplýsingar í síma 32400. 13 ára drengur óskar eftir að komast í sveit í sumar. Upplýsingar í síma 35606. JHérgutrlþlabtb nucivsmcnR (sg.^-t.22480

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.