Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRlL 1975 trjptstMitfrifr Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar. hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Augiýsingar Að undanförnu hafa Sovétríkin haldið uppi mjög umfangsmiklum flotaæfingum á Norður- Atlantshafi, Miðjarðarhafi, Svartahafi, Indlandshafi og Kyrrahafi. Þessar flota- æfingar eru meðal hinna umsvifamestu, sem Sovét- ríkin hafa efnt til. í upp- hafi virtist sérfræðingum þetta vera mestu heræfing- ar Sovétríkjanna í sögunni, en hafa síðustu daga komizt að þeirri niður- stöðu, að svo sé ekki. Hins vegar vekur það athygli, að flotaæfingarnar hér á Norður-Atlantshafi eru taldar hinar mestu, sem fram hafa farið á þessu hafsvæði. Sérfræðingar telja, að þyngdarpunktur þessara flotaæfinga hafi verið á svæðinu milli íslands og Jan Mayen og talið er, að um 60 herskip af ýms- um gerðum, kafbátar, kjarnorkuknúnir og aðrir, þung beitiskip, tundurspill- ar, eldflaugaskip, njósna- skip, rannsóknaskip, birgða- og hjálparskip hafa tekið þátt í þessum æfing- um á norðurslóðum. Að sjálfsögðu hlýtur það að vekja athygli okkar Is- lendinga, að meginþungi þess hluta flotaæfinga Sovétríkjanna, sem fram hefur farið á Norður- Atlantshafi, hefur verið í námunda við ísland. í þess- um flotaæfingum tóku þátt herflugvélar af langdrægri gerð frá herflugvöllum á Kola-skaga og komu þær svo oft inn á flugvarnar- svæði íslands, að á aðeins þremur til fjórum dögum í síðustu viku þurftu þotur varnarliðsins á Keflavikur- flugvelli að hafa 50—60 sinnum og jafnvel oftar af- skipti af sovézkum herflug- vélum, sem flugu inn á flugvarnarsvæði Islands. Þessar flotaæfingar Sovétríkjanna hafa oróið til þess að minna okkur enn einu sinni á, að at- hafnasvæði sovézka flotans færist stöðugt nær íslands- ströndum. I þeim víðtæku umræðum, sem fram fóru á s.l. ári um öryggismál Is- lands var athygli vakin á því, að uppbygging sovézka Norður-flotans á síðasta áratug eóa svo hefur skap- að alveg ný v.iðhorf í öryggismálum Islendinga. Með stofnun Atlantshafs- bandalagsins var framsókn kommúnismans í Mið- Evrópu stöðvuð. Síðan hefur þrýstingurinn fyrst og fremst beinzt gegn þjóð- um í Suð-Austur-Asíu. Fyrst í Kóreu og nú síðustu tvo áratugi í Indókína og nú er svo komið þar, að varnir þeirra afla, sem barizt hafa gegn kommúnistum eru að hrynja til grunna og ekki verður annað séð en að meginhluti Indókína sé að komast á vald kommúnista. Á síðustu árum hefur margt bent til þess að nýs þrýstings sé að vænta frá Sovétríkjunum I Evrópu, en að þessu sinni í Norður- Evrópu en ekki Miö- Evrópu. Með vaxandi um- svifum sovézka flotans á N- Atlantshafi er ljóst, að Norður-Noregur færist smátt og smátt í raun á bak við fremstu víglínu Sovét- rikjanna á Norður- Atlantshafi og hún færist stöðugt nær íslandi. Þess vegna er svo komið, að við íslendingar hljótum að horfast í augu við þá köldu staðreynd, að þrýstingur Sovétríkjanna muni á næstu árum beinast fyrst og fremst að Noregi og Is- landi og þá með ýmsum hætti, beinum og óbeinum. Lítil þjóð sem við Is- lendingar má sín lítils gegn risaveldinu í austri. Það eina mótvægi, sem við höf- um gagnvart hinum stór- auknu umsvifum Sovét- ríkjanna í námunda við ís- land er að efla samstarf okkar við Atlantshafs- bandalagsríkin almennt og Bandaríkin sérstaklega, en sú spurning hlýtur að vakna, hvort ekki sé ástæða til að bæta nýjum þætti inn í þessa mynd, þ.e. auknu samstarfi við Norð- menn annars vegar og Kanadamenn hins vegar, en báðar þessar þjóðir eiga hagsmuna að gæta á þess- um slóðum. Margir halda því fram, að hér sé um ástæðulausan ótta að ræða, engin rök séu fyrir því, að Sovétríkin vilji efla áhrif sín á íslandi, hér sé „Rússagrýla“ á ferð- inni — og svo framvegis. I þeim efnum getum við að- eins lært af reynslunni. Og reynsla þeirra þjóða, sem liggja nærri áhrifasvæði Sovétríkjanna er því miður ekki góð. Eystrasaltslöndin 3 eru talandi dæmi um það, Austur-Evrópuríkin enn- fremur, svo og Finnland, sem í raun getur sig lítið hreyft, hvort sem er í utan- ríkismálum eða innanríkis- málum vegna gífurlegra áhrifa Sovétríkjanna á finnsk innanríkismál. Is- land liggur að vísu ekki að landamærum Sovétríkj- anna, en eftir því sem um- svif sovézka flotans aukast á Norður-Atlantshafi færumst við nær áhrifa- svæði þeirra. Þess vegna eru flotaæfingar Sovétríkj- anna nú o’kku'r þörf áminn- ing um að vera jafaan vak- andi á verðinum. Flotaæfingar Sovétríkjanna við Island ..ÍA’ Mynd þessi var tekin úti fyrir v-þýzka sendiráðinu í Stokkhólmi á fimmtudagskvöld eftir að hryðjuverkamennirnir höfðu kveikt í bygg- ingunni með sprengjum sínum. Logarnir teygja sig út um gluggana á þriðju hæð hússins en niðri á götunni má sjá lögreglumenn draga burt einn af hryðjuverkamönnunum, sem handteknir voru á flótta úti fyrir. Litla myndin í horninu til hægri sýnir, hvernig byggingin leit út í gærmorgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.