Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRlL 1975 MATSEDILL VIKUNNAR Umsjón: Hanna Guttormsdóttir MANUDAGUR Fiskur með sveppum og spergli (sjá uppskrift), hrfs- grjón, hrátt salat, eplagraut- ÞRIÐJUDAGUR Kjötbollur í súpu (sjá upp- skrift), MIÐVIKUDAGUR Fiskur á fati, meti, tómatsúpa. soóið FIMMTUDAGUR Tómatar fylltir með kjöt- deigi, hrátt salat, lauksúpa. FÖSTUDAGUR Vsa með spaghctti og osti (sjá uppskrift), kartöflu- mjólkursúpa (sjá upp- skrift). LAUGARDAGUR Blóðmör og lifrarpylsa, soðnar rófur, súrmjólk með púðursykri. SUNNUDAGUR Gervihéri, rauðkál, soðnir eplahelmingar, epli í sykur- legi (sjá uppskrift). sveppum og Fiskur með spergli 500 g fiskflök 'á sitróna 1 lítil dós sveppir 'á dós spergill 2'A dl vökvi af sveppum og spergli 20 g smjörlíki 20 g hveiti 1 eggjarauða salt, pipar Roðflettið fiskflökin og skerið þau i sneiðar. Sjóðið síðan sneiðarnar og færið upp á fat. Bræðið smjörlíkið, blandið hveitinu saman við og þynnið með vökvanum. Bætið sveppum og spergli saman við. Jafnið siðan með eggjarauðu. Hellið sósunni yfir fiskinn. Kjötbollur í súpu 400 g kjöt 1 lítill laukur 60 g hveiti 3 dl mjólk 1 egg 2 tsk. salt 'A tsk. pipar Saxið kjötið með lauknum. Hrærið 2 dl af vökvanum saman við hveitið, og hrærið það ut i kjötið í tveimur lot- um. Þeytið eggið aðeins, og hrærið það út í kjötdeigið. Látið salt og pipar saman við. Hrærið afganginum af vökvanum út i. Sjóðið vatn í viðum potti. Mótið bollur með skeið, og leggið þær í sjóðandi vatnið. Sjóðið boll- urnar við vægan hita í nokkrar min. Takið bollurn- ar upp úr. Látið kjötbollur i kjötsúpu, grænmetissúpu, tómatsúpu eða karrýsúpu. Vsa með spaghetti og osti 500 g ýsuflök salt, pipar, karrý 3—4 msk. tómatsósa 3 dl rifinn ostur 'á pakki spaghetti smjör brauðmylsna Sjóðið spaghetti í léttsöltu vatni og kælið. Roðflettið ýsuflökin og raðið í smurt eidfast mót. Kryddið með salti, pipar og karrý og tómatsósu. Raðið spaghetti yfir fiskinn, síðan osti og brauðmylsnu. Setjið nokkra smjörbita ofn á. Bakið við 200—220 C í 30—40 mín. Kartöflu-mjólkursúpa 400 g kartöflur 1 gulrót 1 laukur 1 I vatn eða kjötsoð 'á 1 mjólk 20 g smjörlíki salt 1—2 msk. söxuð steinselja Rífið allt grænmetið á rif- járni, og sjóðið það í vatninu i um 15 mín. Bætið mjólk og smjörliki út í, og látið suð- una koma upp. Saltið, og bætið steinselju út í, ef vill. Epli f sykurlegi 350 g ný epli 75 g sykur 4 dl vatn Flysjið eplin. Skerið þau í 4 eða 8 báta og takið kjarna- húsið úr. Sjóðið saman syk- ur og vatn f sykurlög. Sjóðið eplin f leginum, þriðjunginn f einu, og gætið þess, að epla- bátarnir fari ekki f sundur. Þegar búið er að sjóða öll eplin, er sykurlögurinn soð- inn þar til hann fer að þykkna, og er honum sfðan hellt yfir eplin. Einnig má gera sykurlöginn þykkan með örlitlu kartöflumjöli. Kvaran: Svar til Alþýðublaðs um húseign mína á Spáni GREIN í Alþýðublaðinu hinn 14. april s.l. um sölu á húsi mínu á Spáni gefur mér tilefni til að minnast á fyrri viðskipti min, þeg- ar ég stofnsetti fyrstu skóverk- smiðju landsins á Akureyri 1932 og starfrækti hana, þangað til 1947, að ég var flæmdur burt af landinu. Ég var þá ungur, áræðinn og áhugasamur maður, fullur af löngun til að gera landi minu eitt- hvert gagn. Peninga átti ég svo til enga, en með ábyrgð föður mins og vinsamlegum viðskiptum við Ölaf Thorarensen, þáverandi bankastjóra Landsbankans á Akureyri, blessaðist allt vel. Ég byrjaði smátt og reisti mér aldrei hurðarás um öxl, þvi ég var gætinn í viðskiptum. Ég hafði að jafnaði kunnáttumenn frá fjórum þjóðum og öll framleiðslan seldist jafnóðum. 1 mörg ár hafði ég um 40 manns í vinnu, en ágóðinn var lítill, enda kostnaðarsamt að kenna starfsfólkinu. En ánægjan af að framleiða eitthvað, var mér meira virði en peningarnir. Þess vegna sveið mér það sárt, þegar mér var algjörlega neitað um yfir- færslu til efniskaupa og verk- smiðjurekstur minn þannig stöðv- aður. Það var oft örðugt að fá gjaldeyri. Ég man t.d., að einu sinni var ég rekinn út, þegar ég kom til Reykjavikur til þess að sækja um gjaldeyri. I gjaldeyris- vandræðum mínum sneri ég mér, einu sinni, til hins ágæta manns, Ólafs Thors forsætisráðherra, sem hjálpaði mér ágætlega. Ég hafði alltaf litið þannig á, að ég væri að gera landi minu gagn með skóverksmiðju •— starfsemi minni. Hryggur í huga fluttist ég því til Danmerkur 1947. Aður en ég fór greiddi ég allar skuldir mínar og keypti upp ýmsar frí- merkjategundir af póststjórninni. Þannig hafði ég eigin gjaldeyri til viðurværis og hef aldrei sótt um gjaldeyri til íslenzkra yfirvalda, siðan ég var flæmdur af landi burt og fluttizt alfarinn til Dan- merkur. Ég get ekki annað sagt en að mér fannst það illa gert og til skammar að stöðva verk- smiðjurekstur minn og flæma mig þannig frá mínu heimalandi. Það var ekki það mikill gjaldeyrir, sem ég þurfti, að hægt væri að réttlæta þá ráðstöfun að neita mér um hann. Mér þykir rétt að minnast á þessa meðferð nú, þeg- ar farið er að skrifa um gjald- eyrisnotkun mina, eftir svo langa búsetu utanlands. Undanfarin ár hef ég selt Landsbanka Islands töluvert af gjaldeyri, síðast í fyrra haust, áður en ég flaug til Spánar. Mér fannst það vera með nokkurri tregðu, að bankinn keypti þá af mér 20.000 danskar kr. Eftir 15 ára búsetu i Kaup- mannahöfn fluttist ég, að læknis- ráði, i þurrara og betra loftslag og varð þá Sólarströnd Spánar fyrir valinu. Ég keypti mér lóð í Solym- ar 1961, 3 km frá Torremolinos, og 1962 lét ég byggja hús á lóð- inni. Danmarks Nationalbank yf- irfærði fyrir mig. Mér datt ekki í hug, að ég væri að brjóta islenzk lög, með því að eignast þak yfir höfuðið á Spáni, eftir svo langa búsetu erlendis og hafði svo ver- ið, þá er eitthvað meira en lítið bogið við þau lög. Ég var algjör- lega fluttur frá Islandi og ætlaði aldrei að flytja hingað heim, en vegna hins mikla sumarhita á Sól- ströndinni varð ég að vera nokkra mánuði i kaldara loftslagi. Ég er þá kominn að lygaþvætt- ingi Alþýðublaðsins frá 12.4. 1975. Ég hafði auglýst „Villa Islandia“ til sölu, en að auglýsa er ekki það sama og selja. Hús mitt er óselt og verður ekki selt á meðan ég lifi. Nú vil ég spyrja blaðmann Alþýðublaðsins: Hvað- an hafið þér þá lygafrétt, að ég hafi selt hús mitt „Villa Islandia"? Hefði ekki verið heiðarlegra að fá réttar upplýs- ingar beint frá mér? Ég hef aldrei leynt neinu viðvikjandi húsi mínu á Spáni og alltaf gefið það upp til skatts hér í Reykjavík, eftir að ég fluttist heim, ef það skyldi vera þannig, að ég þyrfti að greiða Framhald á bls. 26 Sjötug: Guðný Ólafsdóttir GUÐNÝ Ólafsdóttir er fædd að Katanesi á Hvalfjarðarströnd 28. apríl 1905. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Jónsson og Guðrún Rögnvaldsdóttir, Jónssonar útvegsbónda og formanns á Skála- tanga. Ölafur var fæddur að Lambhaga i Mosfellssveit, sonur Jóns Jónssonar, f. 1806 að Laxnesi, giftur 5/10 1836 Mariu Eyjólfsdóttir, f. 1804 að Lamb- haga i Mosfellssveit. Ólafur kaupir Geitaberg i Hval- fjarðarstrandarhreppi 1881 og býr þar rausnarbúi til 1899, að hann hefur býtti á jörðum, fær Katanesið i sama hreppi og flytur sig þangað með allt sitt. Gigtin mun hafa verið farin að angra gamla manninn um þetta leyti, smalamennskan reynst honum erfið á fjallajörðinni og því brugðið á það ráð á fá hægari jörð. 1 Katanesi bjó hann í 12 ár, eða til 1911. Hann lifði eitt ár í Katanesi eftir að hann lét af búskap og dó þar 22/5. 1912. Guðrún, sem var seinni kona Ólafs, var miklu yngri en hann, dö þó ári á undan honum. Þau eignuðust fjögur börn. Guóný, sem hér verður getið, var þriðja í röðinni. Eins og sést á framan sögðu hefur Guðný skammt notið for- eldra sinna. Sex ára gömul fer hún í fóstur að Kalastaðakoti í sama hreppi til heiðurshjónanna Soffiu og Jóns Sigurðssonar hreppstjóra. Þar á Guðný heima næstu 7—8 árin. I Kalastaðakoti, á heimili þeirra hjóna, var mann- margt og stórt búið á þeirrar tíðar mælikvarða. Guðnýju eru margar minningar mjög kærar frá veru sinni í Kalastaðakoti, hún ber mikinn kærleiks- og þakkarhug til þeirra hjóna og heldur alla tíð góðri vináttu við börn þeirra. Unglingsstúlka fer Guðný frá Kalastaðakoti til Reykjavíkur. Hún dvelur um tíma hjá systur sinní Guðfriði, sem þá er nýgift og byrjuð að halda heim- ili. Þegar hér er komið sögu kem- ur tímabil i ævi Guðnýjar, þar sem hún á við vanheilsu að búa um nokkurt skeið. Árið 1933 giftist hún heiðurs- manninum Jóni Snorra Guðmundssyni, bakarameistara í Hafnarfirði, og i Hafnarfirði stofna þau sitt heimili og búa þar í farsælu hjónabandi alla tíð síðan. Fyrst í leiguhúsnæði, en fljótlega kaupa þau húsið að Hverfisgötu 61. Þar á Guóný enn sitt heimili, en maður hennar dó 16. apríl 1973. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, þau eru, tal- in i aldursröð, Minerva, iþrótta- kennari við Iþróttaskóla tslands að Laugarvatni, ógift, svo synirnir tveir, þekktir íþróttamenn, þeir Bergþór og Ragnar, báðir giftir hafnfirskum stúlkum og eiga tvö börn hvor. Báðir eru þeir bræður lærðir bakarar, lærðu hjá föður sinum og hafa unnið í fyrirtæki hans, Snorrabakarii, sem er nú fjölskyldufyrirtæki, staðsett I húsi þeirra að Hverfisgötu 61. Þau hjón áttu barnaláni að fagna, þau eignuðust góðar og nær- gætnar tengdadætur og elskuleg, myndarleg barnabörn. Öll var fjölskyldan samtaka, valið gæða- fólk, sem studdi hvert annað i hverri þraut, glaðværð og góðvild sátu þar í hásæti og réðu öllum heimilisbrag. Þar var gott að koma og ánægjulegt að dvelja. Sá, sem hér skrifar, er búinn að eiga margar ánægjustundir á heimili þessara elskulegu hjóna, þaðan á ég margar minningar, sem allar eru á einn veg, hugljúfar ánægju- stundir. Guðný er myndarhús- móðir, þar sem hún er ríkir friður og ró yfir öllu, góðvild, glaðværð og vinarhugur er það svipmót, sem þetta heimili hefur boðið okkur uppá alla tið, þar er reglu- semi, snyrtimennska og myndar- skapur í hávégum hafður. Guóný er kona vel greind, hógvær og stillt, ein af þeim konum, sem lætur lítið á sér bera, en er mikill vinur vina sinna, mikil mann- kosta- og gæðakona, það vitum við best, sem hennar vináttu höfum notið um langt árabil. Það var ekki hægt að gera upp á milli þeirra hjónanna, þar rikti algjör samhugur, hugur vináttu og góð- vildar. Þau voru okkar auðfúsu- gestir, sem alla glöddu, unga sem aldna. Þeim var Borgarfjarðar- hérað mjög kært. Bæði voru þau ættuð úr þessu héraði. Hval- fjarðarströndin er Guðnýju mjög kær, héðan á hún margar ljúfar æskuminningar, sem aldrei gleymast. Guðný er minnug á menn og málefni, frá þeim tima, sem hún var hér að alast upp. Hún hefur fylgst vel með öllu héðan að ofan, þó i nokkurri fjárlægð byggi. S.l. sumar höfðum við þá ánægju að hafa hana hér hjá okkur smá tíma, en slikt fólk sem hún lífgar upp umhverfi sitt og veitir sam- vistarfólki sínu ánægju og gleði, undir þau orð min munu margir taka, sem lifað hafa i návist hennar, þessarar sífellt glöðu og góóu konu. Það voru sjálfsagt fleiri en ég, sem tóku eftir því s.l. sumar, hvað Guðný hafði mikinn áhuga á hinu daglega sveitalífi, hvað hún fylgd- ist vel með öllum þeim fjölbreyti- legu störfum i sveitinni, um aðal- annatíma ársins. Hún var sannar- lega i huganum þátttakandi í þessu öllu með okkur. Hún þurfti um margt að spyrja, því hún mátti ekki af neinu missa, það leyndi sér ekki að hún hafði ánægju af sveitalífinu. Ég hygg að það hafi endurvakið gamlar minningar úr sveitinni i huga hennar, þó nú séu búskaparhættir allt aðrir. Það eru þó dýrin og fleira, sem minna á gamla timann. Ég vona að heilsa hennar leyfi henni að koma enn á ný í sveitina. Ég vona að hún geti enn átt hér stundir, sem veitt geti henni ánægju, sem yrði henni nokkurs virði, þegar tómleikinn rikir. Eins og áður er um getið, er Guðný ekki vön að bera hug sinn og tilfinningar á torg út, því veit ég ekki hvernig henni fellur þetta raus mitt. En ég verð að bera ábyrgð á þvi, ég tel mig ekkert hafa sagt nema það, sem ég veit sannast. Fyrst og síðast á þetta að vera þakkarkveðja okkar héðan úr sveitinni til góðrar konu fyrir allt, sem hún hefur gert mér og mínu fólki. Það er gamall óg góður siður að staldra við og líta til baka við vissa áfanga. Þegar litið er yfir farinn veg, sést margt, sem er manni minnisstætt. Oft er það þannig í önn daganna, að amstrið og það, sem á móti blæs, vill verða efst í huga manns, dags daglega. Þess vegna vill oft gleymast það, sem vel er. Þegar til baka er litið er margs góðs að minnast og margt er ekki þakkað sem skyldi. Þá fyrst segir samviskan til sín og vill gera ein- hverja bót, það er ástæðan fyrir þvi að þessar línur eru hér skráðar. Guðnýju færum við okkar inni- legustu þakkir um leið og við ósk- um henni ætið alls þess besta og til hamingju með tímamóta- afmælið. Valgarður L. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.