Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.04.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRlL 1975 13 Nýtingin er ekki nógu góð Astæðan skortur á samræmingu SJUKRAHOTEL Rauða kross- ins tók til starfa f desember s.I. Mbi. hafði fregnir af þvf, að aðsðkn að sjúkrahðtelinu hefði orðið minni en búizt var við f upphafi og sneri sér f þvf til- efni til Ölafs Jónssonar, trún- aðarlæknis hótelsins, og Bryndfsar Jónsdóttur, forstöðu- konu. — Jú, það er alveg rétt, sagði Bryndís. — Við höfum hér rúm fyrir 28 manns, en að jafnaði eru hér ekki nema 22 sjúkling- ar, og það finnst okkur of litið. — Það er bæði of lítið með, tilliti til þess, að við erum viss um að þörfin er meiri en þetta virðist benda til og eins með tilliti til hagkvæms reksturs, sagði Ölafur Jónsson. — Til-' gangur Rauða krossins með stofnun sjúkrahótelsins var sá að spara sjúkrarými i sjúkra- húsunum og stytta þar með hina margnefndu löngu biðlista þeirra. Það er vitað mál, að mikið af dýrmætu sjúkrarými nýtist illa, þegar fólk, sem t.d. er í forrannsókn eða eftirmeð- ferð, er lagt inn og liggur lang- tímum saman i sjúkrahúsi. Mjög margt af þessu fólki er á ferli og kemst allra sinna ferða, þannig að það er auðvitað ekki annað en sóun að láta það dvelj- ast í sjúkrahúsum. — Vitið þið hvernig á þvi stendur að sjúkrahótelið er ekki notað meira en raun ber vitni? — Ég held, að hér sé fyrst og fremst um að kenna skorti á samræmingu, sagði Ölafur. Þau skilyrði eru sett hér, að beiðni um dvölina komi frá þeim sjúkrahúslækni, sem annast viðkomandi sjúkling. Þannig getur heimilislæknir eða hér- aðslæknir t.d. ekki sent okkur sjúkling, heldur þarf hann að setja sig hsamband við sjúkra- húslækninn hér i Reykjavík. Þetta verður að gera til þess að sjúklingar séu ekki sendir hing- að til Reykjavikur og látnir biða hér eftir plássi. — Ég hef líka aðeins orðið þess vör, segir Bryndís, að fólk heldur að það sé dýrt að dvelj- ast hér og að það þurfi að bera dvalarkostnaðinn sjálft. Þetta er á misskilningi byggt. Sjúkra- tryggingarnar borga daggjöld- in, sem að vísu eru alltof lág — ekki nema 1200 krónur á dag — en Rauði krossinn greiðir svo mismuninn, þannig að dvölin hér er sjúklingi að kostnaðar- lausu. — Dvelst hér eingöngu utan- bæjarfólk? — Nei, hér hefur verið tals- vert af Reykvíkingum, segir Bryndís. Þá er oft um að ræða fólk, sem af einhverjum ástæð- um getur ekki farið heim til sin að lokinni sjúkrahúsvist, ann- aðhvort af þvi að enginn er heima fyrir til að sinna þvi eða þá að það er ekki búið að ná sér nógu vel til að vera inni á fjöl- mennu heimili. Hér hefur lika verið fólk í fylgd með sjúkling- um, sem koma utan af landi og þurfa að hafa einhvern með sér til aðstoðar. Við höfum getaó hýst þetta fólk, en að vísu er gjaldið þá aðeins hærra — 1500 krónur — sem það verður þá að borga úr eigin vasa. Þetta gæt um við auðvitað ekki gert ef hótelið væri fullsipað sjúkling- um, nema ef sjúllingurinn er barn i fylgd með fullorðnum. — Olafur, þú sagðir áðan, að hér væri um að kenna skorti í samræmingu? — Já, og það sést t.d. á þvi, að talsvert ber á því, að það séu mikið til sömu læknar, sem not- færa sér þá aðstöðu, sem hér er fyrir hendi. Ég veit ekki, hvort sjúkrahúslæknar hafa almennt ekki vitneskju um það hvernig þessi-þjónusta er hugsuð, en ef þetta breytist ekki vaknar auð- vitað sú spurning, hvort raun- verulegur grundvöllur sé fyrir rekstri sjúkrahótelsins, sagði Ólafur að lokum. Við hittum að málj Unu Hall- grímsdóttur frá Efra- Vatnshorni i Húnavatnssýslu. — Ertu búin að vera hér lengi, Una? — Ég er búin að vera hér í 10 daga, en verð sennilega i fimm vikur alls. Ég lá í Lanspitalan- um, en er þar nú í geislameð- ferð. Þangað fer ég á hverjum degi og hef fengið frænku mína til að aka mér þangað. — Hvernig kanntu við þig hér? — Ljómandi vel. Hér er öll aðstaða eins og bezt verður á kosið. Hefði sjúkrahótelið ekki verið hefði ég orðið að vera hjá ættingjum, sem er auðvitað engan vegin góð lausn þegar um svo langan tíma er að ræða, sagði Una að endingu. Myndin er af sjúklingum og starfsfólki í hinni vist- legu setustofu sjúkra- hótelsins á horni Nóa- túns og Skipholts. Sjúkrahótel Rauða krossins: Formaður Tæknifræðinga- félags Islands endurkjörinn HIÐ árlega mót skólahljómsveita, sem hefur nokkur undanfarin ár verið lialdið I Iþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi á vegum bæjaryfir- valda þar, verður í ár haldið í lþróttahúsinu f Hafnarfirði I boði Hafnarfjarðarbæjar, sunnudag- inn 27. apríl nk. Átta skólahljómsveitir af Stór- Reykjavíkursvæðinu munu koma til leiks og gefa áheyrendum tæki- færi til að hlýða á tönlist af ýmsu tagi. Þær munu leika hver í sinu lagi og einnig allar sameiginlega. Mótið hefst kl. 14.00 með ávarpi Helga Jónassonar fræðslustjóra i Hafnarfirði og mun hann kynna það sem fram fer. Aðgangur er öllum heimill svo lengi sem hús- rúm leyfir. GUÐMUNDUR Hjálmarsson var endurkjörinn formaður Tækni- fræðingafélags lslands á aðal- fundi þess, sem haldinn var fyrir skömmu. I ræðu formanns kom það fram, að á siðasta ári hlaut T.F. I. inn- göngu i Bandalag háskólamanna, og að félagið festi kaup á húsnæði Skólamót hljómsveita i Hafnarfirði fyrir starfsemi sína á Laufásvegi 25, Reykjavik. Starfsemi félagsins var blómleg á árinu eins og undanfarin ár og voru haldnir skemmti- og fræðslu- fundir á starfsárinu, auk veglegr- ar árshátíðar. I stjórn félagsins voru kosnir auk Guðmundar Hjálmarssonar þeir Júlíus Þórarinsson, Magnús Sædal Svavarsson, Ingvi I. Inga- son, Bolli Magnússon, Þórarinn Jónsson og Gunnar Ingi Gunnars- son. I frétt frá félaginu segir, að það hafi nú opnað skrifstofu á Laufás- vegi 25. Frá Islandssýningunni f Þjóðfræðasafni Varsjárborgar íslenzk sögusýn- ing í Póllandi Dagana 14. febrúar til 2. mars s.l. var haldin „sögusýning" f Varsjá f tilefni af ellefu alda byggð á Islandi og jafnframt til að minnast 30 ára afmælis hins fslenska lýðveldis. Sýningin var skipulögð af Þjóðfræðasafni Varsjárborgar og Pólsk-íslenska menníngarfélag- inu i Póllandi, en utanríkis- og menntamálaráðuneytið íslenska svo og Þjóðminjasafn Islands veittu margvíslega aðstoð. Sýningargripir voru hinir sömu og voru á samskonar sýningu er haldin var í Moskvu seint á árinu 1974. Sýningin í Varsjá var fjölsótt og þótti takast með afbrigðum vel. (Frá Islensk-pólska menningar- félaginu í Reykjavík). Sumarstarf Skógræktar- félags Hafnarfjarðar Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er að hefja sumarstarf sitt. Að þessu sinni hefst það með fræðslu- og kynningarstarfi i Góð- templarahúsinu þriðjudaginn 29. þ.m. Fundurinn hefst kl. 20.30. Þar mun Sigurður Blöndal skógar- vörður tala um verkefni skóg- ræktarfélaganna. Og sýndar verða myndir frá skógræktar- starfi Hafnfirðinga. Dánargjöf Ástfríðar Johnson FYRIR nokkru barst Skógræktar- félagi tslands peningagjöf að upphæð krónur 60 þúsund úr dánarbúi Ástfrfðar Johnson, Victoria f bresku Colinbiu. Ástfrfður var fædd 16. júní 1895 að Ketilsstöðum í Hjalta- staðaþinghá og fluttist 6 ára gömul vestur um haf með for- eldrum sinum, Jóhannesi Jóns- syni og Ölöfu Jónsdóttur, er bjuggu síðast á Fljótabakka i Éiðaþinghá. Fyrst eftir að þau hjón komu til Vesturheims bjuggu þau við Lundar i Mani- toba, en síðar að Vogum i sama fylki. Ástfriður starfaði lengst af sem hjúkrunarkona, fyrst í Winnipeg og síðar i Victoria, en þar lést hún 13. mars 1974. I hjúkrunarstarfi sinu annaðist hún mest aldraða og af slíkri alúð og nærgætni að tekið var eftir. Var hún þvi mjög vinsæl í starfi. Astfríður kom til Islands árið 1968 og kynntist þá mörgu frænd- fólki sínu, en ættmenni átti hún mörg í N-Þingeyjarsýslu og á Austurlandi. Ræktarhug Ástfriðar til ættlandsins var við- brugðið, sem m.a. kemur fram i þessari dánargjöf. I þessu sambandi þykir rétt að geta þess, að á ári hverju hefur Skógræktarfélagi Islands borizt fjárstuðningur frá Islendingum vestanhafs. Fé þessu hefur verið safnað með frjálsum framlögum einstaklinga og deilda Þjóðræknisfélagsins og hefur þvi verið varið til gróðursetningar trjáplantna í sérstakan reit vestan í hallinu undan Hrafnagjá á Þingvöllum. Milli hinna áriegu þinga Þjóðræknisfélagsins starfar sérstök skógræktarnefnd, sem haft hefur forgöngu um fjársöfnun til stuðnings íslenskri skógrækt og er formaður þeirrar nefndar nú dr. Richard Beck, en hann hefur unnið að þessu máli af einstakri elju og fórnfýsi. Stjórn Skógræktarfélags Islands þakkar innilega fyrir þessa dánargjöf og um leið þann stuðning og hlýhug, sem íslendingar vestan hafs hafa sýnt skógræktarmálum hér. (Frétt frá Skógræktarfélagi Islands).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.