Morgunblaðið - 26.04.1975, Page 16

Morgunblaðið - 26.04.1975, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRIL 1975 Cousteau á hafréttarráðstefnunni í Genf: 200 mílna auð- lindalögsaga leiðir til stjórnleysis og hörmunga Genf, 25. apríl AP — Reuter FRANSKI haffræðingurinn Jacques-Yves Costeau sagði á fundi með frétta- mönnum á hafréttarráðstefnunni I Genf I gær, að ástand heimshafanna væri svo ískyggilegt orðið, að mannkyninu stafaði af því alvarleg hætta. Sagði hann, að lifheimur hafsins hefði rýrnað um 30—50% á síðasta aldarfjórð- ungi og sú rýrnun gengi hraðar fyrir sig en hann hefði búizt við. Astandið er nú þegar mjög alvarlegt. sagði Costeau, og bætti við, að mannverum yrði ekki líft eftir að lif heimshafanna væri kulnað. Costeau, sem er nú 63 ára að aldri, kom til Genfar frá New York til þess gagngert að halda þennan fund með fréttamönnum á hafréttarráðstefnunni. Costeau, sem heimskunnur er fyrir bækur sínar og sjónvarpsmyndir, upp- lýsti, að honum hefði verið boðið að tala á ráðstefnunni i Caracas I fyrra- sumar. ,,Af kurteisi upplýsti ég fyrir- fram um hvað ég mundi tala," sagði Costeau, „og þá var boðið afturkallað " Hann sagði, að margir fulltrúar á ráð- stefnunni vissu ekkert um hvað þeir væru að tala. „Það er timi til kominn að einhver segi þeim sannleikann um ein- hver þau vandamál sem fyrir liggja," sagði hann, — „og sannleikurinn er viðs fjarri þeim forsendum, sem ráð- stefnan hér og i Caracas byggir á." Costeau hvatti til þess, að komið yrði á laggirnar alþjóðastofnun til þess að fjalla um öll vandamál hafsins, þar á meðal mengun og ofveiði, en ekki einungis um vinnslu auðæfa hafs- botnsins, eins og lagt hefði verið til á ráðstefnunni. Hann sagði, að 200 mílna auðlindalögsagan, sem þar væri til umræðu, mundi leiða til stjórnleysis og hörmunga og hvatti þjóðir heims til að sameinast um að vernda þverrandi auðlindir hafsins. Sérstaklega sagði hann nauðsynlegt að minnka fiskveiðar og hann taldi gróflega ýktar áætlanir um auðæfi hafsbotnsins. „Ég er hræddur um að við megum engan tíma missa. . . sagði Vosteau. . . „hér er ekki um að tefla lif barnabarna okkar heldur barna okkar." Æ tíöara að for eldrar berji börn til óbóta London, 25. apríl AP Kunnur brezkur ged- læknir skýrði svo frá á heilbrigðismálaráðstefnu í London í gær, að það gerð- ist æ tíðara að foreldrar misþyrmdu börnum sínum svo, að þau hlyt bana af. í Bretlandi kvað hann tvö börn deyja á dag af völdum illrar meðferðar af foreldr- anna hálfu. Læknir þessi, dr. John Howells, forstöðumaður geðlækningastofn- unar í Ipswich, sem fjallar um vandamál fjölskyldna upplýsti að auk þeirra fjölmörgu barna, sem létu lífið fyrir hendi foreldra sinna, væru enn fleiri lemstruð á sál og likama eftir meðferð i for- eldrahúsum. Hann kvað það mik- inn misskilning nútíma þjóðfé- lags, að einhverskonar dular- tengsl væru milii móður og barns og sagði, að fjöldi barna, sem þjáðust vegna ofbeldis foreldr- anna, myndi blómstra, ef þau væru tekin í burt frá þeim. „Stundum stendur valið milli að- skilnaðar og dauða barnsins.“ Bretlandsdeild alþjóðlegu lög- fræðinganefndarinnar, sem nefn- ist „JUSTICE eða „RÉTTLÆTI", hefur hvatt til þess að komið verði á laggirnar embætti „barna- umboðsmanns", sem hafi því hlut- verki að gegna að vernda börn gegn ofbeldi heima fyrir. A miðvikudag kom i ljós við rannsókn ríkissaksóknara á dauða þriggja ára telpu í London, sem móðirin hafði barið til bana, að þann hörmulega atburð mætti að nokkru rekja til vanrækslu heilbrigðis- og velferðarstofnana ríkisins. Frá hafréttarráðstefnunni: Genf, 24. apríl, frá Matthíasi Johannessen ritstjóra. ÁÐUR hefur komið fram i fréttum Morgunblaðsins af haf- réttarráðstefnunni hér i Genf, að fulltrúar nokkurra ríkja ósk- uðu eftir því á allsherjarfund- inum föstudaginn 18. april s.l„ að í frumvarpsuppkasti því, sem nú er unnið að og leggja á fram í lok ráðstefnunnar, verði ákvæði um bann við einhliða aðgerðum þeirra þjóða, sem eiga aðild að henni. Skuli bann þetta gilda þar til ráðstefnan lýkur störfum, væntanlega næsta ár. Slikt bann heitir legt að vera vel á verði og reyna að drepa slika hugmynd, and- stæða íslenzkum hagsmunum, strax í fæðingu. Það hafa Is- lendingar lagt höfuðkapp á undir forystu formanns is- lenzku sendinefndarinnar, Hans G. Andersens sendiherra. Könnun þeirra hefur leitt í ljós, að tillaga þessi virðist ekki eiga þann hljómgrunn, sem tillögu- menn vonuðu. I samtölum ís- lenzkra fulltrúa við aðra full- trúa hér á ráðstefnunni hafa þeir mætt skilningi, jafnvel fulltrúi Túnis tók málaleitan þeirra vel, þegar þeir bentu á, að islenzka sendinefndin hefði ávallt staðið með hagsmunum Túnis. Formaður sendinefndar Frá Genf. 200 mílna efnahagslögsaga voru íslenzku fulltrúarnir hræddir um að þau færu að leggja áherzlu á sögulegan rétt, en svo varð ekki, heldur komu upp ýmsar aðrar hugmyndir um undanþágu innan 200 milna efnahagslögsögu sem áður hef- ur verið minnzt á i fréttum hér i blaðinu. Þá tók formaður ís- lenzku nefndarinnar þá stefnu að þrýsta inn í þau drög, sem Evensen-nefndin sendir frá sér, ákvæði þess efnis, að strandríki sjálft ákveði hvað það megi fiska mikið og einnig hvað það geti veitt sjálft mikið af aflan- um. Ef þessi atriði verða bæði inni í samningsuppkastinu, ætti hagsmunum Islands að vera borgið í þessum drögum, hvað sem síðar verður. Þess má geta, að persónuleg Tíllaga um bann við einhliða að- gerðum á ekki hljómgrunn moratorium á alþjóðamáli. Þeir sem einkum kröfðust slíks banns á einhliða aðgerðum í hafinu voru fulltrúar Alsír, Túnis, Irlands, Venezúela og Júgóslavíu, en hinn síðast- nefndi skírskotaði í ræðu sinni til moratoriumsamþykktar á allsherjarþingi S.Þ. 1969 þess efnis, að bönnuð sé aukin ein- hliða nýting á hafsbotninum, þar til málið hefur verið af- greitt á vettvangi S.Þ., þ.e. á hafréttarráðstefnunni, sem nú stendur yfir, en Amerasighe, forseti ráðstefnunnar, sagði i fréttasamtali við Morgunblaðið, að samþykktin frá 1969 hefði engin bindandi ákvæði, heldur væri hér einungis um siðferði- lega samþykkt að ræða, ef svo mætti að orði komast. Allar samþykktir allsherjarþingsins eru sem kunnugt er ráðgefandi viljayfirlýsingar en ekki skuld- bindandi samþykktir. Forset- inn sagðíst ekki gera ráð fyrir moratorium í samningsdrögun- um sem liggja munu fyrir 6. mai n.k. á framhaldandi samn- ingsviðræðum og yfirlýst heild- arstefna ætti að nægja til áminningar ríkjum um að gera ekki einhliða aðgerðir meðan lausn liggur ekki fyrir. Enda þótt litil sem engin hætta sé nú talin á því, að ráð- stefnan samþykki bann við ein- hliða aðgerðum, var nauðsyn- Túnis á ráðstefnunni er for- maður 77 manna hópsins, sem svo er kallaður, en það er umræðuhópur þróunarrikj- anna. Og fulltrúar ýmissa áhrifamikilia ríkja eins og Ind- lands og Ceylons (Sri Lanka) hafa sagt við formann íslenzku sendinefndarinnar, að ekki komi til mála, að ákvæði um slíkt bann verði sett i samnings- drögin. Fulltrúí Chile lofaði að vinna ötullega að því að drepa þessa hugmynd og svo er um marga aðra, t.d. Perúmenn, sem sögðu, að þeir væru miklu fleiri, sem hefðu aftekið mora- torium með öllu, en hinir sem veltu vöngum. En það olli ís- lenzku fulltrúunum vonbrigð- um hvernig fulltrúar Vene- zúela, sem hefur verið banda- maður okkar í hafréttarmálum, tók í það að falla frá banni. Venezúelamenn bera ávallt í brjósti einhvern ugg um það, að Bandaríkjamenn fari aó bora eftir olíu á hafsbotni í næsta nágrenni við þá. Það er mikill misskilningur, ef einhver held- ur, að allt snúist hér um fisk. Fiskur er ekki nema 50% af áhuganum hér, sagói einn full- trúanna á ráðstefnunni við blaðamann Morgunblaðsins. Þessi umræða um mora- torium gefur dálitla hugmynd um andrúmsloftið hér og vinnu- brögð. Nauðsynlegt er að fylgj- ast vel með þróun mála og vera snar í snúningum, þegar á þarf að halda. Flestir munu nú líta svo á, að kröfurnar um moratorium séu aðeins dægurflugur, og kemur það heim og saman við þau um- mæli forseta ráðstefnunnar í samtali við Mbl., að hann telji að ekkert slikt bann verói í samningsdrögunum. Sumir munu vafalaust telja, að þessi krafa sé sprottin af yfirlýsingum íslendinga um út- færslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur á þessu ári. En svo er ekki, eins og fram kom í samtal- inu við Amerasinghe. Hann sagði, að hann liti það ekki al- varlegum augum, þótt tslend- ingar færðu út fiskveiðilögsögu sína í 200 mílur, enda sé það innan ramma heildarstefnunn- ar, sem allir væru nú sammála um. En hann minntist einnig á ýmsa fyrirvara, eða undanþág- ur, án þess að ræða það mál frekar. En hver er þá undirrótin að umræðunum um moratorium? Hún mun vera sú, að lönd eins og Perú og Brasilía eru farin að tala um að svo mikil verði út- þynningin á 200 mílna efna- hagslögsögunni að lokum, að bezt sé að ganga hreint til verks og allir færi einhliða út í 200 milna landhelgi. Þess ber þó að gæta, að ótti Ira stafar af því að þeir mega ekki til þess hugsa, að Bretar víkki út lögsögu sína i kjölfarið á okkar útfærslu og miði þá m.a. við Rockwall, klettadrang í miðju Atlants- hafi, sem Bretar hafa slegið eign sinni á, Irar segjast eiga vegna þess hann er næstur Ir- landi, en Danir hafa gert tilkall til vegna þess að hann er hluti af landgrunni Færeyja. Er þá komið að viðkvæmu máli, eyj- unum, sem við höfum sem minnst blandað okkur í, en mik- ið er deilt um og rætt á nefnda- fundum hér. Þegar islenzka sendinefndin fór að kanna moratorium- hugmyndina kom í ljós, að hún hafði verið rædd í 77 manna hópnum, en meiri hluti þróun- arríkjanna tekið henni fálega. Þegar stórveldin tóku þá stefnu að ljá máls á hugtakinu áhrif geta ekki síður ráóið úr- slitum hér en annars staðar og það var áreiðanlega vegna sam- starfs og vináttu Hans G. And- ersens og formanns norsku sendinefndarinnar, Evensens, sem þetta tókst. Evensen getur verið harður i horn að taka og sú yfirlýsing hans nýlega að Norðmenn muni hvorki færa út einhliða né lenda í þorska- stríði er umdeilanleg, þegar haft er í huga, að hann stjórnar umræóuhópi hér, sem vinna á að samkomulagi. En texti Evensen- nefndarinnar um landlukt ríki er enn hættulegur og má litlu muna. Hans G. Andersen barði það inn í drögin, að þau fengju því aðeins aðild að hagnýtingu sjávarins að þau séu samliggj- andi strandríki, eins og t.d. ým- is þróunarríki í Afríku og viðar. Nú stendur í textanum að þetta sé svæðisbundið. Ef orðið „sam- liggjandi" dytti allt í einu út, gæti svo farió, að við stæðum uppi með hugmyndina um svæðin ein og þyrftum að glima við alla Evrópu um At- lantshafið, því að A-Evrópuríki, Þjóðverjar, Bretar o.fl. telja sig áreiðanlega eiga aðild að At- lantshafssvæðinu. Hér má því engu muna að hagsmunir okkar verði bornir fyrir borð, og ár- vekni nauðsynleg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.