Morgunblaðið - 26.04.1975, Side 15

Morgunblaðið - 26.04.1975, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRlL 1975 1 frá Álandseyjum Málverk NORRÆNA húsið gengst þessa dagana fyrir kynningu á Álands- eyjum og íbúum þeirra. Einn þáttur þeirrar kynningar er mál- verkasýning. Þar er gefin góð hugmynd um þennan þátt menn- ingar þeirra eyjaskeggja, og ég held, að fáir hér á landi þekki nokkuð að ráði til þess merkilega fólks, sem byggt hefur eyjaklas- ann i Eystrasaltinu og haldið sér- stæðri menningu sinni, þrátt fyrir nábýli við Svía og Finna. Ég hafði mikla ánægju af að skoða þá sýn- ingu, sem er í kjallara Norræna hússins, en málverkasýningin kom mér samt meira á óvart en það annað, sem þarna er sýnt. Ekki ætia ég að gera sýningu þessari i heild nein skil hér. En málverkin langar mig aðeins til að fara nokkrum orðum um, og ef ég get vakið áhuga einhverra á þessari sýningu, er ekki ómaksins vert að birta þessar línur. Þegar þess er gætt, að fólks- fjöldi á Alandseyjum er ekki meiri en 22.000 manns, kemur það ekki lítið á óvart, að svo lítið samfélag skuli geta komið svo heillegri og skemmtilegri sýningu saman og það án þess að um þá hortitti sé að ræða, sem jafnan vilja slæðast með, þegar um myndlist er að ræða frá litlum þjóðum. Við þekkjum það vel hér í Reykjavík, hve erfitt er að setja saman sýningar, þannig að vel megi verða. Því nefni ég þetta hér, að mér finnst þessi sýning á málverkum frá Álandseyjum vera sérlega vönduð og samstæð. Hún er hvorki mikil að vöxtum né stór- merkileg, en hún er vönduð, og það gefur henni mikið gildi. Sem sagt, sú leið hefur auðsjáanlega verið farin, að gera listrænar kröfur, og það hefur tekist með ágætum. Ég verð að viðurkenna það, að ég veit ekkert um myndlist á Álandseyjum, nema það sem er að græða á stuttum formála í sýn- ingarskrá fyrir þessari sýningu. Og ef satt skal segja, var það aðeins einn hiutur sem ég hafði hugmynd um i sambandi við Álandseyjar, og það var segiskipa- eign þeirra hér í eina tið, en það er önnur saga. Elsta listaverkið á þessari sýn- ingu er hvorki meira né minna en um 4000 ára gamalt. Að vísu er aðeins ljósmynd af þessu verki á Mvndllst eftir VALTÝ PETURSSON sýningunni, en það er Jetteböle- gyðjan, gerð í leir og mun vera eitt elsta listaverk, sem til er á Álandseyjum. Siðan er það ekki fyrr en frá 19. öld, sem við fáum að sjá máiaralistina á Alandseyj- um, og er það fyrst KARL- EMANUEL JANSSON, sem verður fyrir okkur. Hann var fæddur 1846 og stundaði nám í myndlist meðal annars í hinni frægu listaborg DUsseldorf á sínum tíma. Hann á þarna tvö verk, sem gefa góða hugmynd um samviskusaman listamann, er vinnur í hefðbundnum stil sam- tiðar sinnar. Hann dó úr berklum um aldur fram. SIGRID GRANFELDT var fædd 1868, og hún á einnig þarna tvö málverk, sem eru létt og snoturlega gerð. Sá listamaður, sem mesta athygli vekur, er án nokkurs efa, JOEL PATTERSSON, sem var fæddur 1898. Um hann var ágæt mynd i sjónvarpinu, og þar komu fram greinargóðar upplýsingar um þennan einstaka listamann, sem málaði og skrifaði af þeirri elju, sem aðeins örfáum er gefin. Málverk hans á þessari sýningu hafa algera sérstöðu. Hann hefur verið mikill tilfinningamaður og verk hans eru gædd merkilegum þrótti og upplifun. Hann mun nú vera orðinn nokkurskonar þjóð- sagnapersóna i heimalandi sinu, þar sem honum mun hafa verið gefið viðurnefnið „van Gogh Álandseyja". Það vekur enga furðu hjá mér, að verk þessa lista- manns skuli hafa vakið þá eftir- tekt, sem raun ber vitni. Hann er málari af guðs náð, ef svo mætti að orði kveða. Joel Pettersson á tiu verk á þessari sýningu, átta oliumyndir og tvær vatnslita- myndir. En á sýningunni eru að- eins 37 verk, svo að við getum vel gert okkur grein fyrir, að lands- menn Petterssons kunna að meta list hans. TURE BENGTZ bjó lengi í Bandaríkjunum og hefur þvi verið i snertingu við ýmislegt, er ekki var dagsdaglegt á Álandseyj- um. Hann á þarna tvö oliumál- verk og Nr. 18 finnst mér það betra. NILS BYMAN er sjálf- lærður listamaður, sem hefur náð ágætum tökum á viðfangsefni sinu. Hann sýnir mikil tilþrif í Nr. 20. GUY FRISK notar ýmsa tækni við myndgerð sína og nær mjög fáguðum og persónulegum árangri. BO HÖGNÁS fer Iétti- lega með fyrirmyndir og myndir hans eru lipurlega málaðar. OLOF KANGAS er súrrealisti og hefur næma listakennd. HENRIK NYLUND túlkar steina og gras á sérstæðan og persónulegan hátt. RICHARD PALMER á þarna tvær grafíkmyndir, vel gerðar og sýna ágæta hæfileika. JOHAN SCOTT sýnir tvær litlar oliu- myndir, sem eru gerðar af næmni og hnitmiðaðri byggingu. HILDUR STENBÁCK notar dálítið abstrakta myndbyggingu til að tjá það landslag, er hún meðhöndlar á skemmtilegan hátt. Þessi sýning í heild er til mikils sóma fyrir Álandseyjar og það freistar mín að spyrja hvört byggðarlag með sama ibúafjöida á tslandi gæti komið slíkri sýningu saman? Þegar við gerum okkur Ijóst, að höfuðstaður Norður- lands, Akureyri, er með helming íbúatölu Alandseyja, þá fer að vandast málió. „Þá fyrst er einstaklingurirm stór 1 allri sinni smæð, er hann virðir lífið, sem Guð hefur skapað . . Herra forseti. Allmiklar umræður hafa nú farið fram um frumvarp það til laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemis- aðgerðir, er hér liggur fyrir Alþingi. Og úr þvi að svo vill til, ,að ég er lentur hér i þingsölum Alþingis, þykir mér rétt að fara um frumvarpið nokkrum orðum, þó ég hafi ekki átt þess kost að fylgjast með umræðum um það mál hér í þinginu nema að því leyti sem fjölmiðlar hafa rakið það að undanförnu. Ég vil þvi aðeins nefna nokkra þætti, sem eru þýðingarmiklir i þessu sambandi. Það er raunar eðlilegt, að um slíkt mál sé fjallað á breiðum vett- vangi, þar sem það snertir svo mjög mannlega tilveru í hinum ýmsu myndum. Lögmál lifsins eru margslungin og lifsmáti mannanna með ýmsu móti. Viðhorf þeirra til lífsins og verðmæta þess eru og á ýmsan veg Allt skapar þetta mismunandi skoðanir á hinum ýmsu þáttum mannlífsins — og heldur hver og einn því fram, sem best er í sam- ræmi við þá lífsmynd, sem hann hefur gert sér um farsælt og hamingjurikt mannlíf. Það er augljóst mál, að ýmsir kaflar þessa frumvarps eru hinir þýðingarmestu, og til þess fallnir að auka þekkingu manna á þeim þáttum mannlifsins, sem standa undir lífshamingju þeirra og tilveru. 1. gr. frumvarpsins fjallar um ráðgjöf og fræðslu varðandi kyn- líf og barneignir. Segja má að þessi upphafsgrein sé i rauninni þýðingarmesti kafli frumvarps- ins, þar sem gert er ráð fyrir fræðslu í þeim efnum, sem hingað til hafa verið talin allt að því feimnismál manna á meðal. Vissulega er fengur að slikri fræðslu fyrir hvern þann, sem vill lifa við farsæld í ástriku samlifi karls og konu — og vel er, ef unnt reynist að koma slíkri fræðslu á skipulegan og heilbrigðan grund- völl. Lagt er til, að landlæknir hafi með höndum yfirumsjón slíkrar fræðslu, og er það og vel ráðið, að um þá stefnumótun fjalli það fólk, er best þekkir til líkams- starfsemi mannsins og þeirra þátta, er samlífið snertir. Hitt er augljóst, að þessu fólki er mikill vandi á heróar lagður með þvi að ætla þvi slíka fræðslu, því vandi er að fjalla svo um þessi mál, að vel sé. En aðrir munu vart til þess hæfari. Hitt virðist mér ekki eins einsýnt, að hægt muni að fela almennum kennurum þessa fræðslu i skólum landsins, eins og 7. gr. frumvarpsins gerir ráð fyr- ir, þar sem vafasamt er, að kennara almennt fýsi að vera skikkaðir til slíkrar fræðslu og er mér kunnugt af viðtölum við marga kennara um þessi efni, að ærinn vandi muni þeim verða á herðar lagður með þessu ákvæði, vandi, sem þeim er ekki öllum ljúft að leysa. Við veróum að hafa það hugfast, að hér er um mál að ræða, sem foreldrar margir kinoka sér við aó ræða við börn sín þótt ekki virðist ástæða til viðkvæmni í þessum sökum ef grannt er skoðað, þar sem þetta er einn þýðingarmesti þáttur mann- lífsins og hluti af mannlegri sköp- un. En hér eimir eftir af skoðunum gamla tímans, þar sem um þessi mál mátti ekki fjalla nema i hálfkæringi og pískri bak við tjöldin. Og því hlýtur það að vera aug- ljós staðreynd, sem ekki verður á móti mælt, að þessi mál verða ekki auðveld í meðförum margra kennara, sem beinlinis væru e.t.v. skyldaðir til að taka að sér þessa fræðslu. En þarna verður fram- tíðin að skera úr um, hversu til tekst, og auðvitað er mér ljóst, að mörgum kennurum getur farið þetta vel úr hendi svo sem önnur kennsla. En hér veldur hver á heldur, og röng kennsla í þessum efnum getur verið verri en engin. Og því er uppbygging og mótun slikrar kennslu vandaverk, sem verður að undirbúa vandlega og byggja á traustum grunni. Þá kem ég að þeim þætti frum- varpsins, sem valdið hefur hvað mestum deiium manna á meðal, en það er 9. gr. um fóstureyðing- ar. Það fer ekki á milli mála, að fóstureyðing yfirleitt er algjört neyðarúrræði, sem ekki má gripa til fyrr en i síðustu lög. Það hlýtur að vera skoðun hvers kristins manns, að líf, sem orðið er til í móðurlífi, eigi tilverurétt, sem ekki sé á valdi nokkurs manns að drepa. Þetta er grundvallar- skoðun, sem á rætur í siðferðis- kennd hvers heilbrigðis manns og byggir auk þess á þvi siðgæðis- mati, sem kristin trú hefur lagt þeim I brjóst, sem trúa á tilvist guðlegrar forsjónar í hverfulum heimi. Það hlýtur að vera skýlaus réttur ófæddu lífi til handa, að sköpun Guðs fái að þróast á eðli- legan hátt en sé ekki tortímt af mannlegu valdi, sem tekur sér í hendur guðlegt hlutverk og vill ráðskast með líf, sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Því auðvitað er fóstureyðing ekkert annað en það að eyða því lifi, sem kviknað hefui; samkvæmt kristn- um skilningi. Hins vegar er það einnig ljóst að sé annað líf einnig i hættu þá ber auðvitað að meta það hverju sinni hvort lifið er dýrmætara. A ég hér auðvitað við líf móðurinnar, og þvi tel ég þau ákvæði i frumvarpinu, sem skír- skota til læknisfræðilegra ástæðna vera óhjákvæmileg og eðlileg þar sem virða verður meir lif móður en ófædds barns. Á hinn bóginn er i frumvarpinu talað um aðrar ástæður, sem liggja skuli til grundvallar því, að fóstureyðing skuli leyfð, þ.e.a.s. þær, sem nefndar eru félagslegar Jómfrúrrœða sr. Ingibergs J. Hannesson- ar á Alþingi ástæður. Hér virðast vera á feróinni ýmsar smugur, sem hægt muni að kornást i gegnum, ef þörf er á. Að visu er hér um að ræða hindranir í augum þeirra, sem aðhyllast hafa svokallaðar frjálsar fóstureyðingar að ósk konu, eins og fyrri gerð frum- varpsins gerði ráð fýrir, en þó eru þessi ákvæði um félagslegar ástæður það rúm, að ihuga ber vandlega, hvort skynsamlegt sé að þau séu i lög leidd á þann hátt, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Það er auðvitað augljóst mál, að ástæður verðandi mæðra geta verið með ýmsu móti og oft erfiðar og andstæðar, og vitað er það einnig, að þjóðfélagið býður ekki ávallt fram þá vernd konunni til handa, sem hún vissu- lega getur þarfnast í slíkum til- vikum. Hér kemur margt til og þarfara væri að reyna að bæta úr ýmissi þjóðfélagslegri aðstöðu slikum konum til handa fremur en leggja til svo afgerandi lausn að sálga þvi fóstri sem hún gengur með, þar sem erfitt virðist að búa því þau skilyrði fæddu, sem yrðu þvi til nauðsynlegs þroska. Vafalaust á þvi löggjafinn hér ýmis verk óunnin, sem snúa beri höndum a&Hitt má líka minna á, að mörg eru þau börn í landi voru, sem virtust mundu verða óvelkomin, meðan móðir þeirra bar þau undir belti, en urðu siðar sólargeislar og nýtir þegnar, er timar liðu. Þvi ávallt er það nú svo, að úr rætist, þegar á hólminn er komið. Og enn fremur mætti líka benda á þá staðreynd hér sem óviða hefur komið fram i um- ræðum um þetta mál, að mörg eru þau hjón í landi voru, er ekki hafa getað eignast börn, og mundu glöð taka við þeim óvelkomnu ein- staklingum, sem móðirin af ein- hverjum ástæóum gat ekki hugsað sér að fæða eða eiga. En allt um þetta eru hér ýmis vanda- mál á ferð, sem leysa verður. En þá má ekki gleyma þvi, að þær ástæður, sem leyfa slíkar aðgerðir sem fóstureyðing vissulega er, þær verða að vera svo alvarlegs eðlis, að vart verði framhjá slikri aðgerð gengið. Það kann að virðast svo, sem mínar skoðanir í þessu efni séu ekki að öllu leyti í takt við þær frjálsræðishugmyndir, sem rikja eiga um efni sem þessi nú til dags. Um það verða aðrir að dæma. En ég fullyrði hiklaust, að við ís- lendingar verðum að standa dyggilega á verði gagnvart þeim mörgu loftbólum sem blásnar eru út fyrir augum okkar og eiga að tákna framfarahug og vera opin- berun fyrir nýju og glæstu lifi. Það getur ekki hafa farið framhjá neinum hversu snöggir við oft á tíðum erum að gleypa hugmyndir frá öðrum löndum, sem virðast hagkvæmar, en standast svo ekki timans tönn. I slikum efnum tökum vió tiðum stökk i staðinn fyrir skref. Það geymir ekki allt farsæld, sem hæst er hrópað húrra fyrir í útlandinu, þótt margt sé gott þaðan komið, og höfum við þar Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.